Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 6
r 1 22 TÍMINN FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 Kjördæmísþing Framsókn- armanna á Vesturlandi Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vesturlandskjördæmi var haldið að Hótel Borgarnesi 21. nóv. sl. Bjarni Arason, for- maður sambandsins setti fund. Snorri Þorsteinsson, kennari var kjörinn forseti þingsins og Haraldur Árnason varaforseti, en þingritarar voru Bjarni V. Guðjónsson, Jón Agnar Egg- ertsson og Halldór Jóhanns- son. Auk fulltrúa sóttu þingið Steingrímur Hermannsson, rit- ari flokksins, og alþingismenn flokksins í kjördæminu, svo og nokkrir gestir. Var mjög vel mætt til þingsins og sátu það nær sjötíu manns. Bjami Arason, formaður stjórnar sambandsins, flutti starfsskýrslu, þar sem alþing- iskosningarnar á sl. vori höfðu að sjálfsögðu verið aðalverk- efni, og þakkaði hann öllum þeim mörgu, sem þar hefðu lagt hönd að verki með ósér- plægni. Formaður las einnig og skýrði reikninga sambands- 'ins, og er fjárhagur þess góð- ur. Þessu næst flutti Steingrím- ur Hermannsson, ritari flokks- ins erindi og ræddi fyrst um aðalstörf og Uppbyggingu flokks ins, nýjungar í flokksstarfi, svo sem skoðanakannanit. og starfsaðstöðu flokksfélaga. víða um land. Hann ræddi einnig um svonefnd samein- ingarmál og skýrði frá viðræð- um, sem ffam hefðu farið. Hann taldi, áð sameinihg vinstri flokka ætti lar:gt í land, en viðræðurnar væru gagnlegar og mundi verða haldið áfram. Að lokum hvatti hann fundar- menn til þess að vinna ötul- lega að eflingu og viðgangi Framsóknarflokksins. Framsöguerindi alþingismanna. Þessu næst fluttu alþingis- menn framsöguerindi. Ás- géir Bjarnason ræddi fyrst nökkuð um landhelgismálið og fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í Þessu má'í máianna og sókn til „stækkunar'* iandsins. Því næst ræddi hann landbúnaðar- mál, meðal annars þann vanda, sem bændum væri á höndum af ásókn stórgróðramanna þétt- býlisins í iarðir og hlunnindi. Þarna þyrftu bændur og sveit- arfélög að vera vel á verði. Loks ræddi Ásgeir allmikið um hagsmunamál kjórdæmisins. til að mynda raforkumálin og sain göngumálin Ásgeir hvatti menn fast til þess að ræðulokum að standa fast saman í stuSningi við nú- verandi ríkisstjórn og stefnu- mið hennar. Asgeir þakkaði einnig mikinn éhuga og ósér- plægni í kosningabaráttunni. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðar- og fiármálaráðherra. flutti í upphafi enndis síns Framsóknarmönnum í kjör- dæminu þakkir fyrir mikil og vel unnin störf í kosningabar- áttunni. Hann minnti á, að í þessu kjördæmi hefðu Fram- sóknarmenn náð betri árangri en annars staðar, þótt það mark næðist ekki að fá þrjá menn kjörna. Hann þakkaði þeim Alexander Stefánssyni og Dani- el Ágústínussyni sérstaklega fyrir frábært framlag og ósér- plægni í kosningabaráttunni. Ráðherrann ræddi þvínæst hin breyttu viðhorf í íslenzk- um stjórnmálum, stjórnarmynd- unina og stjórnarsamstarfið, rakti ýmsa meginþætti mál- efnasamnings stjórnarflokk- anna og stjórnarathafnir