Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 10
10 TIMINN FÖSTUDAGUR 14. janúar 1973 Tilkynning til rafEagnateiknara Iðnþróunarstofnun íslands hefur í samráði við Rafmagns- eftirlit ríkisins, Sambandi íslenzkra rafveitna og fleiri aðila, gefið út nýjan íslenzkan staðal IST 61: Raflagna- tákn. Vér höfum ákveðið, að teikningar háðar samþykkt vorri, skuli hannaðar samkvæmt staðli þessum. Taka þessi fyrir- mæli nú þegar gildi. Þó er heimilt að ljúka þeim teikn- ingum, sem nú er unnið að, samkvæmt fyrri reglum, sé þeim skilað til samþykktar eigi sílðár en þann 30.6. 1972. BRÉFASKÚLI SÍS OG ASÍ heilsar öllum lahdslýö með heillaóskum á nýju ári, biður sína fjölmörgu nemendur að sækja námið sem fastast, og bendir á, að hann býður körlum og konum á öllum aldri innritun og aðstoð við heimanám í 40 greinum, allt árið um kring. Komið, skrifið eða hringið í síma 17080. Bréfaskóli SÍS og ASÍ, Sambandshúsinu, Reykjavík. Tiikynning frá um framtalsfrest Frestur til skila skattframtala árið 1972 er til og með 6. febrúar n.k. í stað 31. janúar. Framtalsaðstoð fyrir þá, sem sjálfir eru ófærir að rita framtalsskýrslu sína, verður veitt af skatt- stjórum eða umboðsmönnum þeirra og lýkur 4. febrúar n.k. Reykjavík, 13. jan. 1972, Ríkisskattstjóri. Veljið yður í hag - lársmíði er okkar fag OMEGA Nivada JMpma. PIERPOflT Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Simi 22804 FRlMERKI — MYNT Kaup — Sala Skrifið eftir ókeypis /örulista. Frímerkjamiðstöðin, Skólavörðustíg 21 A Reykjavík. Samið Framhald af bls. 1. . . . Og svo var farið að telja. Stóð talningin yfir í hálftíma og heyrðist lítið annaö en skrjáf- ið í atkvæðaseðlunum meðan á því stóð. En eftir að úrslit voru kunn fór hvinur um salinn og nú var öll innibirgð ró farin af mönn um. Nokkurt karp varð um hve langan frest sjómennimir ættu að fá til að mæta til skipa sinna. Fulltrúar sjómanna báðu um 5 til 6 tíma frest. Útgerðarmenn vildu láta hcndur standa fram úr erm- um og fá mennina sem fyrst um borð. Hjörtur Hjartar tók af skar- ið og sagði að skipin færu eðli- lega ekki fyrr en mannskapur- inn væri kominn, en því fyrr því betra. Lét hann tilkynna farmönn um hjá Skipadeild SÍS að mæta á miðnætti. Óttar Möller tók í sama streng og kvaðst óska eftir sjó- mönnurrí hjá Eimskip um borð í skipin eins fljótt og kostur væri á. Fulltrúar annarra skipafélaga sögðust fela skipstjórunum að kalla sína menn til skips. Og svo var þotið í síma til að koma skilaboðunum í útvarpið fyr- ir kl. 9, því mikið lá við að koma tilkynningunni áleiðis áður en út- varp frá sinfóníutónleikum hæf- ist, en svoleiðis dagskrá má ekki trufla, hváð sem við liggur. í tillögu sáttanefndar voru nokkur þcirra minniháttar atriða, sem ekki voru í samkomulaginu sem fellt var, en þessi atriði munu hafa ráðið hvað mestu um að sam- komulagið var fellt í atkvæða- greiðslu hjá undirmönnum í Sjó- mannafélaginu fyrr í vikunni. Þessi atriði varða m.a. yfirtíð og talningu á kaja. Sú kauphækkun, sem í sáttatil- lögunni fólst, var um 30% nú strax, en með áfangahækkunum, sem koma til framkvæmda 1. júní og 1. marz 1973, er heildarkaup- hækkunin um 50%. Sjómannafélag Reykjavíkur hélt í dag mjög fjölmennan fund með undirmönnum á kaupskipa- flotanum, og stóð hann í rúmar tvær klukkustundir. Því næst höfst atkvæðagreiðsla um sáttatil- löguna, og stóð hún til kl. 19 í kvöld. Á kjörskrá voru um 300 undirmenn, en langflestir þeirra voru mættir á fundinum, sem haldinn var í Iðnó. Fulltrúar skipafélaganna greiddu atkvæði um sáttatillög- una síðdegis í dag hjá Vinnuveit- endasambandi íslands. Klukknn 20 í kvöld afhentu síðan báðir aðilar sáttasemjara, Loga Einarssyni, forseta Hæsta- réttar, atkvæðakassana