Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 10
♦ 10 TIMINN LAUGARDAGUR 15. janúar 1972 Sveinn Gunnarsson: 13 því gekk allt fljótara og svo hitt að þegar dagar mannsins eru ekki taldir, verður mönnum eitthvað t^l lífs. Áð því búnu dró í veðrið og báturinn var ausinn. Gunnar leit til Ingibjargar og sagði: Viltu ekki renna færinu aft- ur og hala betur í þorskinn, svo þú komist alveg niður til hans, eða þá hitt, að þú leggir fram krafta þína, með dáð og dug, þér til lengri lífdaga, og ákveð ég þitt verk, að þú skulir ausa bátinn og velta ekki útbyrðis. Settust þá drengir undir áx-ar, Sigurður og Baidvin á annað borð, en Gunnar einn á hitt. Var þá róið upp á lífið og gekk bátur- inn afar-vel, Ingibjörg sat í stafni og sagði til stefnunnar í milli þess sem hún jós. Ekki var að öðru leyti talað orð. Nú mátti Gunnar taka á öllu, sent hann gat því Sigui'ður var keppinn og knár og Baldvin gaf ekki sitt eftir; hann var harðgerður unglingur. Árin hjá Gunnari dróst í bugðu aftur á bak og var það auðséð, að hún mundi hryggbrotna, þegar fram i sækti. Loftið var alltaf að ljótka og vindurinn að jafna sig. Gunnar kallaði: Haltu þér, stúlka, og vert.u á kulborða. Á þessu augnabliki sýnd ist sjórinn velta hvítum fjállháum skafhríðarrokum áfram, og drundi og hvein í stór-bylgjunum. Bátur- inn tók að hrykta, eins og hann ætlaði að liðast í sundur. Það hvein í hverju bandi. Báturinn stakkst á endann og það fannst eins og hann færi á stundum í loftköstum. Það var eitt af því, sem enginn mannlegur skilningur skiidi í, hvað það var sem forð- aði bátnum frá því að hvolfa. Þarna síðast í bylnum, mátti heita að alveg fyllti og fékk þá Ingi- björg að sjá á eftir mörgum vel- sköpuðum, spegilfögrum þorski, sem flaut út af borðstokknum, og gleyptu freiðandi öldur þá og gáfu þeim legurúm í stórfiska kjöftum, og var nú gróði af gefn um feng að mestu leyti hoi'finn, en endurminning missisins hljóm- aði í heila Ingibjai'gar. Hún hélt sér fast í band á skipinu og var á knjám:, austurtrogið varðveitti hún og var að reyna að ausa með annari hendinni. Aftur di-ó í veðrið. Þeir Sigurður og Gunnar tóku til að ausa til skiptís um stund. Þeir urðu varir við það að Ingibjörg hafði haft lúðu sína und ir knjám sér og hafði ætlað að geyma sinn síðasta drátt í lengstu lög. Aftur var sezt að árunx og gerðu drengir þá snarpa skorpu Ingibjörg jós eins og þolið til lét. Gunnar sagði nú: — Herðum okkur. Það er ekki nema herzlumunurinn. Nói þriðji bylurinn okkar, rekur hann á smiðshöggið. Áratogin urðu löng, en þó tíð og nú var ekki dregið af atorku. Lífið er öllum eða all- flestum, kær dýrgripur. Það bi'ak- aði og kauraði í bátnum og vein- aði í ái'unum. Enn sagði Gunnar að veðrið væri í uppgangi, það er því að há hólmgöngu við dauð- ann og í því bili kom hvellur. Það var brothljóð. Árin var brotin á bak aftur hjá Gunnari. Árar voru umfa'am í skipinu, bundnar við band, og þær komu í góðar þarf- ir nú. Gunnar kallaði: — Það er farið að styttast, en hei'ðið betur á vöðvunum, bræð- ur, því sjór er að verða jafn rok- inn. Fast þá, fljótt nú:, í hverju hvein: Gunnar braut ár en fékk aðra í hennar stað. Blóð var íarið að spx'inga undan nöglum karis, en hann fann það ekki og þreif nú þessa nýju ár, með tröllatilþrifum. í þeirri svipan gaf á bátinn, svo hann fyllti og munaði engu. að hann sykki, en grynnt var á hon- um fljótt og svo róið með sama atgjörvi og innan skamras flaut ferjan upp að sandinum og mann- fjöldi dró bátinn með fögnuði upp á þurrt, með mönnum, sjó og lúðunni. Gunnar sagði: —Bravó, þá er sigurinn feng- inn. Var það sá eini bátur, sem náði réttri lengingu þennan dag. Ekki var getið um að menn hofðu farizt, en allir hleyptu og hrökt- ust. Ingibjörg var stirð og hældi ekki sjóferðum eftir