Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 2
\4 TIMINN FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 ndkið undir ófyrirsjáanlegum og óiáðráðanlegum atvikum, eins og t,d. árferði, aflabrögðum og mark- aBsverðlagi. Hinu skulum við samt ekki gleyma, að mikill sannleik ur er fólginn í orðum skáldsins, sem sagði: „Vo.rt lán býr í oss sjálfum". Ég fer ekki út í nánari hugleiðingair um þessi efni hér því að hætt er við því, að þær yrðu pólitískari en viðeigandi er á þess um vettvangi. En hvort sem gata okkar verður greiðfær eða grýtt á næsta ári, þá skiptir miklu, að gangan sé hafin með réttu hugar- fari — að við höfum gott vega nesti. En hvert er hið rétta hugarfar? Hvað er bezta veganestið? Við þeirri spurningu verður ekki gef ið neitt óskeikult svar. En ég held, að hvað sem öllum trúar- brögðum líður, þá sé hin kristna siðgæðishugsjón — hið sann kristna hugarfar — eitt bezta veganestið. Ég las nýlega ágæta grein eftir séra Gunnar Árnason, fyrrverandi prest í Kópavogi, þar sem hann bondir á, að hið kristna hugarfar visi mönnum til vegar og hjálpi þeim til þroska. Síðar segir hann\orðrétt um hið kristi- lega hugarfar: „Það lýsir sér í þrá eftir að vera va'^rdi maður og batnandi. Því fylgir trú á sigur þess góða og sigurmátt í lífsbar áttunni. Sannleiksleit, réttlætis- kennd, umburðarlyndi, sáttfýsi, orðheldni, hreinlyndi, mann skilningur, samúð og aðrir skyldir eiginleikar, svo ég nefni nokkur dæmi áhrifa Krists“. Þessi orð séra Gunnars Árna- sonar eru vissulega umhugsunar verð, á þessum krossgötum tímans. Þau eru orð í tíma töluð, sem AFGREIÐSLUTIi Varahlutaverzlanir og söludeildir nýrra bíla í fyr- irtækjum sambandsaðila, verða frá og með 7. janúar opnar frá kl. 9—6 mánudaga til föstudaga og frá kl. 9—12 alla laugardaga. Athugið í júlí og ágúst n.k. verða fyrirtæki sam- bandsaðila í Reykjavík lokuð á laugardögum. Bílagreinasambandið. Tilkynning Frá og með deginum í dag verður vöruafgreiðsla okkar og skrifstofa lokuð á laugardögum. ygílfllii • i'iýij »m- jyn i 1 ’t ■ ffrubnoí! f h •:.• >vr' rrlu i-■1;■ ’í 'hx i.-.» *í<j Pí‘> ! Knrnro: MÁLNING H.F. Frá Timburverzlun Árna Jónssonar - T.Á. J. - Fyrst um sinn: Opið: Mánud. — fimmtud. kl. 8—12 og 13—17. Föstudaga kl. 8—12 og 13—19. Lokað á laugardögum. Óskum öllum farsæls nýárs, og þökkum fyrri viðskipti. Húsnæði hentugt fyrir matsölu óskast, helzt í Miðborginni. Upplýsingar í síma 16371 kl. 14 til 17. HEIMILIST ÆKJ AÞJÓNUST AN SÆVIÐARSUNDl 86 — SÍMi 30593 Gerum við eldavélar. þvottavélar þvottapotta hrærivélar og hvers konar önnur raftæki. SlMI 30593. verðskulda fyllstu athygli einmitt nú á okkar tímum — tímum breyt inga og umróts, sem hafa haft í för með sér töluvert los og oft á tíðum verðmætabrengl í hugum einstaklinga, yngri sem eldri. Ég hcld, að hin kristna siðgæðishug sjón sé einmitt sú kjölfesta, sem einstaklingur og þjóð þurfa á að halda. Ég held að slíkt hugarfar skapi sterka einstaklinga og trausta þjóð. Og í þessu sambandi langar mig einnig til að minna á þann texta, sem einna merkastur hefur venð skrifaður frá upphafi vega, þ.e. sá hluti fyrra Korintubréfs Páls post ula, sem fjallar um kærleikann, en þar segir