Tíminn - 08.01.1972, Side 16

Tíminn - 08.01.1972, Side 16
I í öllum ofangreindum kaup- stefnum hafa íslenzk fyrirtæki tek ið þátt í áður. Nú þegar hafa ýms fyrirtæki að mcika eða minna leyti rætt við Útflutningsmiðstöðina um sýningaráform sín á árinu 1972. Mjög mikilvægt er að aðrir væntanlegir þátttakendur setji sig í samband við skrifstofu Útflutn ingsmiðstöðvar iðnaðarins sem fyrst. Lsrgardagur 8. januar 1972. JÖLIN KVÖDD A þrettándakvöld, fimimtu- dag, kvöddu vesturbæinigar jól' in með mikilli brennu við Sörla skjól. Hundruð manna voru' samankomin við bálið og að sögn kunnugra fleira fólk en við nokkra brennu í bonginni á gamlárskvöld. Slökkviliðið var nærstatt, en þrettándabrennan í Skjólunum var sú eina, sem leyfð var í borginni. Þó rnunu unglingar hafa laumazt til að kveikja bál víðar að kvöldi þrett ándans, og ekki virðast hafa hlotizt nein slys af. (T.m. GE). Bíll margvalt og endastakkst ' en tveir piltar sem í honum w K/n. nraoa voru sluppu alveg ómeiddir 'WoBcsvagenbíH, sem ekið var á ofsahraða, vait margar veltur og endhatakkst út atf Kringlumýrar- brautinni sl. nótt, en tvo pilta sem í bflnum voru salcaði ekki. Hpphaf þessa ævintýrs var það, að 17 ára gamall piltnr, ökurétt- indalaus og drukkmn, brauzt inn hjá bflaleigunni Fal og tók Wolks- vagenbíl þar traustataki. Til að sitja ekki einn að ánægjunni sötti hanm tvo kunrringja sína, sern einnig voru undir áhrifum 'áfeng- is. Fyrst í stað leyfði bílþjöfnr- inn öðrum kunnimgja sínum að aka bflnum, en sá var ekki meö nema stutta stund og yfrrgaf þá bílinn og þar með kunningja sína, sem héldu ökufeæðinni áfram og sem héldu ökuferðinni áfiram, og tók sá sem stal bílnum aftur við *var er 15 ára að aldri. Ákváðu þeir að aka til Kefla- víkur og héldu suður Kringlu- mýrarbraut. Þegar hallaði niður í Fossvoginn var bflnum ekið á ,120 km. hraða. Á móts við Sléttu- veg fór bíllinn í loftköstum og hentist út af veginum og langt :út á tún. Er greinilegt eða bíll- ■ inn fór margar veltur og enda- stakkst nokkrum sinnum og er svo útleikinn að það eir varla ski-úfa eðia i’ó í bflnum, sem ekki er 'brotin eða bogin. Ætluðu piltarnir fyrst að hlaupa frá, en voru allvankaðir. Fólik sem að kom hélt að vonum að þama hefði orðið stórslys og kall að var á sjúkrabíl, sem kom von bráðaæ og voru drengirnir flutt- ir á slysadeild Borgarspítalans. En við rannsókn reyndust þeix báðír ósárir, en voru þó í bíln- um allar velturnar og Iágu í flak- inu þegar að var komið. Er óskilj anlegt hve sterkt er í strákunum og hvemig þeir komust hjá að stórslasast, svo að vægt sé að orði komizt. Ræða frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga Stjóm Sambands íslenzkra svert arfélaga hefur ákveðið að kveðja fulltrúaráð sambandsins saman til fundar í Reykjayík dagana 18. og 19. þessa mánaðar. Meginefni fundarins vei'ður að fjalla um frumvairp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem lagt var fram á Aiþingi skömmu fyrir þinghlé fyrir jól. Þátttaka ákveðin í átta kaupstefnum Útflutningsmiðstöð iðnaðarins er nú að undirbúa þátttöku í kaup stefnum á árinu 1972. Þegar hef- ur verið ákveðin þátttaka í eftir- töldum kaupstefnum: 9/3—12/3 ISPO — Múnchen Sportfatnaður úr ull og skinn- um. 12/3—15/3 Scandinavian Fas- hion Week — Kaupmanna- höfn. — Tízkufatnaður úr ull og skinnum. 12/3—21/3 Vorkaupstefnan í Eeipzig — Leipzig. — Ýmsar vörur, þar á meðal matvæli 19/3—23/3 Mode Woche — Múnchen. — Tízkufatnaður úr ull og skinnum. 19/3—23/3 Frankfurter Rauch- waren Messa — Frankfurt — Skinnavara. 29/4—2/5 Schandinavian Gold and Silver-Messé — Kaup- mannahöfn. — Gull og silfur- munir. 10/5—14/5 Schandinavian Furni- ture Fair — Kaupmannahöfn. — Húsgögn. 