Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 6
6 TIMINN LAUGARDAGUR 15. janúar 1972 Kodokan Judo, — Þrekæfingar — Sjálfsvörn Engin íþróít hefur öðlazt jafn miklar vinsældir á jafn skömmum tíma og Kodokan Judo. GOSHIN JUTSU, japönsk sjálfsvarnaríþrótt. Nú er tæki- færi til þess að læra hjá japönskum meistara í þessum íþróttum. Eflið þrekið — Lærið Judo — Lærið sjálfsvörn. I Judofélag Reykjavíkur, Skipholti 21, veitir allar upplýsingar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 6—10 á kvöldin, og á laugardögum 2—4 e.h. Sími 16288. Til sölu 8 ára gömul bifreið af gerðinni Bedford. Hún er með 7 manna húsi og sorpkassa. Vélin er rúmlega ársgömul. Ýmislegt, svo sem drif og kúpling er tiltölulega nýupptekið. Nánari upplýsingar fást hjá verkstæðisformanni 1 áhaldahúsi Kópavogskaupstaðar. Nýlega átti undirritaður við tal við Magnús Magnússon hjá Frystihúsi Bæiarútgerðar Reykjavíkur. Magnús hefur starfað hjá fyrirtækinu í mörg ár sem yfirverkstjóri og er málum fyrirtækisins kunnug- ur. Magnús sagði að framleiðsla á síðasta ári' væri 112 þúsund kassar fram að miðjum nóvem ber. Skiptist aflinn þannig: Karfi 73.500 kassar, í þeim kössum eru 26,4 kg. Þorskflök 9000 kassar og ýsuflök' 2400 kassar. Auk Þess sem hér hef ur verið talið, voru framleidd ar ýmsar aðrar tegundir til frystingar. Hjá fyrirtækinu unnu á árinu að staðaldri um 160 manns og var svo til stanzlaus vinna hjá fólkinu frá vertíðarbyrjun. Vinnutíminn var venjulega frá 8 til 19, og voru flestir laugardagar og nokkrir sunnu dagar unnir í sumar og haust. Þegar skipin hófu siglingar til útlanda með aflann, dróst atvinnan mjög saman. Sést af því, sem hér hefur verið sagt, hversu mikil vinna er hjá bæj arbúum þegar löndun skipanna fer fram innanlands. Á skipum BÚR starfa um 140 manns. Salt fiskframleiðsla hefur alltaf ver ið nokkur hjá útgerðarfélaginu, og hafa margir menn vinnu við saltfiskframleiðsluna. Einnig er síldarsöltun á vegum félagsins þegar síld fæst. Ótalin eru þau þjónustu fyrir tæki, sem njóta margs þegar skipin landa hérlendis, svo sem viðgerðarverksætðin, verzlunin, “;'ogv margvísleg ' þjónústa, seift skipunum er nauðsynleg — hún færist út úr landinu, ef siglt er út. Talið er að mikill kostnaður sé orðinn við lönd un erlendis, og er talað um, að allt að þriðji parturinn af brúttósölunni sé skilinn eftir úti, og er þá orðið vandséð hver ágóðinn af siglingunum er orðinn, þegar allt er talið. Þegar siglingar hefjast, missir fjöldi fólks atvinnu, og afköst skipanna verða minni, sem eðlilegt er, þar s-m mikill tími fer í siglingarnar. Frystihúsin eru ekki arðbær þann tima sem þau standa ó- notuð, en vextir og afborganir eru sömu og þótt unnið hefði verið. Alltaf þykir gott að miða við útlendinginn. Norðmenn gera mikið af því að flytja kassaðan fisk til Englands, og tel ég að sú aðferð gæti vel komið til greina hér og skipin Þá eingöngu stundað veiðarnar. Aldrei hef ég séð greinargerð frá neinu frystihúsanna né frá Efnahagsstofnuninni, um það, hvort betra er þjóðhagslega að landa fiskinum hérlendis eða láta skipin sigla með aflann. ERLENDAR FRÉTTIR í „Fiskaren" 18. nóv. 1971 segir með stórri fyrirsögn: Birtir yfir bandarískum fisk- veiðum. Höfundur greinarinnar er Bud Hechenkamp í Seattle. Snurpuveiðiskipið „Merkator" siglir út frá höfninni, út á soll- ið hafið, en stormur hefur geis að. Kl. 22.00 hinn 17. júní 1971, og var greinarhöfundur um borð í hinu 80 feta langa skipi, sem