Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1972 TIMINN Tveir listar i kjori hjá iðju EJ—Reykjavík, miðvikudag. Tveir listar verða í kjöri í stjómarkosningu í I'öju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík — listi stjórnarinnar og síðan listi Pálma Steingrímssonar og fleiri. Er þetta annað árið í röð, sem tveitr framboðslistar koma fram í Iðju. Á lista Pálma O'g félaga eru eftirfarandi í aðalstjórn: Pálmi Steingrímsson, formaður, Hannes Jónsson, varaformaður, Steingrím ut Steingrímsson, ritari, Einar Eysteinsson, gjaldkeri, Jóhanna Valdimarsdóttir, meðstjómandi, Kjartan Friðriksson, meðstjóm- andi og Snorri Ársælsson meðstj. f varastjóm era Vigdís Þjóðbjam airdóttir, Sigurjón Hallgrímsson og Örlygur Pétursson. Þá eru einnig tveir listar til kjörs í trnúaðarráði Iðju, en í því eiga sæti 12 menn og jafn margir til vara. Ekki' hefur enn verið ákveðið, hvenær stjórnarkosningin fer fram. Sveinn Einarsson leikhússtjóri flytur ræSu vlð lok hátíðasýningarinnar á Skugga-Sveini. LEIKFÉLAGINU BÁRUST GJAFIR OG HEILLAÓSKIR SJ—Reykjavík, miðvikudag. I af tilefni 75 ára afmæli Leik- I gær, þriðjudag, var hátíða- félags Reykjavíkur. í sýningar- sýning á Skugga Sveini í Iðnó ' lok fluttu ræður þeir Geir Hall- Fundur Starfsmannafélags ■ríkisstofnana?- BSRB endurskoði vinnu- uðferðir síuur EJ—Reykjavík, miðvi.kudag. Fjölmennur fundur íl trúnaðar- mannaráði Starfsmannafélags rík- isstofnana somþykkti í gær álykt- nn um deilu BSRB og ríkisstjórn arinnar, þar sem afstöðu ríkis- stjómarinnar er mótmælt og lýst yfir, að samtök opinberra starfs- manna „komist ekki hjá að end- íirskoða vtnnuaðferðir sínar og beita hverjum tiltækum ráðum, sem fái samningsaðilann til að setjast við samnijigaborðið". f ályktuninni er í fyrsta lagi „mótmælt harðlega þeirri ókvörð un ríkisstjómarinnar að neita að ganga til samningaviðræðna um framlagðar kröfur Kjararáðs BSRB.“ f öðru lagi segir, að „fundur- inn vítir þann málflutning ríkis- Stjórnarinnar, að Kjararáð BSRB hafi ekki gert sérstakar kröfur fyriir láglaunafólk innan raða ríkisstarfsmanna11. Er bent á, að BSRB hafi einmitt óskað eftir sérstökum bótum fyrir þá lægst- launuðu, og fullyrt, að þörfin á leiðréttingu fyrir láglaunafólk meðal ríkisstarfsmanna sé brýnni en an-nanra og sé það því krafa númer eitt, en ríkisstjórnin neiti jafnvel að ræða þá kröfu. Bent er m.a. á, að lægstlaunuðu ríkis- starfsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana fái nú um 1000 kr. lægri mánaðarlaun en þeir seim vinna sams konar störf á frjáls- um vinnumarkaði og eru í lægsta taxta Dagsbrúnar. í þriðja lagi er mótmælt „harð- lega órökstuddum fullyrðingum ráðherra um að ríkisstarfsmenn hafi fengið 7—9% meiri meðal- talskauphækkun en iráðgert var. Segir í ályktuninni, að þessi fullyrðing sé „furðuleg fjarstæða". í fjórða laigi „átelur fundurinn sérstaklega", að áfangahækkanir þær sem ríkisstarfsmenn fengu 1. janúar sl. og verið hafi til þess að leiðrétta laun ríkisstarfs- manna miðað við laun á frjálsum vinnumarkaði þegar kjarasamning urinn var gerður, séu „rangtúlk- aðar á þann hátt, að rikisstarfs- menn fái meiri hækkanir 1. jan- úar en þeir, sem fengu 4% hækk- unina í des. 1971“. Framhald á bls. 14. Tékkar á tonleikum hjá Sinfóníunni 9. og síðustu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á fyrra miss- eri verða haldnir fimmtudaginn 13. janúar kl. 21.00. Stjórnandi verður Jindrich Rohan og einleik- ari Dagmar Baloghova, bæði frá Tékkóslóvakíu. Á efnisskrá er Sinfónía nr. 38 í D-dúr (Pragsinfónía) eftir Mo- zart, píanókonsert nr. 2 eftir Ivan Rezac og Sinfónía nr. 7 í d-moll op. 70 eftir Dvorak. Jindrich Rohan fæddist í Brno, þar sem hann einnig hlaut sína skólagöngu. Hann hóf að leika á píanó aðeins sex ára að aldri, og bætti síðan fiðlu-, básúnu og trom- Myndin er frá hinum fjölmenna fundi í trúnaðarmannaráði Starf&mannafélags ríkisstofnana. grímsson, borgarstjóri, Vilhjálm- ur