Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 2
X TIMINN LAUGARDAGUR 8. janúar 1972 Frá launamálaráði Bandalags Háskólamanna Eftirfarandi hefur Tímanum borizt frá Bandalagi Háskóla- manna: Fundur haldinn í launamálaráði BHM 4, janúar 1972 fordæmir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafna öllum viðræðum um hækk- un á launum ríkisstarfsmanna vegna nýlegra kjarasamninga á frjálsum vinnumarkaði. Með þessu eru ekki aðeins landslög sniðgeng in heldur er einnig girundvelli núgildandi kjarasamniniga ríkis- starfsmanna kippt í burtu. í þessu saimbandi villi launa- málráð BHM vekja athygli -á þeirri staðreynd að hið svonefnda starfsmat, sem löggiltir samnings- aðilar, ríkisvaldið og BSRB telja að núgildandi kjarasamningar byggist á, felst í því, að ákveðin störf á frjálsum vinnumarkaði voru tekin til viðmiðunar vlð launaútreikninga. Samningar ríkis- ins og BSRB áttu því aðeins að vera endurspeiglun á þeim kjðrum, sem rikjandi voru hjá starfsfólki einkaaðila. Við frarokvæmda kjarsamning- anna I deseanber 1970 imótmælti BHM því harðlega að gengið var firamhjá starfsmati í veigamiklum atriðum. Einkum voru laun bá- skólamanna ákveðin lægri en starfsnnat sagði til um. — Með neitun ríkisstjórnarinnar á leið- réttingu á kjörum ríkisstarfs- manna til saimræmis við nýlegar launahækkanir á frjálsum vinnu- markaði var misréttið aukið. Ef ríkisstjórnin telur, að einhverjir ríkisstarfsanenn hafi fengið of góð kjör í samningunum 1970 hefði verið réttara, að hún reyndi að sýna fram á það með útreiking- um í þeim viðræðum, sem 18g mæla fyrir, fremur en hafna Þess- uim viðræðum. Ríkisstjórnin hefur endurtekið loforð máletfnasamnings síns um að veita ríkisstarfsmönnum full- an samningsrétt. Launamálaráð BHM ítrekar fyrri stuðningsyfir- Fram'iald á bls. 14 í Garðahreppi var kveikt í bíl f fyrrakvöld. Hér sézt bílflakiS í þann mund, er slökkviliðsmenn luku störfum. (Tímamynd Gunnar) Dagatal Skeljungs er helgað íslenzka torfhúsinu Um fimmtán ára skeið hefur Olíufélagið Skeljungur hf. gefið út vönduð dagatöl, sem hvert um sig hefur verið helgað málaflokki, gjarna nátengdum íslenzku þjóð- lífi, náttúru eða sögu landsins. Að þessu sinni er dagatalið helg að íslenzka torfhúsinu, sem nú heyrir sögu liðinnar tíðar. Daga- talið hefur að geyma 6 fallegar lit myndir, auk svart hvítra mynda, Sólfaxi kom með 400 ha. dieselvél á gamlársdag A gamlársdag flutti önnur Þota Flugfélags íslands, Sólfaxi, skips- vél frá Glasgow til Keflavíkur og er það í fyrsta sinn, sem flugvélar Flugfélagsins annast slíkan flutn- ing. Vélin, sem er af Kelvingerð, hefur 400 hestafla orku og vegur rúmlega 5 lestir, var sett um borð í þotuna Sólfaxa á flugvellinum við Glasgow. Þar sem óvenjulegt er að flytja svo stórar og þung'ar skipsvéjar með flugvélum, komu forstjórar Kelvinverksmiðjanna og fleiri til flugvallaains og voru við- staddir er diselvélin var látin um borð í þotuna. Þessi 400 hestafla Kelvin vél verður nú sett í vél- skipið Sævar KE 105 frá Keflavík. Umboðsmaður Kelvinvéla landi er Sigurður Ólafsson. á ís- iM ALÞ IN Gl Rithöfundar í hafvillum Maður les svona klausu í Vísi: Rit- höfundar hafa nýlega á fundl sfnum lyi.fr stuðningi sfnum við framkomna hugmynd á Alþtng! um stuðning við tillögu Ceylon-stjórnar á þingi 5.Þ. um friðlýsingu Indlandshafs og að undirbúin verði hliðstæð tillaga um friðlýsingu tiltekins svæðis á N,- Atlantshafl. Hvaða rithöfundar eru þetta? Manni er t.d. forvitni á að vita hvort þelr eru f Félagi íslenzkra rithöf- unda eða Rlthöfundafélagi íslands. Eða er kannski hæ^t að gefa út tll. kynningu um stuðning við hænsna- rækt í Timbúktú i nafni íslenzkra rithSfunda, án þess að fylgi nánari skýrfng? Ef svo er, geta nokkrlr né- ungar f þenkingarlegum hafvillum spúð úr sér endalausum tilkynning- um í nafnl allra fslenzkra rithöfunda. Því aðeins er vakln athygli á þessu hér, að óhætt mun að fully!