Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 2
TIMINN 'í'i'fc,*. FIMMTUDAGUR 13. janúar 1972 Rsgnar Bjömsson stj>jn*iar Oratóríkór Dómkirkjunnar á æfingu. (Tímamynd Gunnar) Minnkandi afli fyrir Vestf jörðum f yfirliti Fiskifélagsins um sjó- sókn og aflabrögð í Vestifiirðinga- fjórðungi í desember segir, að gæftir hafi verið nokkuð góðar allt til jóla og var afli línubát- anna yfirleitt góður á þessu tíma- ,bili. Aftur á raóti var afli togbát- anna anjög tregur allan mánuð- inn. í desember stunduðu 34 bátar róðra frá Vestfjörðum, reru 26 með línu, en 8 stunduðu togveið- ar. Á saima tíma í fyrra reru 20 bátar með línu, en þá stunduðu 16 bátax togveiðar. Heildaraflinn í mánuðinuim varð nú 2.834 lestir, en var 3.014 lestir á saima tima í fyara. Afli línubátanna varð nú 2.155 lestir í 318 róðrum eða 6,76 lestir að imeðaltali í róðri, en í fyrra var afli 20 línubáta 1.503 lestir í 224 róðrum eða 6,71 lest að meðal- tali í róðri, Aflahassti báturinn í imánuð- inuni var Sólrún frá Bolungar- vík með 152,3 lestir í 19 róðr- um, en í fyrra,var Júlíus Geir- imundsson frá fsafirði aflahæst- ur í desember með 248,8 lestir, en hann stundaði togveiðar. Af togbátunuim var Kofri frá Súða- vík nú atflahæstur með 115,4 lest- ír. Heildaraflinn á þessari haust- vertíð er heldur rýrari en í fyrra. Veldur þar imestu um tregari afli hjá togbátunuim. Heildaraflinn á tímabilinu október/desember varð nú 6.479 lestir, en var 6.682 lestir á sama tjmabili í fyrra. Aflahæsti línubamrinn á þessu tímabili er Sólrún frá Bolungar- vík imeð 327,9 lestir í 51 róðri, en í fyrra var Ólafur Friðberts- son frá Suðureyri aflahæstur línu- bátanna með 234,8 lestir í 48 róðrum. Uon áramótin kom til Vest- fjarðanna verulegt magn af beitu- smokk, sem fluttur var inn fna Nýfundnalandi og vesturströnd Bandaríkjanna. Rækjaveiðarnar. Vertíð hjá rækubátunum hófst í byrjun október og lauk um miðj- an desember. Að þessu sinni stund- uðu 75 bátar rækjuveiðar frá Vestfjörðum og varð heildarafl- inn á haustinu 1144 lestiar, en var 1322 lestir á sama tíma í fyrra. Er um verulegan samdrátt að ræða bæði í Arnarfirði og ísa- fjarðardjúpi, en í Húnaflóa hef- ur orðið umtalsverð auknimg. Frá Bfldudal h:ifa róið 11 bát- ar í haust, og er heildarafli þeirra á haustinu aðeins 114 lestir, en var 207 lestir í fyrra. Hefur afl- A MAIÞINGI Félagið sem ekki dó Einhvers staSar hefur maSur heyrt utan að sér í fagnaðarriku taii og miklum umsvlfum á s|ötíu og fimm ára afmæli Leikfélags Reykjavikur, aS því hafi veriS hald Ið fram að það gæti ekki lifað eftir opnun Þióðleikhússins. Þetta for nú öðruvísi eins og margrómað af- mæli ber vitni «*m. Lelkfélag Reykja vfkur er vaxandi félag af þrottl, penlngum og vlðfangs«fnum. Það á nú yfir að ráða tugum milljóna i byggingarsióðl, Brynjdlfi mínum og öðrum ámóta lcikurum, sem eru vlrSi þyngdar slnnar i gulli, og trompar nú upp með Skugga-Svein okkur til yndisauka f skammdeginu — þessa kfmilegu hrollvekju frá nftjándu öldlnnl, eða alvörutíma úti legumanna, þótt þess gætl nokkuð að höfundurinn hafi frekar trúað á guðsrikið en gærupakklð. ÞaS veltur alltaf á miklu hvcrjir veljast til forustu f félögum áhuga- manna eins og L. R. Og ekkert sannar bctur en vðxtur Letkfélags ins og viðgangur, að forustuna hef ur það ekki skort. Nú upp á síð kastið hefur Sveinn Einarsson stýrt félaginu með prýði og framsýni, og ekki átt svo lítinn þátt f því að skapa íslenzkum verkum þann sess f leikhúsinu, sem þelm hæfir. Er það