Tíminn - 12.01.1972, Page 6

Tíminn - 12.01.1972, Page 6
 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 1S. janúar 1972 HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANDI I ALLA BlLA. Athugið hlð hagkvæma verð á AC-RAFKERTUM. Í<S5>'' riLABUÐIN AKMtTLA 3 SlMJ 38900 Fulltrúastarf í Kópavogi Starf fulltrúa við væntanlega félagsmálastofnun í Kópavogi er laust til umsóknar. Aðalstarf fulltrúans verður á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Umsóknir tilgreini menntun, aldur og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefur félagsmálastjóri Kópavogskaupstaðar í síma 41570. Umsóknir skulu sendar bæjarskrifstofunum í Kópa vogi, Neðstutröð, merktar félagsmálastjóra, fyrir 10. febrúar næstk. Félagsmálastjóri. Gróðrarstöð til sölu Miðsvæðis í Borgarfirði er vel rekin gróðrarstöð til sölu. Stærð: 5 ha. ræktað erfðafestuland, 4 sekúndulítrar af heitu vatni, ásamt 1125 ferm. gróðurhúsum í góðu ástandi og vinnuskúr. — íbúðarhús um 100 ferm., hæð og ris. Umrædd gróðrarstöð yrði fyrst tilbúin til afhend- ingar í lok nóvember á þessu ári. Tilboð merkt „1216“ leggist inn á afgreiðslu blaðs ms fyrir 19. janúar n.k. Áskilinn ér réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stiórn Ö.Í.: Frá vinstri í ne8ri röS eru Friðbert P. N jálsson ritari, Ólafur GuSmundsson, form., Halldór Auðunsson gjaldkeri. í efri röð frá vinstri eru Haukur Bogason, Kjartan Jónsson varaform., Jóhann GuS- mundsson, Trausti Eyjólfsson og Jón Sævaldsson. Okukennarafélag Islánds - fuffugu og flmm ára Ökukennarafélag íslands varð tuttugu og fimm ára þann 22. nóv. s.l., en félagiS var stofnað 22. nóv. 1946. Var af þessu tilefni haldinn sérstakur hátíðarfundur í Átthagasal Hótel Sögu og voru þar mættir ,sem sérstakir gestir -Ökukennai'afélags íslands, þeir hr. Guðni Karlsson frá Bifreiðaeftir- •iiti ríkisins, hr. Pétur Sveinbjarn arson frá Umferðarráði og Sig- urður Ágústsson frá Slysavarnar- félagi íslands. Á stofnfundi félagsins fyrir tuttugu og fimm árum komu sam an að Skálholtsstíg 7 í Reykja- vík, tíu menn, sem höfðu haft ökukennslu að aðalstarfi þá und anfarið. Auk þessara tíu manna voru mættir þeir hr. Jón Oddgeir Jónsson þá fulltrúi Slysavarnar- félags íslands og hr. Viggó Eyj- ólfsson, bifreiðaeftirlitsmaður en þessir tveir menn voru sérstakir hvatamenn að stofnun félagsins. Félagið hefur alltfrá stofnun þess viljað stuðla sem bezt að auknu umferðaröryggi og umferð armenningu hér á landi. Kemur þetta glöggt fram í fyrstu lögum félagsins sem hér fara á eftir. 1. gr. Félagið heitir Bifreiða- kennarafélag Reykjavíkur. Heim- ili þess og varnarþing er í Reykja vik. 2. gr. Tilgangur félagsins er: A. Að vinna að aukinni umferð armenningu allra þeirra er ökutækjum stjórna. B. Að koma á fót bifreiðakenn araskóla á svo víðtækum grundvelli sem frekast er kostur. C. Að tryggja það, að nemend- ur fái sem bezta og fullkomn asta kennslu í akstri bif- reiða, og aukna þekkingu á umferðarreglum. D. Að koma á föstu formi um kennsluaðferðir. E. Að vinna að hagsmunamá!- um félagsmanna eftir því sem við verður komið. Verkpfni félagsins hafa að sjálf sögðu aukizt mjög á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess. Þjóðfélag okkar hefur tekið hrað fara framförum og ekki má gleyma því, hve stórkostleg aukn- ing hefur orðið á bifreiðakosti landsmanna á undanförnum árum. Eins er, að nú þykir það sjálf sagður hlutur að geta ekið bif- reið og flestum nauðsynlegt at- vinnu sinnar vegna. Þegar litið er á liðna tíð er vissulega hægt að gleðjast yfir því að sum upp- hafleg stefnumál félagsins hafa náð fram áð ganga, svo sem Öku skólinn, sem nú er starfræktur og heitir Fræðslumiðstöð Ökukenn- arafélags íslands við Stigahlíð 45, Reykjavík. Námskeið Fræðslumiðstöðvar Ökukennaraféalgsins hófust með hægri umferðinni 1968 og hafa átt vaxandi fylgi og vinsældum að fagna. Lofar þessi starfsemi mjög góðu og verður aukin og gerð fjöl þættari í framtíðinni. Það er markmið félagsins að ökunemar fái sem bezta öku- kennslu og félagið vinnur stöðugt að þessu málefni eftir því sem til- efni gefast til á hverjum tíma. Nokkuð er nú liðið frá því að aukin formfesta hefur verið tekin upp í sambandi við ökukennsluna og hefur félagið notið ágæts stuðn ings og góðs samstarfs við núver- andi lögreglustjóra og Bifreiða- eftirlit ríkisins. Það hlutverk, að vinna að auk- inni umferðarmenningu allra þeirra er ökutækjum stjórna, er eitt af þeim verkefnum sem alltaf verða efst á baugi á hverjum tíma. Ökukennarafélagið hefur lagt sig fram um að vinna vel a!S þessum málum og yfirleitt mætt skilningi og vinsemd hjá stjórnvöldum og öðrum ráðandi aðilum í þessum efnum, Þótt hinu sé því miður ekki að neita að ökukennslan hef- ur stundum orðið fyrir óraunhæfu aðkasti einstaklinga sem oft á tíð- um virðast ekki þekkja nógu vel þau mál, sem þeir eru að deila á. Ökukennarar víkja sér ekki und- an réttmætum ábendingum er fram kunna að koma, en hleypi- dómar og óraunsæi stuðla ekki að aukinni umferðarmenningu. ökukennarafélag tslands mun framvegis eins og hingað til leit- ast við að vinna að bættri umferð armenningu og auknu umferðar- öryggi. Núverandi stjórn Ökukennara- félags íslands skipa þessir menrn Ólafur Guðmundsson. formaoui, Kjartan Jónsson, varaform., Hall- dór Auðunsson, gjaldkeri, Joruinn Guðmundsson, varagjaldkeri, Friðbert Páll Niálsson, ritari, Trausti Eyióifsson, vararitari og Þóroddur Jóhannsson, Akureyri. Varamenn í stjórn eru: Jón Sævaldsson, Haukur Boga- son og Guðmundur Pétursson. KOPAVOGUR - GARÐAHREPPUR Getum bætt við okkur tveim verkamönnum. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 40097 á kvöldin. RÖRSTEYPAN H.F., Kópavogi. _ ADEINS VANDADIR OFNAR "/fOFNASMIÐJAN EINHOLTI 10 — SiMI 21220

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.