Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 8
Föstudagur 7. janúar 1972. 2 ný veitinga- hús I Reykjavík EB—Reykjavík, fimmtudag. BorgarráS hefur nú mælt með því að veitingaleyfi verði veitt að Álfheimum 74 í Glæsibæ, en tek- ur fram, að með því sé ekki gefið fyrirheit um meðmæli með vin- veitingaleyfi á staðnum, ef um það verður sótt. — Á sama fundi borgarráðs, sem var s.l. þriðju- dag, var lögð fram umsögn borgar ritara um erindi Kristins Olsen og fleiri varðandi heimild til rekst- urs matsölu og vínveitingastaðar að Höfðatúni 4. Féllst borgarráð á ^essa umsögn. Á fundinum var ennfremur lögð fram umsögn gjaldheimtustjóra um erindi Jóns E. Ragnarssonar, Framhald á bls. 18 FriSjón GuðröSarson Fjármálaráðherra svarar fyrirspurnum um skattamál — á opnum fundi FUF n.k. miðvikudagskvöld Alf—Reykjavík, fimmtudag. N.k. miðvikudag, 12. janúar, efnir Félag ungra Framsóknar- manna í Reykjavík til almenns stjórnmálafundar að Hótel Sögu. Efni fundarins verður. Skattamál- jn og fjárlögin. Halldór E. Sigurðs- son, fjármálaráðherra, flytur fram söguræðu og svarar fyrirspumum á eftir. Er fundurinn öllum opinn. Fundarstjóri verður Friðjón Guð- röðarson, hdl. Fundurinn verður nánar auglýst ur í blaðinu síðar. Halldór E, Sigurðsson Líkamshiti flugmannsins mældist 26 stig þegar hann kom á spítalann OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Ekki er enn vitað hvað olli vélarbiluninni í flugvélinni, sem hrapaði í gær norðan Engeyjar. Eins og fram kom í blaðinu í gær varð bilunin mjög snögglega og hafði flugmaðurinn Erling Aðal- steinsson engan tíma til að skýra frá öðru en því, að flugvélin væri að hrapa á ytri höfninni í Reykja- vík, og fannst hann hálftíma síð- ar í flotvesti i sjónum. Erling liggur nú á Borgarspítal- Framhaid á bls. 18. Nýr vegur EB—Reykjavík, fimmtudag. Tveggja milljón króna fjárveit- ing úr rikissjóði til að gera nýj- an veg i skíðalandið í Bláfjöll- um, hefur verið samþykkt og eru framkvæmdir við lagningu vegar- ins að hefjast. Verður vegurinn 8 kílómetra að lengd, þannig að kostnaður við hvem kílómetra er áætlaður 250 þúsund krónur. Tíminn fékjc þessar upplýsingar í dag hjá Brynjólfi Ingólfssyni, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu. Sagði Brynjólfur að þessi fjárveiting hefði verið samþykkt nú um áramótin og er búið að fela Vegagerð ríkisins að gera þennan veg, sem mun að sjálf- sögðu stórbæta ferðir til þessa vinsæla skíðalands. Sigurður Jóhannsson, vegamála- stjóri, sagði Tímanum að þar sem • * hávetur væri, væri að sjálfsögðu ekki hægt að segja um hvað þess- ar vegaframkvæmdir tækju lang- an tíma. Fjárveiting til lagningu þessa vegar mun hafa orðið til vegna beiðni frá skíðafélögunum. Jón Birgir Jónsson, yfirverkfrreðingur hefur yfirumsjón með þessu verki, sem án efa er mjög vinsælt. Svona er leiðin til Hafnarfjarðar merkt í nýja umferðarkerflnu f Kópavogi. Bíllinn, sem kemur ni'ður götuna til hægri, er á sömu leið og bílstjórarnir fjórir, sem dæmdir voru. Ökumaður þessa bíls spurði Ijósmyndarann, sem var að taka þessa mynd, hvort hann væri kunn. ugur á þessum slóðum og gætl hjálpað sér til að konra sér einhvem veginn út úr gatnaflækjunni. (Tímamynd Gunnar) Nýju vegirnir gegnum Kópavog: Leiöbeiningar af skornum skammti, ökumenn sektaðir OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Á gamlársdag var Hafnar- fjarðarvegur opnaður undir brúnni milli Digranesvegar og Skjólbrautar í Kópavogi. Á þessu svæði hafa á undanföm- uim árum staðið yfir miklar vegaframkvæmdir og liggja vegir yfir og undir tvær brýr og í ýmsar áttir eftir mörgum leiðum. Gamlir vegir tengjast þeim nýju og bráðabirgðagöt- um var lokað. Þótt ekki hafi tekizt að auglýsa reglur um umferð á þessu svæði, nema að mjög takmörkuðu leyti, brá svo við að ökumenn, sem ekki fóru að settum reglum