og horfur í málum, einkum í fjár- málum og landbúnðarmálum. Eftir erindi þingmanna urðu allmiklar frjálsar umrreður, og voru bornar fram ýmsar fyrir- spurnir, sem þingmenn svör- uðu. Ályktanir þingsins. Sex starfsnefndir unnu að tillögum að ályktunun bings- ins, og voru formenn og fram- sögumen nþeirra nefnda Leif- ur Kr. Jóhannesson (landbún- aðarnefnd) Jónas Gestsson (stjórnmálanefnd) Þórarinn Sigurðsson (flokksmálanefnd) Daníel Ágústínusson (sam- göngu- og raforkumálanefnd) Alexander Stefánsson ((at- vinnumálanefnd) Snorri Þor- steinsson (mennta- og félags- málanefnd). Lögðu allar nefnd- irnar fram ítarlegar tillögur, sem samþykktar voru. Fagnað myndun vinstri stjórnar. Eftirfarandi' éiyktun sam þykkti þingið einróma frá stjórnmáianefnd: „Kjördæmisþing S.F.V.K 21. nóvember 1971 f;|gnar myndun vínstri stjórnar undir foi-ystu Framsóknarfiokksins og lýsir yfir eindregnun stuðningi við hana. Þingið fagnar sérstaklega forgöngu og fyrirætlun stjórn- arinnar í eftirtöldum málum: A) Útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 50 sjómílur frá grunn- línu og mengunarlögsögunnar í 100 sjómílur, er komi til framkvæmdar eigi síðar en 1. september 1972. B) Hinni sjálfstæðu og ein- beittu utanríkisstefnu undir forystu utanríkisráðherra, svo og ákvörðun um endurskoðun varnarsamningsins. C) Frumkvæði hennar að hækkun bóta almannatrygginga og leiðréttingu á vísitölunni, sem gerð hefur verið ásamt öðrum þeim aðgerðum, sem stjórnin hefur áuveðið, enda ætti það að venða til að auö- velda lausn þeirra kiarasamn- inga, sem nú standa yfir. D) Frumvarpi um „Fram- kvæmdastofnun ríkisins“ sem er veigamikill þáttur í fram- kvæmd stefnumála í'ramsókn- arflokksins svo sem mcð stiórn í fjárfestingarmálum og upp byggingu nýira atvinnuvega. II. Jafnframt oendir þingið á eftirfarandi atriði, sem leggja beri áherzlu í A) Sem jafnasta aðstöðu þegna landsins til atvinnu, menntunar, heilbrigðisþjónustu og félagsstarfsemi. B) Nauðsynlegt sé að endur- skoða verkefnaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og efla sjálfsforræði héraðanna og bendir á landshlutasamtök sveitarfélaga í því sambandi. C) Að haldið verði áfram endurskoðun skattakerfisins og það gert einfaldara og réttlát- ara. D) Að efla samstarf sam- vinnuhreyfingarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar til hags- bóta fyrir alþýðu iandsins.“ Almenn mál. í samgöngu- og raforkumál- um ályktaði fundurinn að leggja bæri megináherzlu á gerð heildarskipulags um end- urbyggingu helztu akvega í kjör dæminu, og að hafizt yrði handa um gerð varanlegra akvega út frá þéttbýli, að ljúka rannr'kn á brúarstæði yfir Borg; fjörð og kanna samgönguleiðir við Álftafjörð, svo og að álit Hval- fjarðarnefndar verði birt sem fyrst. Þingið krafðist stórbættrar símaþjónustu og sama gjalds fyrir öll símtöl innan kjördæm- isins, svo og endurskipulagn- ingar póstþjónustu. Þingið fagn aði sérstaklega ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að ljúka raf- væðingu sveitanna á næstu þrem árum. Lögð var áherzla á að ljúka