Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.01.1972, Blaðsíða 14
14 7 LAUGARDAGUR 8. janúar 1972 ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR: Handknattlcikur: Laugardalshöll kl. 16,00. ísland — Tékkóslóva- kía. Körfuknattleikur: íþróttahúsið Sel- tjarnarncsi kl. 19,00. íslands- mótið 1. deild, Ármann — HSK. Síðan úrslitaleikur í Rvíkur- mótinu í 2. flokki, KR — Valur. íþróttaskemman Akureyri kl. 16,00, íslandsmótið 1. deild, Þór — ÍS. SUNNUDAGUR; Handknattleikur: íþróttaskemman Akureyri kl. 14,00, Islandsmótið 2. deild, KA — Þór. Körfuknattleikur: íþróttahúsið Sel tjarnarnesi kl. 20,00. íslands- móti'ð 1. deild, ÍR — UMFS og KR — Valur. Körfuboltinn af stað í dag Klp—Reykjavík. í dag hefst íslandsmótið í 1. deild í körfuknattleik, verða þá lpíknir tveir leikir. Á morgun verður mótinu haldið áfram og þá einnig ieiknir tveir leiknir. f dag leika á Akureyri Þór og íþróttafélag Stúdenfa og á Sel- tjarnarnesi leika Ármann — HSK. Annað kvöld leika á sama stað ÍR — UMFS og KR — Valur. Líkur þar með 1. umferð, mótsins, en 8 lið leika í 1. deild í ár. ^’róftir Framhald af bls. 12 ar Símonarson, 2, Stefán Gunn- arsson, 1 og Gunnsteinn Skúla- Son, 1, --- ' Fyrir Tékka sköruðu-. Satrapa, Krepindi, 3 (2 víti), Klimcki, 2, Benes, 1, Jarý 1, Karvan, 1, Lafko 1. Launamálaráð Framhald af bls. 2 lýsingu hóskólaimanna við þetta atriði málefnasamnings ríkisstjóirn arinnar og lætur í ljós von um, að hraðað verði aðgerðum til að tryggja ríkisstarfsmönnum fullan samningsrétt samhliða því sem viðurkennt verði að BHM hafi samningsrétt fyrir hönd meðlima sinna. Launamálaráðið telur, að ríkis- starfsmenn verði sjálfir að berj- ast fyrir kjörum sínum í frjálsum samningum. Launamólaráð BHM. Þjóðhátíðarmerki Framhald af bls. 16 sinn fund í Norræna húsinu, þar sem Þjóðhátíðarnefnd var formlega tilkynnt um niður- stöður dómneffndar. Bómnefndin gat ekki hafið sLíirf strax að loknum skila- fresti þar sem formaður henn- ar var fjarverandi. Hins vegar tók nefndin strax til stairfa og þess var kostur og vann sleitu- laust að lausn málsins eins og sést af fyrrverandi fundarhöld- um. í dómnefndinni áttu sæti Birgir Finnsson, sem var for- maður nefndarinnar, Haraldur Hannesson, hagfiræðingur, Helga B. Sveinbjörnsdóttir, teiknari, Hörður Ágústsson, skólastjóri, og Steinþór Sigurðsson, list- málari. Þess má geta að lokum, að tillögurnar verða sýndar al- menningi síðar, eins og ákveð- ið var í auglýsingu og verðurr scgualdarbærinn þá einnig sýnd ur almenningi. Að því loknu geta þeir, sem tekið hafa þátt í samkeppninni sótt tillögur sín ar til Þjóðhátíðarnefndar 1974 og verða þær að sjálfsögðu afhentar elftir dulnefnum. Mun verða auglýst síðar hveirt hægt er að sækja tillögurnar. VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða við- skiptafræðing eða mann með hliðstæða menntun til starfa. Væntanlegir umsækjendur hafi samband við starfsmannadeild hið fyrsta. