Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FÖSTUDAGUR 14. janóar 1972 Fiskífélag Islands gefur Ot bók m ijotnvorpuna ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Fiskifélag íslands hefur gefið út bók, sem ber nafnið „Botn- varpan og búnaður hennar“. Höf- undur bókarinnar er Johan Garner og er hann þekktur sérfræðingur í botnvörpuveiðum. Ásgeir Jakobs- son þýddi bókina, en formála j skrifar Már Elísson, fiskimáia-j stjóri. Þessi bók um botnvörpuna og búnað hennar er fjórða handbók- in, sem Fiskifélagið gefur út.. Fyrsta bókin var um fiskileitar- tækin, sú næsta um fisk og fisk- verkun, þriðja bókin er ætluð j unglingum í sjóvinnudeildum og, fjórða bókin er svo þessi. Með sívaxandi togveiðum varðj æ nauðsynlegra að einhver lesn-; ing væri til á íslenzku um togveið- ar. Það er nú svo um fagbækur á erlendum málum. að þær eru ekki öllum þeim aðgengilegar, sem þurfa að nota þær. Allar meiri háttar fiskveiðiþjóðir eiga því mikið safn handbóka í fiski- mennsku á eigin tungu, nema við íslendingar. Úr þessu vill Fiski- félagið bæta með starfsemi sinni. Bókin Botnvarpan og búnaður hennar skiptist í þessa kafla: Þróun togveiðifærisins, Gerð og þróun vörpunnar, Trollbúnaður- inn, Þróun frá hefðbundna troll- inu, Hlerar, gerð þeirra og verk- an, Þróun trollsins fyrir skuttog- ara, almennar athugasemdir um veiðarnar og veiðibúnaðinn, Vin- sælt millistærðartroll. Klámfengin veggspjöld tekin úr umferö Kynslóöabiliö Um þessar mundiir igefst Reykvíkinguim óvenjulegt tæki færi til að kynnast hinu marg umtalaða bili milli kynslóðanna í túlkun kvikmyndagerðar manna af þrem þjóðernum oig eru þær vissulega allar þess virði að sjá þær. Lauganásbíó hefur síðan um jól sýnt bandarísku myndina Kynslóðabilið (Take off), en töku mjmdarinnar stjómaði Tékkinn Milos Farman, sem áhugafólki um kvikmyndir er kunnur af fyrri myndum sín um gerðum í Tékkóslóvakíu. Fonman kaus heldur að fá al- menna borgara til að leika í þessari nýjustu mynd sinni heldur en atvinnuleikara, og hefur það óneitanlega tekizt vel. Skemmtilegt er að sjá fjölskrúðugt mannfólk eink um af ynigri kynslóðinni, sem tekur þátt í söngkeppni í myndinni. Endir myndarinnar er athyglisverður, þegar hippið kemur í heimsókn til foreldra vinkonu sinnar. Hippið og fað irinn virðast eiga erfitt að ná saiman, en brátt finna þeir málefni, sem eldri og yngri kynslóðin virðast eiga sam- eiginlegt. Kynslóðabilið er mjög létt og igamansöm mynd í megin dráttum, en sama verður ekki sagt um myndina Joe, sem Tónabíó endursýnir þessa dag ana. Hún er ógnvekjandi, þótt þar sé fjallað um sama vanda mál. Þessi mynd er albanda- rísk, leikstjóri John G. Avild sen. Myndin Joe sýnir óhuign anlega hvemig fólk getur ver ið slegið blindu þannLg að það sér ekki annað en eigin sk.oð anir og hugmyndir eða æsir siig jafnvel upp í að breyta samkvæmt því. Og óhjákvæmi lega hlýtur sú spuming að vakna, hvað veldur aðgerðar leysi og sljóleika hippanna í myndinni? Er kynslóðabilið nægileg skýring? Þriðja myndin Ungar ástir, En kárlekshistoria, var sýnd í Háskólabíói tvo síðustu mánu daga og verður að sögn sýnd þar bráðlega alla daga. Þessa mynd hefur undirritaður ekki enn séð, en honum er tjáð að hún sé ekki síðri en myndim ar tvær, sem gerðar hafa ver ið að umræðuefni hér að fram an, en allar þessar þrjár mynd ir hafa fengið frábæra dóma gagnrýnenda. Þá má geta þess að þær koma hingað fyrr en kvikmyndir almennt, eru allar tiltölulega nýjar, 1—2 óra eða nýrri. Ungar ástir er sænsk mynd stjómað af nýjum manni i kvikmyndunum, Roy Ander