Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 12
'2 TIMINN LAUGARDAGUR 8. janóar 1972 Björguðu andlitinu Eftir martröðina gegn Júgóslavíu á dögunum náði íslenzka landsliðið sér aftur á strik með því að gera jafntefli við Tékkóslóvakíu 12:12. — í þetta sinn var leikið yfirvegað og af viti ailan tímann. KIp.-Reykjavík. — íslenzka landsliðið í handknattleik bjargaði, andlitinu — eða a. m.k. andlitslitnum — með því að gera jafntefli við tékk- neska landsliðið í Laugardals höllinni í gærkvöldi 12:12. — Réttara væri víst að segja að Tékkarnir hafi gert jafntefli/ því þeir skoruðu síðasta mark leiksins, en íslenzka liðið hafði 1 mark yfir 5 mín. fyrir leikslok 12:11. Eftir hina hroðalegu útreið, sem liðið fékk hjá Júgóslövum á dög- unum, voru þessi úrslit kær- komin. í leikjunum við Júgó- slava hefur liðið fengið góðan skóla í því hvernig það á ekki að leika gegn sterku liði) — af því dregin lærdómur, sem var einn aðalvaldur þess að þessi ánægjulegu úrslit náðust gegn Tékkóslóvakíu. Nú var leikið' yfirvegað og rólega — þó ekki neinn göngu- handbolta — menn héldu nú höfði allan tímann og þá sérstak- lega á lokamínútunum, sem oft- ast hafa verið okkur örlagaríkar. Eins og markatalan 12:12 gefur til kynna, var leikið yfirvegað. Það gerði að vísu bara íslenzka liðið. Tékkarnir reyndu að ná upp hraðanum en voru mistækir og bráðir þegar þeir fengu bolt- ann. Þeir skutu í vafasömum fær um og voru ónákvæmir með skot- in og sendingarnar. Einnig vafð ist fyrir þeim að komast með knöttinn fram hjá hinum ný- krýnda íþróttamanni ársins, Hjalta Einarssyni. sem stóð sig frábær- lega vel 1 markinu. Vörn íslenzka liðsins var einnig erfið fyrir Tékk ana. Hún lék fast, en var hreyfan leg og einnig vel „grimm“ ef svo má að orði komast. Það var sýnilegt þegar í upp- hafi lciksins, að Tékkarnir voru ekki eins góðir og þeir hafa oft verið áður, þegar við höfðum leik ið yið þá. Það mátti líka einnig sjá, að ísl. liðið ætlaði sér að leika yfirvegað og ekki skjóta nema í góðum færum. Sést það bezt á því að eftir 11 mín. leik var staðan 2:1 fyrir Tékkóslóva- kíu. Þá jafnaði íslenzka liðið, Viðar Símonarson, en hann skoraði Fimm breytingar á iandsliðinu í dag Geir Hallsteinsson og Ólafur H. Jónsson koma báðir inn aftur. —- Tekst þeim að bæta liðið? Klp-Reykjavík. — Landsliðs- nefnd HSÍ tilkynnti fyrir lands lcikinn í gærkvöldi, að gerðar yrðu miklar breytingar á lands liðinu, sem ætti að mæta Tékk um í síðari leiknum, sem fram fcr í dag og hefst kl. 16,00 í Laugardalshöllinni. — Og það voru engar smábreytingar sem hún gerði á íiðinu, sem náði jafnteflinu. Hún setti 4 menn út og tók 4 nýja í staðinn. Þeir sem voru settir út voru: Hjalti Einarsson, Sigfús Guðmunds- son, Páll Björgvinsson, Björg- vin Björgvinsson og Stefán Gunnarsson (???). — Inn koma þeir Birgir Finnbogason, Georg Gunnarsson, Ágúst Ögmunds- son, Ólafur H. Jónsson og Geir Hallsteinsson. Ekki fékkst skýring á því hvers vegna þeir Stefán og Björgvin voru settir út, en þeir áttu báðir góðan leik í gær- kveldi. Vitað er að Hjalti fær sig ekki lausan úr vinnu. Þeir Geir og Ólafur treystu sér hvorugur til að leika í f jtrri leiknum vegna meiðsla, en þeim hefur sýnilega batnað á skömmum tíma, því þeir koma nú báðir inn aftur. Það getur orðið fró'ðlegt að vita hvernig þeim tekst' upp í dag, en það verður allt annað en auðvelt fyrir þá að leika — eftir að lið, sem var án þeirra náði jafntefli í fyrri leiknum. einnig fyrsta markið. Aftur