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 116. Sími 17400. m. ÞAKKARAVÖRP Þökkum innilega hina miklu vinsemd og hlýju er okkur var sýnd á gullbrúðkaupsdaginn, með heimsókn- um, gjöfum og skeytum. Við óskum ykkur farsældar á þessu nýbyrjaða ári og þökkum tryggð á liðnum árum. Guð blessi ykkur. Bjarnþrúður Magnúsdóttir, Þorbjörn Sigurðsson. Kristinn Björnsson, fyrrv. yfirlæknir, lézt a'ð heimili sínu að morgni 7. janúar F.h. fjarstaddra systkina minna og annarra aðstandenda, Björn Kristinsson. TIMINN Lánasjóður bænda Framhald af bls. 1 um. Voru lánin hækkuð úr 450 þúsundum í 600 þúsund. En afurðalánin? — í nóvember fékkst leiðrétt- ing á afuiiðalánum út á landbúnað- arafurðir frá Seðlabankanum, þannig að nú eru þau nær undan- tekningarlaust sem svarar 55% af heildsöluverði afurðanna eða 53,8% af svokölluðu skilaverði. Á®ur vantaði all mikið á að þessu marki væri náð varðandi ýmsar tegundir landbúnaðarafurðanna, einkum aukaafurðir sauðfjár, svo sem innyfli, ull og fl. Auk þess vantaði á, að lán út á nautgripa- kjöt og ýmsar afurðir af hlunn- indum næðu þessu marki. Til við- bótar þessum 55% lánuðu við- skiptabankarnir áður sem svaraði 16.5% af heildsöluverði afurðanna, þannig a® heildarlánin gátu orðið 71.5% af heildsöluverðinu. Nú hefur verið ákveðið, að öll afurðalán hækki í 75% af heild- söluverði afurðanna og er æti"7t til að Seðlabankinn greiði 67% af því, en viðskiptabankarnir 8%. Mun þessi ákvörðun taka gildi um lei@ og samsvarandi hækkun verð- ur á afurðalánum sjávarútvegsins. Saltfiskframleiðslan Framhald bls. 1 1.865.000,00 kr., eins og fyrr seg- ir. Ef þurrfiskurinn er umreikn- aður yfir í blautfisk hefði tonna talan orðið anzi mikið hærri, þar sem hann léttist um 35—36% við þurrkunina. Það land, sem keypti mest af blautfisk, var Portúgal, en þangað voru seldar 12.356 lestir, að verð mæti kr. 657.944.000,00. Næst kom Spánn, sem keypti 4.269 tonn, og verðmæti þess fisks var kr. 255. 177.000,00. í þriðja sæti kemur Ítalía með 4006 lestir, að, yerð-, mæti kr. 248.147.000,00. í fjórða sæti er Grikkland með 1.937 tonn og nam verðmæti þess fisks kr. 106.413.000,00. Önnur lönd, sem keyptu blautfisk af íslend- ingum voru V-Þýzkaland með 1046 lestir, England 500 lestir, Ástra- lía 20 lestir og Svíþjóð keypti 25 lestir. Þegar kemur að þurrkuðum saltfiski er Portúgal, sem fyrr, í fyrsta sæti, en Portúgalar keyptu 1.188 lestir af þurrkuðum saltfiski á árinu. f öðru sæti er Brasilía með 953 lestir og síðan kemur Panama með 247 lestir. Önnur lönd, sem keyptu þurrkaðan fisk á árinu voru Frakldand með 96 lestir og er það í fyrsta skipti, sem það kaupir þurrverkaðan salt fisk af íslendingum. Franska- Kongó keypti 95 lestir, Ítalía 30 lestir, V-Þýzkaland 17 lestir, USA 11 lestir og England 4 lestir. Alls eru þetta 2601 lest. Þess ber að geta, að allmiklu á eftir að af- skipa af þurrfiski, og m.a. hefur far mannaverkfallið staðið í vegi fyrir því, og er því ekki gott að vita, hvort þau lönd, sem áttu að fá fisk núna mjög bráðlega, standi við sína samninga. Nú á eftir að afskipa 2150 lest- um af þorski, ársframleiðslan var áætluð 3800 tonn, ófarið er af ufsa 960 tonn, en