Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 1972 TIMINN Hrafn Gunnlaugsson og verðlaun ahafarnir Birgir Sigurðsson og Jökull Jakobsson. (Tímam. Gunnar) Úrslit í leikritasamkeppni Leikfélagsins:. Jökull og Birgir Sig- urðsson fengu verBlaunin Landhelgisviðræðurnar í Reykjavík: Allir stjórn- málaflokkar eiga fulltrúa í nefndlnni KJ—Reykjavík, þriðjudag. í dag kom til landsins fomiaður brezku landhelgisviðiræðunefndar innar Kceble aðstoðarutanríkis- ráðherra, en annar viðræðufundur Breta og íslendinga uim útfærslu landhelginnar hefst í Reykjavík á fimmtudaginn, og stendur í tvo daga. Tveim mönnum hefur verið bætt í íslenzku nefndina, og eiga nú allir stjúrnmálaflokkarnir full- tirúa í henni. Formaður nefndar innar er Hans G. Andersen amb assador, en aðrir nefndarmenn eru Jónas Ámason alþingismaður, Þór arinn Þórarinsson alþinigismaður, Már Elisson fiskimálastjóri, Jón Arnalds ráðuneyitisstjóri, Þór Vil hjálmsson prófessor, Baldvin Jóns son hrl. og Haraldur Henrysson lögfræðingur. í brezku nefndinni eru átta menn, auk áheymarfull trúa frá brezkum togaraeigendum. Auk formannsins og brezka sendi herrans hér, McKenzie, em það embættismenn brezku stjómarinn- ar. Háar sölur í Grimsby ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Akureyrartogaramir Sléttbakur og Svalbakur seldu afla í Grimsby í morgun og fengu mjög gott verð fyrir aflann. Sléttbakur seldi 98, 4 tonn fyrir 18.605 sterlingspund, en það eru 42 krónur fyrir kílóið. Svalbakur seldi 117,3 lestir fyrir 20.475 pund og er það 38,80 kr. pr. kíló. Ekki munu fleiri íslenzkir tog arar selja í Bretlandi í þessari viku, hins vegar munu einhverjir bátar vera á leið þangað í sölu ferð. Rokmarkaður virðist vera um þessar mundir í Bretlandi og bendir allt til að svo haldist áfram. SJ—Reykjavík, þriðjudag. í dag voru bint úrslit í leikrita keppni Leikfélags Reykjavíkur í tilefni 75 ára afmælis félagsins. Dómnefndin varð sammála um að tvö leikrit bæm af þeim 16, sem bárust til keppninnar, og ákvað að verðlaunin, 200.000 kr. skipt ust á milli höfunda þeirra. Þeir eru Jökull Jakobsson, en þetta nýjasta leikrit hans heitir Kerta- log, og Birgir Sigurðsson, sem er óþekkt leikritaskáld, en leik sinn nefnir hann Pétur og Rúnu. (Svo vill til að verðlaunahafamir eru báðir fyrrverandi blaðamenn við Timann og sumum lesendum kunn ir). Þá taldi dómnefndin rétt að geta þriðja verks, sem í keppnina barst, einþáttungsins Klámsögu af sjónum eftir Hrafn Gunnlaugsson. Að mati dómnefndar hefur þessi ungi höfundur góð tök á efni sínu. Nefndin vill mæla með verkinu við fjölmiðla og telur það einkum henta vel sjónvarpi. Leikritin sextán, sem í keppn ina bárust, em fjölbreytt að efni að söign Sveins Skorra Höskulds sonar bókmenntaprófessors, en í dómnefndinni áttu sæti ásamt honum, Sveinn Einarsson leikhús stjóri og Steindór Hjörleifsson for maður Leikfélagsins. Efni leik ritanna er sótt m. a. í biblíuna, ís- lenzkar þjóðsöigur, en þó fjalla þau flest um íslenzkt nútíðarllf og nauðsyn þess að lifa ómeng uðu mannlífi. Svokölluð hippi og breytni þeirra virðast vera áleitið viðfangsefni, svo og nauðsyn þess að brúa hið imargumtalaða bil milli kynslóðanna, og er afstaða höf undanna til þessara mála ýfirleitt jákvæð og stundum rómantísk. „Leikrit þeirra Jökuls og Birg is fjalla einmitt um nútímalíf, ungt fólk, sem leitar lífi sínu far vegs utan við alfaraveg“, sagði Sveinn Skorri Höskuldsson við afhendingii verðlaunanna í Iðnó í dag. “„Þau sýna tvær hliðar á sama vanda, annað hina dökku og hitt þá ljósu.“ Jökull Jakobsson er leikhúsgest uim í Iðnó að góðu kunnur fyrir fyrri leibrit sín, en síðar í vet ur verður einmitt annað nýtt leik rit eftir hann, Dómínó, frumsýnt hjá L. R. Hann hefur einnig sam ið skáldsögur og er vinsæll út- varpsmaður. Að sögn Jökuls er Kertalog ólíkt fyri-i leibritum hans. Birgir Sigurðsson er skólastjóri að Ásum í Gnúpverjahreppi. Pét ur og Rúna er fyrsta leikritið ,sem Hinn 1. des. s.l. var Kristmund ur Sigurðsson skipaður aðstoðar- yfirlögregluþj ónn rannsóknarlög- reglunnár, en hann hefur um ára bil verið aðalvarðstjóri umferða- deildar. Kristmundur er fæddur 1912 og hóf störf hjá götulögregl- unni 1940. Árið 1944 hefur hann starfað í umferðardeild rannsókn arlögreglunnar og sem aðalvarð- stjóri síðan 1963. Torfi Jónsson hann sendir frá sér, en ekki sver hann af sér að hafa glimt við slík viðfangsefni fyrir sjálfán sig. Birg ir hefur gefið út ljóðasafnið Réttu mér