2/9—5/9 Haustkaupstefnan, Færeyjum — Þórshöfn. — Ýmsar vörur . Einnig er í athugun að taka þátt í sýningum í Kanada og Bret- landi (Skotlandi og Englandi). Útflutningsmiðstöðin annast all an sameiginlegan undirbúning fyr iir þessar sýningar og sér um stjórn sýningardeildanna á staðn- um. Keðjubréfin komin í umferð á nýjan leik OÓ—Reykjavík, föstudag. Eins og menn muna voru keðju- bréfin vinsæl hér á landi fyrir nokkrum árum, og græddu marg- ir stórfé á þeim en rniklu fleiri töpuðu. Sá faraldur var kveðinn niður, en aldrei fékkst þó úr því skorið, hve mikið fé var í saman- lagðri veltu keðjubréfafyrirtækj- anna. Og veltu menn ekki síður áfengi en peningum á þennan hátt. Hljótt hefur verið u,m slíka starfsemi um skeið þar til nú, að nýtt keðjubréfamál hefur skot- ið upp kollinum og er í lögreglu- rannsókn. Tiltölulega er vægt far ið í sakirnar miðað við það, sem stunduim var áður þegar mest ~--kk á og hundruð þús. voru í veltunni. Rannsóknariögreglan hef ur undir höndum eitt þessara keðjubréfa. Er það í því formi, að viðtakandi á að greiða 100 kr. til fjögurra manna, og skrifa þeim og eigi þá sá hinn sami von í peningaupphæð og er lofað 25 þúsund kr„ slitni keðjan ekki. Nokkur nöfn eru á bréfi því sem lögreglan er með, og er nú verið að leita upphafsmanns fyr- irtækisins. Tveir seldu í Grimsby ÞÓ—Reykjavík, föstuduag. Tveir íslenzkir togarar seldu afla sinn í gær í Grimsby, voru það Hamranes, sem seldi 57.7 lestir fyrir í.577.000 kr. og er meðalverðið hjá því 27.35 kr. Hinn togarinn seld seldi í Grimsby cr Kaldbakur, hann seldi 88.3 lestir fyrir 3 millj. 356 þús., og var meðalverðið hjá honom lcr. 38.10. Samkeppnin um þjóðhátíðarmerkið: Dómnefnd taldi enga tillögu verðlaunahæfa EB—Reykjavík, föstudag. Á fundi í gær varð dómnefnd sú, er fjallað heíur um til- lögur að þjóðhátíðarmerki og veggskildi, sammála um að eng in af tillögum sem bárust væri verðlaunahæf. Ilefur dóinnefnd in nú skilað þessu áliti sínu til Þjóðhátíðarnefndar 1974. Á fundi með fréttamönnum í dag, sagði r.latthías Johann- essen, formaður Þjóðhátíðar- nefndar, að þetta ylli þeim nefndarmönnum að sjálfsögðu vonbrigðum og myndi Þjóð- hátíðarnefnd fjaila um það á næstunni hvað gert yrði i þessu máli.. Aðsnur^ sagði hann, að ef til vill yrði nú efnt tií lokaðrar samkeppni nokkurra listamanna, eða smiið sér til eins listamanns, til þess að vinna þetta verk Ennfremur sagði Matthías, að sér sýndist kannski vera hægt að hugleiða það, hvort hægt yrði að nota eina eða tvær af tillögunum með ein- hverju móti. Samk\'æmt auglýsingu um samkeppni um teikningu að þjóðhátíðarmerki 1974 og mynd skreylingu á veggskildi var tek- ið fram að verkefnum skyldi skilað í síðasta lagi 1. nóv- cmber 1971. í keppnina bár- ust 45 umslög með 77 tillög- um. Voru umslögin opnuð á fundi dómnefndar í Þórshamri 29. desember sl. og þá rarið lauslega yfir tillögurnar.1 Síð- an varð að ráði, til að auðvelda dómnefndum starfið að koma tiilögunum fyrir í lokuðum sýn ingarsal í Norræna húsinu. Þar fjallaði dómnefndin nán- ar um firamkomnar tillögur á 2 fundum hinn 5. janúar sl. Fyrri fundurinn var haldinn kl. 13.15 og síðari kl. 17.15. Þá kom dómnefndin aftur til fund- ar 6. janúar kl. 18. Á öllum þessuim fundum var fjallað um tillögurnar og þær skoðaðar. Á fundinum 6. janúar sam- þykkti dómnefndin sapjhljóða eftirfarandi bókun: „Á fundi í Norræna húsinu 6. janúar 1972, sem hófst kl. 6 síðdegis, varð dómnefndin sam- mála um að skila því áliti tii Þjóðhátíðar.nefndar 1974. að húr teldi engar af fraimkomn- um tillögum um þjóðhátíðar- merki og veggski’di verðlauna- hæfar." í dag, 7. janúar, boðaði dóm- nefndin Þjóðhátíðarnefnd á Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.