Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN MfÖVIKUDAGUR 12. janúar 1972 Eyfirzkar og þingeyskar ís- lendingasðgur saman í bind Islendingasögur 6. bindi. Umsjónarmenn Grímur M. Helga- son og Vé^inn Ólason. Skuggsjá. Ýmsir telja bókmenntauppskeru síðasta árs í fábrotnara lagi, og má færa þann dóm til sanns vegar að þv£ leyti, að ný bókmenntaverk í ljóði eða sögu frá beztu nútíma- höfundum Þjóðarinnar séu færri en stundum áður. Hins vegar er rétt að minnast um leiö, að ekkert örfok þarf að vera í bókaútgáfu þjóðarinnar á einu ári, þótt svo sé. Svo er hinum síunga bókmennta- arfi þjóðarinnar fyrir að þakka. Þar er sístreym uppsprettulind, sem þjóðin verður að teyga af samfara nýrri drykkjum. Slíkt gamalt vín á nýjum belg síðasta árs eru síðustu bindi í nýrri út- gáfu íslendingasagna, sem for- stjóri bókaútgáfunnar Skuggsjár í Hafnarfirði, Oliver Steinn, hefur efnt til og komið frá sér með; lofs- verðum hraða síðustu árin, svo að nú má heita að sjáist fyrir enda þessa flokks. Sjötta bindið kom út skömmu fyrir jól. Þessi nýja útgáfa islendinga- sagna er með nútíma stafsetningu — að mestu leyti — og í vönduð- um búningi bókagerðar að smekk nútíðar, en heldur þó staðfastlegu yfirbragði og hafnar sundur- gerð. Útgefandinn hefur feng- ið til heimanbúnaðarins tvo unga og trausta fræðimenn, þá Grím M. Helgason og Véstein Ólason, og ég sé ekki betur, en þeir hafi staðið afbragðsvel að verki, sem ber þeim vitni um alúð og gerhygli. Útgefandinn hefur lagt sig fram um að útgáfan væri hin vandaðasta að prentun, pappír og bandi, svo aS menn hafa I hönd um bækur, sem laða. Hann sparar ekkert til, og hlýtur það að hafa verið allmikið átak að hefja slíka útgáfu, sem varla getur séð sér fjárhagslega borgið sjálf á fyrstu árum, þótt siðar þurfi hún vafa- laust enga ölmusu. I þessu sjötta bindi Islendinga- sagna Skuggsjár eiu jiorðlenzkar sögur að meginhluva, enda munu umsjármenn hafa íylgt þeirri meg inreglu að raða sögunum saman eftir nágrenni svo sem kostur er. Sögurnar í þessu bindi eru Víga-Glúms saga, Þorvalds Þáttur tasalda, Svarfdæla saga, Valla- Ljóts saga, Ljósvetninga saga með þáttum, Reykdæla saga og Víga- Skútu, Hreiðars þáttur, Króka- Refs saga og Ölkofra þáttur. í formála gera umsjónarmenn stutta en glögga grein fyrir sögun- um, einkum meginhlutanum, sem eru eyfirzkar og þingeyskar sög- ur. Hugleiðingar þeirra og ábend- ingar eru skemmtilegasta og ný- stárlegasta framlag formálans. Um þessa hluti hef ég séð harla lítið í skrifum um íslendingasögur, en orð þeirra félaga benda til, að þarna sé um harla girnilegt rann- sóknarefni að» ræða. Um þetta segja þeir Grímur og Vésteinn m.a.n „Sögurnar úr Eyjafirði og Þing- eyjarþingi, sem eru meginefni þessa bindis, gefa á margan hátt gott tilefni til að velta fyrir sér raunsæi Islendingasagna . . . í Grímur M. Helgason. sögum á borS við Vfga-Glúms sögu og Ljósvetninga sögu — mætti raunar einnig nefna Valla- Ljóts sögu og Reykdæla sögu — má glöggt sjá, hvers Cðlis raun- sæi íslendingasagna er, það grund vallast á raunsæjum skilningi á eðli mannsins. Höfundarnir þekkja út f æsar hið einfalda bændaþjóðfélag, sem þeir lifa í, hvernig menn bregðast þar við margvíslegum vanda, sem að Þeim getur steðjað. Þeir reyna ekki að gera lífið glæsilegra eða auSveld- ara en þaS er. Þeim er ljóst, að sá hraústasti má ekki við ofurefl- inu, ráð þess vitrasta geta bitið hann sjálfan og að hinn réttláti Vésteinn Olason. geldur oft hins rangláta. Glögg heyrn og bókmenntaleg þjálfun hefur kennt þeim margt