Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 1
5. tbl. -;• ;¦ ;..... - —-¦¦-¦¦¦" '¦'•" .......»*"*" Laugardagur 8. janúar 1972 56. árg. Skip við skip í Reykjaviku.rh.ofn OÓ-Reykjavík, föstudag. Fimm vikur eru nú liðn ar síðan verkfall undir- manna á kaupskipunum hófst. Margir sáttafundir hafa verið haldnir en illa gengur að leysa deiluna. Yfir 30 skip hafa nú stöðvazt vegna verkfallsins, sem er nær allur kaUpskipa stóll landsmanna. Skipin hafa legið mislengi við festar vegna verkfallsins, sum allt frá því að vinnu- stöðvunin hófst, en önnur hafa verið að tínast til hafna fram í síðustu vikur. í Reykjavíkurhöfn liggja nú 21 kaupskip og er orðið fátt um bryggjupláss og liggja sum þeirra hvort út af öðru. (Tímam. - Gunnar) framkvæmdir ganga vel viö Lagarfoss ÞÓ-Reykjavík, föstudag. Að sögn Rolf Árnasonar, franv kvæmdastjóra Norðurverks h.f., sem sér um virkjunarframkvæmd ir við Lagarfoss, gengur verkið vel. Tíðin hefur verið mjög góð og hjálpar það mikið til. Núna eftir nýárið var byrjað á því, að grafa aðrennslisskurð, en spreng- ingar við hann hafa staðið yfir undanfarið. Þá er byrjað að sprengja fyrir stöðvarhúsi og verð ur því haldið áfram niður að vatnsborðinu, en um leið verður stíflaður hluti fljótsins og vatn- inu veitt burtu til að auðvelda framkvæmdir við stöðvarhúsið. 15—20 manns vinna nú við virkjunarframkvæmdina við Lagar fljót, en þeim mun f jölga á næstu mánuðum og sérstaklega er upp- slrttar- og steypuvinna byrjar. en áætlað er að hefja steypuvinnu í byrjun apríl. Landbúnaðarráðherraútvegaði lánasjóðum bænda 132 milljónir kr. sem fóru til viðbótarlána TK—Reykjavík, föstudag. Tíminn sneri sér í dag til Jón- asar Jónssonar, aðstoðarananns landbúnaðarráðherra, og innti hann frétta af því, hvað liði út- vegun lánsfjár til lánasjóða land- búnaðarins í Búnaðarbankanum. Jónas sagði, að í Ijós hetfði kom- ið þegar í sumar, að lánsfjárþörf- in reyndist verulega meiri en und- anfarin ár þannig að verulega skorti á til að unnt yrði að full- nægja lánabeiðnum miðað við það 'fjármagn, sem ætlað hefði verið til þessara verkefna. Til að bæta úr þessu útvegaði landbúnaðar- ráðherra 112 milljónir króna til Stofnlánadeildar Búnaðarbankans og hefur þessu viðbótarfjármagni nú öllu veiúð varið til lána. Og munu heildarlán á vegum Stofn- lánadeildar Landbúnaðarins hafa numið um 254 millj. króna 1971, en á árinu 1970 voru þau um 141 millj. kr. Á sama hátt vantaði veðdeild Búnaðarbankans fjár- magn til að fullnægja eftirspurn eftir jariðakaupalánum og voru í því skyni útvegaðar 20 milljónir króna til viðbótar <því fjármagni, sem deildin hafði til ráðstöfunar og reyndist með þessari viðbót unnt að fullnæ<?ja eftirspurn eftir iarðakaupalánum fyrir áramótin, i en þessi deild hefur verið mjög fjárvana og oft tekið langan tíma að fá þar afgreidd jarðakaupalán. Á fyrra ári vatíð nokkur aukn- ing í framkvæmdum og fjárfest- ingu bænda miðað við undanfar- andi ár. En verulegur samdráttur varð hins vegar í þessum fram- kvæmdum og fjárfestingu á ár- unum 1965—1970 og ber að hafa það í huga í þessu sambandi. Sem dæmi um þetta má nefna að á sl. ári voru veitt 380 lán til kaupa á dráttarvélum að upphæð 38 mill- jónir króna, en þessi lán voru 188 árið 1970 samtals að upphæð 14 milljónir króna, þannig afð upp- hæðin hefur meira en tvöfaldazt Þá voru veitt 24 lán til kaupa á jarðýtum og stærri vinnuvélum að upphæð 24,7 milljónir króna en árið 1970 voru þessi lán aðeins 4 að upphæð samtals 2,4 milljónir. Lán til sláturhúsa voru veitt 9 á sl. ári að upphæð 34,4 milljónir en voru 4 1970 að upphæð 21.4 milljónir. — En hvaffi um lán til íbúða- bygginga? — Eftir að stjórnarskiptin urðu og landbúnaðarráðherra hafði út- vegað Stofnlánadeildinni aukið fjármagn reyndist unnt að hækka verulega lán út á íbúðarhús í sveit- Framhald á bls. 14. Saltfiskframleiðslan 1971: Meöaiverðhækkunin nam i tæplega 40% á árinu ÞÓ-Reykjavík, föstudag. Heildar saltfiskframleiðslan á árinu 1971 varð 31.653 lestir, að verðmæti einn milljarður átta hundruð sextíu og fimm þúsund. Meðalverðhækkunin milli ára varð mikil að þessu sinni, eða 39.9", Þetta kom m.a. fram er við rædd uir. við Tómas Þorvajdsson, for- mann SÍF í dag. Tómas sagði, að heildarfram- leiðslan á brautverkuðum og út- fluttum saltfiski á árinu hefði numið 24.152 tonnum að verðmæti 1 mill.iarður 344 þús. kr. Þann 31. des. var áætlað í birgðum, sem þegar eru seldar 1.200 tonn að verðimæti 67.200.000,00 kr. Á árinu 1971 var 2601 lest af þurrþiski flutt úr landi að verð- mæti 187.302.000 kr.. Heildarfram leiðsla saltfisks á árinu er því 31.653 lestir, að verðmæti Framhald á bls. 34.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.