Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1972, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. janúar 1972 Vörukynn- ing í Nor- ræna húsinu SJ—Reykjavík, imánudag. Dagana 16. — 23. janúar efna Kvenfélagasamband íslands og Norræna húsið til kynningar á störfum vörukynningarnefnda á Norðurlöndum og sýningar á vöru tymningarmiðum og vörumerkjum svo og kennslugögnum, sem nefndirnar hafa útbúið til að kynna starfsemi sína. Hingað kem ur einnig Jytte Kruse efnaverk fræðingur, sem starfar hjá dönsku nefndimni. Flytur hún tvo fyrir- lestra á sýningunni, sem kölluð hefur verið Vörulýsing—Vörumat. Verða þeir á mánudags- og þriðju dagskvöld kl. 20.30 og imiðast sá fyrri við neytendur, en sá síðari við kaupanenn og framleiðendur. Sýninigin verður í Norræna hús inu, opin frá kl. 14 til 19 daglega. TÍMINN 377 á Grund í árslok EB—Reykjavík, þriðjudag. 1 árslok 1971 voru 377 vistmenn á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem er tveimur færri en var í ársbyrjun 1971. 285 konur voru nú í árslok á heimilinu og 92 karlar. 125 vistmenn komu á árinu, 46 vistmenn fóru og 81 vist- maður dó é árinu. Á elli- og dvalarheimilinu Ási í Hveragerði voru nú í árslök 131 ivstma'ður, 72 þeirra eru konur og karlar eru 59. í ársbyrjun 1971 voru vistmenn 106. 72 vistmenn komu á árinu, 45 fóru og 2 dóu. Alls eru því a þessum heimil- um nú 508 vistmern. Starfsmenn tollstjóra nndrandi Þrjátíu og átta starfsmenn á Tollstjóraskrifsto.'i.nni í Reykja- vík hafa sent fiármálaráðherra eft- irfarandi: „Starfsmenn á skrifstofu toll- stJórans í Reykjavík lýsa hér með yfir undrun sinni vegna þess þekk ingarskorts og/e'ða skilningsleysis fjármálaráðherra á kjarasamningi ríkisstarfsmanna, sem felast í h.'ii- um furðulegu ummælum ráðherr- ans á blaðamannafundi 5. þ.m., að ríkisstarfsmenn „hafi tekið for- skot á sæluna" Ennfremur iýs- um við yfir vanþóknun okkar a þeim fráleitu vinnubrögðum, að ráSherra neiti að taka upp viðræð- ur við BSRB þrátt fyrir 14% kjara- bætur á almennum iaunamarksði. Við styðjum einhuga kröfur BSRB um endurskoðun kjarasamn ingsins, þar sem verulegar, al- mennar kjarabætur verða á samn- ingstímabili okkar, og við hvetj- um stjórn BSRB, bandalagsfélöog- in og alla ríkisstarfsmenn til að standa vörð um réttindi og kjör rfkisstarfsmanna, og svara stríðs- yörlýsingu og gjörræði fjármála- ráðherra me® öllum tiltækum ráð- um. ... Skrifstofa tollstjóra, 6. janúar 1972." A blaðamannafundi hjá þjóðleikhússtjóra í gær. Frá vinstri: John Fernald, leikstjóri, Guðlaugur Rósin- krans og Jón Laxdal. Jón Laxdal leikur hér eftir 16 ára útivist EB—Reykjavík, mánudag. Æfingar eru nú hafnar af full um krafti á Shakespeare-verkinu Othello og samkvæmt upplýsing um Guðlaugs Rósinkrans, þjóð- leikhússtjóra, fruimsýnir Þjóðleik húsið verkið 11. febrúar n. k. Hinn þekkti leikari Jón Laxdal, ffer imeð aðalhlutverkið, en John Fernald, einn þekktasti leikstjóri Breta, stjórnar æfingunum, en hann hef ur sérhæft sig í því, að setja verk Shakespears á svið. Alls leika 26 manns í Othello, þar af eru 23 karlhlutverk. Jón Laxdal Halldórsson er fædd ur 1933 og fékk snemima áhuga á leiklist. Hann útskrifaðíst úr Iteik skóla Þjóðleikhússins 1954". 