um, hvernig menn tala og hvernig hægt er að endurskapa þetta tal á bók. Á hinn bóginn v°rður því varla haldið fram, að hugmynda- flug þeirra sé framúrskarandi effla hæfileikinn til aS lyfta sár svo hátt yfir söguefnið, aS þeir geti séð yfir það allt og áttað sig til fulls á hlutföllum aðalatriða og aukaatriða. . . Norðlenzku sögurn- ar, sem hér birtast, eru dálítið, hrjúfar á yfirborði, þurrar á mann inn ,en málmurinn er ósvikinn og verSur því skýrari sem dýpra er Framhald á bls. 14. ^••^•^•^^•^•^•^•^•^¦^•^•^•^••^m^^t**^^'**^'^^ *m jp^*4*j*4*<l*é ? FAEIN ORÐ UM HAFVILLU Maður fyllist ævinlega að- dáun við tilhugsunina um, hve ýmsir íslenzkir blaðamenn kom ast upp með að fylgjast illa með, án þess að það hái starfi þeirra hið minnsta, að því er séð verði, eða nokkur lifandi sála kippi sér upp við það. Lítið dæmi um það birtist í dálkunum „A málþingi" í laug ardagsblaði Tímans undir fyrir sögninni ..Rithðfundar í hafvill- um", þar sem lagt er út af lít-- illi klausu í dagblaðinu Visi. Höf. greinarstúfsins, „Svart- höfði", sem er bæði ritstjóri og rithöfundur, kemst í talsvert uppnám sökum þess að íslenzk ir rithöfundar hafa lýst yfir „stuðningi við framkomna hug nivTv1 á,Mv,,.<*' um stuðning við tiilöiju Co on-c't46rn'ír á þingi S.þ. um fri' ' : i "id- landshafs og að undirbúin verði hliðstæð tillaga um friðlýsingu tiltekins svæðis á N-Atlants- hafi." „Svarthöfði" vill vitaskuld fá örugga vitneskju um, hvaða rithöfundar séu hér á ferð, hvoru rithöfundafélaginu þeir tilheyri, og hefði hann getað sparað sér bæði sálarkvalir og ögn af bleki með því að fylgj- ast örlítið meS fréttaflutningi í landinu. Rithöfundafélag fs- lands sendi sem sé öllum ís- lenzkum fjölmiðlum — og þá einnig Tímanum — fréttatil- kynningu um fundarsamþykkt sína, og birtist hún í nokkrum þeirra, þó aðrir teldu ekki ástæðu til að virða hana viðlits. „Svarthöfða" þykir sú hug- mynd fráleit, að hægt væri að gefa út tilkynningu um stuðn- ing við hænsnerækt í Timbúktú í nafni íslenzkra rithöfunda, og er sú yfirlýtig raunar í fullu samræmi við allan and- ann i málflutningi hans, sem er sá. að rithöfundar eigi ekki að hafa afskipti af öðru en því, sem gefur þeim sjálfum vonir um fjárhagslegan ábata. Ég og mínir likar lítum hinsvegar svo á, að rithöfundar geti mætavel stutt hænsnarækt í Timbúktú, ef hún kemur þar- lendum í góðar þarfir, og að þeir geti yfirleitt, bæði sem einstaklingar og stétt, látið þjóðþrifamál til sín taka, engu síður en aðrir þegnar mannfé- lagsins og tekið opinbera og afdráttarlausa afstöðu til hvers kyns mannlegra málefna. Ég hef ekki enn heyrt nein sann- færandi rök fyrir því, að rit- höfundar eigi að vera einsýnir eiginhagsmunastreðarar og láta sig þjóðfélagsmál engu skipta, enda mun slikum skoðunum einkum hampað austan járn- tjalds. Það miSaldarhugarfar, að menn eigi ekki að hugsa útfyrir ðinn eigin túrigarð, er senj betur fer á úndanháldi hjá ' íslerizkum rithöfundum sem og öSrum landsmönnum. Annars má vel vera, að „SvarthöfSi" hafi verið aS leika það gamalkunna bragð Rússa, að skamma Kínverja með því að skattyrðast við Albani. í ummælum hans felst nefnilega skýlaus fordæming á því atferli Einars Ágústsson ar utanríkisráðherra að fyrir- skipa sendinefnd íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að greiða atkvæði með tillögu Ceylon-stjórnar á allsherjar- þinginu. Samkvæmt rökfærslu „Svarthöfða": va^ðar íslenzka rithöfunda ekkert um hugsan- lega friðlýsingu Norður-Atlants hafs, og þá varðar vitaskuld fslendinga í heild eða íslenzk stjórnvöld