ekki lítili léttir eftlr alla þýð ingarþokuna, að fslenzku verkin skuli allt f einu komin f öndvegiS, og góS tilefni notuð tll aS efna til samkeppnl um samningu leik. rita. Það er ekki orðin lítil breytlng frá þvf sem var, þegar sextán leik rit berast i keppni, verðlaununum þarf að skipta, og veitt eru auka- verðlaun. Auk þessa eru svo önnur verk, sem bárust, talin athugunar efni með uppsetningu fyrir augum. Þetta eru mikll gleðitíðindi. Hér er að koma upp hópur leikritaskálda vonum fyrr, og ekki ber að þakka þessa þróun neinu fremur en ein. mitt hinni mlklu forsögu leikllstar- lífsfns. ÞaS eru frábærir lefkarar, sem hafa vakið áhugann og stofn að óbeint til þessa árangurs f rlt- listinni. Hei'ður sé þeim, og þvi fé lagi, sem tók ekki upp á þvi aS deyja. Svarthöfði. inn verið sáratrekur í allt haust og rækjan mjög smá. Frá veratöðvunum við fsa- fjarðardjúp reru 57 bátar til rækjuveiða í Djúpinu í haust, og er heildaraflinn orðinn 780 lest- ir, en var 935 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn í desember varð nú aðeins 53 lestir, en var 72 lestiir í fyrra. Aflahæstu bátarn- ir á haustvertíðinni eru Halldór Sigurðsson með 36,2 lestir, Dynj- andi 31,1 lest og Gullfaxi 30,9 lestir. Afli hefur verið mjög mis- jafn. Eru 15 aflahæstu bátarnir með yfir 50% af heildaraflamagn inu. Frá Hólmavík og Drangsnesi hafa 7 bátar stundað rækjuveið- ar í haust, og hefur aflinn-verið ágætur hjá þeim bátum. I des- ember komu þar á land 81 lest, og er heildaraflinn á haustinu þá orðinn 250 lestir, en var 180 lestir í fyrra. Aflahæsti bátur- inn á haustvertíðinni er Birgir með 43,8 lestir, en aflahæstir í desember voru Sigurtfari með 13,2 lestir, Birgir 13,2 lestir og Sig- urbjörg með 12,8 lestir. Nokkrir báitar voru byrjaðir að veiða hörpudisk í desember. Á Tálknafirði landaði Freyja GK- 48 11,9 lestum og á Bíldudal land- aði Garðar 20,7 lestum. Vinnsla á hörpúdiski var einnig hafin eða um það bil að hefjast á Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík og ísa- firði og má búast við að veruleg aukning verði á þessari vinnslu eftir .árainótin., ¦-.. ~ . Hagsmunafélag ríkisstarfs- manna á Keflavíkurflugveili Fréttatilkynning frá stjórn Hagsmunafélags ríkisstarfsmanná á Keflavíkurflugvelli. Nýlega var gengið frá stofnun „Hagsmunafélags ríkisstarfs- manna" á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið með stofnun félags ins er að sameina hina ýmsu hópa ríkisstarfsm. á Keflavikur flugvelli í eina heild, og vinna þannig r/ameiginlega að himim ýmsu sérmálum, sem upp koma og eru staðbundin við Keflavíkur flugvöll. Þá leggur félagið áherzlu á að vinna beri að því að ríkisstarfs- menn á Keflavíkurflugvelli, njóti ekki síðri kjara en ríkisstarfs- menn í Reykjavík og starfsmenn íslenzkra fyrirtækja á Keflavík urflugvelli. Þá vill féla»ið minna á að um ferð um Keflavíkurflugvöll fer vaxandi ár frá ári og er því nauð synlegt að þar sé til staðar sam stillt og vel þiálfað starfslið með góða starfsaðstöðu. Stjöm félagsins er þannig skip- Uð: Formaður Friðrik Sigfússon, Tollgæzlu. Varaform. Árni Júlíusson, Fríhöfn. Kitari Þráinn Þorleifíson, Veðurst. ísl. G.ialdkeri Gústaf Bergmann, Lögreglu Meðstj. Þorbjörg Kvaran, Fóstur og Sími. Nýr kór: Qratóríkór Dómkirkjunnar Óratóríkór Dómkirkjunnar er tónleika- eða konsertkór Dóm- kirkjunnar í Reykjavík. Kór þess um er eingöngu ætlað að koma fram á tónleikum, en meðlimir kórsins á engan hátt bundnir messusöng. Jarðvegurinn að þessari kór- stofnun