Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 1972 TÍMINN Áíök Israels- hers og skæru liða harðnandi NTB—Tel Aviv og Beirut, þriðjudag. ísraelskar hersveitir réðust í nótt á stöðvar skæruliða í Libanon og urðu mörgum skæruliðum a'ð' bana, en aðeins ^ tveir hermenn féllu úr röðum ísraela, segja þar lendar heimildir. Frá Libanon seg- ir hins vegar að 20 fsraelsmenn hafi fallið eða særzt. Heimildir hersins í Beirut segja, að ísraelsmenn hafi ráðizt á þorp um 6 kílómetra frá landamærun- um, sprengt þar £ loft upp tvö hús, en komið sér burt áður en hermenn Libanon komust á staðinn. Póstmeistarinn í þorp- inu sagði í símtali við UPI. að árásin hefði staðið í um hálfa "klukkustund, en íbúarnir heíðu verið óvopnaðir og því ekkert get að gert. Libanon-skæruliðar hafa fært sig allmikið upp á skaftið að und anförnu' og ráðizt hvað eftir ann- að á þorp og bæi í ísrael. ísraels- menn kalla hertekna landamæra- svæðið í S.-Libanon Fatahland, því þar eru aðalstöðvar El Fatha og fleiri skæruliðahreyfinga. Mujibur Rahman tók í gær til starfa sem forseti Bangladesh og var fyrsta verk hans að setjast niður með ráðherrum landsins og fá hjá þeim upplýsingar um gang allra mála, þá tíu mánuði, sem hann sat í fangelsi. Allt var með eðlilegum hætta í Dacca í gær, verzlanir opnar og fátt fólk á ferli. Myndin er af þeim Mujibur og Heath forsætisráðherra Breta og er tekin á laugardaginn, þegar Mujibur þakkaði fyrir sig, eftir heimsókn í Downingstræti 10. S-Víetnamher á förum frá Kambódíu NTB-Phom Penh, þriðjudag. Þúsundir kambódiskra flótta- manna streymdu í dag að landa- niærum S-Vietnam, eftir að suð- ur-vietnamska hcrliðið dró sig fyrirvaralaust út úr öllum sam- eiginlcgum hernaðaraðgerðum, hernaðaryfirvöldum Kambódíu til mikillar skelfingar. Áreiðanlegar heimildir í landa- mærabænum Svey Rieng upp- lýstu, að yfirmenn Kambódiuhers hefðu ekki haft hugmynd um þær fyrirætlanir S-Vietnama, að hætta við, því hefðu hinar veiku hersvetir Kambódíu orðið að hætta öllum aðgerðum eínnig. Talsmaður hers S-Vietnam sagði, að S-Vietnam herinn væri nú að yfirgefa stöðvar sinar í Kambódíu og þetta hefði verið ákveðið að vel athuguðu máli. Sérfræðingar eru þeirrar skoð- unar, að þessir 4000 s-vietnömsku hermenn eigi að koma heim til að styrkja varnir Saigon-borgar um áramót Bhúddatrúarmanna, Tetið, en þá færist þjóðfrelsisherinn venjulega mjög í aukana. S-Viet- nam-herinn réðst inn í Kambódíu fyrir tveimur mánuðum til að ráðast á stöðvar kommúnista og aðflutningsleiðir. Nato viil hækka sina greiðslu til Möltu — ekki talið aö Mintoff samþykki. i .1 ,.,.". NTB-Briissel, þriðjudag. Atlantshafsbandalagið mun ef til vill auka sinn hluta af þeim 9,5 milljónum punda, sem boðin hafa verið sem greiðsla fyrir af- not Breta af herstöðvunum á Möltu. Hins vegar bendir ekkert Oryggisráð- stefnan aðal umræðuefni NTB—Moskvu, þriðjudag. Æðstu menn Varsjárbandalags- landanna koma saman á fund í Prag síðar í þessuni mánuði og er þess vænzt, að '¦ fyrirhuiguð ör- yggisráðstefna Evrópu verði aðal umræðuefni viðræðnanna. Fundarins er beðið með meiri eftirvæntingu nú en áður, þar sem sáttmálinn um Berlín á að hafa rutt úr vegi stærstu hindr unununi fyrir slíkri ráðstefnu. Þá er talið að rætt verði einnig um fækkun í herliði í Evrópu, en þetta mál var ekki rætt á fund inum í Varsjá í desember. Sovét ríkin hafa enn ekki svarað þeinri tillögu Nato-landanna, að Manlío Brosió og leiðtogar í Sovétríkjun um hittíst til að ræða um gagn- kvæma fækkun herliðs í Evrópu. Þæiðia imálið, sem leiðtogarnir munu ef til vill ræða, er samband ið milli V-Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu. til þess, að Don Mintoff, forsætis ráðherra Möltu, miini fallast á þá málamiðlun. Mintoff hefur krafizt 18 