enn síður um frið- lýsingu Indlandshafs. Þannig eru íslenzkir rithöfundar hreint ekki einir um að hafa lent í hafvillum, að skilningi „Svarthöfða" og sálufélaga hans. Sigurður A. Magnússon. Bréf til IndriBa G. Þorsteinssonar íf r -^^j^." j^ Kæri Indriði! Ég þarf að biðja þig fyrir fáein orð til Svarthöfða, vegna þess að ég hitti hann eiginlega aldrei, en þú daglega. Þau varða skrif hans á laugardag- inn um undirtektir íslenzkra rithöfunda við hugmyndinni um friðun heimshafanna, sem ég hygg að hann hafi ekki hugsað af nægilegri dýpt. Á síðasta allsherjarþingi Sam einuðu þjóðanna var samþykkt tillaga, borin fram af fulltrú- um Ceylon og fleiri ríkja, um að lýsa yfir friðun Indlands- hafs, þar sem hvorki yrðu leyfð ar, framar meir, neinar her- né flotaæfingar, og allar her- stöðvar yrðu bannaðar. Á móti þessari tillögu stóðu rikisstjórnir allra þriggja hern aðarbandalaganna, Varsjár- bandalagsins, Suðaustur-Asíu- bandalagsins og Atlantshafs- "" **^^^>^^^^S^*^^^K^^>^^^i^Ii^Ii^^*^^^^»^s^-^.^^^.^^s<»n^^^*^i^i^^s^^^^^^i^^^ bandalagsins (að íslenzku ríkis stjórninni undanskilinni) og gerðu um það samkomulag sín í milli a'ð tjá andstöðu sína með því að sitja hjá. Tillagan var hins vegar samþykkt með öllum atkvæðum „þriðja heims ins", en í' þeirri þjóðasam- kundu eru hin svonefndu hlut- lausu. eða nýfr.iálsu ríki .Einu Evrópumennirnir, sem greiddu tillögunni atkvæði, voru Svíar, Kýpurmenn, Möltubúar, Júgó- slavar og svo íslendingar, einir allra Nato-þjóðanna. Það var þessr enn einn vott- ur um pólitíska siðbót á íslandi undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar, sem gladdi góða drengi í öðru ^ íslenzka rithöfundafé- laginu. í því félagi eru allmarg ir menn, sem reyna að skyggn- ast út yfir sjálf heimshöfin, og skynja mannlífið, sem bóka- marV- "Sur þeirra dafnar í, þar aí leiðandi í allstórum ramma. Þessir rithöfundar, sem styðja þá liugmynd að Norðaustur- Atlantshafið, kringum landið okkar, verði einnig friðað fyrir herskipum, sprengjuflugvélum og víghreiðrum, hafa lengi múðrað .yfir því að hér skuli vera útlend herbækistöð. Nán- ar til ttkið, þá eru þetta sams konar rithöfundar og þeir, sem hafa sýnt lit á Því að gagnrýna rússneska herveldið innanfrá og verið dæmdir í tukthús eða settir á vitlausraspítala fyrir. sem sagt gagnrýnir menn, sem láta allt mannlegt til sín taka, nær og f jær. án tillits til einka hagsmuna sinna. Nú vil ég síður en svo kasta rýrð á þá rithöfunda, sem lítt skyggnast til heimshafanna sem slíkir, en gera sínu prívat og persónulega baðvatni þeim mun betri skil (þótt sjaldgæft muni aS þeir geti beinlínis not aS það fyrir blek). f þeirra hópi eru líka margir góðir drengir, og þess vegna minnist ég ekki á menn lítilla sæva í þessu sambandi, né heldur á pottþéttar vinsældir þeirra inn an sinna hernaSarbandalaga. Og þvi er þaS nú, sem ég vil biSja þig, góSi kunningi, að ía aS þvi við Svarthöfða, hvort hann vilji nú ekki reyna aS hugsa þetta friSunarmál heims- hafanna aið minnsta kosti ofan í botn sinnar kerlaugar, þótt ekki væri nema vegna okkar, fornvina sinn^. og aSdáenda. ViS viljum halda áfram aS trúa því aS ritstjóri Tímans hafi valiS SvarthöfðanafniS á þessa pistla í minningu þeirra dökku lokka, sem kringdu höfuS Kor- máks og annarra keltneskra skálda á þessu landi, sem einna ljósastir voru í hugsuninni, en ekki meS tilliti til myrkursins inni í höfðinu 8 þeim sem skrif ar þá. Reykjavfk, 9. Jan. 1972 Með beztu kveðju Stefán Jónsson. S - u i' 11 i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.