var eiginlega óafvitandi lagður í fyrra haust, en þá var starfræktur söngskóli á vegum Dómkirkjunnar fyrir ungt fólk því að endurgjaldslausu. Mikil aðsókn var a'ð skólanum og árang urinn eftir veturinn var það já- kvæður, að ákveðið var að stofna kór að hausti, sem sinnti eingöngu tónleikahaldi. Kórinn var síðan formlega stofnaður á fundi í byrj un október í haust og blaut heitið Óratóríkór Dómkirkjunnar. Aðal- viðfangsefni kórsins þetta árið var ákveðið Stabat Mater eftir A. Dovrák, — eitt fegursta verk sinn ar tegundar — og æfingar þegar hafnar. Verkið verður flutt síðari hluta vetrar og þá í fyrsta skipti hér á landi. Flytjendur ásamt Óratóríkórnum verða Sinfóníu- hljómsveit íslands, Karlakór Reykjavíkur, en einsöngvarar verða Svala Nielsen, Guðrún Á, Símonar, Magnús Jónsson og Jón Sigurbjömsson. Stjórnandi um- ræddra tónleika verður Ragnar Björnsson. — Eins og nafn kórsins ber með sér, mun hann koma fram undir nafni Dómkirkjunnar og mun kirkjan styðja hann að nokkrii fjárhagslega. Aðallega mun þó kórinn byggja fjárhag sinn á styktarfélögum, líkt og aðrir kórar í Reykjavík. — Hafi einhverjir áhuga á að gerast með- limir í kórnum, mun það enn möguleiki, en skilyrði er nótna- lestur og gott tóneyra. — Söngskóli á vegum DómkirXj unnar verður starfræktur í vetur í líku sniði og var sl. vetur og mun kennsla byrja bráðlega, en nánar verður sagt frá því síðar. Kennaraháskólinn kennir námsmat ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Á vetri komanda mun Kennara- háskóli Islands efna til kennslu í námsmati. Inntökuskilyrði í nám þetta er kennarapróf. Nám- þetta, sem mun vara allan næsta vetur, er liður í endurhæfingu og framhaldsmenntun kennara, en undanfarin ár hefur skólinn efnt til námskeiða fyrir kennara, og um þessar mundir stendur yfir námskeið fyrir stærðfræðikenn- ara, en það hófst í vor, og starf- ar nú sem bréfaskóli. þannig að kennararnir geta stundað sín störf hvar á íandinu sem þeir búa. Um sóknarfrestur fyrir ko'mandi nám er til 1. ina/ n.k. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, sagði á fundi með blaðamönnum í dag, að um 140 manns hefðu sótt framhaldsnám hjá Kennarahá- skólanum undanfarin ár, og gert væri ráð fyrir að halda áfram með slík endurhæfingarnámskeið, enda er brýn þörf á þeim, m.a. vegna hinna miklu breytinga, sem nú eiga sér stað í skólakerfinu. Meginviðfangsefni í námsmats- kennslunni verða- 1. Nám og kennsla. 2. Námsmarkmið. 3. Gerð prófa, gildi þeirra og meðferð. 4. Tölfræði. 5. Gerð námsskrár. 6. Mat á námsefni. 7. Nokkur kynn- ing á gagns. tölvu við mat á náms- efni. Kennsla fer fram í fyrirlestr um, rannsóknargengjum og sjálf- stæðri vinnu undir leiðsögn, m.a. að raunhæfum verkefnum á vett- vangi, svo sem mati á námsefni, tækjum og kennslu. Námi þessu er einkum ætlað að gera kennara færari en ella um að skýra markmið náms fyrir sjálf- um sér og öðrum og meta náms- efni og kennslu í ljósi þeirra. Á það því að gagnast mönnum, hvort sem þeir stefna að því að bæta matsaðferðir í eigin kennslu, verða til gagns og ráðuneytis um gerð prófa og aðrar matsaðferðir í eigin skóla eða skólahverfi eða hyggja á störf við fræðilega end- urskoðun námskrár. Aðalkennarar í námskeiðinu verað þær Sigríður Valgeirsdóttir, magister, og dr. Þuríður Kristjáns- dóttir, en báðar hafa þær lagt stund á sérnám á þessu sviði í Bandaríkjunum og víðar. Námið hefst 1. okt n.k. og lýk- ur með prófi í mailok 1973.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.