Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8. janúar 1972 TIMINN MEÐ MORGUN ICHFFiliU Þaíð var í krístinfræðitíma í L bekk, og kennarinn spurði Pétur, hversu lengi Adam og Eva hefðu verið í Paradís. — Til 15. september, svaraði Pétur strax. — Það vertð* ég að segja, sagði kennarinn. — Hvernig veiztu þetta? — Jú, svaraði Pétur ákveð- inn. — Kplin eru ekki þroskuð fyrr. Ungur maður á skellinöðru, var næstuan búinn að aka á ganda konu í beygju. — Líttu betur í kringum þig næst, amma! hrópaði hann um leið og hann hvarf fyrir^ horn- ið. — Guð almáttugur, stundi gamla konan. — Kemur hann þá aftur? — Ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan þú datzt nsður af svölunum, tengdamamma. Það skemmtilega við síðbux- ur er, að þær eru í eintölu að ofan, en fleirtölu að neðan. Dani, sem var á ferðalagi í Texas, sá í fyrsta sinn stóra bufflahjörð. Hann spurði manninn, sem hann bjó hjá, hvaða skepnur þetta væru. — Þetta eru villisvín, svar aði Texasbúinn. — Svona stór? — Já, það er allt svona stórt í Texas. Skömmu síðar sá Daninn örn fljúga um lofti'ð og Texasbúinn svar'ði því til. að þetta væri svala og bað hann að muna, að í Texas væri allt svo stórt. Um nóttina þur'ti Daninn á salernið.og fór fram til að leita að því. Hann villtist og tókst ekki betur.?Ul^.^v,QJ,aSLhaln féll í sundlaugin, sem var í kjallaranum. — Hjálp, hjálp, hrópaði hann. — í guðs bænum sturtið ekki niður. — Gætið ykkar nú börn, sagði prófessorinn við krakka, sem voru að tína sveppi. — Sumir sveppir eru eitraðir. — Það er allt í lagi, við bortðum þá ekki. — Hvað gerið þið þá við þá? — Við seljum Þá. < J Allt frægt fólk keppist við að skrifa endurminningar sín- ar, því í flestum tilfellum eru þær góð söluvara, og geta fært þeirii, sem þær skrifa, töluverð- ar fjárfúlgur. David Niven er einn hinna mörgu, sem um þess an- mundir gefa út endurminn- ingar sínar, og kallar hann þær „Máninn er bla®ra." Hann skrifar á skemmtilegan og fjör- legan hátt um líf sitt, og má reikna með að bókin verði ekki síður vinsæl en Niven hefur sjálfur vei'ið, sem kvikmynda- Jeikari. Stór hluti bókarinnar fjallar um hina sænsku eigin- konu hans, Hjördísi. Niven S2g- ir frá því, er þau hittust í fyrsta sinn í London, 10. janúar, 1948. Þá hafði Niven verið farinn heim, kvöld eitt, en var beðinn um að koma aftur í kvikmynda- verið. Það gerði hann, og þegar hann gekk inn sá hann háa og grannvaxna stúlku með kastan íubrúnt hár, fallegan munn og stór grá augu sitja í stóln- um sínum. Þetta var Hjördis Genberg, sém hafði haft við- komu í London á leiðihni frá New York til Svíþjóðar. Henni hafði verið boðið að koma til kvikmyndaversins, og hafði ein- hver kunningi hennar gert það. Síðan gekk allt fyrir sig eins og í hreinasta / eldhúsróman. Þau David Niven og Haördís giftu sig 10 dögum síðar, og hafa verið gift alla tíð síðan þetta gerðist, eða í vl ár. Þau Hjördís eiga tvær dætur, en Niven átti auk þess tvo syni frá fyrra hjónabandi. Hann hafði verið giftur í Bandaríkj- unum, og kona hans lét lífið í umferðarslysi í Hollywood, þeg ar drengirnir voru enn mjög ungir. David Niven er nú 62 ára gamall. Hann þarf ekki að leggja hart að sér, til þess að geta séð sér og fiölskyldu sinni farborða, og kemur ekki fram í nema einni kvikmynd árlega. Getur hann því helga'ð fjöl- skyldunni 'mikinn hluta ársins, og gerir það af mestu ánægju. DE.IMISII Ég 1,élt bara pabbi'að b" vildir kanski vita. að allt er í DÆMALAUSl ^*1 undir bflnum- Það líður ekki svo dagur, að myndir af Jaekie Kennedy — Onassis birtist ekki á forsíðum íinhvers blaðs í Bandaríkjunum, eða frá henni sé skýrt á einn eða annan hátt. 1 mánaiðarrit- inu „Siónvarpsspéglinum", sem kemur út í New York var ný- lega gerð könnun meðal lesend; anna á því, hvað þeim fyndist um Jackie, þessa fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna. Yfir skriftin var — Sendið atkvæði ykkar í dag, og spurningarnar um Jackie voru á þessa leið: Hefur Jackie nú gengið of lnngt í" eitt sk'pti fyrir Jll? Síðan var nægt að velja á ,nilli þrenns konar svara. — Já, hún — • - * — ætti að vera orðin nógu gömul til þess »ð vita, hvernig hún á að haga sér. — Nei. það ætti að skjóta -ljósmyndurana, sem alltaf eru á eftir henni. — Hverjum skyldi svo sem ekki standa á sama um har.a. Eg er orðinn uppgefinn á að heyra um hana. Myndin, sem fylgdi skoðanakönnuninni var af Jackie, þar sem hún sat á hækjum, og höfðu buxurnar runnið það langt niður að aft; an, að sjá mátti töluvert mikið af bakhlutanum. Um þetta þetta greiddu Bandaríkiamenn atkvæði. en niðurstöður hafa enn ekki borizt. *J B. Sálfræði- og kynlffsfrúin Tnge Hegeler, sem nú er 44 ára gömul er nú í þann veginn að láta langþráðan draum sinn um að verða læknir, rætast. Hún er byrjuð að stúdera við háskólann í Kaupmannahöfn og er Þar allan daginn og lærir heima um helgar. Inge hefur ákveðið að seinna gelgjuskeiðið verði sín sérgrein, — einmitt sá aldur, sem ég er aið komast á. Þá missa margar konur allan lífsvilja, en ég sé, að það er samt ekki of seint að byrja á einhverju nýju, segir hún. Henni finnst gaman í skólan- um, innan um unga fólkið, sem hún segir að taki sig eins og jafnaldra — •. — • — Yasmina, dóttir Ritu Hay- worth er fædd prinsessa, eins og allir vita, því faðir hennar er Ali Khan, sonur Aga Khaji. Nú er spurningin, hvort Yasm- ina endar sem hertogaynja af Kent í Englandi. Fyrir nokkru kom Yasmina til Sariniu og heimsótti þar bróður sinn. Þar var þá stödd Margrét Breta prinessa, og kynntust þær Yasmina og hún. Margrét bauð þegar Yasminu að heimsækja sig til Englands og þegar hún kom í heimsóknina kynnti Margrét hatia fyrir hinum unga prinsi Michael af Kent, en hann er frændi Bretadrottningar. Nú segir sagan, að Michael og Yasmina hafi þegar orðið ást- fangin hvort af öðru, og allt bendi til þess, að'þau gtftist áður en langt líður. Sagt er, að brezka konungsfjölskyldan hafi ekkert á móti þessu sambandi, svo af hjónabandinu ætti að geta orðið þess vegna. 1 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.