kom ust Tékkar yfir, en aftur var jafna'ð. Þegar 20 mín. voru liön- ar af hálfleiknum var staðan 6:4 fyrir Tékkana, en fyrir hálfleik náði íslenzka liðið að jafna 6:6, Gísli Blöndal úr vítakasti (því eina, sem ísl. liðið fékk i leikn- um) og Axel Axelsson með ægirlegu þrumuskot af löngu færi. í síðari hálfleik skoruðu Tékk- ar þegar, 7:6, en tvö gullfalleg mörk af línu frá þeim Gunn- steini Skúlasini og ■ Sigurbergi Sigsteinssyni, komu íslandi yfir 8:7. Þá fyrst hófst fjörið fyrir alvöru. Tékkarnir reyndu allt sem þeir gátu til að komast yfir, en það tókst Þeim ekki. Þeir náðu aftur á móti að jafna hvað eftir annað, en íslenzka liðið skoraði alltaf aftur og náði þar með forustunni. Axel Axelsson, sko'raði 9. mark íslands, Gísli Blöndal það 10. með þ\'í að1 vaða einn upp ailan völl og brjótast í gegn. Sigurbergur Sig- steinsson, það 11. á glæsilegan hátt úr horninu, og hann var aftur á ferðinni með þa@ 12., engu síður glæsilegt mark. Þá voru 5. mín. eftir af leikn- um, en Tékkai-nir jöfnuðu 12:12 skömmu síðar. Færðist þá mikil „panik“ í bæði liðin. I-Ivert upp- hlaupið af öðru mistókst og hvor ugu tökst aö bæta við marki. Þegar 2 mín. voru til leiksjoka náði ísl. liðið boltanum. Ætlaði það sér að halda honum þar til á síðustu sekúndu og reyna þá að skora sigurmarkið. Það hafði það af að halda boltanum, en það gerði Gísli Blöndal á meistaraleg- an hátt, en því tókst ekki að skora. Síðasta skotið var varið af lang- bezta manni tékkneska liðsins, Jarrslav Skarvn. Beztu menn ísl. liðsins í þess- Björgvin Björgvinsson, fær „flugferð leiknum í gærkvöldi. um, leik, voru tvímælalaust þeir Hjalti Einarsson, í markinu. Sig- urbergur Sigsteinsson, bæði í vörn og sókn. Gísli Blöndal, sem lék af viti allan tímann, ■ Björgvin Björgvinsson og Stefán Gunnars- son, sem átti frábæran leik í vörninni. Það átti reyndar Gunn- steinn Skúlason einnig. Axel Axelsson og Viðar Símon- arson,' voru einnig mjög þokka- legir, Axel í síðari hluta leiksins og Viðar í fynri hluta hans. Þeir voru þó báðir helzt til of ragir við að skjóta, því jafnvel úr blaðamannastúkunni, mátti sjó stór göt í tékknesku vörninni, sem ekki voru notuð. Það kom manni spánskt fyrir sjónir, að sjá einn landsliðsmann- inn sitja á varamannabekknum hjá fékkneskum leikmanni í lands- allan leikinn og fá aldrei að fara inn á. Þar vai- Sigfús Guðmunds- son, sem hafði það „hlutverk" í þessum leik. Til hvers er lands- liðsnefndin að velja mann í lands- lið, ef hann er svo látinn sitja á bekknum allan tímann? Dómarar leiksins voru Danim- ir H. Svenson oig G. Kndusen. Þeir byrjuðu leikinn illa ,og fengu fyr- ir það rnikið „pú“ frá áhorfend- um, sem voru í fæsta lagi ó lands- leik í handknattleik, en er á leið náðu þeir betri tökum á leiknum og gerðu vel, sérstaklega á loka- mínútunum, en þá var leikið mjög fast. Mörkin í leiknum skoruðu: Sig- urbergur Sigsteinsson, 3, Gísli Blöndal, 2, Axel Axelsson, 2, Við- Framhald á bls. 14. I fyrsta skipti í mörg ár var Geir Hallsteinsson áhorfandi að lands- I leik í Laugardalshöllinni, og í þetta sinn fékk hann að sjá félaga ) sína gera jafntefli við Tékka 12:12. í dag verður hann ekki áhgrf. 1 andi, því hann á þá að leika. ! ú v i Viðar Símonarson reynir markskot í leiknuni gegn Tékkóslóvakiu í gærkvöldi. Honum tókst ekki að skjóta í þetta sinn, því haldið var i ermina á peysu hans — og ekkert var dæmt á brotið. (Tímamynd Gunnarl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.