áætluð fram- leiðsla er 1700 lestir. Af löngu er ófarið 280 tonn. cn áætluð fram leiðsla er 400 tonn. Af koilu er ófarið 70 lestir, áætluð framleiðsla 100 lestir og aí úrgangsfiski eru ófarinn 240 tonn, en áætluð fram ieiðsla er 300 tonn. Samtals eru þetta 6300 lestir af þurrk'iðum saltfiski, sem framleiddur hefur verið á árinu. Tómas sasði. að saltfiskur. sem samið hefði verið um til Puerto Rieo ætti nú að vera farinn af landinu, en vegna farmannaverk- fallsins hefðj okki verið hægt að skipa honum út Sama er að segja um Brazilíu, en alveg á næst- unni á að skipa þangað út 13— 1400 lestum. Ef þessi fiskur legg ur ekki bráðlega af stað, er ekki vitað hvort samningsþjóðirnar standa við sitt. Þá gat Tómas þess, að í deigl- unni væri, að pakka þeim fiski, sem fara ætti til Brasilíu, inn í pappakassa, sem síðan verða sett ir á palla og þannig skipað út. Þessar nýju pakkningar eru mun minni en þær fyrri og á hvern pall verða sett 1—3 tonn. Undanfarin ár hefur sífellt verið tekið meira af blautfiskj til verk unar og á fimm ára tímabili hefur hún aukizt um 20%. Árið 1966 voru vcrkuð 2000 tonn eða 7% ársframleiðslunnar. 1967 voru verkuð 1800 tonn, 1968 5000 tonn, 1969 5600 tonn. 1970 6700 tonn og 1971 voru verkuð 9500 tonn, en það eru 27% ársfram- leiðslunnar. Tómas sagði, að m.a. ættj þessi þróun á þurrfiskframleiðslunni rót sína að rekja til lokunar skreiðar markaðarins í Nígoríu. En mikið af þeim fiski, sem áður fór í skreið fer nú í saltfiskverkun, en til þess að fiskurinn verði góð söluvara, þarf að verka hann. Að lokum sagði Tómas, að hann byggist ekki við mikilli hækkun á erlendum márkaði á þessu ári, enda hefði saltfiskurinn hækkað það mikið á s.l. ári, og t.d. í Brasi- líu hefur borið á smávegis verð- lækkunum undanfarið. Flugslys Framhald af bls 7. hafi séð flugvélina koma rétt yfir húsþakið og síðan heyrðist spreng ing. Hann hljóp á staðinn og har lá brak og lík um allar jarðir. Síðan hljóp bóndinn nokkra kíló- metra til næsta þorps og gerði viðvart. Vegna óhagstæðs veðurs liðu nokkrar klukkustundir unz hægt .vaf 'að staðfesta, að allir þeir 104, sem voru í vélinni, höfðu látizt. Á víðavangi Framhald af bls. 3. kvæmd þeirri stefnu í atvinnu málum, sem ríkisstjórnin hefur mótað. Hún á að verða drif- fjöður í atvinnulífinu. Hún á að leiðbeina og örva við upp- býggingu atvinn I fyrirtækja, ýta undir frumkvæði og fram- tak, leysa krafta úr læðingi og beina þeim í réttan farveg. Ilún á að koma í veg fyrir sóun, sem stafar af vanþekk- inu og mistökum. Hún á ekki að drukkna í skriffinnsku og smámunasemi. Þess vegna er það mikill misskilningur að framkvæmdafyrirsvar hennar geti verið stefnulaust rekaid — eins konar pólitískur geld- i.ngur — eins og sumir vildu vera láta. Hitt er rétt, að hag- rannsóknarnefndin er sérstaks eðlis. Því má vera, að vel hafi verið ráðið að marka henni þá sérstöðu, sem gert var í með förum Aiþingis á máiinu. Menntamálin og skólakerfið koma tii skoðunar á næsta ári. Þarf að endurskoða grunnskóla frumvarpið og tæknimenntun í landinu, jafna