Þ. Gíslason, formaður Þjóðleik- húsráðs, Klemenz Jónsson formað ur Leikarafélaigsins, Þorvarður Helgason, fœnmaður Félags ís- lenzkra leiklistargagnrýnenda, og Sveinn Einarsson, leikhússtjóri. Félaginu bárast peningagjafir í húsbyggingarsjóð á afmælisdaginn. Og í ræðu sinni sagði borgar- stjóri, að ákveðið væri að hefj- ast handa sem allra fyrst um byggingu borgarleikhúss. Seint í gærkvöldi hófst afmælisveizla LR að Hótel Sögu og bárust þang að mangar árnaðaróskir til félags- ins. petleik við þessa kunnáttu sína í hljóðfæraleik. Á stríðsárunum tók hann þátt í baráttu frjálsra Tékka utan heimalands síns, en að þéim loknum hóf hann nám í hljóm- sveitarstjórn við Tónlistarskólann í Prag, þar sem bæði V. Talic og Karel Ancerl voru kennarar hans. Síðan árið 1954 hefur hann verið aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Prag, auk þess sem hann hefur stjórnað fjölda hljóm- sveita víða um heim. íslenzkum hljómleikagestum er enn í minni stjórn hans á Sinfóníuhljómsveit íslands á starfsárinu 1961—1962. Dagmar Balaghova fæddist í Ilava í Slóvakíu og er komin af tónlistarmönnum í báðar ættir, sem hvöttu hana til frekara náms við Tónlistarskólanr. í Prag. Hún gerðist nemandi prófessors I. Step- hanova-Korzova og útskrifaðist með bezta vitnisburði árið 1952 frá Tónlistarháskólanum í Prag. þar sem hún nú er kennari. Dag- mar Baloghova hefur fengið bezta dóma f.vrir túlkun sína á verkum tónskálda 19. og 20. aldar. Túlkun hennar, tækni og kraftur, samfara afburða tónlistargáfum. hefur Framhald á bls. 14. Farmannadeiluna verður að leysa Almennur og sterkur vilji er nú meðal abncnnings fyrir því að kjaradeila farmanna verði leyst tafarlaust. Far- ínenn felldu samkomulag, sem samninganefnd þeirra hafði gert við skipafélögin um 40— 50% kauphækkun. Það er áreið anlega algert einsdæmi í heim inum að samkomulag um svo mikia kauphækkun sé fellt af meðlimum í verkalýðsfélagi eftir að forystumenn þess hafa náð slíkum árangri í samning- um við kaupgreiðendur eftir langt verkfali. Sérstaklega er þetta þó torskilið vegna þess að hér er um miklu meiri kauphækkanir að ræða heldur en öll aðildatfélög ASÍ höfðu samþykkt til tveggja ára. Það er Iftca áreiðanlega al. gert einsdæmi að svo mikil- væg ákvörðun og alvarleg fyr- ir alla þegna þjóðfélagsins og þjóðarbúið sé tekin með þeim hætti, sem gert var í Sjómanna félagi Reykjavíkur, þegar mál eru nánar skoðuð. Skal hér nefnt dæmi þessu til skýringar. Aðeins 12 af 74 starfs- mönnum Skipadeildar SÍS höfðu atkvæðis- rétt Skipadeild Sambands ísl. samvinnufélaga var aðili að þeim kjarasamningum, sem undirritaðir voru af samnings- aðilum á sunnudagskvöld. Skipadeildin var þar að semja við 74 starfsmenn á skipum Sambandsins, sem í verkfalli voru. Lög Sjómannafélags Reykjavíkur eru hins vegar ineð þeim hætti, að ákvörðun- arvaldið um það. hvort menn vildu ganga að 40—50,% kaup- hækkun var ekki hjá þessum 74 mönnum. Vegna ákvæða laga Sjómannafélagsins um bú- setu manna voru aðeins 12 af þessum 74 með full félagsrétt- indi og þar með atkvæðisrétt og aðild að ákvörðunarrétti um kaup sitt og kjör og þar með, hvort staðfesta skyldi samkomu lag samninganefnda eða hafna 40—50% kauphækkun. Aðeins 8% af háset- um Skipadeildar greiddu atkvæði — 6 menn Af þcssum 12 starfsmönnum Skipadeildar, sem full félags- réttindi og atkvæðisrétt höfðu, voru 3 erlendis. 9 vora í Reykjavík en af þeim tóku að- eins 6 þátt i atkvæðagreiðsl- unni. Það voru því aðeins um 8% af viðseinjendum Skipa- deildar, sem tóku þátt í at- kvæðagreiðslunni, þegar hafn að var fyrir hönd hinna 74 að ganga að 40—50% kauphækk- un! í rauninni er því ekkert vitað um vilja raunveralegs meirihluta verkfallsmanna og í rauninni er það bæði ósenvi- legt og ótrúlegt að meirihluti undirmanna á farskipum vilji stefna þjóðarbúi og almenn- ingshag í voða, þegar forystu- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.