-8a að velflestlr rithöfundar muni ekki hafa leitt hugann að friðlýslngu sjáv- arins í þeim mæli að þeir þolf ekkl ástandið lengur öðruvisl en gefa út um það yfirlýsingu. Ýms mál önnur hljóta að brenna meira á rithöfund- um en frlðlýslng einhverra hafs. svæða. Hitt er annað mál, aS ein- staka rithöfundar eru tii, sem llfa sterku yfirlýsingaiífi, og eru kann- ski meiri yfirlýsendur að náttúru til en rithöfundar. En þeirrf náttúru þeirra er varla hægt að þióna í nafni rithöfundastéttarinnar í heild. Mönn um er auðvitað friálst að senda frá sér yfirlýsingar. Póstmenn geta scnt út yfirlýsingu um, að bannað sé að geyma grimma hunda lausbeizlaða í húsagörðum, og rithöfundar sem slíkir geta lýst því yflr að ekki megi skerða tiáningarfrelsl manna og ekki fangelsa menn fyrlr skoðanir, eða dæma þá á geðveikrahæli. Þau mál eru alltaf brýn. En hvað þelr ætla að gera með friðlýst höf, á meðan þau eru ekki orðin að bleki, velt ekki nokkur maður. Svarthöfðl. er sýna: Grenjaðarstað í Aðal- reykjadalk Verbúð í Bireiouv£k norðan Látrabjargs, Þverá í Laxár dal, Laufás í Eyjafirtði og Bæna- húsið á Núpsstað, sem þrátt fyrir endurnýjun hefur haldið stærð, lögun og lagi frá 1665. Af málaflokkum fyrri dagatala má nefna teikningar Jóhannesar Kjarvals, gamlar þjóðlífsmyndir, íslenzka leiklist, íþróttir og útilíf á íslandi, þjóðlegar minjar, ís- lenzka skógrækt, íslenzkar sam- göngur í mótun, gamlar hannyrðir, myndir tengdar efni íslendinga- sagna og sitthvað fleira. ÞaS#vatíGuðjón Efg«nt9f»JiitJijá* Auglýsingastofunni h.f., sem hann- aði dagatalið að þessu sinni en Litbrá h.f. sá um prentunina. Mynd irnar á dagatalinu eru úr safni Harðar Ágústssonar, skólastjóra. Hafnarfjörður: Kveiktu í bílum og brutu rúBur ÞO-Reykjavik, föstudag. Af gömlum^ vana voru Hafn- firðingar nokkuð uppivöðslu- samir í gærkvöldi, á þrettánd- anlim, og hafði lögreglan ærið að starfa fram eftir nóttu. Að sögn lögreglunnar í Hafn arfirði var m.a. kveikt í tveim bílhræjum. í fyrra skiptið var slökkviliðið kallað út um kl. 22,30, en þá logaði glatt í bíl, sem stóð fyrir utan vegamótin á mótum Hafnarfjarðarvegar 'o^'kflégií'áráris'út 'á Arnarnes. .Um kl. 00,30 var slökkviliðið kallað út aftur, og var þá bruni í gömlum bíl, sém stóð við svokallað Venusarhús. Vel gekk slökkva í báðum bílunum og tjón varla mjög mikið, þar sem þeir voru úr sér gengnir. Rétt upp úr miðnættinu var ekið á mann á Reykjavíkur- vegi. Mun maðurinn hafa hálf hoppað upp á bíl, sem ók mjög rólega eftir Reykjavíkurvegi. Bílstjórinn snarhemlaði strax og við það skall maðurinn með höfuðið í götuna og mun hann hafa hlotið einhverja áverka á höfði. Þá var mikið brotið af rúð- um'í Hafnarfirði í nótt. Flest ar'rúðurnar voru brotnar í vél smjðjunnj Kletti eða 16, en einnig voru brotnar f jölmargar rúður í fiskið,iuverinu og í verzlun Jóns Matthíesen. Lög- reglunni tókst að hafa upp á rúðubrjótunum. Sandkassinn frumsýndur Hópur ungs fólks, sem kallar sig Leikfrumuna, frumsýnir á sunnudagskvöld í Lindarbæ sænska leikritið Sandkassann eft- ir Kent Andersson. Sýningarnar í Lindarbæ eru á vegum Grímu, sem nú hefur starfað um 10 ára skeið og sýndi síðast Hvað er í blýhólkn um eftir Svövu Jakobsdóttur. Sandkassinn fjallar á gamansam- an en beittan hátt um samskipti barna og foreldra, en er þó ekki bara bundinn við uppeldismáL 1 nýstárlegu formi speglast þar ýmis samtíðarvandamál, sungin og leikin. Sandkassinn þykir bezta sænska leikritið, sem fram hefur komið síðustu ár, enda hefur það verið sýnt við miklar vinsældir um öll Norðurlönd, í Berlín, Lund- únum og víðar. Leikfruman hafði forsýriingu á leikritinu'í Útvegs- bankanum í desember við mjög góðar undirtektir og stendur fyrir tækjum, félagssamtökum og skól- um sýningin til boða, jafnframt þvi sem sýnt verður í Lindarbæ. Hlut- verk í Sandkassanum eru tólf, en leikendur hafa flestir sótt leik- námskeið í Reykjavík eða á Akur- eyri, leikið í Hárinu og vfðar. Leikstjóri og þýðandi er Stefán Baldursson, söngstjóri og Sigurð- ur Rúnar Jónsson. Frumsýningin verður sem Xyrr segir í Lindarbæ á sunnudagskvöld og önnur sýning á mánudagskvöld. Le.kendumlr í Sandkassanum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.