virkjunarathugun- um við Kljárfoss í Hvítá. Þingið hvatti til að hraða gerð atvinnu- og samgönguáætl- unar Vesturlands og höfð yrði um það náin samvinna við sveitarfélögin. Lýst var stuðn- ingi við stofnun Framkvæmda- stofnunar ríkisins, fagriað út: færslu landhelginnar Stérkum' orðum, hvatt til að efla haf- rannsóknir og gera stórfelldar umbætur á fiskvinnslustöðvum. Þá var samþykkt ítarleg ályktun um menntamál, þar sem lögð var áherzla á jafn- ræði í menntunaraðstöðu, stofn un fræðsluskrifstofu í kjör- dæminu, stofnun iðnskóla þar, endurskoðun á starfsgrundvelli húsmæðraskóla og fagnað úr- bótum til jöfnunar á búsetu- aðstöðu nemenda og auknu fé til íþróttasjóðs. Fagnað var einnig starfrækslu stýrimanna- skóla í Ólafsvík, menntaskóla- deildar á Akranesi, fyrirheiti um uppbyggingu Reykholtsstað ar og auknu fé til fram- kvæmda á Ilvanneyri. Kosningar í kjördæmisstjórn og miðstjórn. Þingið samþykkti ýmsar álykt anir til eflingar flokksstarfi f kjördæminu, svo sem um blaða útgáfu, kynnisferðir ráðningu starfsmanna, samstarfsnefndir o. fl. í stjórn kjördæmissambands ins voru kosnir: Bjarni Ara- son, formaður og miðstjórend- endur Sigurdór Jóhannsson, Akranesi, Magnús Óskarsson Hvanneyri, Stefán Jóh. Sigurðs- son, Ólafsvík, Sigurður Þórólfs- son, Fagradal, Guðbjartur Gunn arsson, Hjarðarfelli og Gunnar Sigurðsson, Akranesi. Varamenn í stjórn: Georg Hermannsson, Borgarnesi, Bent Jónsson, Akranesi, Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga, Erlendur Halldórsson, Dal, Margrét H. Guðmundsdóttir, Borgarnrsí og Kristinn Jónsson, Búðardal. Tveir hinir síðast- nefndu í stjórn og varastjórn eru fulllrúar ungra framsókn- amanna. Endurskoðendur voru kjörnir Páll Guðbjartsson og Björn Jónsson. Aðalmenn í miðstjórn Fram- sóknarflokksins voru kjörnir. Snorri Þorsteinsson, Hvassa- felli, Guðmundur Björnsson, Akranesi, Guðmundur Bryn- jólfsson, Ilrafnabjörgum, Gunn- ar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Guðmundur V. Hjálmarsson, Skriðulandi, Jónas Gestsson, Grundarfiriði, Georg Hermanns- son, Borgarnesi og Ásgeir R. Guðmundsson, Akranesi. Varamenn í miðstjórn: Páll Guðbjartsson, Sigurdór Jó- hannsson, séra Jón Einarsson, Alexander Stefánsson, Hjörtur Einarsson, Steinþór Þorsteins- son, Þorgeir Árnason, Jón A. Eggertsson. Þingforseti sleit síðan þingi og þakkaði þingstörfin. EINN SELDI IGRIMSBY ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Togarinn Karlsefni seldi 74.4 tonn í Grimsby í gær, fyrir 12. 617 pund, sem eru 2.8 millj. Meðal verðið er því kringum 30 krónur. Nokkrir íslenzkir togarar munu •hafa átt að selja í erlendum höfn úrrt í dag. Flugmaðurinn Framhald af bls. 20. anum, og hefur ekki verið tekin af honum skýrsla um atburðinn. Hann var orðinn mjög kaldur sem von var eftir að hafa verið í rúm- ar 30 mínútur í sjónurn, en þó gat liann yeifað til björgunair- manna í þyrlunni og komst af eigin rammleik upp í körfuna sem þeir létu síga niður til hans. Þeg- ar Erling kom á sjúkrahúsið mældist líkamshiti hans 26 stig. Hann hlaut höfuðhögg þegar