Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 9
ÍAUGARDAGUR 8. janúar 1972 TÍMINN 9 Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvaemrfastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. ASrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint, — Prentsmiðjan Edda hf. Gylfi og vísitalan Gylfi Þ. Gíslason lætur AlþýðublaSið halda uppi þeim áróðri, að ríkisstjórnin sé að falsa vísitöluna launafólki í óhag. Rökin eru þau, að það leiði ekki til hækkunar á vísitölunni, að dregið er úr niðurborgunum á vissum landbúnaðarvörum. Því er sleppt, að hér kemur á móti niðurfelling á iðgjöldum til trygginganna. Niðurborganir eru lækkaðar um 400 milljónir króna, en iðgjöldin, sem falla niður, nema samanlagt um 1000 milljónum króna. Sést bezt á pessum tölum, hvort verið er að skerða kjör launþega. Annars hsfði mátt búast við flestu öðru fremur en að Gylfi Þ. Gísiason treysti sér til að hefja umræður um vísitölumálÍTi. Slík er forsaga hans í þeim efnum. Þar er þess fyrst að minnast að á Alþingi 1960 hafði Gyifi Þ. Gísiason forgöngu um, ásamt leiðtog- um Sjálfstæðisflokksins, að sett voru svokölluð „við- reisnarlog', en eitt aðalatriði þeirra var að banna hvers konar kaupuppbætur samkvæmt vísitölu. Vinnuveitendum og launþegum var gert óheimilt að semja um kaupgreiðslur með þeim hætti. Verkalýðs- hreyfingin hóf strax harða baráttu gegn þessu banni, og með hinu margumtalaða júnísamkomulagi 1964 tókst ekki aðeins að fá banninu aflétt, heldur var ákveðið að vísitölubætur yrðu lögbundnar. En sú dýrð stóð ekki lengi. Eftir kosningarnar 1967, höfðu Gylfi Þ. Gísiason og leiðtogar Sjálfstæðisflokksins forgöngu um iagasetningu, þar sem ákvæðið um vísi- tölubæturnar var fellt niður. Nú skyldi þetta aðeins vera samningsmál milli aðila vinnumarkaðsins. En atvinnurekendur neituðu lengi vel og nutu til þess bæði stuðnings Sjálfstæðisflokksins og Álþýðuflokks- ins. Þess vegna stórversnuðu kjör launþega á árun- um 1968 og 1969. Launþegar háðu hvert stórverk- fallið af öðru til þess að fá vísitölubætur teknar upp að nýju. Þetta tókst fyrst í júní 1970. Samkvæmt skýrslum Kjararannsóknanefndar, höfðu tapazt um 700 þús. vinnudagar vegna þessara verkfalla. Öll þessi verkföll höfðu verið óþörf, ef Alþýðuflokkur- inn hefði staðið við hlið verkalýðssamtakanna og stutt fullar dýrtíðargreiðslur, eins og hann barðist fyrir í tíð Haraldar Guðmundssonar og Stefáns Jó- hanns. En nú var Alþýðuflokkurinn kominn undir forustu nýs leiðtoga, Gylfa Þ. Gíslasonar. Svo þykist þessi maSur vera þess umkominn að lát- ast berjast fyrir réttri vísitölu. Því trúir enginn, sem þekkir forsögu hans, að honum sé það minnsta alvara. Hann væri alveg eins reiðubúinn til þess nú, eins og 1960, að lögbanna vísitölubætur, ef það hentaði valdabrölti hans. ískyggilegar tölur Samkvæmt nýbirtum skýrslum Hagstofunnar var verzl- unarjöfnuðurinn við útlönd óhagstæður um fjóra millj- arða króna fyrstu ellefu mánuði þessa árs. Tölur þessar eru næsta ískyggilegar og sýna bezt, hve óheilbrigt það fjármálaástand er, sem núverandi ríkisstjórn fær í arf og verður að glíma við. Þessi mikli halli virðist hafa verið jafnaður með lántökum, því að ekki hefur enn geng- ið að ráði á gjaldeyrisvarasjóðinn. En það er ekki hægt til lengdar að halda því áfram að jafna slíkan halla með lántökum eða með því að ganga á gjaldeyrisvarasjóðinn. Hér er um alvörumál að ræða, sem horfast verður í augu við. Þ.