1956 STÁLU TVEIM OÓ—Reykjavik, mánudag. Tveir ungir meinn í Hafnarfirði stálu bíl s. 1. nótt, báðir drukknir og réttindalausir. í Reykjavíkinni bilaði bíllinn og skildu þeir hann eftir og gerðu sér lítið fyrir og stálu öðrum bíl og áttu ekki í neinum vandræðum með að kom ast inn í hann eða ræsa vélina. Þegar til Hafnarfjarðar kom greip lögreglan piltana. Voru þeir báðir dauðadrukknir. annar pilt- anna hefur oft leikið þennan leik áður að stela bílum og virðist það einhver árátta hjá honum. Happdrætti Framsóknar- flokksins Dregið var í Happdrætti Fram sóknarflokksins 23. desember s.l. en vegna þess, að enn eiga nokkr ir aðilar eftir að gera skil, eru vinn ingsnúmerin innsigluð á skrifstofu borgarfógeta, þar til síðar í þess um mánuSi. Þeim, sem ekki hafa gert skil, eru beðnir um að gera skil, ekki síðar en 15. janúar. Tekið er á móti greiðslum á skrifstofu Fram sóknarflokksins að Hringbraut 30 og skrifstofu Tímans, Bankastræti 7. fór Jón utan til framhaldsnáms lærði hann í Vínarborg og lauk þar námi 1959. Eftir að hann lauk námi, lék hann fyrst í Austur- Þýzkalandi og síðan víða í Þýzka landi. Síðustu fjögur árin hefur Jón starfað við leikhús í Ziirich. Auk þess að leika í leikhúsum, hefur Jón Laxdal leikið í kvik myndum og sjónvarpsmyndum. Á fundi með fréttamönnum í dag, kvaðst Jón Laxdal vera mjög ánægður að fá tækifæri til að koma heim og leika þar, en 16 ár eru nú liðin síðan hann lék hér síðast. John Fernald, er sem fyrr sagði einn þekktasti leikstjóri Breta. Hann hefur stjórnað leikskóla þeim í London, þar seon margir af leikurum okkar hafa lært. Enn fremur hefur Fernald mikið ritað um leikhúsmál. Strax og æfingum er lokið á Othello, heldur John Fernald til Ameríku til þess að vinna þar. Á blaðamannafundinum í dag, sagði Fernald, að hann hefði komið hingað til lands á stríðsárunum og þá þegar orðið hrifinn af land Mjög fjölmennur stjórn- málafundur á Reyðarfirði MS—Reyðarfirði, mánudag. í gær, sunnudag, var haldinn hér á Reyðarfiðri mjög fjölmenn ur stjónniiálafundur að tilhlutan Kjördaamisaimbamds framisóknar- imanna á Austurlandi. Framsögu- menn á fundinuim voru Einar Ágústsson utaoríkisráðherra, Ey- steinn Jónsson forseti saméinaðs þings og Vilhjálmur Hjálmarsson alþingismaður. Á fundinum munu hafa verið á þriðja hundrað manns, og voru margir fundarmanna langt að komnir, eða af svæðinu frá Lóns heiði í suðri og til Hellisheiðar í norðri. Fundurinn var I Félags lundi á Reyðarfirði, og var fram söguræðum feikha vel tekið, og í umræðum á eftir kom fram mik ill einhugur meðal fundarmanna við stefnu ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu. Formaður kjör dæmissambandsins, Kristján Ing- ólfsson á Hallormsstað setti fund- inn en fundarstjórar voru hrepp- stjórarnir Magnús Guðmundsson á Reyðarfirði og Björn Kristjáns son á Stöðvarfirði. Það er mjög sjaldgæft að haida stjórnmálafund fyrir svona stórt svæði á þessum tíma árs, en færð in gerir það að verkum að menn geta komið langt að. Rangæingar tví- baða sauBfé sitt PE—Hvolsvelli. Á aðalfundi sýslunefndar Rang árvallasýslu s. 1. sumar, var sam þykkt að allsherjar kláðaböðun skyldi fara fram í héraðinu nú