Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 1972 Ný AB bók: Leikhúsið við Tjörnina Á 75 ára afmælisdegi Leikfé- lags Reykjavíkur kemur út hjá Almenna bókafélaginu mikið rit og veglegt, sem nefnist LeikhúsiS við Tjörnina, og hefur Sveinn Einarsson leikhússtjóri tekið það saman. Rekur hann þar í stórum dráttum sögu Leikfélags Reykja- víkur allt frá stofnun þess hinn 11. janúar 1897, og ennfremur er þar að finna nákvæmar skrár yf- ir höfunda og leiksýningar frá öllu þessu sjötíu og fimm ára tímabili. Síðast en ekki sízt, hef- ur bókin að geyma hinn mesta sæg mynda, eða lösklega 140 tals- ins, sem margar hverjar ná yfir heilar bókarsíður eða opnur, og allar bregða lifanrti birtu yfir leik- endur og viðfangsefni féJagsins að fornu og tiýju. En Leikfélag Reykjavíkur er ekki aðeins citt elzta menningar- félag, sem hér er starfandi. heldur tvímælalaust eitt hi'ð al.lramerk- asta, og ef litið er á állar að- stæður má það í raun fuiðu sæta, hversu miklu það hefur aorkað. Það hefur fram <il Þessa dags flutt talsvert á fjórða hundrað Jeikrita og þar af eru 61 eft'r íslenzka höf- unda. Þetta eru atbyglisverðar töl- ur, sem sýna hvort tveggja 1 senn, hversu Leikfélagið hefur rækt þá köllun að kynna mönnum leik- mennt umheimsins og jafnlramt gert sér far um að skapa innlend- um höfundum skilyrði til leikrita- gerðar. En þó að Leikfélag Reykjavíkur hafi lengi frameftir búið við kröpp kjör og notið lítillar opir.berrar fyrirgreiðslu þar til nú hin síð- ustu árin, hefur því lagzt annað til ,sem fullkomlega hefur vegið á móti verulegum fjárstyrk. Er þar fyrst að telja óbilandi fóm- fýsi þess áhugafólks úr öllum stétt um, sem löngum helgaði því flest- ar tómstundir sínar og jafnvel svefntíma, og í annan stað hið einstæða vináttusamband, sem jafnan hefur haldizt milli félags- ins og leikhúsgestanna. Segja má, að þrjár kynslóðir hatfi sótt í „gömlu Iðnó“ ótaldar ánægju- stundir, sem sjálfsagt eiga off fyr- ir sér að rifjast upp fyrir mönn- um og vekja með þeini hlýjan hug fyrir milligöngu þessarar fal- iegu bókar. Þannig er Leikhúsið við Tjörn- ina í einu menningarsaga og minn ingarbók. Hún er 168 bls í mjög stóru broti og prentuð á glæsi- legan myndapappír. Prentun ann- aðist Setberg, en Félagsbókbandið batt. Auglýsingastofa Kristínar Þorkelsdóttur sá um útlit. Rétt er að geta þess, að af hverju seldu eintaki bókarinnar renna 200 krónur til Leikfélags Reykjavíkur. Hvað varð um terturnar? OÓ—Reykjavík, mánudag. Finnm ístertum var stolið úr bakaríi Henmanns Bridde við Háaleitisbraut .s 1. nótt. Hver terta var ætluð níu manns, svo að ísterturnar allar voru hæfileg ur skammtur fyrir 45 manns. Hafa þjófarnir, sem þarna voru á ferðinni, mátt hafa sig alla við að nýta þýfið áður en það varð um seinan, nema að þeir hafi ver ið því fleiri, en ólíklegt er að 45 manns standi 'að sama innbrotinu. Einhverju var einnig stolið af sælgæti og peningum. Mycket bra Enn einu sinn hefur sænskt skáld hlotiS bókmenntaverölaun Norður- landaráðs og enn sýnt og sannað yf- irburði sænskrar orðlistar. Innan Norðuriandanna vil[a Svíar vera eins konar vasastórveldi, og hefur orðið nokkuð ágengt f því