Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.01.1972, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. janúar 1972 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndriSi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusiml 12323. Aub'.ýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur síml 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Efnahagstlllögur stjórnarandstöðunnar í málgögnum stjórnarandstöðuflokkanna er því kröft- uglega haldið fram, að mikil hætta sé á ört vaxandi verð- bólgu. Jafnhliða þessu er það staðhæft, að með kjara- samningunum í fyrra mánuði og fiskverðshækkuninni um áramótin ,sé gengið svo nærri ýmsum mikilvægustu atvinnugreinum, eins og hraðfrystihúsunum, að ekki megi tæpara standa. Því skal sannarlega ekki neitað, að þessi málflutn- ingur stjórnarandstöðublaðanna hafi við rök að styðjast. Vissulega er staðan í efnahagsmálunum nú þannig, að ástæða er til varfærni, ef takast á að draga úr þeim hraða verðbólguvexti, sem hefur verið hér síðustu árin. En hvert er svo framlag stjórnarandstöðublaðanna til þess að draga úr verðbólguhættunni og styrkja stöðu atvinnuveganna? Þær tillögur, sem stjórnarandstöðu- blöðin hampa nú einkum 1 því sambandi, eru þessar: 1. Hækka aengi krónunnar, miðað við dollar, enda þótt líklegt sé, að það myndi valda hallarekstri hjá frystihúsunum og leiða til útflutningsuppbóta og skattaálaga í sambandi við þær. 2. Láta það ekki hafa nein áhrif á framfærsiuvísi- töluna, að nefskattar, eins og tryggingagjöldin/ erUíí?*" felld niður, en það myndi leiða til verulegrar hækk- unar á kaupgreiðslum, sem stjórnarandstöðublöðin segja, að nú þegar séu orðnar of háar fyrir margar atvinnugreinar. 3. Fallast á allar kröfur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, jafnt um hækkun á háum launum sem lágum, en af því myndi hljótast, að ríkissjóður yrði að hækka skattaálögur verulega. 4. Leyfa verulega hækkun á rafmagnsverði og hita- veitugjöldum í Reykjavík, en það myndi hækka fram- færsluvísitöluna og auka kaupgreiðslur á þann hátt. 5. Afnema næstum allt verðlagseftirlit og taka upp áhrifalítið verðgæzlukerfi eins og gert var ráð fyrir í frumvarpi Gylfa Þ. Gíslasonar og Jóhanns Hafsteins. 6. Hækka útgjaldabálk fjárlaga um rúmlega hálfan milljarð króna og samþykkja svo til viðbótar á þinginu í vetur frumvörp og tillögur, sem hafa mörg hundruð milijóna króna útgjöld í för með sér. í kjölfar þessa yrði að hækka skattana tilsvarandi. Fleiri tillögur, sem ganga í þessa átt, hafa borizt frá stjómarandstöSunni, en þessi upptalning nægir til að sýna, að væri fylgt þeim efnahagstillögum, sem nú eru bornar fram af stjórnarandstæðingum, myndi hefjast hér stórfelldur verðbólguvöxtur, sem myndi leiða til sam- dráttar og stöðvunar í atvinnulífinu og stórfelldrar gengis fellingar innan skamms tíma. í efnahagsmálum myndi haldast áfram sami ógæfuferillinn og í tíð fyrrv. stjórnar. Stjórnarandstæðingar treysta bersýnilega á, að hinir einstöku stéttahópar láti ginnast af yfirboðum, en hirði minna um afleiðingarnar. En þjóðin hefur orðið bitra reynslu af verðbólgunni. Um þessar mundir býr megin þorri þjóðarinnar við betri kjör og öruggara atvinnu- ástand en um langt skeið. Mestu máli skiptir nú að tryggja það, að þetta ástand geti haldizt og kjörin batnað í samræmi við hina nýju kaupsamninga. En þetta tekst því aðeins, að verðbólguvöxturinn verði ekki eins hraður og áður. Ótrúlegt er því, að það afli stjórnarandstæðing- um virðingar og fylgis, að þeir keppast nú við að magna verðbólguna með alls konar yfirboðum og stuðningi við hverskonar hækkunarkröfur, sem fram eru bomar. Þ.