á þessu nýja vegakerfi, voru umsvifa- laust sektaðir fyrir umferða-. brot. Er blaðinu m.a. kunnugt um fjóra bílstjóra, sem teknir voru á sama tíma á sömu götu, sem eftir nýju reglunum er einstefnuakstursgata, og voru þeir allir sektaðir umsvifalaust. Að sjálfsögðu hafa umferða- merki vecrið sett upp eftir því sem við á, á hverjum stað, en eitthvað virðist það flækjast fyrir ökumönnum hvernig þeir eiga að haga ferðum sínum ó þessu nýstárlega umferðakerfi. Auglýsing um umferð í Kópa- vogi var auglýst í útvarpi á gamlársdag og nýjórsdag, en vaæ svo síðbúin að ekki var hægt að koma tilkynningunni nema í eitt dagblað fyrir gild- istöku reglnanna, en auglýsing- in birtist aftur á móti í blöð- unum sl. þriðjudag. Alls eru reglur þessar í 11 liðum. Lögreglan í Kópavogi sagði Tímanum í dag, að umferðin Framhald á bls. 18 Fiskverð hækkar um 10% — Fiskkaupendur senda frá sér mótmæli Sáttafundur var stuttur EJ—-Reykjavík, fimmtudag. Á stuttum sáttafundi, sem hald- inn var seint í gærkvöldi, lagði sáttanefnd fram mótaðar hugmynd ir sínar um lausn farmannaverk- fallsins. Þessar hugmyndir leiddu ekki til samkomulags, og hefur nýr sáttafundur ekki vcrið boðað- ur. Margir og langir fundir ha.fa verið haldnir í þessari deilu und- anfarið, vart hægt að tala um mikinn árangur, þar sem hug- myndir sáttanefndar virðast ekki hafa hlotið stuðning. Verkfallið heldur því áfram á kaupskipaflot- anum, en það hefui- nú staðið í um fimm vikur. EJ—Reykjavík, fimmtudag. Á fundi yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, sem Iauk um kvöldmatarleytið, var ákveðið fiskverð fyrir tímabil- ið frá 1. janúar 1972 til 31. maí sama ár, og er meðalhækkun fiskverðsins um 10%. Fisk- verðið var ákveðið með at- kvæðum oddamanns og full- trúa fiskseljenda, en fulltrúar fiskkaupenda greiddu atkvæði á móti og sendu út sérstaka greinarg., þar sem m.a. segir að með þcssu fiskverði, og þeim kjarsamningum, sem gerðir liafi verið undanfarið, sé nú svo komið, að fiskiðnaðurinn í heild sé skilinn eftir á núlli — þ.e. að hvorki st gert ráð fyrir tapi né hagnaði. í frétt frá verðlagsráðinu segir að verðhækkanir á ein- stökum fisktegundum séu sem hér segir í hundraðshlutum: Stór þorskur 12.15%, smár þorskur 8%, ýsa 6%, ufsi 7%, langa 6%, steinbítur 8%, karfi 3%, grálúða 3%, lúða og skata 5%. í greinargerð fulltrúa fisk- kaupenda er þróun fiskiðnað- arins síðustu árin rakin; hin lélegu ár 1966—1968 og hin hagstæða þróun 1969—1971. Segir að með kjarasamning- unum og fiskverðsákvörðun- inni sé fiskiðnaðinum ákveðið afkomumark, sem sé á núlli. Þetta afkomumark sé þó mið- að við mjög skamman tíma, eða til vertíðarloka, en ef lit- ið sé á árið 1972 í heild, sé fyrirsjáanlegur taprekstur, sem nemi um 200 milljónum króna. Segir, að tilkostnaður við framleiðsluna sé orðinn hærri heldur en greiðslugetan leyfi. Megi óbeint rekja þetta ástand til kjarasamninga undanfarið vegna þess „að alltof margir aðilar treysta sér ekki til að greiða það kaup í raun, sem þeir hafa samið um, og eru því nú að skrifa út reikninga með verðhækkunum, sem í allt- of ríkum mæli bitna beint og óbeint á útflutningsframleiðsl- unni. Þetta kemur fram í út- gjöldum fiskvinnslunnar í hækkuðu rafmagni, umbúðum, flutningskostnaði innanlands og til útlanda, viðhaldskostn- aði og hækkunum kaupgjalds- vísitölu“. Þá er bent á, að á næstu 3—4 árum þurfi frystihúsin að leggja út þúsund milljón króna vegna strangari reglna um að- búnað og hollustuhætti. Niðurstaða þeirra er m.a. sú, að þegar afkomumark frystihús anna í heild sé núll, þá megi gera ráð fyrir, miðað við reynslu undanfarið, að um helm ingur frystihúsanna verði í tap- rekstri, en ef gengið sé út frá afkomumarki ársins í heild, þá verði rúmlega 3% þeirra í mis- munandi miklu tapi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.