Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 8
TIMINN FÖSTUDAGUR 14. janúar 19« 8 æ m+i***'! '*j» mmnén "w .. |r i Karl Schranz á fullri ferð Eína hugsunin, sem í augnablikinu kemst að í huga „gamla refsins og kráareigandans" Karls Schranz frá Týrol í Austur- rflci, er að hefna fyrir hin miklu vonbrigði, sem hann varS fyrir á Olympíuleik- unum í Grenoble 1968, er honum var dæmdur Olym- píumeistaratitillinn í svigi, en nokkrum mín. seinna var hann dæmdur úr leik GAMLA LJÓNIÐ KARL SCHRANZ: Lífið er ekki búið ur breytzt tmeð árunutn. Þrek mælirinn sýnir að hann hefur hátmarks vöðvakraft. Hans leyndanmól uon, hvernig hann hagar æfingum, hefur getfið honum meira þrek en nokkr um öðanim manni, sem ég þekki. Eftir stórsvigskeppni eða eftir brunkeppni á 130 fem hraða, blæs hann varla úr nös, og það er meira en hægt er að segja um flesta aðra skíða menn heimsins. fyrir aS sleppa hliSi og f>ar með fékk Frakkinn Jean Claude Killy sín þriðju gullverSlaun. eftir 33 ár. f Austurríki vildi fólk kenna dómurunum um þetta. Hitinn út af þessu máli er sá rnesti, sem Karl Schranz og austur ríska skíðasambandið hafa orð ið að þola. Karl Schranz varð heimsmeistari í Chamonix fyr ir 10 árurn. Síðan gerðist það, eins og með margatr aðrar íþróttahetjur, að hann hvarf af sjónarsviðinu. „Hann er búinn að vera“ sagði fólk, um þennan 33 ára gamla mann, þann mann sem verður elsti keppandi skíða- manna á næstu Olympíuleikum í Sapporo í Japan í febrúar næst komandi. En „gamla 1 jónið“, eins og hann er líka kallaður, fannst hann ekki búinn. Hann komst aftur upp á tindinn. Árið 1969 vann hann World Cup, og þá vann hann einnig Lauberhorn brunkeppnina í fjórða sinn og að auki hið fræga Hahnenkamm brun, þrátt fyrir það, að þessi fjöll cru mjög ólík. Á Lauber- horn þarf skíðamaðurinn að hafa geysilega tækni og kraft, en Hahnenkanwn gefur geysi legan hraða og þar þarf skíða maðurinn að sýna mikinn kjark og hafa yfir að ráða ótrúlegu jafnvægi. Jafnvæigið og kraft inn hefur Karl Schranz. Schrans er eini maðurinn í heimin- um, sem hefur sex sinnum unnið Kandahar-keppnina og þar með hinn tvöfalda demants hring, og heimsmeistari hefur hann orðið fimm sinnum. Skíðalíf Schranz hefur geng ið upp og niður, hann hefur unnið stóra sigra, en hann hef ur líka orðið fyrir stórum töp um, en alltaf hefur hann komið aftur. Sjálfur segir hann: „Árið 1969 hóf ég fyrstu keppni árs- ins í stórsvigi í Val d‘Isere í Frakklandi. Þegar sú keppni hófst var ég mjög miður mín. Ég hef alltaf verið hrifinn af knattspyrnu, og um sumarið hafði ég leikið innherja í lið- inu heima og í úrslitaleiknum um týrólska meistaratitilinn, brákaði ég á mér hægri fótinn. Ég þorði ekki að segja iands- liðsþjálíaranum okkar, Hoppli cher fró þessu, hann hefði orðið vitlaus, ef ég hefði sagt honum það. Allt sumarið hafði hann þjálfað okkur og við vorum komin í sérstaklega þóða þjálfun. Ég brölti áfram á öðrum fæti og það var ekki gott þeg- ar ég átti að hefja keppni í stórsvigi. Allir héldu að ég hefði meiðzt á skíðaæfingu, en ég beit á jaxlinn, viss um það, að enginn myndi taka tillit til þess að ég var meiddur, — en ég vann. Þetta gaf mér sjálfstraust og ég ákvað með sjálfum mér að vinna World Cup.