flugvélin skall í sjóinn og er .hann talsvert bólginn vinstrameg in á andliti, Þar sem skýrsla hefur ekki ver- ið tekin af flugmanninum er ekki vitað með hvaða hætti hann komst út úr flugvéiinni, en víst þykir að hún hafi sokkið strax eftir að hún lenti í sjónum. íbróttir Framhald af bls. 8 Ragnar Sigurjónss., UMSK 9:27,0 Gunnar O. Gunnarss., UNÞ 9:41,0 Gunnar Snorras., UMSK 9:43,6 Eiríkur Kristjánss., UNÞ 9:45,8 Níels Níelss., KR 9:46,2 Jóhann Garðarss., Á 10:00,2 Þórólfur Jóhannss., ÍBA 10:04,2 Þórir Snorras., UMSE 10:07,2 Haukur Sveinss., KR 10:09,8 Kristján Magnúss., Á 10:16,8 Bréfaskóli SÍS og ASÍ ! 40 námsgremar Príálst i val. Lnnritun allt árið Sími 17080. ifiti ÞJOÐLEIKHUSIÐ NÝÁRSNÓTTIN 6. sýning í kvöld kl. 20. Uppselt HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning la”"ardag kl. 20. NÝÁRSNÓTTIN sýning sunmidag kl 20. Uppselt. sýning þriðjudag kl. 20. Aðgöngumiðasal^” opin frá kL 13,15 til 20. Sími 1-1200. Kristnihaldið í kvöld kl. 20.30. 118. sýning. Hjálp Iaugardag kl. 20.30. Síðasta sinn. Spanskflugan sunnud. kl. 20.30. Útllegumennirnir eða Skuggasveinn Hátíðasýningar í tilefni af 75 ára afmæli L.R. Þriðjudag 11. jau. fcl. 18.00. Miðvikudag 12. jan. kl. 18.00. Aðgöngumiðasalan j Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 13191. Veitingahús Framhald af bls. 20 hdl., varðandi skipti þrotabús Klúbbsins h.f. er rak veitingahús- ið að Lækjarteig 2, en sem kunn- ugt er, er veitingahúsið nú rekið af öðrum aðila. Borgarráð féllst einnig á þessa umsögn. Kópavogur Frai. -íak. af bls. 20. væri nú farin að ganga sæmi- lega, en hafi verið þung í vöf- um fyrst eftir að nýja gatna- kerfið var opnað fyrir umferð, sem ekki sé óeðlilegt, þar sem breytingarnar eru svo miklar. Þeir sem ekki hafa farið eftir settum reglum hafa verið beitt- ir svokölluðum lögregluttekt- um, þannig að þeir hafa verið færðir fyrir fógeta og greitt sektirnar strax. Fjórir ökumenn, sem allir voru að koma ásamt skyldu- liði sínu frá minningarathöfn í Kópavogskirkju á mánud. eru meðal þeirra, sem hlutu sekt- ir og óku þeir allir í röð, en á götu, sem nýorðin eæ einstefnu aksturgata. Óku þeir beina leið frá kirkjunni og út á Hafn- arfjarðarveginn og óku síðan norður hann í átt til Reykja- víkur. Einn ökumannanna sagði að sér virtist umferðarreglur þarna mjög villandi. Sagðist hann hafa verið hikandi við að taka þessa beygju, þar sem merk- ing var ekki eins og bezt verð- ur á kosið. — Ég sá lögreglu- bíl, sagði ökumaðurinn og ætl- aði að fara að spyrja lögreglu- mennina hvernig ég ætti að komast út úr þessu völundar- húsi. En þá fóru tveir bílar fram fyrir mig, og þegar ég sá að þeir héldu áfram, fylgdi ég á eftir í góðri trú. En þá tóku lögregluþjónarnir við sér og stöðvuðu okkur alla, og vor- um við færðir til yfirhevrzlu og fengum ekki að fara með farþega okkar heim áður og urðu þeir að bíða í bílunum á meðan málin voru tekin fyr- ir. Tveir ökumannanna sem fyrir fóru fengu 1150 kr. sekf hvor, en hinir síðari 850 kr, sekt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.