Tíminn - 08.01.1972, Page 7

Tíminn - 08.01.1972, Page 7
TIMINN 7 LAUGARDAGUR 8. jamíar 1972 iHA-menn handteknir a námskeiði í sprengingum NTB-Belfast, föstudag. Brezkir hermenn gripu í dag hóp IRA-manna glóðvolga, er þeir voru í miðju námskeiði í meðferð sprengiefna í mið- stöð IRA í miðborg Belfast. Kennarhm komst undan, en nemendumir sjö voru hand- teknir. Samthnis þessu sprakk sptengja í verksmiðju í borg- inni og olli talsverðum skaða. Samkvæmt upplýsingum tals manns brezka hersins voru nokkrir þeirra hanðteknu eftir lýstir. Vopnaðir menn komu sprengj unni fyrir í verksmiðjunni og þegar fólk sá, að strax fór að rjúka, flýtti það sér út. Þá skutu brezkir hermenn niður leyniskyttu um miðnætti í gærkvöldi, en búið var að bera manninn burt, þegar Bret arnir ætluðu að sækja hann. Reynir Nixon að tefja Sait-viðræðurnar í Vín? NTB-Vín, föstudag. Sovétríkin og Bandaríkin eru ekki talin munu komast að neinni niðurstöðu um takmörk un á framlciðslu kjarnorku- vopna, fyrr en Nixon forseti hefur farið í áætlaða heimsókn sína til Kína 21. til 28. fehrúar n.k., að því er áreiðanlegar hcimildir i Vín sögðu í dag. Sagt er að Sovétríkin haldi að Nixon sé nú að reyna að draga Salt-viðræðumar í Vín á langinn, þar til hann komi aft- ur frá Kína. Vestrænir sendi- ráðsstarfsmenn hafa neitaö' þessu, en jafnframt sagt, að þeir eigi ekki von á neinum samningsdrögum fyr en í marz, þar sem ennþá sé mikiö starf ótmnið. Nixon fer til Moskvu í mai og bæði stórveldin hafa látið í Ijós þá von, að hægt verði að undirrita samning um tak- mörkun kjamorkuvopna í þeirri heimsókn. í Sovétríkjunum er það hald manna, að Nixon vilji ekki koma til Peking, rétt eftir að hafa undirritað samning uni takmörkun vopna við helzta keppinaut Kínverja. 200 kíló hass NTB-IIamborg, föstudag. Lögreglan í Hamborg lagði í morgun hald á 200 kíló af hassi í íbúð einni í St. Pauli- hverfinu. Lögreglan rakst óvart á hassið, en hún var að leita a‘ð grunuðum manni í sambandi við annað mál. Leitað er nú að manninum, sem býr í íbúð- inni, .. en hann er fertugur Tyrki. Hassið var pressað sam an í fimm kílóa plötur. Allt brezkt verður farið frá Möltu fyrir 15. janúar NTB-Valetta, föstudag. Brezkir hermenn á Möltu eru iiú farnir að tínast þaðan og á morgun mun stór hluti þeirra og aðstandenda þeirra yfirgefa eyna. Flugsveit sú, sem hefur liaft auga með sovézka Miðjarðarhafsflotan um, hefur þegar verið flutt til stöðva á Kýpur. Stórar Herkules-flutningaflug- vélar era nú að flytja ýmis tæki hersins, flotans og flughersins heim til Bretlands. Heimildir segja, að vélarnar séu hlaðnar mörgum lestum af sjaidgæfum og rándýram tækjum. Mörg hundruð konur og börn brezkra hermanna vora í dag kom in í umferðamiðstöð Breta á Möltu og bíða þau þar eftir flug- vélum heim, en á morgun flytja þau heim til Bretlandseyja. Fyrsta flugvélin, sem í verða 102 konur og börn mun lenda á Bretlandi um hádegið. Alls munu 750 manns eiga að fara á morgun og ætlunin er, að fyrir 14. janúar verði 7000 brezkir ríkisborgarar komnir heim. Þetta er einum degi áður en frestur Mintoffs forsætis ráðherra rennur út. Bretar infa áður sagt, að heimflutningur allra tækja og manna mundi taka marga mánuði. 104 fórust í flugslysi flugvélin hefðj hrapað í Miðjarð i ina á eynni. arhafið, en skömmu síðar fannst Bóndi, sem var að störfum rétt flakið í hlíðum E1 Mortere-fjalls, við slysstaðgin, segir, að hann fyrir ofan vinsælust-u baðströnd-' Framhald á bls. 14. Sovétríkin taka upp stjórn- málasamband viö Bangladesh — Indland viðurkennir N-Vietnam að fulíu. NTB-Ibiza, föstudag. Eitt hundrað og fjórir fórust í dag, er þota af gerðinni Cara- velle, frá spánska flugfélaginu Iberia, hrapaði í fjöllum spánsku Miðjarðarliafseyjunnar Ibiza. — Skyndileg þoka og mikil rigning mun hafa verið orsök slyssins. Meðal þeirra sem fórust voru 18 konur og níu börn, sex þeirra ungbörn. Talsmaður lberia sagði, að flest hefði þetta verið fólk frá Ibiza, sem hefði verið á heim leið eftir að hafa haldið upp á þrettándann á meginlandi Spánar. 18 farþegar voru með vélinni frá Madrid, en 80 bættust við í Valen- cia. Áhöfnin var 6 manns. Flugvélin fór frá Valencia á há- degi og áttj að lenda á Ibiza hálf tíma síðar. Yfir fjöllunum á Ibiza skall a þoka og rigning, meðan verið var að undirbúa lendingu á flugvellinum 'um 8 km. fjær. í fyrstu fréttum var sagt. að NTB-Nýju llehli, Moskvu, föstud. Tilkynnt var í Indlandi í dag, að landið ætlaði að viðurkenna N-Vietnam að fullu og koma þar á fót sendiráði. Indverskur ræðis- maður hefur yerið i Hanoi lengi. Þá var tilkynnt í Moskvu, að Sovétríkin munj taka upp fullt stjórnmálasamband við Bangla desh. sennilega innan liálfs mán aðar. Líklegt þykir, að Austur- Evrópulöndin muni fylgja þessu fordæmi Sovétríkjanna. Þetta gæti liaft þau áhrif, að vestræn lönd tækju einnig upp stjórn- málasamband y®'. Bcngladegh, en Kína ' þykist • eðir'- ekki vita, að nýtt riki hafi verið stofnað þarna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.