Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUK 8. janúar 1972 Mánudagsmyndin: „Ungar ástir" Það er sænsk mynd, sem verður sýnd næstu rnánudaga í Háskóla- bíói. Leikstjórinn er tæplega þrít- ugur Svíi, Roy Andersson, sem hefur þegar getið sér gott orð fyrir næmt atfga og listrænan smekk — útskrifaður af skóia Sænsku kvikmyndastofnunarinnar, sem þykir með betri meðmælum — og ex þetta fyrsta imynd hans. Þegar myndin, sem heitir einfald lega „Ungar ástir" var send til dóms á kvikmyndaáhtíðinni í Berlín fyrir tveim árum, hlaut hún tvenn verðlaun. Hún fékk „Unicrif'-verðlaunin, sem svo eru nefnd, en þau veita alþjóðleg sam- tök kvikmyndagagnrýnenda, sem sækja sýninguna, enauk þess voru henni dæimd verðlaun „Writers Guild", sem fjalla, aðeins um einn þátt kvikmyndar, handrit mynd- arinnar. Annars var það almennt álit gesta á hátíðinni, að „Ung- ar ástir" hefði áreiðanlega feng- ið ein hinna opinberu verðlauna, ef allt hefði verið með felldu með hátíðina, en henni lauk með algerri rinigulreið vegna ósamkomu lags stjórnendanna. „Ungar ástir" segir frá fyrstu ástum tveggja táninga — Párs og Anniku — sem hittast úti fyrir sjúkrahúsi, þegar foreldrar þeirra eru þar í heimsókn. Síðan er fyiglzt með þeim og ást þeirra í tíðindaleysi hversdagsins í mið- stéttarhverfi velferðarríkis. ÁŒ- staða ungliniganna til lífsins er í mikilli mótsögn við viðhorf for- eldranna, sem eru komin á þann aldur, að þeim hefur gleymzt, hvernig það er að vera óstfang- inn, en hafa þess í stað þorskað með sér næma tilifinningu fyrir efnishyggju, og þessi tilfinning þeirra birtist oft á broslegan hátt. Það er unglingar, sem leika að- alhlutverk myndarinnar — Ann Sófie Kylin, sem leikur Anniku, etr aðeins 14 ára, og Rolf Scohlman, sem leikur Par, er aðeins ári eldri. Þau höfðu aldrei komið fram fyr- ir kvikmyndavél, þegar myndatak an hóíst, en leikur þeirra hefur hlotið verðskuldað lof. : B.T. í Kaupmannahöfn gaf henni 4 stjörnur. TlMINN ¦;?;;'.:"¦<:.;¦•;;.;...::¦, .;:.¦¦.-¦ .:.¦¦<..¦¦.¦¦¦¦¦¦;¦.;.:¦.;;.¦:¦¦:..;.¦;.:,¦;:.._ ¦ Myndin var tekin er Þorláki var hleypt af stokkunum i Stálvík i Garðahreppi (Tímamynd G.E.) Tvö skip Meitikins sjósett á sama degi OÓ—Reykjavík, föstudag. Tveir bátar sem smíðaðir voru fyrir Meitilinn í Þorlákshöfn voru sjósettir í dag, annar úr Stálvík í Garðahreppi og hinn er smíðað- ur í Slippstöðinni á Akureyri. Bæði eru skipin 105 rúmlestir að stærð, smíðuð úr stáli, og eru teiknuð til togveiða auk línu- og netaveiða. Fara bæði skipin á neta veiðar nú á vertíðmni og síðan eft- ir atvikum á togveiðar eða humar atr vertíð lokinni. ., Meitillinn er nybúinn að selja tvo báta. Þorlák II og ísleif en á þrjá eikarbáta enn, sem fyrirtækið heldur áfram að gera út. Þá mun Meitillinn í þessum mánuði gera samning um smíði skuttogara á Spáni. Skipið sem sjósett var á Akur- eyri, hlaut nafnið Brynjólíur ÁR 4. Frú Guöbjörg Thorarensen, eig inkona Benedikts Thorarensen, framkvæmdastjóra Meitilsins, gaf sbipinu nafn. Frú Anna Olafsdóttir, eiginkona Árna Hermannssonar verkstjóra hjá Meitlinum, gaf skipinu sem