“ Ótrúlegt þrek. Austurríski læknirinn dr. Raas, sem er læknir austur- ríska landsliðsins, segir um Schranz: — Á öllum þeim þrekmæl- ingum og athugunum, sem ég hef framkvæmt á Schranz, er hann í toppþjálfun. Ekkert hef Þegar hann tók þátt í Laub erhornbruninu 1971, reyndi meira á krafta hans, tækni og þrek, en nokferu sinni fyrr. í svokallaðri „Austumkjaholu“ lenti hann á snjóvegg, sem lá þvert í brautinni, með þeim aifieiðingum að skíðin lentu í gegnum vegginn og Schranz kastaðist aftur á skíðin og leit út fyrir að hann myndi detta. 1/10 úr sekúndu sáu 100. 000 áhorfendur hann berjast við að nú jafnvægi. Sjálfur sagði Schranz að hann hefði hugsað á þessu augnabliki „Hér datt Egon Zimmermann — olympíumeist arinn frá Innsbruck — fyrir tveim árum.“ — Með ein- stökum krafti og ákveðni náði hann jafnvægi á ný, reif sig af stað og þrátt yrir óhappið sigraði hann. Á eftir leit Schranz niður í snjóinn og sagði „þvílika heppni hefur maður aðeins einu sinni á ævinni. Eftir öll vonbrigðin á Olymp íuleikunum í Squaw Valley var hann settur út úr landsliðinu ásamt Anderl Molterer, og hann varð eftir í Bandaríkjun um tii að byrja lífið upp á nýtt. En um leið og fyrsti snjórinn féll í St. Anton, var hann kominn til baka til Evr- ópu og fimmtán mánuðum seinna vann hann í Camonis heimsmeistarakeppninni brcm og stórsvig. Austurríkismenn segja að hann sé þegar í lifanda If& orðinn dýrlingur þeirra. Eftir sigra í World Cup tvö ár í röð og sigur á heimsmeistara- keppninni í Val Gardena 1970 ' neitaði hann þrátt fyrir að vera orðinn 31 árs gamall að leggja skíðin á hylluna, eins og maingir báðu hann um og sögðu um leið að hann gæti ekki haldið út lengur. „Þetta er mín ástrfða“ Um þetta sagði Schramz: „Skíðaíþróttin er það eina í heiminum, þar sem ég get náð bezta, sem mér er gefið sem manneskju — hún er nán ástríða. „Ég veit, að ég er ekki eins og aðrir toppmenn í íþróttinni. Þeiir eru búnir að fá nóg af skíðum í lok hvers keppnis- tímabils. En um leið og ég kem heim til St. Anton fer ég, eftir að hafa sofið vel eina nótt, að heilsa upp á kunningj ana, en áður en kl. er orðin 11, er ég orðinn sjúkur í að fara á skíði, og óg hendi skíð unum á öxlina, tek lyftuna upp á tiindinn Kapall og fyrir hádegi er óg búinn að reima mér þrjár ferðir í bruni, án þess að hvfla mig nokkuð. Nú er óg ákveðinn í að ná mér í gull í Sapporo, og þá í bruni eða stórsvigi, sjáift svigið er ekki mitt uppáhald. Þrátt fyrir alla mína sigra, hef ég aldrei komizt á topp- inn á olympíuleikum. Silfur- peningur frá Innsbruck 1964, þar sem ég var á eftir Frakk anum Bonileu í stórsvigi, er allt, sem ég get státað af á þeim vettvangi, t. d. var ég þá númer 7 í uppáhaldsgrein minni bruni. En 16. sigur minn í bruni í Val d'Iserc núna rótt fyrir áramótin — eina stór- ■mótið sem Schranz hafði ekki sigrað áður — sýnir svo ekki verður um villzt, að klærnar á „gamla ljóninu'* eru ekki farnar að slitna. Lífið er ekki búið, þótt maður sé 33 ára,“ segir Schranz. Þetta er vissulega rétt hjá Karli Schranz. Með Olympíu- leikana fyrir augum, hefur hann æft betur en nokkru sinni fyrr og að auki hefur hann ásett sér að vinna World Cup í þriðja sinn í vetur. Hann er aðaluppáhald manna í stórsvigi og bruni á Olympíuleikunum í Sapporo. Þýtt — Þ. Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.