efni. Menn sem dvelja þar við nám, svo og lektorar frá öðrum þjóðum, sem þar stirfa um tíma, semja slg mjög að sænsk- um háttum, öðlast sérstakt mat á sænskri þrætubókarlist, sem ein- j kennlst einkum af því að svara spurningu með annarri spurningu. ! I bókmenntum hafa Sviar slíka yfir- burði, að íslenzkri bókmenntamenn,! sumir hverjir, sem eru þar aðelns í skamman tíma, koma hellaþvegnir til baka og tala tóma vitleysu, og reynast oft og tíðum alveg ófærlr að meta og vega það sem er verlð að gera í íslenzkum bókmanntum svona fyrstu árin á eftir. Það er ekki nema eðlilegt að þjóð, sem býr yflr slíkurr áróðurskrafti um elgið ágæti, fái í sinn hlut mest- an part af verðlaunum í bókmennt- um og listum, sem í boði eru hverju sinni á norrænum vettvangi, Með fyrirsögn og áróðri hefur verið reynt að koma einskonar sænsku mati á menningarviðleitni, bæði hér og erlendis, einkum á þeim vettvangi, sem snertir hln ýmsu þjóð félagsspursmál, og fátt eitt hlotið náð hjá hinum „sænsku“ lektorum, sem er með því svipmóti sem sænsk- ir hafa heyjað sér f París. Þannig eignast sænsk menningarstefna smám saman mikinn og fríðan hóp ambassadora, sem boða fagnaöarer- indið með þeim árangri oft og tfð- um, að framlag annarra þjóða á norrænum keppnisvettvangi kemur engum á óvart, en yfirburðir hins heimagerða öls eru náttúrlega tryggðir. „Sænsku“ iektorarnir hafa þannig þakkað fyrit uppeldið og innt af hendl sendlboðahlutverk sitt fyrir hið mennlngariega vasa- stórveldi. En bókmenntadúfurnar sitja vængbrotnar eftir f fangi upp- alenda sinna. Þannlg fara þjóðir að því að halda forustuhlutverkum sínum. Það er gert með samblandi af hroka og lítilþægni. Að vísu er margt til f heiminum af stórverkum, þar sem áhrifa hins skandinavíska kotrfkis gætir ekki. Þeir eru ekki enn farn- ir að umskrifa bækur f sfnum anda. En eftir það sem á undan er genglð þyrfti engum á Norðurlöndum að koma á óvart þótt ný útgáfa hinnar sænsku bibliu hæfist á þessum orð- um: í upphafi var orðið og orðið var sænskt og það var myeket bra. Eða þá að í bibliunni stæði: í upphafi sköpuðu Sviar h’minn og jörð á sex dögum. Á slöunda degi hvfldust þeir og úthlutuðu sér bók. menntaverðlaunum. Svarthöfði. Á þessari mynd eru stjórnarmenn f Háskólahappdrættinu, framkvæmdastjóri, rektor Háskólans ásamt mlllj- ónerahjónunum og hálfmllljónerahjónunum. F.v. Unndór Jónsson, Guðrún Símonardóttir, Magnús Már Lárus- son, Sigurlaug Halldórsdóttfr, Skúli Bjarnason, Guðlaugur Þorvaldsson, Bjarni Guðnason, Páll H. Pálsson. Á þessari mynd eru starfsmenn SamáByrgðar'ásamt úmboðsmanni sínum. Árni Sigurgeirsson umboðsmaðui í BP Háaleitisbraut er yzt til vinstri, og síðan Pétur Sigurðsson, Björg Freysdóttir, Hjalti Þorgrímsson, Bryn. hildur Þorkelsdóttlr, Grétar Filipusson, Huida Aida Magnúsdóttir, Kristinn Einarsson og Hjálmar Árnason. Vinningar í Háskólahappdrættinu hækka með verðlaginu: Fyrir 38 árum voru það 100 kr. en nú 5000 krónur KJ—Reykjavík, mánudag. Á föstudagskvöldið voru sérstak ir heiðursgestir í árlegu hófi Happdrættis Háskóla íslands, milljóneri, hálf milljóneri og starfsfélagar hjá Samábyrgðinni, sem spilað hafa saman í Háskóla- happdrættinu, og