Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 1972 Ekki gagnrýni Eftírfarandi barst Tímanum í dag meS ofangreindri fyrirsögn frá Fiskifélagi íslands, undiirritað af Guðmundi Ingimarssyni. „Með tilvísun til fyrirsaignar í blaði yðar í gær, 11. jan. þar sem segir að Fiskifélagið gagnrýni Siglimigaimiálastofnuina og telji skipaskrániinigu hennar villandi, telur Fiskifélagið að í fréttatil- kynningu, seim yður var send, komi ekkert það firam, er rétt- læti fyrirsögnina, heldur mun blaðamaður sá, ser fréttina ritar, einn bera ábyngð á henni. Að þessu gefna tilefni, vill Fiski félagið vekja athyigli á því hvernig félagið safnar upplýsingum sínuim uim eiigendur einstakira skipa, svo og útgerðarstaði þeirra, og vill í því sambandi vísa til formála tfyr ir skipaskrá almanaksins á bls. I 342, þar sem segir: „Skipaskráin er að öllu leyti unn [ ia á skrifsitofu Fiskifélagsins, eft I ir þeim upplýsingum, sem félagið hefur aflað sér, m.a. hjá trúnaðar- j mðnnuon Fiskifélagsins um land LRfærhluta af ágóða SS—Bej*j3avík, þriðjudag. I dag kom út á vegum Almenna bðkafélagsins bókin Leikhúsið við TJðrnina. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri AB afhenti for rá&amöimum og heiðursfélögum Leikfélags Reykjavíkur fyrstu ein tðkin í dag í hófi í Iðnó og psk- sSR félaginiiog starfsfólki þess til hanángju,með daginn. Lefkhúsið við Tjö'rnina kpmur út í 2000 eintökum og kostar tæp ar 1200 kr. Le'.kfélagið fær 400. 000 kr. í ritlaun fyrir bókina, en anfc þess 30% af söluverði þeirra eintaka, sem það selur á eigin veg nm. Sveinn Einarsson hefur samið meginmál bókaririnar ,sem er' með mörgum myndum, en hvorki hann né ljósmyndararnir hafa teki.3 laun fyrir hlut sinn að bókinni. Útlit bókarinnar annaðist Aug- lýsingastofa Kristínar Þorkelsdótt- nr. Prentun og setning fór fram í Setberg. Félagsbókbandið batt inn bókina. allt, svo og einstökum útgerðar mönnum. Auk þess að vera sjó- mönnum, útvegsmönnuim o. fl. til gagns og fróðleíks, er þessi skipa skrá einkum ætluð þeim aðilum öðrum, sem þurfa á sem réttustum upplýsingum að halda um skipa stólinn, t. d. ucm útgerðarstað hinna einstöku skipa. Eru þessar upp lýsingar m. a. nauðsynlegar fyrir starfsmenn og trúnaðarmenn Fiski félagsins og Aflatryggingajóðs um land allt." Ennfreimur má benda á að þessar upplýsingar um útgerðar- menn og -staði skipa eru einnig imjög nauðsynlegar fyrir ýmsa sjóði sjávarútvegsins og má þair til nefna Stofnfjársjóð fiskiskipa, fæðisgreiðslur til sjómanna, líf- eyrissjóð sjómanna o. fl. Slglingamálastofnumin aftur á móti er bundin lögum um að skrásetja þinglesna eigendur fiski skipa og þar af leiðandi safnar hún sínum upplýingum eftir öðruim leiðum en Fiskifélagið. Guðm. Ingimarsson." Sporhundur inn f ór á brygg juna SB—Reykjavík, þriðjudag. Lík Þorsteins Sigurjónssonar, Glerárgötu 3, Akúreyri, fanrist í dag í sjónum við syðstu bryggjuna á Oddeyri. Þorsteins hafði verið Ieitað í dag og nótt, en hann fór að heiman frá sér í gærmorgun til vinnu. Hann kom ekki í vinn una og heldur ekki hcim og var þá leit hafin. Flugbjörgunarsveitin á Akur- eyri, Hjálparsveit skáta og frosk- menn aðsto/ðuðu lögregluna við leitina. Einnig var fenginn spor- hundur Hjálparsveitar skáta, frá Hafnarfirði. Hundurinn fór hva? eftir annað fram á Oddeyrar- bryggjuna og fundu síðan frosk- menn lík Þorsteins þar í dag. Þorsteinn SigUijónsson var