aðstöðu ung- menna til náms, samræma vinnuviku nemenda við aimenn an vinnutíma og athuga margt fleira í menningar- og upp- eldismálnm. Eitt þeirra verkefna, sem úrlausnar bíður. er að útfæra það stefnnmið ’íkisstjórnarinn ar að setja löggjöf um hlut- dcild starfsfólks í stjórn fyrir- tækja og tryggia. að slíkri skip an verði komið á í ríkisfyrir- tækjum. f því sambandi er ánægjulegt nð miniiast þess, að stjórn Sam'-" ' i ísl. samvinnu félaga ákvað á s.l. sumri,'að tillögu framkvæmdastjórnar mm ÞJODLEIKHUSIÐ HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning í kvöld kl. 20. NÝÁRSNÓTTIN sýning stmmidag kl 20. Uppselt. sýning þriðjudag kl. 20. Aðgöngumiðasalp’- opin frá kl 13,15 til 20. Sími 1-1200. Hjálp í kvöld uppselt. Spanskflugan sunnudag uppselt Útilegumennirnir eða Skuggasveinn þriðjudag ki. 18.00, uppselt. Miðvikudag ki. 18,00, uppselt. Kristnihald föstudag H. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Siml 13191. Sambandsins, að sá háttur skyldi upp tekinn í S.f.S., að eigi sjaldnar en tvisvar á ári skuli fulltrúum úr hópi starfs fólks Sambandsins gefinn kost ur á að sitja fundi fram- kvæmdastjórnar til þess að koma þar á framfæri sjónar- miðum sínum, er snerta rekst ur, vöxt og viðgang Sambands- ins, kaupféiaganna og málefni starfsfólksins. Hefur Samband- ið vissulega sýnt þarna gott fordæmi með því að taka ótil- kvatt frumkvæði í þessu máli. Þá nefndi Ólafur endurskipu Iagningu utanríkisþjónustunn- ar, stjórnsýsiukerfis og dóm- stólaskipunar og fl., en minnti á að lokum að efnahagsmálin hlytu að verða eitt aðalvið- fangsefni ríkisstjórnarinar. — TK Landhelgisgæzlan Framhald af bls. 3. um beðið rólegir þótt búið sé að segja okkur upp hjá Vitamála- stjórninni, þar sem við höfum aðeins þrjú herbergi til afnota. Það sem einkum háir okkar starf- semi er hve erfiða aðstöðu við höfum fyrir þá, sem eru við loft- skeytin, og eru vinnuskilyrði þar afskaplega slæm þegar eitthvað er um.að vera. Þótt ekki sé alltaf næturvakt á stöðinni kemur það oft fyrir, t)g í sambandi við fyrir- hugaða útfærslu landhelginnar m.á búast við að starfsmennirnir hjá Landhelgisgæzlunni þurfi að starfa allan sólarhringinn. Þyrft- uim við að vera búnir að ganga frá okkar húsnæðismálum áður en til þess kemur, og þurlfa ekki að trufla sig á óhyggjum um hús- næðismál eða flutnimga, þegar að að því kemur. En hvað gerir þið nú í hús- næ'ðismiálunum? — Það veit enginn enn sem komið er. Starfsmennirnir hér eru afskaplega óánægðir með þetta og ég fyrir þeirra hönd. í augnablikinu höfum við ekkert annað húsnæði en það, sem okkur var fyrirhugað. Landhelgisgæzlan á gamla timburhúsið við Ánanaust, en í því er tæpast hiti og engin vinnuaðstaða. Átti að rífa þetta hús fyrir 20 árum, en því fylgir stór og góð lóð, en það var ekki farið fram á að byggja þar vegna þess að búizt var við að við flyttum í lögreglustöðvar- bygginguna. En kannski fáum við að byggja þar, því Vitamálastjórn in þa”f r.ú á c'Hu sínu húsnæði að halda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.