Þ. CLYDE H. FARNSWORTH, NEW YORK TIMES: Lækkar sterlingspundið og líran og hækkar doilarinn? Spádómar um þróun gengismála á árinu 1972 Barber fjármálaráSherra Brefa GENGI helztu gjaldmiSla var breytt á fjármálafundinum í Washington fyrir nokkru, en „gullálfarnir" í Ziirich, Lon- don og Frankfurt eru sannfærð }v um, að frekari breytinga sé von á næstunni, enda er þeirra starfi að bera kennsl á hvað- eina, sem boðar styrk eða veik leika gjaldmiðils. Einn hinna kunnari sérfræð- inga í gjaldeyrismálum, Franz Pick í New York, sagði ein- hvern tíma, að sérhver gjald- miðill hlyti að falla í verði af tveimur ástæðum: Annars veg- ar vegna verðbólguhneigðar í heiminum. og hins vegar þeirr- ar áráttu ríkisstjórnanna, að láta prenta nýja seðla, þegar þær gætu ekki staðið í skil- um. Með hliðsjón af reynslu Þjóð verja og Japana á undangengn- um árum mætti orða þetta með ofurlítið öðrum hætti: Allur gjaldmiðill hlýtur annað hvort að hækka eða lækka. ENGINN lætur í veðri vaka, að verðbólgan verði hin sama í öllum ríkjum. Efnahagsbanda- lag Evrópu er að stækka og fl sérfræðingar aðildarríkjanna eru enn á ný að þreifa fyrir sér um áætlanir um gjaldeyris- bandalag á næstu árum, en samt dettur þeim ekki í hug að halda fram, að verðbólgan í aðildarríkjunum verði jöfn. Þegar þetta er skrifað er vika liðin frá fundinum í Was- hington. „Gullálfarnir" í bönk- unum, (sem hafa með hönd- um dagleg viðskipti með er- lendan gjaldeyri), gjaldkerar alþjóðlegra fyrirtækja, sem kaupa eða selja meginhluta gjaldeyrisins( og eru greidd laun fyrir að ávaxta reiðufé fyrirtækjtmna eins vel og fram ast er kostur )og gjaldeyrisspá- kaupmennirnir (sem tíðast fara eftir ráðleggingum „gull álfanna") eru búnir að bera saman bækur sínar um hina nýju skipan. Þeir eru á eitt sáttir um eft- irtalin atriði: A. Sterlingspundið lendir að nýju í erfiðleikum á árinu 1972, eða um það bil sem Bret- land gerist aðili að Efnahags- bandalagi Evrópu. B. Líran mun einnig eiga erf- itt uppdráttar, þar sem félags- leg upplausn hefur lamað iðn- kerfi ítala, en það stóð mjög svo traustum fótum fyrrum. C. Dollarinn og markið halda áfram að eflast. FYRIR nokkrum mánuðum stóð dollarinn af sér meiri erf- Iiðleika í Evrópu en nokkrum gat dottið í hug, og hann er öflugasti gjaldmiðill í heimi eins og nú standa sakir. Kaupahéðinn einn í Zurich sagði um daginn: „Ef þér hafið undir höndum lausafé, sem þér þurfið að ávaxta, þá ættuð þér að verja því í dollara." Dollarakaup ukust mjög veru lega síðastliðna viku (vikuna eftir fundinn). Umskiptin urðu U þó ekki eins mikil og efni stóðu til, og kemur maigt til. Nefna mætti ýmsa tæknilega annmarka í þessu sambaridi, svo sem hið venjulega umstang evrópskra banka um áramót- in. Sérfræðingar gera ráð fyrir, að eftirspurn eftir dollurum aukist verulega vegna lækk- aðra vaxta í Evrópu næstu mánuði en hækkunar í Banda ríkjunum í kjölfar væntan- legs uppgangs viðskipta þar í landi, en talið er að hann verði allör. GENGI marksins var um daginn hækkað minna en marg ur hafði gert ráð