s<;x- tugur að aldri og lætur eftir sig konu og uppkomin börn. Að hugsa djúpt Á blaðsíðu áfta f blaðlnu í dag senda tvelr mætir menn undirrlt- uðum nokkrar línur út af friðarlýs. ingu hafsvaeða, sem orðið er eltt af baráttumálum Rithöfundafélags ís- lands. Menn þessir eru Sigurður A. Magnússon, ritestjóri og Stefán Jónsson, áSur nefndur fréttamaður. Báðir þessir menn bera friðun haf- svæða mikið fyrir brjósti, og er ég þelm samslnntur í þvf efni, fyrst fulltrúar hjá Sameinuðu þióðunum líta svo á mltt f slnnl heimsforsjá, aS rétt sé að friðlýsa eitt svæði, en ekkl annað. Það breytir heldur ekki stuðnlngl vorum við slíkar frlð- lýsingar, þótt Indverjar og Pakisi- anlr vœru f óðaönn að berjast á Indlandshafi á sama tíma og þeir studdu tlllöguna um hafsvæðið. Auðvitað er góð meintng á bak við ályktanir elns og þessa, en það hef- wr sannazt á Sameinuðu þjóðunum, að góð meining enga gerir stoð, þeg ar framkvæmdavaldið vantar. Og úr því geta hvorki SigurSur, Stefán eða samcinaðir og fundafærir kraft ar Rithöfundafélags íslands bætt, og ekki sú dfúpa hugsun, sem beiff er við vandamálin vestur f New York og gjarnan er vitnað til að vanti í þessum þáttum. Á vettvangi utanríkismála á ís- land skllyrðislaust að vera með friði og friðlýsingu. ÞaS hefur hlns vegar enn ekki heyrzt að Rithöf- undafélag íslands hafi tekið utanrik ismálin í sínar hendur. Þeir hafa hins vegar margsinnis haft afrtdptl af því sem rithofundum er tií fjár- hagslegs ábata, þótt SAM k'^nni að þykja það ómerkilegt. Þeir hafa enn ekki lýst yfir stuðn'ngi sinum vlð hænsnarækt t Timbúktú, og heldur ekki gefið út yfinýsfngar um mál á erlendum vettvancn, eíns og örvtta- dóma yfir rithöfundum öðrum löndum. Líklega vertSa öll slfk þján- ingarmál crlendra skáldbræðra af- greidd meS þeirri kröfu félagsins á hendur SameinuSu þjóSunum, aS þær friðlýsi nú þegar Rússland allt og hiálendur þeirra í Austur- Evrópu. — SvarthöfSi. Þessar ungu komir kenna á námskeiðunum. Talið f. v.: Ragna Róbertsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Hildur Hákonardóttir. (Tímamynd Cunnar). Námskeið í vefnaði á vegum M/ndlistar- og Handíðaskólans: Ein vefur frakka á eiginmanninn EB—Reykjavík, þriðjudag. Á efstu hæð í Stórholti I við hliðina á Myndlistar- og Hand- íðaskólanum, hafa í vetur farið fram námskeið í vefinaði og öðru í sambandi við hann. Hafa um 40 konur alls tekið þátt í þess um námskeiðum, sem fara fram á kvöldin og dumda við ýmislegt á þeim, im. a. var okkur sagt, þeg ar við litum þarna upp í dag, að ein af konunum væri nú að vefa frakka á eigininann sinn. Þrjár ungar konur sjá um þessi námskeið, þær Ragna Róberts dóttir, sem kennir tauþrykk, Sig- ríður Jóhannsdóttir, sem kennir al- mennan vefnað og, Hildur Hákon ardóttir, en-<hún kennix ¦•' mynd veifinað..... . ,.. „.....u„ ,u„n.^ mw Slasaðist illa OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Maðurinn sem varð fyrir bil á Skúlagötu í gærkvöldi liggur mik ið slasaður pg þungt haldinn á Borgafspítalanum. Hann er 72 'ára gamall. Maðuriinn var á reið hjóli er hann varð fyrir bíl á móts við byggingar SS við Skúla götu. Maðurinn er höfuðkúpubrotinn, fótbrotinn og rifbeinsbrotinn. SOFNUÐUR STOFNAÐUR í BREIÐHOLTI Á síðustu fjárlögum var fjár veiting til prestsembættis í Breið- holti, en í Breiðholti 1 voru um síðustu áramót milli 5 og 6 þús- und íbúar. Þar sem bráðlega er væntanlegur nýr prestur í Þann stóra verkahring, sem þar bíður, er aðkallandi að stofna nú þegar Breiðholtssöfnuð, sem þegar irá síðustu áramótum fái sóknartekj- ur af því fjölmenni, sem á þessu svæði býr, og prestskosning geti farið fram í prestakallinu eins fljótt og auðið er. Þess vegna boða ég til ^tofn- fundar Breiðholtssafnaðar n.k. föstud. 