Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1972, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 13. janúar 1972 TfMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson (áb), Andrés Kristiánsson, Jón Helgason, Indriði G. Þorsfeinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastióri: Stein- grímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgrelðslusimi 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Farmenn felldu samkomulagið í kjaradeilunni Það kom mjög á óvart og hefur valdið miklum von- brigðum, að samkomulag það, sem tókst á sunnudags- kvöld með samninganefndum farmanna og skipafélag- anna, skyldi vera fellt við atkvæðagreiðslu í Sjómanna- félagi Reykjavíkur í fyrrakvöld, þar sem minna en helmingur þeirra manna, sem í verkfalli voru, greiddi atkvæði. Samkomulagið, sem fól í sér milli 40—50% kauphækkanir, var fellt með 96 atkvæðum gegn 33, en verkfallið náði til um 300 manna. Hins vegar samþykktu félög matsveina og skipsþerna samkomulagið. Logi Einarsson, sáttasemjari, boðaði til sáttafundar í fyrrinótt, þegar úrslitin í Sjómannafélagi Reykjavíkur lágu fyrir. Stóð sá fundur til morguns en varð með öllu árangurslaus. Er því ljóst, að þessi deila, sem staðið hefur nú samfleytt í 40 daga, getur orðið mjög torleyst og langvinn. Markaðir okkar erlendis eru nú komnir í hina mestu hættu vegna verkfallsins, og verkfallið mun yalda marg- víslegum erfiðleikum og tjóni, ef það heldur lengi áfram. Þjóðarhagsmunir og þjóðarnauðsyn býður nú að þetta verkfall verði leyst hið bráðasta. Með þeim samningum, sem samninganefndirnar gerðu með fyrirvara um samþykki félagsfunda, var undirmönn- um á farskipum tryggðar meiri kjarabætur en nokkrum öðrum starfsstéttum, sem samið hefur verið við að undan- förnu, eða milU 40 og 50% kauphækkun. Þessi mikla kauphækkun umfram aðrar stéttir var hins vegar rétt- lætanleg vegna þess að hásetar heyrðu til láglaunastétta, starfið er fórnfrekt og farmenn höfðu dregizt aftur úr í kjarasamningum undanfarin ár. Farmenn höfðu þó sætt sig við þessi lélegu kjör undir viðreisnarstjórn, en þeir hafna samningum um allt að 50% kauphækkun, þegar vinstri stjórn er sezt að völdum, og eftir að samninga- nefnd þeirra hafði undirritað samninga! Með því stefna þeir deilunni í óleysanlegan hnút. Þjóðarnauðsyn krefur að nú verði á hnútinn höggvið. 75 ára Leikfélag Reykjavíkur minntist í gær 75 ára afmælis síns. Saga Leikfélags Reykjavíkur og Iðnós er samtvinn- uð, því að félagið hefur alla starfstíð sína haft bækistöð í Iðnó, gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina. Nú á þessum afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur hillir hins vegar undir tímamót í sögu félagsins með tilkomu hins langþráða Borgarleikhúss, sem lengi hefur verið barizt fyrir og félagið safnað fé til. Leikfélag Reykjavíkur hefur gegnt ómetanlegu menn- ingarhlutverki í íslenzku þjóðlífi og gegnir því enn. Verð- ur það mikla framlag seint full þakkað. Tíminn árnar leikfélaginu og leikurum heilla á þessum tímamótum, og á þá ósk bezta til handa félaginu að nýtt og full- komið leikhús þess rísi sem fyrst af grunni og þeirri merku menningarstarfsemi, sem félagið rækir, verði tryggð samboðin vinnuaðstaða. '— TK ERLENT ÝFIRLlT H Jack Northman Anderson býöur Nixon og Kissín Birtir leynilegar fundargerðir, sem eru þeim í óhag. ÞAÐ HEFUR vakið verulega athygli og umtal bæði í Banda ríkjunum og utan þeirra. að þekktur blaðámaður, Jaek Northman Anderson, birti í síðastl. viku fundargerðir frá helztu undirnefnd Öryggisráðs Bandaríkjanna. Fundargerðir þessar voru frá fundum nefnd arinnar 3.—6. desember, en þær fjölluðu um styrjöldina milli Pakistans og Indlands. Á fundunum mættu m.a. Kissing- er, helzti ráðunautur Nixons í alþjóðamálum, tveir aðstoðar- ráðherrar úr utanríkismálaráðu neytinu, aðstoðarráðherra úr varnarmálaráðuneytinu, yfir- maður upplýsingaþjónustunn- ar og ýmsir háttsettir menn 'a^rir. Fundargerðirnar báru þess glöggan svip, að Kissinger hefði lagt mikla áherzlu á það í umboði Nixons, að reynt yrði að veita Pakistan sem mesta aðstoð og stöðva sókn Ind- verja. Þessi afstaða þeirra Nixons og Kissingers hafði að vísu verið kunn áður, en birt- ing fundargerðanna leiddi hana" þó enh betur í ljos. Að öðru 4eyti verður