Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 8
Föstudagur 14. janúar 1972. Rakarar í verkfall? ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Félag hárgreiðslusveina hefur boðað verkfall frá og með laugar deginum 15. þ.m., hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma. Viðræðufundir hafa staðið milli hárgreiðslusveina og meistara nú í vikunni, en lítið hefur miðað í samkomulagsátt. Ef af verkfalli verður, munu milli 30 og 40 hár- greiðslusveinar leggja niður vinnu og að auki munu krhigum 30 nemar hætta vinnu, þannig 'að milli 60 og 70 manns legg.ia niður vinnu, ef af verkfalli verður. Smiðir hröpuðu 12 metra OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Tveir smiðir stórslösuðust í Kópavogi í rnorgun er vinnupallur sem þeir stóðu á losriaði frá vegg og féll. Mennirnir hröpuðu 12 metra og lentu í stórgrýti undir veggnum. Voru þeir við vinnu ofan á fjórðu hæð hússins Þver braut 2, sem er í byiggingu. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en greinilegt er að vinnupallurinn féll er bolti, seim tengdi hann við vegginn, brotnaði. Slysið varð kl. rúmlega 10 í morgun. Hefur pallurinn hrunið svo skyndilega að mennimir höfðu engan tima til að forða sér af honum eöa ná handfestu. Mennirnir sem slösuðust eru 38 og 37 ára gamlir. Annar þeirra var verkstjóri við byggimguna. Eru þeir báðir mjög mikið slas aðir, m. a. báðir með höfuð- áverka. Húsið, sem verið er að byggja að Þvcrbraut 2 í Kópavogi. — Vinnupallurinn var við efstu brún hússins. Féllu mennirnir bví sem svarar af 5. hæð. Tímam.-G.E. Loðnan komín suður undír Hvalbak Veiðar ættu að geta hafizt bráð- lega, segir Jakob Jakobsson ÞO—Reykjavík, fimmtudag. Allt bendir til þess, að loðnu veiðar geti hafizt einhverri tíma á næstu dögum. A.m.k. tvær loðnu göngur hafa fundizt. Sú fyrri fannst um það bil 50 mílur norð ur af Langanesi, fyrir tveimur dögum. Seinni gangan fannst í nótt og var hún komin alla leið suður undir Hvalbak. Þá hafa fundizt dreifðar lóðningar 50 míl ur austur af Glettinganesi og bend ir allt til að þar sé loðna á ferð. Loðnan er nú mikið fyrr á ferð inni en í fyrra, en þá fannst loðn- an ekki fyrr en 23. jnaúar og var hún þá stödd 50 mílur NA af Langanesi og fyrsta loðnan veidd ist þá aðfaranótt 17. febr.úar. Var loðnan þá í Lónsbugtinni. Nú er loðnan sem sagt komin suður undir Hvalbak og ef hún hagar sér eins og undanfarin ár, þá ætti ekki að líða meira en vika þangað til hún verður komin upp að landinu, annað hvort í Lónsbugt eða við Stokknes. Jakob Jakobsson, lciðangurs stjóri á Árna Friðrikssyni, sagði í viðtali við blaðið í dag, að nú væru rúmir tveir sólarhringar liðn ir, síðan þeir á Árna hefðu orðið varir við fyrstu loðnuna. Var Árni Friðriksson þá staddur 50 mílur NA af Langanesi. Virtist sú ganga, sem þar var á ferðinni vera álíka stór og fyrsta loðnu- gangan, sem fannst á svipuðum slóðum 23. janúar í fyrra. Þegar Árni hafði athugað gönguna út af Langanesi, var haldið suður á bóginn, enda hafði frétzt, að bátar hefðu lóðað á dreif út af Glettinganesi. Reyndist það vera léleg dreif, og var haldið áfram lengra í suður. Það var svo í nótt að þeir á Árna urðu varir við talsvert loðnu magn 36 mílur austur og norð austur af Ilvalbak. Sagði Jakob að á kafla hefðu verið þar allgóð ar torfur, og sumar hefðu verið ágætar. Torfurnar voru upp í 25 faðma þykkar og héldu sig mikið á 30 faðma dýpi, reyndar