son. Vandamálin í þessari fal legu mynd era flest þau sömu og í hinum tveim, en þó er hún jafn ólík þeirn og þær’ innbyrðis. öllum er mynchm um þó sameiginlegt. að þær fjalla um vandann að lifa í nútímaþjóðfélaigi. SJ. OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Veggspjöld eru mikið í tízku um þessar mundir, sérstaklega hjá ungu fólki, sem slcreytir herbergi sín með alls kyns spjöldom sem á era prentaðar margvísL mynd- ir. Lögreglan í Reykjavik lagði í gær hald á um 8C0 slíkra spjalda og lögreglan á Akranesi lagði hald á um 200. Á spjöldum. þessum, sem prentuð era á ís- landi, eru myndir sem yfirvöidum þykja full klámfengnar til að selj- ast á opinbprum markaði. - Á spjalái þéssu e'ru iriyridir af stjörnumerkjunum 12 og í hverju merki -ér teiknirig af karli og konu sem láta ósköp vel hvort að öðru, og það svo að lögraglunni blöskraði. Vora spjöld þessi til sölu í Karnabæ. Jólatréð um borð í sovézka togar- anum. (Tímamynd — GE) Eitthvað er búið að selja af þeim, en sennilega ekki rnikið. Lögreglan iagði hald á spjöldin í samráði við saksóknara ríkisins. Verður málið sent sakadómi til ákvörðunar. Útgefandi spjaldanna ber að hann hafi látið prenta 1000 ein- tök. Nokkur spjöld gaf hann kunn ingjum sínum, hin fóru í Kama bæ og til sölu á Akranesi. Lögregl an þar var látin vita að tekin hefði verið ákvörðun um að leggja hald á spjöldin í Reykjavík og var hið sáriia þá igert á Skaga. Útbreiðslufundur á Akranesi Bindindissamtökin á Akranesi og í Borgarfirði efna til útbreiðslu fundar um bindindismál að lokn- um aðalfundi Félags áfengisvama nefnda í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, mánudaginn 17. janúar. Fundurinn verður haldinn í Bíó höllinni,. Akranesi og hefst kl. 8,30 síðdegis. — Ávörp flytja fulltrúar frá AA-samtökunum í Reykjavík, íþróttahreyfingunni, Akranesi, — Góðtemplarareglunni og Bindindis félagi ökumanna. — Ennfremur koma fram á fundinum með ávörp og skemmtiatriði Ómar Ragnars- son og Ámi Johnsen firá Vest- mannaeyjum. (Frá Áfengisvamaráði). Þeir halda líka jól ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Sovézki skuttogarinn Persy III. lá við bryggju í Reykjavík í dag. Togarinn, sem er um 2500 lestir að stærð, hefur verið við veiðar og irannsóknir vestur af íslandi og við Grænland. Um þessar mundir halda Rúss ar sín jól og lék okkur hugur á að vita hvort satt væri, að, Rúss ar væru alveg hættir að halda jólin og skruppum um borð. Ekki bar á öðru, en að Rússar héldu jól alveg eins og við. Á borði einu í matsalnum var fagurlega skreitt jólatré og um alla ganga í skipinu voru jólamyndir og teikningar, sem minntu mann á jólin. Nýr gagnfræðaskóli tek- inn í notkun á Ólafsfirði BiS—Ólafsfirði. Laugardagurinn 8. jan. _ var mikill sigurdagur hjá okkur Ólafs firðingum. Þá var hið nýja gagn fræðaskólahús vígt að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst vígslan með því, að kirkju kór Ólafsfjairðar söng „Þú guð sem sitýrir stjamaher", imeð undir leik Soffíu Eggertsdóttur, kenn- ara. Þá flutti Þorvaldur Þorsteins son, formaður fræðsluráðs, ræðu. Rakti hann byiggingarsögu skólans frá byrjun og til vígsludags. Var bygging hafin sumarið 1967 og grunnur þá grafinn fyrir A og B álmu hússins. Ekki koanst veru legur skriður á bygginiguna fyrr en sumarið 1969, en þá vora grunn ar steyptir f báðum þessum álm um og A ólmu komið undir þak. Sumarið 1970 komst svo B álma undir þak og var þá farið að vinna með krafti að innréttingum að þessum hluta hússins. Nú eru báðar þessar óknur fullgerðar inn- an og allur