Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 1
#»Éfft$l BLAÐ II — Fostudagur 7. janúar 1972 |— Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra: MAT ALMENNSNGS A STJORNMALUM OG STJÚRNMÁLAMÖNNUM BYGGIST Á SANNSÝNÍ Sjónvarps- og útvarpsræða á gamlárskvöld Gððir áheyrendirr! Árið 1971 er senn á enda og bnátt hefst árið 1972. f himim vinsæla áraskipta- sálmi, sean suniginn er hér um hver áraimót, spyr sálmaskáldið Valdimar Briem, vígslubiskup m. a. „en hvers er að miinnast og hvað er það þá, sem helzt skal í minningu geyma?" Kjarninn í svari hans ear sá, að miskunnsemd Guðs megi ei gleyma. Og skáldið bendir á hvermig trjiskunnseimd Guðs birtist okkur. Hann segir: „Hún bintist aðvori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum. f næðingum haustsins seni skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól. f vetrarins helkulda hríðum. Hún birtist og reynist sem blessumar lind. Á blíðunnar sólfagra degi. Hún birtist sem lækninig við böli og synd. Hún birtist þó skærast sem fæelsairans mynd, er lýshr oss lífsins á vegi". Við fslendingar höfum ástæðu til þess að hafa þetta í huga við þessi áraskipti, því að vissulega hefur árið 1971 verið okkur gott og gjöf ult ár og við höfum yfrir margt oig mikið að þakka. Afkoma atvinnuveganna hefur verið mjög góð á árinu 1971 þegar á heildina er litið og benda nýj- ustu tölur til þess að heildarfram- leiðsluaukning á árinu verði a.m. k. 9% miðað við framleiðslu árs- ins 1970. Hins vegar hefur aukn- ing þjóðartekna orðið' enn meiri en aukning þjóðarfraimleiðslu vegna hagstæðra viðskiptakjara við útlönd, eða allt að 12%. Árferði hefur verið hagstætt til búskapar og benda nýjustu tölur Efnahagsstofnunarinnar til þess, að landbúnaðarframleiðslan auk- ist nú verulega í fyrsta sinn um fitmm ára skeið og aná gera ráð fyrir að aukning landbúnaðar- framleiðslunnar, ásamt bústofns- breytingum, verði um 9% árið 1971 en um 4% án bústofnsbreyt- inga. Mikil framleiðsluaukning hefur einnig orðið í iðnaði, öðrum ^n fiskiðnaði, og benda nýjustu tölur til þess, að framleiðsluaukningin nemi a.m.k. um 15% að magni til miðað við árið 1970. Hins vegar hefur magn sjávar- vöruframleiðslu minnkað um 6% frá árinu 1970 en verðlag hefur hækkað rnijög mikið á erlendum markaði, eða um 23% frá árinu 1970, þanniig að gjaldeyrisverð- mæti sjávarafurðaframleiðslu eykst um allt að 16% frá fyrra ári. Þá hefur sparifjármyndunin ver ið veruleg á árinu og benda bráða birgðatölur til þess, að aukning spariinnlána verði ekki undir 2700 milljónum króna, en hún var 2477 milljónir króna árið 1970. Ekkert atvinnuleysi að kalla hef ur verið á árinu og má fremur tala um vinnuaflshörgul en at- vinnuleysi árið 1971. Þegair á heildarmynd efnahags- mála ársins 1971 er litið, er þann- ig Ijóst, að við höfum fulla ástæðu til þess að minnast ársins 1971 þakklátuim huga sem góðæris. En það er fleira sem gerðist á árinu 1971, sem vert er aÖ minn- ast við þessi áramót. Á miðju ári fóru fram alþingiskosningar og stjórnairskipti. Enda þótt stjórnarskipti þurfi út af fyrir sig ekki að vera svo merkilegt atvik, þar sem stjóniir koma og fara, þá leiða þessi stjórnarskipti hugann að því mik- ilvæga atriði, að við íslendingar berum gæfu til þess að búa við þingiræðislegt lýðræðisstjórn- skipulag, þar seni stjórnarskipti geta farið friðsamlega fram og í samræmi við vilja kjósenda í land inu í lok hvers kjörtímabils. Þetta finnst okkur að vísu sjálfsagður hluitur hér á íslandi, þar sem við þekkjuim í rauninni ekki annað fyrirkomulag nema af afspurn. Hins vegar vitum við, að hundruð milljóna manna búa við það stjórn arfar, að þar geta ekki farið fram stjórnarskipti á friðsamlegan hátt. Ég þarf ekki að nefna nein ríki í þessu sambandi. Það nægir að nefna orð eins og hallarbyltingar, herforingjavaldatöku og einræði. Við íslendingar höfum því vissu- lega mikla ástæðu til þess að minnast þess með þakklátum huga nú við þessi áramót, að við njót- um þeirrar stjórnarfarslegu gæða, að hér skuli það þykja sjálfsagt mál að stjórnarskipti fari fram í samræmi við vilja borgaranna. Það er svo út af fyrir sig athyglis- vert, að mikill minnihluti mann- kyns skuli njóta þessaæa stjórnar farslegu gæða. Enn eitt atriði, sem vert er að minnast nú, þegar árið er að enda komið, er sá atburður að fullbrú- ar dönsku þjóðarinnar komu fær- andi hendi til íslands og afhentu okkur fyrstu handritin, Sæmund- ar-Eddu og Flateyjarbók 21. apríl s.