Þ. 4ii RICHARD HALLORAN, New York Times: Hver verður utanríkisstefna Japana á komandi árum? Japanir standa nú á örlagaríkum vegamótum. BANDARÍKJAMANNI, sem kominn er heim úr þriggja mánaða dvöl í Japan, sýnist deginum ljósara, að Japanir hafa til þess mátt og mögu- leika, framar.en nokkur önnur þjóð í Asíu, að Kínverjum með töldum, að móta framtíð Asíu- búa, hvort heldur er til góðs eða ills. En mátturinn er að dvína. Japönsk stjórnmál eru í óreiðu, sem sviftir þjóðina virku forustuhlutverki. Sato er sýnilega orðinn þreyttur og lætur senn af störfum, enda hefur hann gegnt embætti for- sætisráðherra í meira en sjö ár. En enginn þeirra. sfem lík- legir eru til að taka við af honum, hafa enn sem komið er sýnt hugmyndaauðgi eða hæfi leika, sem gefi fyrirheit um snjalla forustu. Á þinginu í haust kom greini lega fram, hve þingræðisstjóm in stendur völtum fótum. V— Stjómarandstaðan gerði þar afar mikið veður út af ómerki legum atvikum. Stundum van- rækti stjórnarandstaðan af ráðnum huga að sækja þing- fundi þegar þingmeirihlutinn lét fara fram atkvæðagreiðslu „um frumvörp. AÐSTAÐA Japana til stjóm málasamskipta var erfið, bæði af stjórnmálaástæðum og land- fræðilegum ástæðum, en þeir virtust ekki við því búnir að mæta vandræðunum. Erlendir menn heyrðu heimamenn afar oft segja: „Okkur finnst við vera einangraðir". í norðri em Rússar, sem Japanir tortryggja og hafa andúð á. Kínverjar em í vestri, en leiðtogar þeirra sýna Japönum vaxandi óvild. f öðmm áttum era aðrir Asíu- búar, sem em sífellt á verði gagnvart Japönum og Japanir gera sér þess ljósa grein. Ev- rópa er of langt í burtu til þess að Japanir geti leitað trausts hjá íbúum Vestur-Evrópu. Stjórnarflokkinn, Frjálsa demókrata, skortir bæði sam- heldni og kraft. Flokkurinn hefur verið við völd í meira en tvo áratugi og rosknum for- ustumönnum virðist einkum umhugað um að tryggja óbreytt ástand og eigin aðstöðu til valda. Frjálsir demókratar eiga erfiðara um vik vegna þess, að stjórnarandstaðan veitir þeim ekki harða samkeppni og gefur kjósendum tæpast kost á raun- verulegu vali um valdhafa. Stjórnarandstaðan skiptist í fjóra flokka, sem eiga í illdeil- um innbyrðis og virðast oft og einatt serið óábyrgir. SÓSÍALISTAFLOKKURINN aðhyllist einkum aldar gamlan marxisma, sem er ekki sérlega aðlaðandi fyriv sífjölgandi mið stétt í Japan. Lýðræðissósíalist ar er fámennur flokkur en hóf- samari í kenningum. Komeito, eða flokkur hinnar hreinu stjórnar, liggur undir þeim gran, að hann standi í ærið nánum tengslum við herskáan flokk buddatrúarmanna, sem SATO, forsætisráðherra kenndur er við Soka Gakkai. Kommúnistaflokkurinn virðist ekki geta náð tengslum við , nema mjög fámennan hóp kjós enda. Japönum þykir þó kvíðvæn- legast. að þeim virðist Banda ríkjamenn séu að snúa við þeim bakinu, en þeir hafa verið samherjar í fjórðung aldar. Japanir töldu sér sýnda auð- mýkingu, þegar Nixon forseti breytti skyndilega um stefnu gagnvart Kína, án þess að ráð- færa sig við þá, og hin nýja efnahagsstefna hans kom einn- ig hart niður á þeim. Þeir telja sig þarna sjá örla á banda- riskri andúð, sem þeir óttast að sé af kynþáttatoga spunnin. STEFNA Japana í utanríkis- málum er enn jafn hógvær og fábreytt og