smíðað var í Stálvík nafnið Þor- lákur ÁR-5. Skipstjóri á Þorláki verður Jóhann Adólfsson og 1. vélstjóri Guðmundur Þorsteinsson. Skipin fara bæði til Þorlákshafn- ar Þegar prófunum á vélum, tækj- um og öðrum búnaði er lokið og Siglingamálastofnun ríkisins hef- ur lokið sínum skoðunum. Að sjálfsögðu eru skipin búin öllum þeim tækjum til siglinga fiskileitar og veiða, sem kröfur nútímans heimta í þeim efnum. Þúsund númer bætast við en enn vantar marga síma Logi Einarsson forseti Hæsíaréttar Logi Einarsson hæstaréttardóm- ¦* ari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1972 að telja til ársloka 1973. Bene- . dikt Sigurjónsson hæstaréttar- dómari var kjörinn varaforseti til sama tíma. Fréttatilkynning. Mánudaginn 10. janúar n.k. kl. 0800 verður tekin í notkun 1000 númera stækkun sjálfvirku stöðv- arinnar við Suðuirlandsbraut (Grensásstöðin) í Reykjavík. Númerin verða 86000 til 86999. Þrátt fyrir þessa nýju stækkun verður ekki hægt að uppfylla all- ar óskir um nýja síma eða flutn- ing síma og verður ekki hægt fyrr en nýjar stækkanir kotna til sög- unnar, svo sem eins og bygging Breiðholtsstöðvarinnar. Ný símaskrá er væntanleg með vorinu. Fréttatilkynning frá Póst- og símamálastjórninni. Landhelgisgæzlan í husnæðishraki OÓ—Réykjavík, föstudag. — Þótt aldrei hafi farið fram nein formleg bréfaskipti um hús- næðismál Landhelgisgæzlunnar, var búið að gera ráð fyrir að hún fengi efstu hæð nýju lögreglu- stöðvarinnar til afnota, og við höfum ekki hugsað um önnur húsnæðismál á meðan af þeim sökum, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri, Tímanum. Kom það því okkur nokkuð á óvart þegar sagt var frá því að utanríkisráðuneyt- ið flytti inn í þetta húsnæði, þótt það sé ekki endanlega afráðið. Landhelgisgæzlan er til húsa í byggingu Vitamálastjórnarinnar við Seljaveg og á gamalt hús og stóra lóð við Ánanaust, þar sem nokkuð af starfseminni fer fram. En nú þarf Vitamálastjórnin á öllu sínu húsnæði að halda og í mörg ár hefur verið gengið að því vísu, að Landhelgisgæzlan flytti inn á efstu hæð lögreglu- stöðvarhússins við Hverfisgötu þar til nú, að utanríkisráðuneyt- ið fær það húsnæði að öllum lík- indum. Okkar höfuðvandamál er, sagði Pétur, í sambandi við húsnæðis- málin, er að við þurfum að hafa loftskeytastöð, og það er ekki hægt að setja hana hvar sem er. Það er óhjákvæmilegt í sambandi við hlustun að það sé hávaði frá svona stöð, og þess vegna getur hún ekki verið inni á skrifstofum. Nú er loftskeytastöð Landhelgis- gæzlunnar uppi í risi á Seljaveg- inum, og eru aðstæður þar mjög ófullkomnar. Ætlunin var að hafa stöðina uppi á lofti í lögreglustöðv arhúsinu alveg út af fyrir sig, en ekki inni á sjálfum skrifstof- unum. — Hæðin sem við héldum að við fengjum til afnota stendur óinnréttuð enn sem komið er. En við hjá Landhelgisgæzlunni höf- Framhald á bls. 14 Bifreið valt á Öxnadalsheiði: Tvær stúlkur meiddust ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Laust fyrir kl. 24 í gærkvöldi var hringt, til lögreglunnar á Akur eyri, frá Sesseljubúð á Öxnadals- heiði og