fengu góða vinninga á árinu sem leið. Þetta fólk voru sérstakir fulltrúar þeirra þúsunda manna, sem á s.l. ári fengu vinninga í Happdrætti Háskóla íslands, og sem styrktu Háskólann, með því að spila í happdrættinu. Á þessu ári verða þeir enn fleiri, sem spila og vinna í Háskólahappdrættinu, og aldrei fyrr hafa vinningarnir verið jafn glæsilegir — og sjaldan hefur fjárþörf Háskólans verið meiri. Formaður stjórnar happdrætt- isins. próf. Guðlaugar Þorvalds- son og framkvæmdastjórinn, Páll H. Pálsson, skýrðu frá því sem framundan er hjá happdrættinu, en auk þeirra töluðu háskóla- rcktor, Magnús Már Lárusson, Unndór Jónsson, fulltrúi vinninga hafa og Árni Gunnarsson fulltrúi fjölmiðlanna. Hér á eftir fara nokkur atriði um framkvæmdir á vegum Háskól ans, afkomu happdrættisins og hækkun vinninga og miðaverðs. Skúli Bjarnason og eiginkona hans, Sigurlaug Halldórsdóttir. voru meðal heiðursgesta Skúli var einn af þeim, sem fékk milljón króna vinninginn í des- ember s.l. Skúli sundar nám við Háskóla íslands í læknisfræði. Unndór Jónsson hjá Ríkisend- urskoðuninni og eiginkona hans, Guðrún Símonardóttir voru þarna líka. Unndór vann 500.00 krónur í október s.l. Þá var þar samstarfsfólk hjá Samábvrgð íslends, en þau tóku sig 11 saman og keyptu röð af miðum. Unnu þau 119.000 krónur á þessa miðaröð yfir árið. Slíkir hópar skipta nú hundruðum um land allt, sem spila í Happdrætti Háskóla íslands. Afkoma Happdrættis H. f. og þarfir Háskólans. Á árinu 1971 seldi Happdrætti Háskóla íslands miða fyrir um 235 millj. kr., og gert er ráð fyrir því, að það skili Háskóla íslands um 35 millj. kr. í hagnað af rekstr inum auk ríflegra vaxtatekna. Auk þess er gert ráð fyrir 8,7 millj. kr. hagnaðarhlut ríkissjóðs, sem rennur til rannsóknastofnana. Af framkvæmdum ársins 1971 ber mest á tveimur byggingum — húsi, sem einkum er ætlað laga deild, og húsi, sem ætlað.er fyrir eðlis- og efnafræðikennslu í verk fræði- og raunvísindadeild aðal lega. Einnig má geta Stúdenta heimilisins, sem að nokkru var byggt fyrir happdrættisfé, en Mötuneyti stúdenta, sem þar er til húsa ásamt Bóksölu stúdenta o. fl., hefir gerbreytt aðstöðu stúd enta við Háskóla íslands á marg an hátt. Framundan eru miklar fram- kvæmdir á vegum Háskólans næsta áratuginn vegna gífurlegrar stúd entafjölgunar, sem fyrirsjáanleg er, bæði vegna þess, að rnjög stórir árgangar eru nú á aldrinum frá 10 — 20 ára, og hænri hlut fallstala í hverjum árgangi fer nú í háskólanám en áður. Auk þess verður að gera ráð fyrir nýj um námsbrautum á háskólastigi. Framkvæmdaáætlun ársins 1972 hefur þegar verið gerð, og er niðurstöðutala hennar tæplega 103 millj. kr. og er ráðgert, að Happ drætti Háskóla fslands greiði 60 millj. kr. af þeirri upphæð. Þess vegna heitir stjórn Happdrættis H. í. á landsmenn alla að duga því vel, þar sem a.m.k. 30—40% aukningar á hagnaði af happdrætt isrekstrinum er þörf til þess að rísa undir þessum kostnaði. Breytingar á Happdrætti H. f. frá ársbyrjun 1972. Tii þess að mæta annars vegar hinni auknu framkvæmdaþörf Há skóla íslands vegna fjölgunar Framhald á bls. 14. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.