á sátta- fundi í húsnæði Vinnuveitenda- sambandsins við Garðastræti, og hófst þar talning atkvæða. „Hrollvekjan” Framhald af bls. 6. Þegar Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrir- spurnum, sagði hann m.a. að hann væri þeirrar skoðunar, að æski- legt væri að skattleggja hjón sem tvo einstaklinga. Þá minnti hann á, að með þessum frumvörpum væri auðvelduð leiðin að stað- greiðslukerfi skatta; sem væri æskilegt. Menn hefðu þá t.d. ekki tíma til að búa sér til kerfi til að lækka skattana sína. Þá ræddi ráð herra nokkuð um skattfrelsi full- greiddra skatta ársins á undan, við álagningu næsta árs, en slíkt fyr- irkomulag mun verða afnumið með skattalagabreytingunum nú. Fjármálaráðherra sagði m.a., að með því að afnema þetta fyrir- komulag, væri auðvelduð leiðin að breiðu bökunum, sem eðlilega fengju ætíð mikinn afslátt vegna hárra útsvara. f sambandi við fyr irspumina frá Stefáni Jónssyni um afskriftirnar, sagði fjármála- ráðherra að þá um kvöldið hefði líkisskattanefnd verið að ganga frá þeim málum og það gerði hún á þann hátt að þau myndu ekki valda erfiðleikum, og hér væri ekki um þann tekjuöflunarlið að ræða, sem mikið yrði byggt á. Þá minnti ráðherrann á í sambandi við fasteignaskattinn, að heimild væri í hinum nýju skattalögum fyrir þv£ að afnema hann, bæði hjá öldruðu fólki og svo hjá öðru fólki, ef sérstakar ástæður væru fyrir slíku. Þá sagði fjármálaráðherra að aðgerða væri nú að vænta í sam- bandi við húsnæðismálástj.lánin. Ilann kvað æskilegt að ríkið hefði sig ekki miki® í frammi í sam- bandi við framkvæmdir, þegar svo mikil þensla ríkti í efnahags- málum þjóðarinnar og nú væri. Um skuttogarakaupin sagði hann, að ekki væri ljóst hvort þau yrðu eins mikil og skýrt hefði verið frá í fréttum. Ilins vegar væri nauð- synlegt, í sambandi við útfærslu landhelginnar, að bæta nýjum og góðum skipum við fiskiskipaflota okkar. Að lokum sagði Halldór E. Sig- urðsson, fjármálaráðherra, m.a. að Það væri ætlun ríkisstjórnar- innar að reka ríkissjóð hallalaus- an. Ef meira fé þyrfti til að slíkt væri hægt, yrði þess aflað. Þess bæri þó að gæta í því sambandi, að meiri peninga yrði ekki aflað í bessu skyni, en brýna nauðsyn bæri til. Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra sleit Friðjón Guðröðarson fundinum; þakkaði hann fjármála ráðherra komuna, svo og þeim fjöimörgu er fundinn sóttu. EB Á víðavangi Framhald af bls. 3. kerfi, sem nú væri í gildi, stuðl aði ekki að þeirri tekjuöflun, sem uppliaflcga hefði verið hugsað, þar sem rnenn fengju jafn háar fjölskyldubætur, hvort sem þeir væru tekiulág- ir eða tekjuháir. Það er vafalaust margt sem má lagfæra í tollskránni og þær lagfæringar eða samræm- ing gætu haft í för með sér nýj ar tekjur fyrir ríkissjóð, ef að væri stefnt. Það dæmi, sem Ómar nefndi í fyíirspurn sinni og mest stingur í augu í sam- anburði er það, að búsáliöld, sem ekkert heimili getur án verið, eins og hnífapör og boll- ar, skuli vera í 100% tolli, en skotfæri til sportveiði, t.d. í 35% tolli og jólapappír toll- frjáls! — TK Skattafrumvarp Firamhald af bls. 1. með tilfærslu innan skatta- kerfisins. Skattafrumvörp rík- isstjórnarinnar, sem nú bíða afgreiðslu Alþingis, stefna að því. ★ Gera skattakcrfið einfaldara og einnig verkaskiptinguna milli ríkis og sveitarfélaga. Stefnt er einnig að því í sknttafrumvörpunum. ★ Hækka fjárframlög til verk- legra framkvæmda og félags- mála. Fjárlögin 1972 valda F.traumhvörfum í þeim efnum. ★ Að vinna að því að tryggja vinnufrið í landinu. Ómetan- legur árangur hefur náðst í þeim málum- ★ Marka ákveðna stefnu í at- vinnuuppbyggingu í samstarfi við atvinnurekendur. Fram- kvæmdastofnun ríkisins er orðin