tilkynnt að fólksbifreið hefði lent út af veginum. Þegar komið var á slystaðinn reyndust fjórir hafa verið í bílnum og tvær stúlkur, sem sátu fram í voru meiddar og voru þrer fluttar á sjúkrahúsið á Akureyri Tveir karlmenn, sem sátu í aftursæti bifreiðarinnar sluppu lítið sem ekkert meiddir og fengu þeir strax að fara heim, að lokinni rann- sókn. Bifrei" sem var á leið vestur heiðina, mun hafa lent út af í beygju og farið þar veltu. Hvað ber árið í skauti? í áramótagrein sinni í Tún- anum á gamlársdag ræddi Ólaf ur Jóhannesson, forsætisráð- herra m.a. um verkefni ársins 1972. Hann sagði, að nú eins og jafnan endra nær væri framtíð hulin og óráðin gáta. Við vissum ekki hvað árið 1972 myndi færa okkur að höndum og margt óvænt gæti skeð. Ný vandamál, sem nú væru ófyrir sjáanleg gætu komið til sög- unnar. En eins gæti allt snúizt á betri veg, ef gæf an væri með. Það yrði hins vegar að taka því, sem að höndum bæri og láta hvorki velgengni stíga sér til höfuðs né láta bugast þótt á móti blési. En þrátt fyrir alla óvissu, sem jafnau ríkti um framtíðina vissum við íslend- ingar um mörg verkefni, sem, úrlausnar biðu á árinu 1972 og óefað yrðu viðfangsefni ársins. Um þetta sagði Ólafur m.a.: Stærstu málin „Þannig er t.d. Ijóst, að eitt helzta verkefni ríkisstjórnarinn ar á árinu 1972 verður að halda áfram að kynna landhelg ismálið fyrir öðrum þjóðum og afla málstað okkar fylgis, þann ig að útfærslan 1. september 1972 geti farið friðsamlega fram og fengið hæga viður- kenningu. Það er okkar stærsta mál. Viðræður um yarnarmál niuiiii eiga sér stað á árinu. f annan stað verður efling atvinnulífs eitt af höfuðverk- efnum á næsta ári. Gera má ráð fyrir, að fjár- festing á sjávarútvegi þurfi að hafa vissan forgang, afla þarf fleiri fiskiskipa, og er þegar samið um mikil kaup, endur- bæta þarf aðstöðuna til fisk- vinnslu í landi, endurbyggja og færa til meira nútímahorfs frystihúsin í landinu, efla fis.k niðurstöðu og vinna að markaðs öflun fyrir hana erlendis. Landbúnaðinn þarf að efla og str.ðla þar 'að stóraukinni framleiðni og bættum hag bænda. Það þarf að gera heild- aráætlun um alhliða land- græðslu og skipulega nýtingu landgræðslu og skipuleggja nýtingu landsgæða. Það þarf að vinna að aukinni fjölbreytni í landbúnaði, m.a. með ylrækt og fiskirækt. Byggia þarf upp öflugan iðn að í landinu, fyrst og fremst í höndum íslendinga ' sjálfra, en þó kemur þar samvinna við útlendinga til greina ívissum tilvikum og að fullnægðum til- teknum skilyrðum. Kemur þar m.a. til greina sjóefnavinnsla, efling skinasmíða og ^full- vinnsluiðnaður íslenzkra af- urða s.iávarútvegs og landbún- aðar. Jafnframt verður unnið af undirbúningi stórra vatns- afls- og jarðhitavirkjana, sem fullnægt geti þörfum vaxandi iðnaðarstarfsemi og séð fyrir Iýsingu og hitun á húsakosti landsmanna. Þegar um er að ræða efling atvinnuveganna, em miklar vonir bundnar við Fram- kvæmdastofnun rfkisins, sem tekur til starfa upp úr áramót- um. Hennar hlutverk er fyrst og fremst það að koma í fram Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.