fána. Hrafn Gunnlaugsson leggur stund á nám í leiklistar- fræðum í Stokkhólmi og þetta er frumsmíð hans í leikritagerð, sem hppn , sendi nánast í gamni í keppni Leikfel. itvikur. Hrá'fn íiéf- ur hug á að komast annað hvort austur fyrir tjald, til Póllands, Tékkóslóvakíu, eða til Bandaríkj anna, að læra meira um leiklist. Forráðamenn Leikfélags Reykja víkuir vilja benda höfundum ann- arra leikrita, sem keppninni bár ust, á að þeir eru til umræðu um hugsanlegar breytingar og upp- færslu á verkum þeirra. Einnig geta þeir látið sækja leikrit sín án þess að umslög með höfundar nafni verði opnuð. Á fundi borgarráðs 7. jan. var fallizt á þá tillögu yfirsakadóm- ara, að skipa Torfa Jónsson í stöðu aðalvarðstjóra rannsóknar lögreglunnar, og mun hann taka við starfi Kristmundar í umferðar deild. Torfi er fæddur 1919. Hann hef ur starfað í lögreglunni síðan árið 1940. Kristmundur Sigurðsson Árbók landbúnaðarins 1971 er EB—Reykjavík, miðvikudag. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur nú sent frá sér Arbok land búnaðarins 1971 undir ritstjórn Sveins Tryggvasonar. Meðal efnis í árbókinni er grein eftir ritstjórann og nefnist hún „Er ísland of stort fyrir íslenzku j þjóðina?" Þá kemur skýrsla um starfsemi Framleiðsluráð^ins fyr- ir tímabilið 1. lúlí 1070 til 39 i júní 1971. Ingi Tryggvason, blaða j fulltrúi Upplýsingaþjonustu land-' búnaðarins, ritar grein um fram- í komin út leiðslu og sölu mjólkurafurða og ritgerð er eftir Björn S. Stefáns- son um félagsbú á íslandi, en frá þeirri ritgerð var skýrt í sérstakri frétt í blaðinu. Ennfremur ritar Agnar Guðnason, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi islands, grein um landbúnaðinn í Finnlandi, Noregi Danmörku og Svíþjóð. Eins og fyrr sagði er Sveinn Tryggvason ritstjóri árbókarinnar, en í ritnefnd eiga sæti þeir Einar Ólafsson, Gunnar Guðbjartsson og Sæmundur Friðriksson. Stöðubreytingar hjá rannsóknarlögreglunni 3 Stjórnarforusta Framsóknarflokksins Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, ritar áramóta- grein í ísfirðing, blað Fram- sóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi. Þar svarar hann m.a. því tali stjórnarandstæðinga, að óeðlilegt hefði verið að fela Framsóknarflokknum forystu núverandi ríkisstjórnar. Hall- dór segir m.a.: „Talað hefur verið um það, að Framsóknarflokknum bæri ekki stjórnarforusta, þar sem liann hefði tapað atkvæðum í kosningunum. Það tal er þó einkum sprottið af löngun til að vekja upp óánægju innbyrð is meðal stjórnarsinna. Hér skal aðeins þent á þrjú atriði, sem mæla með því, sem orðið er. Framsóknarflokkurinn er stærstur stjórnarflokkanna og jafn hinum báðum að þing- styrk og kjósendatölu. Kosningarnar voru ekki fyrst og fremst uppgjör milli núver andi stjórnarflokka innbyrðis, ® heldur uppgjör við fyrrverandi ríkisstjórn. Framsóknarflokkurinn var " tvímælalaust bezt fallinn tll Íforgöngu um samstarf núver- andi stjórnarflokka, enda var oft á það bent í þessu blaði fyrir kosningar, að varla myndi verða um að ræða vinstra samstarf öðruvísi en undir forystu Framsóknar- manna.“ i Vandræðaleg stjórnarandstaða Um stjórnarandstöðuna scg. ir Halldór m.a.: „Stjórnarandstaðan er vissu- lega mjög vandræðaleg. Hún hefur talað um það, að ríkis- stjórnin byði til veizlu. Sú veizla var fyrst og fremst í því fólgin að lögboðin hækkun elli- Iífeyris og örorkubóta var lát- in koma til framkvæmda 1, ágúst, en ekki látin bíða til áramóta. Frekari hækkun trygginga- bóta var svo gerð með laga- breytingu nú fyrir jólin. Eng- inn mælti gegn þeim hækkun- um, sem þar voru samþykktar. Fyrrverandi félagsmálaráðh. segir í ncfndaráliti, að enda þótt frumvarpið sé gallað, greiði hann því atkvæði vegna þess, að hækkun ellilífeyris þoli cnga bið. Það eru eftir- mæli hans um sína stjórn. Hagspekingar stjórnarand- stöðunnar hafa haldið því fram, að hækkun ellilífeyris og örorkubóta sé verðbólguauk- andi. Erfitt er að skilja að það valdi sérstakri þonslu þé að gamalmennum séu tryggðar lágmarkstekjur 10 þúsund kr. á mánuði. Lífsvenjur hér á landi eru þannig, að okkur er alls ckkií sæmandi að svúta gamalmenni eða láta þau búa við beinan skort. Fyrrverandi alþingis. maður Alþýðuflokksins, Jónas Guðmundsson, færði rök að því í blaðagrein í fyrravetur. að vissir þættir tryggingamála væru okkur þjóðarsmán. Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri, vék að því í ritgerð síðastliðið vor Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.