nýbúið var að setja Sonartæki um borð í. Tilgang ur greinarhöfundar var að sjá fiskað með þessum nýju tækj- um. Ég rétt sá höfnina í San Petro í sjónhending áður en hún „hvarf í þokumistrið. Siglt var til hafs og skipið hjó mik- ið, meðan það fór í gegn um grynningarnar. Svo virtist sem sjórinn kæmi frá fjórum átt- um, svo illa lét báturinn. Áhöfn in talaði ítölsku, en þannig er það á mörgum fiskiskipanna frá San Petro. Kl. 00.30 sagði mér einn af áhöfninni, að nú sæist á skerm inum á Wenner SS 150, með líkum skermi og radar. Jack Russo sagði hinum áhugasömu af áhöfninni, að of grunnt væri til að kasta á þær torfur sem sæjust, og yrðum við að bíða nokkuð enn, þar sem hætta væiri á að eyðileggja nótina á þessu svæði. Kl. 02.00 var kastað, og eftir 5 tíma var búið að taka 86 tonn af makríl. Um átta leytið var haldið áleiðis til San Petro, og var kaup netto til mannskapsins 700 dollarar til hvers. Af flota sem saman- stóð af 30 bátum, höfðu aðeins 2 fengið afla. Hinir tveir höfðu samskonar útbúnað, Sonar frá Western Marine Eletronisk, nýju fyrirtæki í Seattle. Þessi tæki hafa valdið byltingu í fiskveiðum í San Petro. Áður en „So'narinn“ komst í notkun, fengu skipin lítinn afla og stóðuct ekki hin vax- andi útgiöld. Nú geta vel út- búnir bátar keppt við hina vel útbúnu útlendu báta, sem á miðunum eru. Útbúnaður þessi er eingöngu kostnaður af skipseigendum. Því er annan veg farið með landbúnaðinn, sem fær allar breytingar á tilhögun í gegn um stjórnina. En fiskimennirn- ir sem stunda veiðamar á haf- inu. verða að standa á eigin fótum. Langt þættust íslenzkir fiski menn vera á eftir öðrum, ef þeir væi'u nú fyrst að taka Sonar í notkun, og lítið hefði orðið úr síldarævintýrinu, ef við hefðum verið svo síðbúnir sem þeir í Ameríku. Nú er rætt um tölvu hér tii að láta stióma köstum, og annað eftir því, og fáir vita í dag hvað morgun- dagíirinn ber í skauti sínu, hvaða útbúnað fiskiskipa snert ir. Ingólfur Stefánsson. Tilboðum sé skilað til rekstrarstjóra, Félagsheim- ilinu, Neðstutröð 4, fyrir 17. janúar n.k. Rekstrarstjóri Kópavogskaupstaðar. Tilkynaiing um útsvör í Hafnarfirði Útsvarsgjaldendum ber að óbreyttum lögum 1972 að greiða upp í útsvar, jafnháa upphæð helmingi þess útsvars, sem þeim bar að greiða árið 1971, með 5 jöfnum greiðslum, er falla í gjalddaga 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að inna fyrir- fraitigreiðslur sínar af hendi á réttum gjald- dögum samkvæmt framansögðu. Atvinnurekendum hvar sem er á landinu ber að senda bæjarskrifstofunni nöfn þeirra útsvarsgjald- enda í Hafnarfirði. sem þeir hafa í þjónustu sinni, að viðlagðri eigin ábyrgð á útsvarsgreiðslum. Hafnarfirði, 14 ]an 1972. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um atlt land. H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. Magnús E. Ðaldvlnsson taugavegi 11 - Siml 32804 VERÐLAUNAPENINCAR VERÐLAUNAGRIPIR FÉLAGSMERKI Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Niuada ©J rOAMEk JUpina. PIERPOIU IMagnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Simi 22804 Rifarastaða Staða ritara við Landspítalann er laus til umsókn- ar. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Umsóknum sem greina menntun og fyrri störf, óskast skilað á Skrifstofu ríkisspítalanna, Eiríks- götu 5. fyrir 20. þ.m. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Reykjavík 13. janúar 1972 Skrifstofa ríkisspftalanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.