í vetur. Um mánaðamótin okt. — nóv. hélt sýslumaður svo fund í Félagsheimilinu Hvoli, þar sem mættir voru allir odvitar úr sýslunni, svo og baðstjórar. Á fundinum mættu einnig dýralækn arnir Sigurður Sigurðsson á Keld um, dr. Karl Kortsson á Hellu, Jón Guðbrandsson á Selfossi og Þor steinn Líndal, en hann er nýlega kominn í héraðið og hefur aðset ur í Skógum. Hans umdæmi er frá Markarfljótsbrú að Lómagnúp. Sýslumaður reifaði málið á fund inum, og hvatti baðstjóra til að fara eftir settum reglum um notk un baðefna, svo að böðun mætti í alla staði fara vel frarn, og yrði framkvæmd af vandvirkni og sam viskusemi, en tvíbaða þarf með tíu til tólf daga millibili. Þetta undirstrikuðu dýralæknarnir svo og oddvitarnir og baðstjórarnir. Fundurinn samþykkti að baðanir skuli fara fram nú í janúar mán uði 1972. Böðunin er framkvæmd í varúðarskyni, þar sem fjárkláða hefur orðið vart á nokkrum bæjum í austanverðri sýslunni. Bátasjómenn Það er stefna ríkisstjómar- innar að bæta kjör sjómanna. Það er höfuðnauðsyn fyrir þjóðarbúíð, og þar með alla þjóðarheildina, að jafnan sé nægilegt framboð góðra manna á skip og báta landsmanna, sem sækja afla á mið og björg í bú. Það hafa nú líka orði'ð mikil umskipti á kjörum háta- sjómanna l'rá því í sumar. Fisk verð hefur verið hækkað um 30% og kemur sú hækkun sjó- mönnum og útgerðinni til gó'o'a. Fastakaup bátasjómanna er komiiY yfir 30 þúsund krón- ur á mánuði með vísitöluálagi og orlofi. Afkoma bátasjó> manna er þar með miklu örugg ari en áður. Yfirmenn á bátunum fá einn ig tilsvarandi hækkanir á sinni kauptryggingu. Stýrimaður og 1. vélstjóri sem höfðu hálfan annan aflahlut fá nú 42 þús- und krónur á mánuði f fasta- kaup. Hér er um breytingar á kiöriiiu sjómanna að ræða, sem á að stuðla að betri mannskap og meiri afla á vetrarvertíð, og þar með bættum hag þjó&arbús ins og allra þegna landsins. Með hinum nýju kjarasamn ingum við bátasjómenn var lff- og örorkutrygging þeirra hækkuS nokkuð. Hækkun fiskverSs Hin mikla hækkun fiskverSs, sem orðið hefur síðan stjórnar- skiptin urðu í sumar eSa um 30% mun einnig stuSIa aS verulegum ' kjarabótnm, sjo- manna. Núverandi rfkisstjórn vill líka aS sjómannastarfiS verSi eftirsóknarvert. Ejör sjómanna hafa veriS bætt meir en anharra starfsstétta og er það rétt stefna, sem hlýtur aS mæta skilningi meðal allra landsmanna, þar sem hún er forsenda þess að unnt vcr'ði aS tryggja nægilegt framboS hæfra og duglegra sjómanna og þar meS meiri verSmæti í þjóðarbúið. ÞaS er beinlfnis forsenda þess að kjör allra annarra getl batnaS. Þá verður aS hafa í huga f þessu sambandi, aS ákveSin er nú mikil aukning á fiskiskipa- flota landsmanna. Sú fjárfcst- ing þjóðarinnar kemur ekki aS notum nema verulega vaxi framboð vinnuafls til starfa á fiskiskipaflotanum. Sjómenn áttu litlum skiln- ingi að mæta hjá fyrrverandi ríkisstjórn og skerti hún til dæmis samningsbundinn hlut þeirra um 17% árið 1968 og það var eitt af fyrstu gerðum núverandi rfldsstjórnar að skila ránsprósentunum aftur. — TK. VERDLAUNAPENINOAR VERÐLAUNACRIPIR ^gH^ FÉLAOSMERKI 1M Magnús E. Baldvlnsaon _________ lauglvcgl 12 - Síml 2280«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.