Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.01.1972, Blaðsíða 4
£etii Cii AjMarp „five glöS er vor œska“ nefnist gamanþáttur, sem sýndur verður á laugardagskvöld. Það er nokkuð tímafrekt að ætla að íyigjast með öllu því, sem kemur í sjónvarpi, og auðvitað fer ekki hjá því, að margt verður útundan, sem ástæða væri til að geta um í sjónvarpsspjalli eins og þessu. Þó burðast maður við að horfa á nýja þætti, svona í byrj- un a.m.k., og þeir tveir þættir, sem nú hafa hafið göngu sína, og á ég þar við „Hve glöð er vor æska“ og Strange-þáttinn, virðast ætla að takast vel. Við val á þeim hefur verið gætt hins heppilegasta meðalvegar, og það haft í huga, að fólk þarf alltaf að hafa sér til afþreyingar nokkuð í bland við alvöruna. Framhaldsþættirnir um Rauða herbergið hans Strindbergs eru einnig góðir á sinn hátt, þótt þeir hafi enn ekki fengið á sig svip hins kátínufulla hjartsláttar Heim eyinganna. Þetta gerist líka í mjög ólíku umhverfi, en persónu- lýsingarnar bregðast ekki. Svo var um útgefandann í síðasta þætti. Hann var nú ekki beint uppnæmur út af skáldskapnum, en hafði ýms önnur ráð að leggja, og skoðanir hans á sænsku aka- demíunni fyrirfinnast eflaust einnig í dag. Rauða herbergið verður á dagskrá á sunnudags- kvöldið. HOTT, HOTT. Nú á mánudaginn á að sýna teiknimynd, sem byggð er á verki eftir George Orwell. Það er því ekki látinn dagur líða svo ein- hverju sé ekki tjaldað í dag- skránni. Hitt atriðið á mánudaft inn er svo einhver hott, hotn mynd frá Deriby-veðroiðunum 1 Englandi, þar sem aiít ílmar ai lavender, hrossataði og May Blos*. om púðri. Á þriðjudáginn byrjalf svo frægur þáttur, sem hefur ver- ið kallaður „Stríðsfjölskyldan" | fréttum. Þessi þáttur er sagður hafa gripið áhorfendur slfkum tök um í Skandinavíu og Bretlandi, að það sé jafnvel sums staðar farið að sýna hann aftur. Gott er, ef eitt- hvað er nú að koma, sem getur gripið okkur sérstaklega. Þess þarf með líka. Þá er umræðuþátt ur í sjónvarpssal, sem þyrfti að. vera líflegri en þeir eru. Menn geta varla setið þarna og flutt al- mennar upplýsingar. Hvernig stendur á þvi að aldrei má hafa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.