Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 1
SeNblBÍLASrÖÐINHf * * ~f „„- FRYSTIKISTUR * | ^ FRYSTISKÁPAR * ítr HAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SlMI 1S3S5 ^. 10. tw. — Föstudagur 14. janúar 1972 — 56. árg. Skattafrumvörpin miða aðréttfátari skattaálagningu —' sagði Halldór E. Sigurðsson, f jármáíaráðherra, á fiölmennum FUF fundi í Reykjavík EB-Reyk j avík,f immtudag. Þegar Halldór E. Sigurðsson, f jármálaráðherra, gerði grein fyrir fjárlagaafgreiðslunni og skatta- frumvörpum ríkisstjórnarinnar, sem nú liggja fyrir AlÞingi, á fjölmennum opnum fundi, sem Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík efndi til á Hótel Sögu í gærkvöldi, minnti hann á eftir- farandi atriði, seon ríkisstjórnin ákvað m.a. alS koma í framkvæmd: ~k Virða kjarasamninga, sem rík isstiórnin gerði þegar í upp- hafi valdatíma síns. "Ar Hækka tryggingabætur. Það hefur ríkisstjórnin þegar gert. Lágmarkstrygging launa er orðin a'ð raunveruleika. ¦jc Fella niður persónuskatta — fjárlagaafgreiðslaa miðaðist við það. -k Lækka skatta af láglaunum Framhald á bls. 10. Myndin var tekin við upphaf fundarins í Ráðherrabústaðnum í gærmorgun, og sitja Islendingarnir hægra megin, en Bretarnir vinstra megin á myndinni. (Tímamynd — GE) Landhelgisnefndirnar héidu sfuttan fund í gær KJ—Reykjavík, fimimtudag. í moigun klukkan ellefu hóf ust tvaggja daga viðræður ís- lendinga og Breta um útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 50 míl ur 1. sept. n. k. f nefnd hvors ríkis eru átta menn, og er þetta í annað sinn seim þessir aðilar ræða saman itm útfærsluna. - Fundurinn í imorgun var mjög stuttur, eða rétt aðeins til að skiptast á upplýsingum, en síðan ræJdust nefndimar við sín í hvoru.,lagi, og imunu hafa gefið ríkisstjórnum sínum upplýsingar af fundinum. Framhald á bls. 10. LOKS SIGLDU SKIPIN Sjómenn samþykktu með 84 gegn 61 atkvæði OÓ-EJ—Reykjavík, fimmtudag. Verkfalli undirmanna á kaup- skipunum er lokið. Greidd voru at- kvæði um tillögu sáttanefndar í dag og voru atkvæði talin í kvöld. Atkvæði féllu þannig, að Vinnumálasamband samvinnu- félaganna sagðl já, og hjá skipa- félögum sem eru í Vinnuveitenda- sambandi fslands sögðu 1160 já en 955 nei. Meðal farmanna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur sögðu 84 já en 61 nei. Strax og ljóst varð að verkfall- inu var lokið var send út tilkynn- ing til farmanna þess efnis að mæta til skipa sinna. Skipadeild SÍS bað sína menn að mæta á miðnætti. Sagði Hjörtur Hjartar, forstjóri, að aflokinni talningu, að öll skip Sambandsins legðu úr höfn í nótt eða í fyrramálið. Far- menn hjá Eimskip voru b^ðnir að mæta hið fyrsta um borð. óttar Möller, forstjóri, sagði að nokkur skipanna legðu úr höfn þegar í nótt en önnur eins fljótt og kost- ur væri á í fyrramálið og á morg un. Skip Hafskips, Jökla og Skipaút gerðar ríkisins munu ekki fara fyrr en á morgun, en í nokkur skipanna á eftir að lesta eitthvað af varningi. En allá vega er víst, að tómlegt verður um að litast í ReykjavíkurhÖfn á morgun, föstu- dag, því allt kapp verður lagt á að koma skipunum út á sjó eftir langt og strangt verkfall. Nokkur spenna lá í loftinu í húsi Vinnuveitendasambandsins er atkvæðagreiðsla hófst kl. 20 í kvöld. Þar voru mættir fulltrúar sjómanna og skipafélaganna, auk sáttanefndar, sem taldi atkvæðin. Þegar Jón Sigurðsson gekk í sal- inn með atkvæðakassa Sjómanna- félagsins í fanginu, tautaði hann: —Ég vona bara, vona bara, vona Framhald á bls. 10. Guðmunilur Vigfússon Skipað í framkvæmdaráð Framkvæmdastofnunarinnar KJ—Reykjavík, fimimtudaig. Á fundi sfnum í morgun skip aði ríMsstjórnin þrjá imenn í fram kvæmdanáð Framkvæmdastofnun- ar i&isiins, en stjórn stofnunarinn ar er kjörin af Alþingi. Eftirtaldir menn voru skipaðir í fraimkvæmdaráðið: Tómas Árnason, hæstaréttarlögmaður, ¦ Bergur Sigurbjörnsson, viðskiptafræðingur, Guðmundur Vigfússon, fyrrverandi borgarráðsmaður. Logi Einarsson, forseti Hæstaréttar, hellir úr atkvæðakassa Sjómanna- félagsins. Að baki honum standa Emil Agústsson, borgardómari, og Erlendur Guðmundsson, fulltrúi sjómanna við talninguna. — Tímam.-G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.