millj. punda í leigu árlega fyrir stöðv- arnar. Áreiðanlegar heimildir í Briissel sögðu í dag eftir fund þar í fastaráði NATO, að líti'ð útlit væri fyrir, að Mintoff myndi slá af kröfum sínum. Brezka stjórnin hefur neitað að hækka sinn hluta greiðslunnar, en hefur ekkert á móti því, að bandalags- þjóðirnar í NATO geri það. Á vettvangi stjórnmálanna hef- ur verið mikið aðhafzt undanfar- ið til að reyna að hindra, að sam bandið slitnaði milli Bretlands og Möltu. Erkibiskupinn á Möltu hefur farið til Rómar og London síðustu vikuna og Heath, forsætis ráðherra Breta, hefur setið á leyni legum fundum með Joseph Luns, framkvæmdastjóra NATO. ítalir og Bandaríkjam. érú sagðir hafa áhyggjur af þeim möguleika að Framhald á bls. 14 Ræninginn dó NTB—Saarbruecken, þriðjudag. Kurt Vicenik, einn bankaræn- ingjanna þriggja, sem um jólin rændu banka í Köln og tóku tvo lögreglumenn sem gísla, lézt i dag á sjúkrahúsi í Saarbruecken af skotsárum þeim, sem hann hlaut í viðureign við lögregluna eftir mikinn eltingaleik. Hann var 42 ára, Austurríkismaður. Hinir tveir sitja í fangelsi í Köln' og bíða þess að mál þeirra verði tekið fyrir. ** fak*li,,^* Fjöldi ríkja viðurkerihir Bangladesk á næstunni Íslenzka stjórnin hefur fjallað um málið. SB—Reykjavík, NTB—-þriðjud. Nú, þegar Mujibur Rahman er kominn heim og tekinn við störfum sem forseti Bangla- desh, hafa mörg ríki farið að íhuga að viðurkenna Bangla- desh sem sjálfstætt ríki. Ind land og Bhutan voru fyrst til, Austur-Þýzkaland tilkynnti í dag, að það hefði nú viður- kennt landið og í kvöld kom tilkynning frá Búlgaríu. Danska stjómin hefur málið til athugunar og sagði K. B. Andcrsen, utana'íkisráðherra Dana í gær, að Norðurlöndin ættu ekki að bíða mjög lengi með að viðurkenna Bangladesh, þar sem landið hefði nú fengið forseta sinn heim og þar með að öllum likindum stjóm, sem réði við innanríkisvandamálin. Sendiráðsheimildir í Moskvu sögðu í dag, að aðeins væri tímaspursmál um viðurkenn- fleiri ingu Sovétríkjanna og Var s j árbandalagsrík j a. f viðtali við Tímann í kvöld sagði Einar Ágústsson utanrík isráðherra, að íslenzka ríkis- stjórnin hetfði þegar fjallað um málið, en ekki væri hægt að segja meira að svo stöddu. Salt-sáttmáli væntan- legur í marz-apríl — kemur flakki Nixons ekkert við, segja heimildir. NTB—Vín, þriðjudag. Bandarískir og sovézkir full- trúar á ráðstefnu þeirri í Vín- arborg, sem fjallar úm tak- mörkun kjarnorkuvopna (Salt), eru ekki þeirrar skoðunar, að undirskrift sáttmála standi i neinu sambandi við dag þann, sem Nixon Bandaríkjaforseti fer í hcimsókn til Moskvu. Aðilarnir áttu með sér hálfr ar þriðju klukkustundar lang- an fund j sovézka sendiráðinu í Vín j dag og æila að nalda annan fund á föstudaginn. Það voru áreiðanlegar heimildir í Vín, sem sögðu i'rá þessu oe; spurningu um. hvort Rússar og Bandaríkjamenn óskuðu eftir að hægt væri að undirrita samninginn áður en Nixon fer til Moskvu, svöruðu sömu heimildir á þann veg, að aidrei hefði verið settur neinn ákved- inn tímafrestur. — Það eina, sem aðilar óska cfiir, er að ná samkomulagi sem allir geta sætt sig við Sovézkir sendiráðs.starfs- menn hafa undanfarið haJdíð því fram, að Bandaríkin stefni að því, að enginn samningur verði gerður fyrr en Nixon fer til Peking 1 næsta mánuði. Heimildir í Washington spá þvi, að samningar náist í marz eða apríl- Framhald á bls. 14. Kóngi hrakar NTB-Kaupmannahöfn, þriðjud. Heilsu Friðriks Danakon- ungs hrakaði aftur í dag, en hann hafði verið á batavegi undanfarna daga. í tilkynn- ingu frá sjúkrahúsinu í dag sagði, að konungur lægi í móki. Konstantín konungur flaug í dag frá Róm til Aaupmanna- hafnar til að sitja v~. sjúkra- beð tengdaföður síns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.