hún hefur verið alla tíð siðan að síðari heims- styrjöldinni lauk, en nú væri einmitt mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og athafna- semi á því sviði. Japanir eru mjög ófúsir á að láta draga sig í dilka um mörg þeirra deilumála, sem nú era efst á baugi, jafnvel þó að þeir eigi á hættu að glata fylgi þeirra, sem hafa lengi verið þeim vin- veittir. Það var sjaldgæf undantekn ing í þessu efni, þegar Sato reri að því öllum árum að kínverskir þjóðernissinnar héldu sæti sínu hjá Samein- uðu þjóðunum í haust. Ósigur- inn í því máli olli miklum ugg í Tokíó. En Japanir voru samir við sig meðan átök Indverja og Pakistans stóðu yfir og létu sér nægja að hvetja til friðar. Japanir þykjast sjá fyrir ýmiskonar erfiðleika á efna- hagssviðinu. Þar ber hæst hækkun yensins í desember, en hún olli mikilli röskun á þeim grundvelli. sem japanskt efna hagslíf hefur hvílt á í rúm tuttugu ár. JAPANIR virðast raunar skelfast ýmsar afleiðingar efna hagsframfaranna. Þeim ofbýð- ur, hvernig stóriðnaðurinn hef ur leikið land þeirra, ár og andrúmsloft. Þeir eru einnig óánægðir með lélegt húsnæði, vatnsskort, opin skolpræsi og holóttar götur. Byrjað er að örla á kröfunum, að lögð verði jafn rík áherzla á að ráða bót á félagslegum meinum og áður var lögð á uppbyggingu iðn- væðingarinnar. Vestrænir menn þykjast koma auga á margar andstæð- ur í Japan, en Japanir sýna þó meira sjálfstraust nú en þeir hafa áður gert, bæði sem ein- staklingar og þjóð. Japanir eru stoltir af afrekum sínum, einkum þó hinum sýnilega ár- angri „hins efnahagslega kraftaverks". JAPANSKA samfélagið er enn laust við stéttaátök og trúarbragðadeilur. Skólakerfið hefur náð þeim árangri, að nú eru 99 af hundraði þegnanna læsir og fjórðungur þeirra, sem miðskólapróf taka, hefja háskólanám. Glæpir era einnig það sjaldgæfir hjá þeim, að það vekur öfund erlendra gesta. Japanir virðast enn geta lagt á sig jafn mikið erfiði og áður. Opinber þjónusta er enn traust og góð og þar er ef til vill að finna það afl, sem mest stuðlar að stöðugleika og framförum í landinu. Þetta, ásamt efnahagslegum styrk Japana, hefur ýtt undir þann orðróm, að Japanir ættu að stuðla að uppbyggingu og stöðugleika í Asíu. Enginn ábyrgur forustumaður hefur þó skýrt frá því, hvernig þetta mætti verða. Þessi orðrómur hefur hins vegar valdið miklum kvíða í Japan, einkum þó meðal þess hlute ungu kynslóðarinnar, sem er þjóðernislega sinnaður. Ýmsir ungir athafna- og stjórn málamenn þykjast sjá forustu möguleika Japana, en óttast mjög skort hinna eldri forastu manna á framsýni og þjóðleg- um metnaði ÞEIR Japanir, sem hugleiða þessi mál, hafa áhyggjur af ýmsu. Einkum kvíða þeir þó endurvakinni hernaðarstefnu, jafnvel þó að hennar hafi afar lítið orðið vart enn. Þeir álykta sem svo, að jafn kraftmikil og framsækin þjóð og Japanir geti ekki unað óróanum í inn- anlandsmálunum, en hljóti með einhverjum hætti að binda endi á hann. Þeir vilja. að þjóðin stefni hátt og ætli sér mikið hlutverk, en óttast þó jafnframt, að hún kunni að reyna að verða sam; harðstjór- inn í Asíu og hún var á fjórða tug aldarinnar og framan af þeim fimmta. Kvöld eitt fyrir skömmu sat ungur og sérlega skarpur jap- anskur menntamaður á mottu við lágt borð í kyrrlátu veit- ingahúsi. Hann ræddi af era- lægni um þær vonir sínar, að beita getu Japana til blessunar fyrir land sitt og Asíu alla. En Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.