fundu þeir eina á 15 faðma dýpi. Þegar komið var suður fyrir þetta svæði, fór torfumyndun að verða slitr ótt, en þar var mikið um dreif og ræmur. Jakob sagði, að þeir á Árna hefðu haldið upp í Lónsbugtina í morgun og athugað með loðnu Framhald á bls. 18 Á fólksbít yfir Möðrudalsöræfi ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag. Fólksbíll fór yfir Möðrudals- öræfi í nótt. Þetta er í fyrsta skipti, sem fólksbifreið fer yfir öræfin á þessum árstíma. Fólksbifreiðin, sem er frá Höfn í Hornafirði, lagði af stað í fylgd með jeppabifreið, sem var á leið til Reyðarfjarðar kl. 14 í gær frá Akureyri. Voru bílarnir komniir til Reyðarfjarðar kl. 1 í nótt og hafði ferðin gengið mjög vel. Dálítið liafði snjóað á öræfunum í gær og varð jeppinn að draga fólksbílinn yfir tvo skafla, en það var eina töfin á leiðinni. EJ—Reykjavík, fimmtudaig. Blaðinu bárust í dag yfirlýsing ar firá þremur aðilum vegna kjara deilu BSRB og ríkisins. 95 starfsmenn við Landspítal ann undirrita traustsyfirlýsingu til stjórnar BSRB, þar sem lýst er „fullum stuðningi við stjórn BSRB vegna endurskoðunar kjara samninga opinberra starfsmanna. Sérstaklcga viljum við undirstrika kröfuna um að lægstu launaflokk amir njóti sömu launahækkana og félög ASÍ sömdu um og vísum til málefnasamnings ríkisstjórnar innar um bætt kjör hinna lægst launuðu“, segir í yfirlýsingunni. f yfirlýsingu fundar í Starfs- mannafélagi Siglujarðarkaupstað- ar er lýst fullum stuðningi við kröfur BSRB-stjórnarinnar og lögð sérstök áherzla á að ná fram- Númer eitt sýnir Iivar Árni Friðriksson fann fyrri loðnugönguna út af Langanesi. Tvö sýnir hvar Árni fann loðnugöngu við Hvalbak í nótt og þrjú sýnir hvar skipið var að leita stuttu eftir hádegi í dag í Lónsbugt. — Línan úti fyrir ströndinni sýnir 12 mílna fiskveiðimörkin Deila BSRB tii sáttasemjara - yfirlýsing um stuðning við stjórn BSRB Frá Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins Skólinn hefst á ný mánudaginn 24. janúar n.k. Dagskrá skólans fram til vors verður auglýst síðar í Tímanum. launahækkun á lægstu launa- flokkana. Er lýst ánægju yfir drengilegum málflutningi forráða manna BSRB í þessu rnáli. Loks segir í yfirlýsingu stjórn ar Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, að stjórnin lýsi fullum stuðningi við stjórn BSRB í mál inu. Lögð er áherzla á bætt kjör1 hinna lægst launuðu og heitið á bandalagsstjórnina . að gera allt sem í hennar valdi stendur til farsællar lausnar á kjaramálum ríkisstarfsmanna. Kjaradeila þessi er nú komin til sáttasemjara, cn í frétt frá fjár málaráðuneytinu í dag segir, að ráðuneytið hafi sent sáttasemjara bréf 10. janúar s. 1. og vakið þar athygli hans á því. að málið væri lögum samkvæmt komið í lians hendtir. Leikhúsferð Framsóknarfélganna, þriðjudaginn 25. janúar Framsóknarfélögin í Reykjavík efna til leikhúsferðar í Þjóð- leikhúsið, þriðjudaginn 25.janúar. Sýnd verður Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson. Venjulegt hópsýningaverð. Tekið á móti miðapöntunum á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30 — sími 24480, og þurfa þær að vera komnar í síðasta lagi 20. janúar fyrir kl. 5. Framsóknarfélögin í Reykiavík. Félag Framsóknarkvenna, Reykjavík I Fundur verður n.k. fimmtudag 20. þ.m. að Hallveigarstöðum. — Fundarefni:( Félagsmál og frjálsar umræður. — Takið með ykkur handavinnu. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.