frágangur hinn vand aðasti. f sumar var igrafið fyrir C og D álmu og grunnur steyptur fyrir C byggingu skólans. Verður það því næsti áfangi að ljúka við bygg ingu á þessum álmum. Að lokum færði Þorvaldur öllum þakkir er hér höfðu lagt hönd að verki og óskaði skólanum velfaimaðar í starfi. Afhenti hann sfðain bæjar stjóranum, Ásgrími Hartmanns- syni, lykla skólans. Tók þá bæjarstjórinn til máls. Færði hann bygginganefnd skól- ans og formanni fræðsluráðs, svo og skólastjóra Kristni G. Jóhanns syni sérstakar þakkir fyriir mikið og óeigingjarnt starf af hendi lcyst í þágu byggingarinnar. Þá þakkaði Ásgrímur öllum er unn ið höfðu að byggingu skólans svo og bæjarbúum fyrir einhug og góðan vilja sem óefað hefði orð ið byggingunni til framdráfctar. Að lokum óskaði hann skólanum gæfu og gengis og afhenti Kristni G. Jóhannssyni, skólastjóra lykil skólans. Flutti þá Kristinn skólastjóri sköralega ræðu. Sagðist hann fagna mjög þeim merka áfanga sem náðst hefði í skólamálum okkar Ólafsfirðinga með bygg ingu þessa hluta skólans, sem nú er lokið, en lagði janframt á það þunga áherzlu að nú yrði ekki láitið staðar numið, heldur lokið sem fyrst byggingu á þeiim álmum, sem eftir eru. Hvatti Krist inn að lokum kennara skólans og nemendur að vinna einhuga sam an að því, að hin nýju húsakynni mættu bera sem ríkulegastan ávöxt. Að lokum söng kirkjukórinn „Við stöndum á bjargi sem bií ast ei má“. í þessum tveim álmum, sem nú eru fullgerðar, eru fjórar ksennslu stofur, bókasafnssalur, skóla- stjórastofa, kenmarastoíur og geymslur. Ein kenslustofa er sér staklega ætluð fyrir eðlis- og efnafræðikennslu. Henni fylgja tvær tilraunastofur búnar nú- tíma þæginduim. í C álmu á að koma fatageymsla nemenda og snyrtiherbengi stúlkna og pilta. Skólahúsið teiknuðu arkitektarn ir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir. Verkfræðilegur ráðunautur var Vífill Oddsson, verkfræðing ur. Bygginganíeistarar við bygg- ingu skólans voru Gunnlaugur Magnússon, byggingameistari og Svavar B. Magnússon, bygginga meistari. Alla fagvinnu við bygg ingu skólans leystu heimafag- menn vel og myndaricga af hendi. Kl. 5 síðdagis á laugardaginn hafði bæjarstjórn Ólafsfjarðar og Arngrímur Björnsson læknir, látinn JS — Ólafsvík, fimmtudag. Arngrímur Björnsson, fyrrver andi héraðslæknir í Ólafsvík, and aðist í nótt í Landsspítalanum sjö tíu og eins árs að aldri. Hann var héraðslæknir í Ólafsvík í tuttugu og sex ár, en lét af störf um á s. 1. ári eftir gifturíkt starf. Sakna Ólafsvíkingar vinar í stað. Arngríms Björnsson mun nánar minnzt síðar í íslendingaþáttum. fræðsluráð kaffiboð í Tjamarborg. Þorvaldur Þorsteinsson, farmaður fræðsluráðs, bauð gesti velkomma og stjórnaði hófinu. Ávörp fluttu Láras Jónsson, alþingismaður, og Ásgrímur Hartmannsson, bæjar stjóri. Almennum söng undir borðum stjómaði Jón Frímanns son. Að lokum þakkaði fonmaður fræðsluráðs heillaskeyti og góðar óskir er forráðamönnum skólans bárast í tilefni dagsins. Spánverji sýnir á Mokka Ungur Spánverji, Jesus M. Potenciano að nafni, sýnir nú á Mokka 17 verk, sem era úr dag- lega lífinu. Notar hann olíuliti í grunn, en túss í dökka fleti og lakkar yfir. Hann hefur verið við listnám í Madrid. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann heldur sýningu hér, en áður hefur hann haldið sýningu í París, og tvær í Madrid. Þá hefur hann og tekið þátt í sam sýningum. Sýningin á Mokka er sölusýning, og kostar hvert verk kr. 2.000,00. Myndin er af Poten- ciano og einrn ^ynda hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.