Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 2
14 TÍMINN FÖSTUDAGUR 14. janúar 1972 YNGVB TRYGGVASON: DM LANDVERND OG LAHDSNYTJAR Sunnudaginn 5. desember sl. var fluttur í útvarpi þáttur um þróun gróðurs á íslandi. Þáttuir þessi var í umsjá Yngva Þorsteinssonar, magisters, og var hann um margt 6æði fróðlegur og skemmtilegur. Töldu flytjendur þáttarins, að höf- uðorsök þeirrar igróðureyðingar, sem orðið hefur síðan á landnáms- öld, megi rekja til nytjunar lands- ins sem beitilands, þótt eldgos og illæri hafi þar einniig átt nokkurn hlut að. Málflutningur þeirra manna, sem töluðu í þætti Ynigva, var yifir- leitt hófeamlegur og rökrænn. Full þ6rf er að vekja athygli á því, sem miður fer í samskiptum okk- ar við land og gróður. Slíkurn ábendingum taka allir vel, ef þær eru fram settar af þekkingu Oig sanngimi. Einn flutningsmanna, HSkon Bjarnason, skógræktar- stjóri, þótti mér þó fullyrðinga- gjam úr hófi og því líkast, að mál- fhrtningur hans mótaðist af andúð og þekkingarskorti á ákveðinni atvinnugrein í landinu. Um nokk- urt skeið hefur misvitrum oílát- nngum, sem slitnað hafa úr tengsl- um við uppruna sinn, þótt hæfa að hafa Menzkan landbúnað og landbúnaðarvöru að skotspæni. Er þess skemmzt að minnast, að í stúdentablaði 1, des. sl. kallar höf- uðskáld þjóðarinnar íslenzkt dilka kjöt „horkjöt með fitulopa". Virð- ist þeim góða manni gleymast, að jafnvel skáld getur sagt svo lé- lega fyndni, að þjóðin hlæi — ekki að fyndninni sjálfri, heldur höfundi hennar. En Hákon Bjarna- son reynir ekki að vera fyndinn. Hann flytur fullyrðingar sínar af hátíðleigri alvöru, og honum virð- ist ekki koma til hugar, að þörf sé að rökstyðja þaar, hvorki fyrir sjálfum sér né áheyrendum sín- um. Þannig verður honum á sú meginskyssa öfgafullra áróðurs- manna að egna þá á móti sér, sem hann þyrfti þó öðruim frem- ur að hafa með sér. Að ólöstuð- um hugsjónamönnum og atvinnu- mönnum í skógrækt og land- græðslu, blasir sú staðreynd við öllum þeim, sem hafa augun op- in, að það eru bændur landsins, \ sú kynslóð, sem byggt hefur sveit- ■ irnar síðustu 3—4 áratugi, sem | á meginhlut að þeini landgræðslu [ og þesm landbótum, sem hér á ! landi hafa fram faiið. Þar kom- \ ast engir aðrir nærri með tæm- j ar, sean bændur hafa hælana. 1 Fyrsta fullyrðing Hákonar, sem hér verður gerð að umtalsefni, er sú, að „víða megi rækta mangar tegundir trjáa með góðum hagn- aði“. Ekki vil óg þó deila við Hákon Bjamason um arðsemi skóg ræktar, enda svo að heyra, að hann geri ráð fyrir, að orðum hans sé trúað gagnrýnislaust. Eg ber mikla virðingu fyrir skógrækt- armönnum ag hef talið, að þeirra starf væri uppi borið af óeiigin- gjarnari hvötum en starf flestra annarra í þjóðfélagi okkar nú. Hugsjón skógræktanmanna væri að fegra landið og bæta það, ekki sízt með tilliti til landbúnaðar. Skógrækt er í rauninni ekki til sem atvinnuvegur á íslandi. Hvort beinn hagnaður vetrður hór af ræktun nytjaskóga, eiga komandi tímar eftir að leiða í ljós. í min- um auigum eru greinar íslenzkra trjáa enn þakktar laufi og barri en ekki hundraðkðllum. En al- menningur á íslandi hefur sýnt tilraunum Hákonar Bjarnæonar bæði áhuga og velvilja og í því skjóli, sem almennimgur hefur i þannig veitt, hefur skógræktin I þrifizt. Margt hefur skógræktin mjög vel gert, en þó hygg óg, að finna megi veilur í starfi skóg- ræktarmanna eins og annarra. Ég veit ekki, hvort nokkur nauðsyn er að draga þær veilur fram í dagsljósið hér. En úr því venmi- húsi, sem þjóðin hefur byiggt skóg- rækt sinni, ættu menn ekki að VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað víS roúrop: Hæð: 210 sm x breidd: 249 sm 210 - x - 2X0 sm ■ ■ ..... 