m.a.: „Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu, og vissi alla leynd- ardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hafði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. . . Kærleikurinn eir langlyndur, hann er góðviljaður, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp, hann hegðar sér ekki ósæmi lega leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa, hann gleðst ekki yfir órétt- vísinni, en samgleðst sannleikan um, hann greiðir yfir allt, trúir öllu vonar allt, umber allt. Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi“. Ég efast um að nokkru sinni hafi verið skráður betri texti um göfuga hugsun. Vissulega yrði mannlífið fegurra, ef kærleikur inn skipaði öndvegi í samskiptum einstaklinga og þjóða. Ef til vill hefur Jónas Hall- grímsson haft þennan texta Páls postula úr Korintubréfinu I huga, þegar hann prédikaði á gamlárs kvöld árið 1829 hér í Dómkirki- uhni í Róýkjavík. í þeirri pÓédik ,un sagði þetta ástsæla skáld okk ar, sem aldrei varð prestur held- ur náttúrufræðingur, m.a. þetta: „Það er verðugt skoðunarspil að sjá, hvernig jörðin — þessi allra dauðlegra sameiginlegi far arskjóti — flytur okkur við stöðu laust kringum sólina og takmark ar um leið það jafnlanga tímabil, sem vér aknennt köllum ár. — Svo langri ferð höfum vér nú í kvöld ennþá einu sinni aflokið. Árið er umliðið — eilíflega er það oss horfið, og ekkert nema vor verk fylgja oss. Dagar og vikur, mánuðir og ár á ár ofan hverfa á bak oss, eins og straumur, inn í umliðna tírnans takmarkalausa haf, og smátt og smátt flyzt með þeim burt af jörðu það, sem heimurinn á hverju tímabili kallar skrautlegt og mikilsvert, — auður og metorð og völd, allt þetta sést ekki framar, árin hafa jafnóðum flutt það burt með sér, — allt þetta sést ekki frarnar, — en vor verk fylgja oss, — þessir manns ins óræku dómar skulu ekki við hann skilja“. Það er þetta, sem er efst í huga hins ástsæla ljóðskálds þegar hann prédikar í Dómkirkjunni á gamlárskvöld árið 1829, að verk okkar fylgi okkur, að verkin eða breytni okkar séu hinir óræku dómarar, sem skilja ekki við okk ur. Ætli sá boðskapur eigi ekki erindi til okkar enn í dag og við þessi áramót. Sannleikurinn er sá, að góður vilji einn út af fyrir sig er ekki nægilegur — hið góða hugarfar, já jafnvel hið kærleiks ríka hugarfar er ekki nægilegt, ef við ekki sýnum það í verkum okk ar og breytni. Það eru verkin, sem eiga að bera hugarfari okkar vitni. Varajátningar einar út af fyrir sig eru lítils virði. Það þarf að vera samræmi á milli góðs vilja og góðra verka. Það er ströng lífs regla, og senmilega er flestum mönnum ofvaxið að fylgja henni til hlítar. En viðleitnin er þung á metaskálunum. Áreiðanlega er hverjum og einum hollt að hafa það í huga við áramót, hvort hann hafi á árinu gemgið til góðs götuna fram eftir veg, hvort hann geti kvatt árið með þeirri sann færimgu, að hann hafi á því skilað góðu dagsverki. Já, verk mannanna fylgja þeim, þessir óræku dímar skulu ekki við þá skilja. Þeir dómar, sem felldir eru um verk rnanna eru þó því miður ekki alltaf réttlátir. Á því fá t.d. stjórnmálamenn að kenna. í umræðum manna um þeirra verk gætir