Tíminn - 13.01.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 13.01.1972, Qupperneq 1
9. tbl. — Fimmtudagur 13. janúar 1972 —• 56. árg. SENDIBÍLASTÖÐIN HF * * * * * * * * * * * * *- * FRYSTIKISTUR * FRYSTISKÁPAR * * * * * * * * * * * IUFTÆKJADEILD, HAFKARSTRÆTI 23, SlMI 18305 ^ Vel hefur gengið að manna bátana til þessa Beita og salt fyrir hendi í öllum verstöðvum Fjölmennur fundur með fjármála- ráðherra Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík boðaði til opins stjómmálafundar um skattamál in og fjárlögin á Hótel Sögu í gærkvöldi. Frummælandi á fundinum var Halldór E. Sig urðsson, fjármálaráðherra, og svaraði hann fyri,rspurnum. Fundarmenn, sem voru fjöl- margir, gerðu góðan róm að máli ráðherra. Fundarstjóri á fundinum var Friðjón Guðröðar son hdl. Á myndinni sést yfir nokk um hluta fundarmanna og til vinstri á myndinni qr Halldór E. Sigurðsson^ fjármálaráð- herra. (Tímam. Gunnar) Farmannaverkfallið: Tillaga sátta- semjara komin ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. í viðtölum, sem blaðið átti við nokkra aðila innan sjávarútvegsins, kemur í ljós að ekki er neitt mannahrak á bátunum enn sem komið er. Þá er ekki talið að beituskortur muni verða til vand ræða á vertíðinni, en hann get nr orðið þegar líða fer á sumar ið. Ekki, er heldur talin hætt á saltskorti á næstunni, og er vitaö um eitt saltskip sem er að leggja af stað til landsins. Ekki beituskortur. Það er öruggt að engin beitu vöntun verður á næstunni, en er líða fer á árið gæti svo orðið, sagði Sigurður H. Egilsson, for- stjóri LÍÚ, er við ræddum við hann í dag. Sigurður sagði, að um þessar mundir væru til 3000 lestir af beitusfld í landinu, en samkvæmt áætlun, seim gerð hefði verið, þyj'ftu landsmenn 5000 lestir af beitusíld, en reyndar væru ára skipti á því hve mikið væri not að af beitu. Það getur orðið beituvandamál er líður á sumarið, og þá helzt í sambandi við grálúðubátana og aðra báta sem róa með línu. Gæti þá svo fari'ð að sumir ættu beitu, en aðrir ekkert. Sagði Sigurður, að ekki væri ennþá vitað hvernig bezt væri að afla beitu, ef til beituskorts kæmi, en vel kæmi til álita að flytja meira inn af smokkfiski frá Nýfundnalandi og Bandaríkjunum, sem þegar hefði verið gert og Vestfirðingar væru byrjaðir að nota. Verður mannahrak? Gunnar I. Hafsteinsson hjá Landssambandi íslenzkra útvegs- manna tjáði blaðinu í dag, að sífellt væri auglýst eftir sjómönn um á bátaflotann, en ekki bæri neitt á því ennþá, að menn vant aði í ríkum mæli á bátana, þar sem menn fást, að minnsta kosti enn sem komið er, jafnóðum. Þegar netavertíðin nálgast og allur flotinn fer af stað, má fara að búast við, að menn vanti á bátana, a.m.k. til að byrja með. Taldi Gunnar, að ef til vöntunar á sjómönnum kæmi, þá yrðu það einkum minni bátarnir sem yrðu fyrir barðinu á henni, e,n að svo komnu máli væri ákaflega vont að segja nokkuð um hvort manna- hrak yrði á bátaflotanum í vetur. Nóg salt um sinn. Ekki er hætta á saltskorti á næstunni vegna farmannaverkfalls ins, sagði Helgi Þórarinsson, fram kvæmdastjóri SÍF, er við ræddum við hann í dag. Helgi sagði, að eitthvert magn af salti væri til í landinu, og í Framhald á bls. 14. Lengri frestur til að skila framtölum OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Skattframteljendur hafa nú viku lengri frest til að skila fram- tölum sínum en verið hefur til þessa. Venja var að menn áttu að skila framtali sínu á viðkomandi skattstofu ekki síðar en 31. jan., en nú er tíminn heldur rýmri og er fresturinn til 6. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ríkisskattstjóri sendir frá sér í dag. Þar er einnig vakin athygli á að þeir. sem ekki ráða við að útfylla skýrslur sínar sjálfir, geta snúið sér til skattstjóra eða um- boðsmanna þeirra á skattstofum og fengið þar aðstoð, en slík að- stoð verður ekki veitt nema til 4. febrúar. Friörík konung- ur liggur þungt haldinn Líðari Friðriks Danakonungs var sögð slæm í gærkvöldi. Frið rik var þá með 39 stiga hita og hjartslátturinn var yfir 100 slög á mínútu. — Sjá bls. 7. HVER ER RAUNVERULEGUR VILJI MEIRIHLUTA FARMANNA? AÐEINS 6 AF 74 HÁSETUM SÍS ÞÁTT í ATKVÆÐAGREIÐSLU Aðeins 12 af 74 undirmönnum á skipum Skipadeildar SÍS, sem í verkfalli eru, hafa atkvæðisrétt í kjaradeilunni. tekin fyrir á fundum í dag ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag. Sáttasemjarinn í farmannadeil- unni, Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar, lagði fram sáttatil- lögu á fundi með deiluaðilum í kvöld. Deiluaðilar hafa ákveðið að taka tillöguna til umræðu og af- greiðslu á morgun, fimmtudag, og fæst því væntanlega úr því s! irið á morgun, hvort deilan leys ist eða ekki. Sjómannafélag Reykjavíkur hefur boðað til fundar með far- mönnum á morgun, fimmtudag, í Iðnó og hefst sá fundur kl. 14. Skorar stjórn Sjómannafélagsins á farmenn að mæta vel á fundinn. Blaðinu tókst ekki að fá upp hvað fælist í sáttatillögunni, en vonandi er tillaga sáttascmjara á þann hátt, að báðir aðilar geti sætt sig við hana. TK—Reykjavík, miðvikudag. Skv. upplýsinguin, sem Tíminn aflaði sér i dag, tóku aðeins 6 af 74 starfsmönnum á skipum Skipadeildar SÍS, sem í verkfalli eru, þátt í atkvæðagreiðslunni, þegar hafnað var milli 40 og 50% kauphækkun eftir 40 daga verkfall! Vegna ákvæða í félagslögum Sjómannafélags Reykjavíkur um búsetuskilyrði, hafa aðeins 12 af þeim undirmönnum á skipum SÍS, sem í verkfalli eru, full fé- lagsréttindi og þar með aðild að ákvörðunarvaldi um kaup og kjör pg vinnustöðvun. Af þessum 12 rnönnum voru 3 staddir erlendis, þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 9 menn voru í Reykjavflc, en að- eins 6 þeirra greiddu atkvæði. Það voru sem sagt aðeins 6 menn af 74 viðsemjendum, sem Skipadeild SÍS samdi við, þegar samkomulag ið var undirrita® af samninga- nefndum, sem tóku þátt í þeirri ákvörðun að hafna fyrir heildina milli 40 og 50% kauphækkun! Nánar er fjallað um þetta mál „A víðavangi“ — bls. 3.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.