1 ■ "" " - 1 ■g.v,:—*-* Aðrer stasrðir smlSoðor ©flir belðni. GLUGGASHIÐtlAN 96mnda 12 S!mi 30220 kasta grjóti. Þeim sem í slíku húsi búa færi vel hógværðin og lítillætið. Slíkt mun verða drýgst þeim málstað, sem skógræktar- menn vinna fyriæ. Önnur fullyrðing Hákonar Bjamasonar er sú, að „áhöfn á ófriðuðu landi hafi aldrei verið meiri en nú“, og „að ófriðuðu gróðurlendi væri nú stefnt í meiri voða en áður“. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að þessar stað- hæfingar eru rangar að því er afskipti mannsins af gróðurfari varðar. Um hitt getum við ekki vitað, hvort harðnandi árferði eða hugsanlegar náttúruhamfarir sverfa svo að gróðurríki landsins, að til auðnar horfi. Á undanförn- um 30—40 árum hefur íslenzkur landbúnaður verið að breytast úr frumstæðum búskaparháttum í ræktunarbúskap. Þessa sjást merki á gróðurfari víða um land, þótt undantekningar séu þar frá. Kóln- andi veðurfar síðasta áratuginn hefur líka haft áhrif á þróun gróð- urfars og aukið hættu á gróður- eyðingu. En mestu skiptir, að bændur hafa breytt stórum flæm- um uppskerulítilla fúamýra, hálf- naktra móa og gróðurlausra sanda í frjósöm tún. Uppþurrkun rak- lendis hefur stóraukið beitarþol þess og sama gerir áburðardreifing á úthaga. Þess vegna er óhætt að fullynða, að ágangur búfjár á óræktað land, ekki sízt í óbyggð- um, hefur stórminnkað á undan- förnum árum. Vil ég reyna að finna þessum orðum nokkurn stað, en ekki láta nægja fullyrð- inguna eina. Rétt er þó að geta þess, að verulegt gróðurlendi hef- ur farið undir tún, og eins hefur Skógrækt ríkisins girt af stór flæmi til sinna þarfa. Á árunum upp úr 1930 gaf ræktað land aðeins af sér sem svaraði vetrarfóðri þeirra naut- gripa, sem til voru í landinu. Allt sauðfé og hross fengu fóður sitt vetur og sumar af óræktuðu landi og nautgripir yfir sumarmánuðina. Kjarnfóðurgjöf var tiltölulega mjöig lítil og engin vor- og haust- beit á ræktuðu landi. Sauðfé var aknennt rekið á fjall seinni hluta júnímánaðar og heimahagar not- aðir fytrir nautgripi og brúkunar- hross, og engjar heyjaðar svo sem veður og snjóalag leyfði og fóður sparað við brúkunarhross. Þessir búskaparhættir tíðkuðust ails staðar á landinu ag var lítill munur þar á eftir landshlutum. Nú hefur þetta allt breytzt. Naut- gripir fá ekki aðeins vetrarfóður af ræktuðu landi, heldur nær allt sumarfóðrið líka. Sauðfé er fóðr- að á töðu á vetrum ag beitt á ræktað land vor og haust. Aðeins nokkur hluti bænda rekur fé sitt á fjall, en margt gengur í heima- högum, þar sem áður var heyjað, eða kýr og brúkunarhross gengu á beit. Viðast hvar er vetrarbeitin að mestu úr sögunni, þótt þar sé mikill munur á eftir sveitum og landshlutum. Að vísu hefur búfé fjölgað nokkuð og er rétt að gera þar samanburð á. Eru hér borin saman árin 1935 og 1970, cn árið 1934 er fyrsta árið, sem til eru fullkomnar upplýsingar um fjár- fjölda í sumarhögum. Haustið 1935 voru 35.608 naut- gripir settir á vetur. Eins og áð- ur segir, var þessum nautgripum beitt á úthaga á sumrin í ca. 4 mánuði. Svarar þetta til þess, að allt að 12 þús. nautgripir hafi tekið allt fóður sitt af óræktuðu landi á þessum árum. Haustið 1970 voru settir á vetur 51.673 /i /8 yfl /fl jCTLTC jC mALEIfiA UCVIEaOtæ'ISGÖT'ö 1©3 ftsm SÓLUM VINNUVÉLAR — V!