ekki sagt, að birting fundargerð- anna hafi veitt aðrar mark- verðar upplýsingar. Segja má því, að birting þeirra hafi ekki sízt vakið athygli vegna þess, að þær skyldu berast blaða- manni í hendur og hann birta þær, þótt þær væru merktar sem trúnaðarmál. Talsvert hef ur verið rætt um, hvort höfðað verði mál gegn honum fyrir þetta eða hann a.m.k. yfirheyrð ur um, hvernig hann hafi feng ið þær. Enn hafa stjórnarvöld in þó ekki aðhafzt neitt í þess- um efnum. ANDERSON telur sig ekki kvíða neinu, þótt hafnar verði yfirheyrslur vegna þessa máls. Ef yfirmaður öryggisdeildar dómsmálaráðuneytisins, sem fjallar um slfk mál, fer að spyrja mig, segir Anderson, þá kann svo að fara að ég spyrji hann meira en hann mig. Áreiðanlega er auðveldara fyr- ir roig að fá upplýsingar um hann, en það er fyrir hann að' fá upplýsingar um mig. Anderson segir ennfremur, að það muni aldrei upplýsast, hvernig hann fékk fundargerð- irnar, nema viðkomandi aðilar gefi sig sjálfir fram. Hann gefur jafnframt í skyn, að þar sé um háttsetta aðila að ræða. Gizkað hefur verið á, að hátt settir menn í utanríkisráðu- neytinu hafi komið fundargerð unum til Andersons. Það er m. a. vitað, að ýmsir embættis- menn þar telja Kissinger of ráðríkan og taka of lítið tillit til utanríkisráðuneytisins. Það gerðist ekki sízt í deilu Ind- lands og Pakistans. Birting fundargerðanna er talin póli- tískt óhagstæð þeim Nixon og Kissiager. ÞETTA er ekki í fyrsta sinn. sero Anderson hefur lagt gögn Jack Northman Anderson á borðið eða birt á annan hátt upplýsingar, sem koma sér illa fyrir valdamenn í Bandaríkjun um. Það var m.a. Anderson, sem birti á sínum tíma upp- lýsingar um, að Dodd öldunga- deildarþingmaður hefði notað til persónulegra þarfa fé, sem hafði verið lagt í kosningasjóð hans og hann mátti eingöngu nota í þágu kosningabaráttunn ar. Dodd, sem var mjög vinsæll sökum baráttu sinnar gegn kommúnistum, hlaut vítur í öldungadeildinni fyrir þetta og missti síðar þingsætið. Anderson skrifar nú daglega dálk, sem nefnist Merry-Go- Round, og birtist hann í rúm- lega 700 blöðum daglega. f dálkum þessum er aðallega að finna stuttar frásagnir af at- höfnum þekktra einstaklinga, og eiga margir orðið um sárt að binda af þessum sökum, en oftast er það dregið fram, sem miður fer. Sér til aðstoðar hef- ur Anderson sex starfsmenn. sem m.a. fara yfir bréf, sem honum berast, og kanna efni þeirra, en venjulega berast hon um 200—300 bréf á dag. Mörg eru þessi bréf frá f<51ki, sem vill láta birta eitthvað misjafnt um náungann. Höfundur dálks ins telur það líka tilgang hans að draga það, sem reynt er að hylja ranglega, fram í dags- ljósið. Það var hinn kunni blaða- maður, Drew Pearson, sem hóf þennan dálk fyrir 35 árunv Síjjjnr gerði hann Ander son að staí5gengli sínum. Þegar Pearson féll frá. tók Anderson alveg við dálknum. Talið er. að hreinn ágóði af dálknum sé um 300 þús. dollarar á ári og skiptist bað jafnt á milli Andersons og ekkju Pearsons. Auk þess fær Anderson 90 þús. dollara fyrir dálkinn og 40 þús. dollara árslaun fyrir að stjórna tímaritinu Parade. Þá heldur hann öðru hverju fyrirlestra og fær fyrir hvern þeirra frá 1000 —1500 dollara. JACK NORTHMAN ANDER- SON, sem er sennilega þekkt- asti blaðam. í Bandaríkjunum um þessar mundir, er fæddur í Kaliforníu 19. okt. 1922. For- eldrar hans fluttu til Utah, þegar hann var tveggja ára, en þau voru Mormónatrúar. Hjá Anderson beygðist snemma krókur til þess sem verða vildi, því að hann hóf að skrifa skáta fréttir fyrir dagblað, þegar hann var 12 ára, og 18 ára var hann ráðinn fullgildur blaða- maður. Ári síðar gerðist hann trúboði hjá Mormónum. Á stríðsárunum starfaði hann lengstum sem stríðsfréttaritari og var um talsvert skeið hjá skæruliðum, sem héldu uppi árásum að baki víglínu Jap- ana. Árið 1947 gekk hann á fund Pearson, og bauð honum þjónustu sína or var það þeg- ið. Síðar varð hann nánasti samverkamaður Pearsons. Anderson er giftur og níu barna faðir. Hann vinnur mik- ið heima og tekur lítinn þátt í samkvæmislífi. Aðstoðar- tn-nri hans láta vel af því aí V' i með hpnum. Eftir hon- um er m.a. haft, að þeir. sem tali mest um bagmælsku, séu oft líklegastir til að segja frá leyndarmálum. Þ.Þ. SEXÆstóf;.-. ^a=^mmemm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.