í. Þessi tvö íslenzku handrit voru skráð á kálfskinn við grútariýru í torfbæjum íslands. Eigi að síður þóttu þau á sínum tíma konung- legar gjafir og þau er það ekki síður nú, m.a. vegna þess, að þess- ar tvær bækur eru meira en þær sýnast vera; Afhending Dana á bók unum til íslendinga er tákn um það, að íslenzku handritin, sem varðveitt hafa verið í Danmörku, munu aftur koma til íslands sam- Ólafur Jóhannesson forsætisráSherra. kvæmt milliríkjasamninigi fslands og Danmerkur um það. Með af- hendingu handritanna færðu Dan ir okkur heim fornan íslenzkan menningararf, og við höfum fyllstu ástæðu til þess að vera Dönum þakklátir fyrir þann skiln ing og þá vináttu, sem þeir hafa sýnt okkur í sambandi við þetta mál. Hafa Danir af því máli verð- skuldaðan sóma. Hin giftusamlegu málalok handritamálsins eru þannig vissulega eitt af því, sem íslenzka þjóðin mun í minningu geyma frá árinu 1971. Einnig tel ég mikilvægt að minnast sem stórviðburðar á ár- inu 1971, að 4. desember tókust allsherjarsamningar um kjaramál við meginþorra verkalýðsféxag- anna um 14% kauphækkun í þrem ur áföngum og um víðtækan vinnufrið til tveggja ára. Þetta er vissuléga mikið fagnaðarefni og ennfremur það, að samþykkt hafa verið lög um 40 stunda vinnuviku og fjögurra vikna orlof. Þetta leið ir hugann að kjörum íslenzkra launþega fyrr á áruim og þeim mikla árangri, sem verkalýðssam- tökin hafa náð í baráttu sinni. Það var t.d. ekki fyrr en árið 1910, að v krafan um að lögbjóða 10 stunda vinnudag var borin fram í fyrsta sinn, en þá var vinnutími við alla kaupstaðavinnu 12 klukku stundir á dag áður en eftirvinna var reiknuð þ. e. frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að kvöldi með matarhléi tvisvar klukkustíma í senn. Það munu hafa verið sam- tök verkamanna á Vestfjörðum, sem fyrst báru fram kröfuna um 10 stunda vinnudag árið 1910. Krafan um að lögbjóða 10 stunda vinnudag var þó ekki bor- in fram á Alþingi árið 1910 eins og verkalýðsfélögin höfðu skorað á þingmann kaupstaðarins að gera, heldur var sú krafa og síðar krafan um 8 stunda vinnudag tek- in upp af hinni ungu og þá ört vaxandi verkalýðshreyfingu ag að lokum borin fram til sigurs. Nú á árinu, sem er að líða, hefur, fyrir atbeina verkalýðshreyfing- ar og umbótaafla á Alþingi, verið lögtekin 40 stunda vinnuvika, Er þetta vissulega eitt af því, sem #5 íslendingar munum i mmniagu geyma fná árinu 1971. Auðvitað verður að sjá svo um, að menn geti notað aukinn Mtíma sjálfuim sér til menningar og þroska. Ann ars er hætt við því að vinnutfima- styttingin verði ekki að því gagni, sem vonir standa til. Já, það er margs að minnast og margt að þakka. En árið 1971 hefur að sjálf- sögðu ekki eingöngu bjartar hlið ar heldur geymir það, eins og önnur ár, minningar um söknuð og sársauka fyrir marga einstakl- inga og f jölskyldur. Margur á um sárt að binda og fyrir marga hef- ur árið 1971 verið ár sorgar og saknaðar, slysa og tjóns. Þannig strönduðu t.d. 11 bátar og sMp á árinu og samtals 35 fslendmgar drukknuðu. 24 dóu vegna uimferð- arslysa, 3 fórust í flugslysi og 19 dóu vegna afíffarra slysa. Samtals hefur því 81 íslendingur farizt hér á landi vegna slysa á árinu 1971. En auk þess hafa 6 útlendingar beðið hér bana vegna slysa. Bana- slys á árinu 1971 hafa þvi hér á landi orðið 87. Við biðjum þeian huggunar í harmi, sem eiga um sárt að birtda vegna slysa og ástvinaimissis. Hinn öri vöxtur umferðarslysa á árinu 1971 hlýtur einnig að vera okkur mikið áhyggjuefni. Enda þótt ekki liggji endanlegar t»lur fyrir um fjölda umferðarslysa í öllu landinu á árinu 1971 bendir allt tilþess, að umferðarslys, sem valdið hafa tjóni á munum og mönnum, hafi aukizt um 21% mið að við sama tíma í fyrra. í þessu efni þyrfti verða breyting til batn aðar á árinu 1972. Því miður eiga allt of mörg slys rætur að rekja til áfengis neyzlu. - Það leiðir hugann að þeirri staðreynd, að ofnautn áfengis er prðin alvariegt vanda- mál hjá okkur íslendimgum. Innan fárra klukkustunda heils um við nýju ári og bjoðum það velkomið. Við getum ekki ráðið þá rún, hvaða tíðindi það muni flytja okkur. Saimkvæmt reynsl- unni megum við þó reikna með því, að það eigi í fórum sínum bæði bros og tár, skin og skugga, sigra og vonbrigði. Við heilsum því vonglöð en skulum líka búa okkur undir barninig. Við vitum, að okkar bíða vandasöm verkefni á komandi ári. Stærsta mál okkar fslendinga er stækkun landhelg innar. Ég vona, að við berum gæfu til að standa öll saiman í því ör- lagaríka máli, þvf að engin rödd heyrist nú um það, að of langt sé í því gengið af hálfu ríkis stjórnar. Við viitum einnig, að á nýja árinu bíða okkar ýmis erfið efnahagsvandamál, þar á meðal verðbólguvandi. Þar eigum við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.