=G W^FLA — DRATTARVÉLAR — VÖRULYFTARA OG BIFREIÐAR r r SOLNING HF. Baldurshaga við SuSurlandsveg, Reykjavík. Simi 84320 Pósthólf 741. Yngvi Tryggvason nautgripir. Eins og fyrr segir, gengur meginhluti nautgripa nú á ræktuðu landi allt sumarið. Sums staðar er þó enn beitt að ein- hverju leyti á úthaga, þar^ sem haglendi er sérstaklega gott. Óhætt er þó að fullyrða, að beit naut- gripa á óræktað land hefur mjög dregizt saman á þessu tímabili. Ólíklega er hún nú meiri en þriðj- ungur þess, sem var milli 1930 og 1940. Hrossum hefur fækkað úr 44970 árið 1935 í 32.502 árið 1970. Breyt- ingar á hrossaeign hafa orðið mis- munandi eftir landshlutum. Hross eru nær horfin úr mörgum sveit- um, annars staðar hefur þeim f jölg að, ekki sízt í þéttbýli. Enn taka mörg hross nær allt fóður sitt af óræktuðu landi, en þó mun óhætt að fullyrða, að ágangur hrossa á óræktað land hafi oninnkað til muna meira en nemur fækkun hrossanna. í vissum héruðum hafa skapazt skilyrði til hrossaeldis í sambandi við þurrkun og græðslu lands, og þar hefur hrossum fjölg- að. Einnig tíðkast nokkuð beit reiðhesta þéttbýlisbúa á ræktað land og vetrarfóður þeirra er und- antekningarlaust taða og kjamfóð- ur. Haustið 1935 voru 656 þúsund fjár sett á vetur og afurðir voru þá rúmlega 10 kg kjöts eftir hverja vetrarfóðraða kind. Talið er, að hver vetrarfóðruð kind hafi þurft til viðhalds og afurða ca. 310 fóðureiningar og þar af hafi fóð- urbætir og taða ekki numið yfir 10 fóðureinipgum. Svara þessar tölur til þess, að úthagi hafi þá skilað sauðfjárstofni okkar 196,8 milljónum fóðureininga í beit og útheyi. Haustið 1970 var tala ásetnings- fjár 735 þúsund og afurðir eftir vetrarfóðraða kind 16 kg kjöts. Hver vetrarfóðruð kind hefur þá þurft ca. 360 fóðureiningar til viðhalds og afurða. Mjög varlega áætlað hefur meðalfóðureyðsla í kjarnfóðri, töðu og túnbeit verið 120 fóðureiningar á hverja vetr- arfóðraða kind síðustu árin. Sé þessi tala rétt, hefur úthaginn skilað sauðfjárstofni okkar 76,4 milljónum fóðureininga árið 1970. Svarar þessi munur til þess, að um milli 60 og 70 þúsundum fullorðins fjár sé nú færra í út- högunum en var 1935. Sumir telja, að álagið á úthagann hafi minnk- að miklu meira en hér er gert ráð fyrir, en allir geta séð, að miklu hlýtur að skipta, ef létt hefur verið af sumarhögum yfir 20 þúsund nautgripum, 12 þúsund hrossum af högunum allt árið og hátt í hundrað þúsund fullorðins fjár auk afkvæma þess. Ef til vill munar þó mestu um meðferð lands ins, að vetrarbeit sauðfjár er að mestu úr sögunni. Þetta er afleiðing þeirrar rækt- unárstefnu, sem langflestir ís- lenzkir bændur hafa fylgt. Allar líkur benda til, að áframhald verði á þessari þróun. Það sýnir m.a. áhugi sá, sem bændur hafa sýnt á gróðurrannsóknum Yngva Þor- steinssonar og hinu stórmerka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.