oft meira einhliða efn istúlkunar en sannsýni. En réttir dómar um verk manna, stjórn málamanna sem annarra, verða því aðeins felldir að þeir séu byggðir á sannsýni. En því aðeins vörður sánnsýni beitt, að fyrir hendi séu réttar forsendur og næg þekking. Ég trúi því, að það sé ósk allra einlægra unnenda lýðræðis og þingræðis, að mat almennings á stjórnmálum og stjómmálamönn um byggist á sannsýni. Hitt er ég einnig fullviss um, að meginþorri þeirra manna, sem að stjómmálum starfa hér á landi eru góðviljaðir menn og vilja vinna landi og þjóð sem mest gegn. Hitt er annað mál, hvern ig til tekst — hvort þeim tekst að hafa það samræmi á milli vilja og verka, sem vera þarf, hvort þeim tekst að finna rétta leið og ná settu rnarki. En viðleitni byggða á réttu hugarfari má ekki vanmeta. Ég vona, að við göng um öll til móts við gestinn, sem nú .gengur í garð, nýja árið, með þeirri ósk að mega duga landi og þjóð sem bezt. ísland er okkar land og íslendingar viljum við öll vera. Ég hygg, að skáldið Örn Arnarson, hafi brugðið upp raun sannri mynd af tilfinningu okkar íslendinga fyrir landinu og þjóð inni í ljóði sínu „ísland", sem allt of sjaldan er lesið, en þar segir svo: Fagra land með fönn á tindi, fræga land í sögu og brag, ríkast land að ást og yndi ertu fram á þennan dag. Sólskinsland í sumarklæðum, svala land með jöklaher, heita land með eld í æðum, enginn sonur igleymir þér. Þú ert vort með galla og gæði, gaddi klætt og blómum skrýtt, ís og hraun að öðrum þræði, er í raun svo milt og blítt Þú í hug vorn hefir andað haustsins kvíða, vorsins þrá og í sálum saman blandað sumaryl og vetrarsnjá. Hvar sem okkar leiðir liggja, líðurðu ei úr hugarsýn. Þú gazt kennt oss hátt að hyggja, horfa djarft sem fjöllin þín. Þarflaust væri tápi að tapa. Til þín getur þjóðin sótt afl til þess að eyða og skapa: eldsins mátt’ og fossins þrótt. Ertu ei fjöllin rituð rúnum, ristum djúpt í berg og svörð, ofan að sjá frá efstu brúnum allt í kring um vík og f jörð? Efar nokkur, að þar standi eggjun, skráð af jökli og iglóð: Frjálsir menn í frjálsu landi, fram til sigurs, unga þjóð. Heita land í klakaklæðum, kosta land með hraunin ber, kalda land með eld í æðum, aldrei bregðist gæfan þér, auðugt land að sögu og brag. Auðugt land að ást og vonum, auðugt land að sönnum sonum sértu fram á hinzta dag. örn Arnason setur fram í þessu Ijóði margar þær beztu óskir, sem hægt er að óska sér fyrir fsland og fslendinga. Um leið og ég þakka þjóðinni fyrir liðna árið og óska henni árs og friðar á kom andi ári, þá vil ég taka undir þá ósk skáldsins, að fsland verði ætíð auðugt land að sönnum sonum og dætrum, sem eiga sér þá háleitu hugsjón að leitast stöðugt við að brúa bilið á milli góðs vilja og góðra verka, sem vilja leiða fram faraþróunina til betra lífs og bjart ari firamtíðar allrar íslenzku þjóð arinnar. Megi miskunnsemd Guðs vaka ýfir okkur öllum á nýju ári. SÓLUM flestar stærðir fyrir hjólharða VINNUVÉLAR — VFOW£fLA — DRÁTTARVÉLAR — VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR £ÓLNENG HF. Baldurshaga við Suðurlandsveg, Reykjavík. Sími 84320 Pósthólf 741.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.