að lögum og mun vinna að því. 1 framsöguræðu sinni á fundin- um minnti fjármálaráðherra á, að þær margvíslegu umbætur, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir og mun beita sér fyrir, kosta eðli- lega mikla fjármuni og fólk er sammála um, að ekki megi dragast að gera þær umbætur. Ennfrem- ur minnti fjármálaráðherra á, að stjórnarandstæðingar hefðu ekki greitt atkvæði á móti þeim um- bótum, sem ríkisstjórnin gerði til- lögur um að aflað yrði fjár til, og með tillöguflutningi sínum hefðu stjórnarandstæðingar viljað hækka fjárlögin um hálfan mill- jarð, þótt þeir hins vegar gagn- rýndu hækkun fjárlaganna, sem þeir áttu þó stóran Þátt í með ákvörðunum sínum á síðasta þingi, þegar þeir voru í ríkisstjóm. Fjármálaráðherra minnti einnig á, að ríkisstjórnin hefði aldrei lofað að skattarnir yrðu lækkaðir í heild, hins vegar hefði hún gefið fyrirheit um tilfærslu innan skatta kerfisins á þann hátt að skatta- byrðinni yrði létt af þeim lægst launuðu, en þeir tekjuháu greiddu hærri skatta. Að þessu væri stefnt í skattafrumvörpunum, sem innan tíðar yrðu afgreidd á Alþingi. Á bls. 6 í blaðinu í dag er gerð grein fyrir fleiri atriðum úr ræðu fjármálaráðlierra. Landhelgin Framhald af bls. 1. A morgun, föstudag munu nefnd irnar hjttast aftur í Ráðherrabú staðnum við Tjarnargötu, og bú izt er við sameiginlegri frétta- tilkynningu frá fundunum, síðari hluta dags á morgun. Formaður íslenzku sendinefnd arinnar er Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur, en imeð hon um í nefndinni eru embættismenn irnir Jón Arnalds og Már Elísson, alþingisimennimir Jónas Ámason oig Þórarinn Þórarinsson formað ur utanríkismálanefndar Alþingis o>g ennfremur Haraldur Henrys son frá Samtökunum, Baldvin Jónsson frá Alþýðuflokknum og Þór Vilhjálmsson frá Sjálfstæð isflokknum. Þórður Ásgeirsson er ritari nefndarinnar. Formaður brezku sendinefndar innar er Keeble aðstoðarráðherra. Prlent yflrllt Framhald af bls. 7. innar £ Kína styrkja Sovétríkin m;og aðstöðu sína í Austur- löndum nær og Asíu. SJÖTTA SPÁ: Ófriðlegar horfur í Austurlöndum nær or- saka stórfellt verðfall á Kaup- höllinni f New York. Stjórn Bandaríkjanna stórhæíckar tolla- og gerir margar aðrar róttækar efnahagsráðstafanir. Kvödd er saman ráðstefna 80 færustu hagfræðinga, og þeir verða ósammála um álíka marg ar úrlausnir. Galbraith einn bendir á fjórar ólíkar úrlausn- ir. Bandaríkin kalla heim allt herlið sitt frá Evrópu. Efna- hagsdeilan milli Frakka og V- Þjóðverja magnast og Bretland og Frakkland genga úr Efna- hagsbandalaginu. Noregur og Danmörk lýsa yfir hlutleysi. Á ftalíu og Spáni, f Grikklandi og Tyrklandi fara fram frjálsar þingkosningar og alþýðufylk- ing vinnur sigur í þeim öllum. frak og Sýrland verða leppríki Sovétríkjanna. Róttækir flokk- ar ná völdum í Japan og vísa bandarískum borgurum úr landi. Bandaríkjaþing lýsir ánægju yfir því, að loksins séu Bandaríkin laus úr öllum hern aðarbandalögum. LAQUER vitnar að lokum í setningu eftir Marx um sög- una, til sönnunar því, að sér- hver af þessum spám geti haft möguleika til að rætast, en að dómi hans sjálfs er þó fyrsta spáin sennilegust. Þ.Þ. fhróttir Framhald af bls. 9. Gísla Kristinsson, sem lofar góðu, þó ekki sé hann hár í loftinu. Ann ar lágvaxinn leikmaður átti einnig góðan leik í þetta sinn, Hörður Árnason, og Ágúst Svavarsson, sem er í andstöðu við þá hvað hæðina snertir, var nú með bezta móti. ÍR-ingarnir verða að faaarð ÍR-ingarnir verða að fara að vara sig, því staða þeirra í deildinni er langt því frá að vera örugg — 2. deildin er ekki langt undan, það munnr nú aðeins tveim stig um á þeini og neðstu liðunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.