fyrir. Þetta olli Frökkum nokkrum von- brigðum og er jafnvel haldið fram í Bonn, að Frakkar hafi ekki getað setið á sér að sýna miður heiðarlega afstöðu í hin um heitu umræðum á Washing ton-fundinum, einmitt vegna vonbrigðanna. Frakkar töldu sig hafa náð um það samkomulagi á fundi þeirra Willy Brandts kanslara og Georges Pompidou forseta fyrr í desember, að munurinn á gengi marksins og frankans ætti að nema sex af hundraði. Þjóðverjar segja hins vegar, að samkomulag hafi ekki orðið um neitt slíkt. Þegar upp var staðið mun- aði ekki nema 4.6 af hundr- aði á markinu og frankanum. Markið var fast að þrettán af hundraði hærra en frankinn áður en fundurinn í Washing- ton var haldinn, og Frakkar voru hæstánægðir. FRAKKAR og Þjóðverjar eiga meiri skipti hvorir við aðra en við nokkra aðra þjóð. Frakkar fóru ekki illa út úr fundinum í Washington, þar sem gengi frankans var fellt um einn af hundraði frá með- algengi fyrstu mánuði ársins 1971. En Frakkar höfðu eigi að síður gert sér vonir um að bæta afstöðu sína gagnvart Þjóðverjum meira en raun varð á. Þetta markmið olli því fremur en flest annað, hve Pompidou forseti tók skelegga afstöðu í gjaldeyrismálunum alla tíð frá því að ákveðið var í ma! í vor að halda gengi marksins fljótandi og fram að Washington-fundinum. Hækkun marksins varð sem sagt minni en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta dregur úr lík- unum á því, að um verulegan afturkipp verði að ræða í við- skiptum í Þýzkalandi árið 1972. Allar horfur eru á, að Þjóðverjar reynist skæðir keppinautar á frönskum mark aði. Þá er einnig gert ráð fyr ir að þeir njóti í ríkum mæli góðs af væntanlegum uppgangi í Bandaríkjunum, en hann er talinn auka eftirspurn eftir inn fluttum vörum. SÉRFRÆÐINGAR O E C D í París höfðu spáð svipuðum gengisbreytingum og samkomu lag varð um á fundinum i Was- hington. Þeir halda nú fram, að innflutningur Bandaríkja- manna aukist örar en útflutn- ingurinn árið 1972. Þeir gera þó ráð fyrir, að aukið aðstreymj fjármagns til Bandaríkjanna hrökkvi nálega til að bæta upp hallann á vöru skiptajöfnuðurinn 1972. Gengi sterlingspundsins er einum af hundraði hærra en það var fyrstu mánuði ársins g 1971. Sérfræðingar í gialdeyr- 1 ismálum halda að þetta verði n Bretum um megn þegar þeir ganga í Efnahagsbandalag Evrónu og verða að axla bær g byrðar, sem framlagið í hinn g sameiginlega sjóð í Brusset leggur þeim á herðar. Auk i þessa er verðbólgan meiri í g Bretlandi en nokkru öðru ríki r í Evrónu. eða um 10 af hundr- þ aði á ári. ANNAÐ atriði veldur einnig áhyggjum um framtíð punds- ins. Brezkar útflutningsvörur vei'ða nú dýrari en þær áður voru bæði í Ástralíu og Suður- ffl Afríku, Ástralíumenn lækkuðu I gengi sitt að vísu lítið miðað 1 við sterlingspund. en gengis- ® felling Suður-Afríkumanna t nam hvorki meira né minna en | 12.3 af hundraði. Gengi itölsku lírunnar var | lækkað í raun um sem næst i einn af hundraði frá því á | fyrstu mánuðum ársins 1971. | Þeir sátu í þessu efni við sama | borð og Frakkar að heita má. | En „gullálfarnir" halda hins 8 vegar fram að efnahagsleg heil j brigði sé miklum mun meiri í | Frakklandi en á ítalíu eins og I málum er nú háttað. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.