14. jan. kl. 8,30 síðd. í Breiðholtsskóla. VeríSur þar geng ið frá stofnun hins nýja saínaðav og kosin safn :>niefnd, og s;d'. if- arfulltrúi. Bið ég sem flesta þeirra, sem ahuga hafa á þessu þýðingarmikla nauðsynjamáli hins nýja og stóra byggðahverfis, j að sækja fundmn. Dómprofasturinn í Reykjavíkurprófastsdæmi, 1 Jón Auðuns. Að sögn kennaranna byrjuðu þessi námskeið 1. október s. 1. og standa til 20. janúar n. k. — Þá byrja síðari námkeiðin og standa þau til aprílloka. Markmiðið með þessum námskeiðum er að gefa sem flestum kost á alhliða mennt un í þesum efnum og er hungmynd in að bæta við námskeiðum þarna m.a. kanna teikningu. Á þessum námskeiðum mun vera hægt að afla sér undirbún ingsmenntunar svo og sérmennt unar, enda hafa nokkrir kennar ar tekið þátt í námskeiðunum, að sögn þeirra þrejmenninga. Þátt- tökugjald mun vera 4—5 þús. kr. fyrir hvert námskeið, og er efnis kostnaður þá ekki talinn með. Konur hafa eingöngu tekið þátt í þessum námskeiðum, en Hildur Hákonardóttir sagði ,að hún vildi gjarnan að karlmenn tækju einn- ig þátt í þeim. Þessi námskeið eru í saonbandi við starfsemi Myndlistar- og hand íðaskólans. OÓ-Reykjavík. þriðjudag. Sjónvarpsáhorfendur fá nú að hvíla sig á sómapiltinum og lækn inum Kildare, að minnsta kosti um sinn. Föstudaginn 18. janúar hefst flutningur á nýjum fram- haldsþætti, sem hlotið hefur fá- dæma vinsældir erlendig þar sem hann hefur verið sýndur. Þættin- um hefur ekki enn verið gefið íslenzkt nafn, en hann er fram- leiddur í Bretlandi og nefnist þar A Family at War, eða flausturs- lega þýtt „Stríðsfjölskyldan". Þáttur þessi er nýr af nálinni og var fyrst sýndur á s.l. ári. Vakti hann mikla hrifningu í Bret landi og síðan í hverju landinu eftir öðru, m.a. á Norðurlöndum. Þótt stríð sé nefnt í titlinum, éru þetta ekki neinar stríðsmynd ir, sagði Jón Þórarinsson, dag- skrárstjóri lista- og skemmtideild ar. Segja má að þátturinn f jalli öllu heldur um fjölskyldu í skugga stríðsins. Sagan gerist í Bretlandi á heimsstyr.ialdarárunum síðari, byrjar reyndar á dögum Spánar- stríðsins. Um efni er að sjálf- sögðu erfitt að fjölyrða, en það er um roskin hjón, þeirra börn, tengdabörn og viðhöld og allt mögulegt. Annars er erfitt. að skilgreiná" efnið, en segja má að það sé fjölskyldudrama. Það sem kannski gerir þessa þætti svo vinsæla sem raun ber vitni er, að flestir geta þekkt sjálfan sig í einhverjum persónum eða sett sig í spor þeirra, eða þekkja alla vega af afspurn. Gerðar hafa verið þrjár seríur, samt. 52 þættir. — Til að byrja með, sagði Jón, — höfum við ekki fengið nema 13 fyrstu þættina, sem er fyrsta serían. Hvað sem verður hér, hafa sumar stöðvar gert hlé á áframhaldi útsendingu þessa þáttar og byrjað aftur síðar. Dæmi um vinsældir þessara þátta er, að samkvæmt nýgerðri skoðanakönnun í Bretlandi er „Stríðsfjölskyldan" þar í efsta sæti. Ein af fjölmörgum söguhetjum nýja framhaldsþáttarins, sem hefst í Slónvarpinu 18. jan., Colin Campell, sem David Ashton.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.