það. — Fín gerð er afmælisveizlan, systii', sagði Sigui'ður um leið og hann studdi Ingibjöi-gu upp úr bátnum. Ingibjöi-g var þjökuð en fékk góða aðhlynningu og hresstist fljótt. Það bar ekki á Gunnari. Hann kvaðst hafa auma góma en annaö væri það ekki. Það var auð- séð að Baldvin var afar þjakaður: hættan var horfin og bar hann sig því karlmannlega, enda var hann alla jafna metnaðargjarn. Flyðran hennar Ingibjargar var enn í bátnum og borðaði skips- höfn þessi því heitt heilagfiski með kvöldinu. Gunnar og Sigurður fengu hvers manns lof f.vrir dugnað sinn og bar svo ekki annað til tíðinda á þessari vorvertíð. Ingi- björg minntist aldi'ei á þennan dag en Sölvi sem oft var í búð Sigurðar spurði nú Ingibjörgu hvort hún hefði nkki haft gaman af. Hann sagði: — Þú fékkst þó einu sinni að sjá hrukkur á svipnum hans sjósa. Þú þyrftir að vera á honum þeg- ar hann hleypir brúnum fyrir al- vöru t.d. á haustin: þú fengir þá vonandi að fara í staðföst faðm- lög við hann. Slátturinn bvrjaði og menn fluttu sig frá sjónum og sumai'ið leið tilburðalaust fi-am að vana- legi'i haustvertíðarbyrjun. Sá dagur kom að Sigurður og Baldvin skyldu kveðja foreldra sína. Um leið og kveðjur fóru fram mælti Sigurður við Ingi- björgu. — Ég hefi svo ráð gert að þú komir til Seyðisfjarðar þeg ar næstu haustannir eru úti og fáir kennslu hjá kaupmannsdóttur til jóla. Þær mæðgur ei'u vel að sér í saumum og hefi ég loforð frá þeirn að þær segi þér til í saumum og hannyrðum þennan tíma. Við bræður eigum ósaumuð falaefni, og svo er ósauumað fleira sem þér til heyrir svo ég álít þú Um vitjanabeiðnir visasl tii belgidagavaktar Simi 21230 Ónæmisaðgerðir eegn mænusótt fyrir fullorðna fara fram t fleiisu verndarstöð Reyktavíkur á mánu dögum frá kl 17 - 18 Kvöld og helgai-vörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 15. — 21. jan. annast Vesturbæjar-apótek og Háaleitis-apótek. Næturvörzlu í Keflavík 15. og 16. janúar annast Kjartan Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 17. janúar annast Arnbjörn Ólafsson. er laugardagurinn 15. janúar HEILSU GÆZL A Slysavarðstof.an 1 Borgarvpttalau nm er opln allan sólarhrtngirn Siml 81212 SlðkkvUlBIB og sJókrablfrelWr fyr Ir Reykjavfk og Kópavog sfml 11100. Sj&krabifrelð > Bafnarflrm alml 51380. Tannlæknavakt or 1 Heilsuvenidar- stöðinnl, þar sem Slysavarðstoi an var, og er opln laugardaga oe sunnudaga kl. 5—8 e b. — 81m’ 22411. ApPtek Hafnarfjarðar er opl» vlrka dag trá fcl 9—7, a laug&r dögum kl 9—2 or á ttmnudög nm og ðörum belgidögum er op IB trá kL 2—4 Nætur- og helgidagavarzla lækna Neyðarvakt: Mánudaga — íöstudaga 08.00 — 17.00 elngðngu i neyðartilfelium slral 11810. Kvðld-, nætur og helgarvakt Mánudags — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá "l 17.00 föstudag til tX 08.01 mánudag. Sími 21230 aJtmennar applýslngar uro tæknis þjónnstn 1 Reykjavíh ero eefnar gíma 18888 Læknlngastofai ero (okaSar 6 laugardðgom. oímbí stofnr » K'apn arstig 27 trá kl. 9—11 f.h. Simi VOífl %" 'KítO KIRKJAN Kafnarfjarðarkirkja; Barnaguðsþjónusta kl. 11. Dreng ir úr Óldutúnsskóla aðstoða. Séra Garðar Þorsteinsson. Lágafellskirkja: Barnaguðsþjónusta ki. 2. Séra Bjarni Sigurðsson. Langholtsprestakall: Barnasamkoma kl. 10,30. Séra Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Sigurður Haukur Girð- jónsson. Óskastund barnanna kl. 4 Kópavogskirkja: Barnasamkoma kl. 10 frú Hrefna Tynes. Guðsþjónusta kl. 2. Ferm ingarbörn og foreldrar þeiri'a eru beðin að koma til messunnar. Séra Þoi'bergur Kristjánsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta kl. 10,30. Séra Gai'ðar Svavarsson. Dómkirkjan: Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þor láksson, messa kl. 2. Séra Þórir Stephensen. Barnasamkoma kl. 10.30 í Menntaskólanum við Tjörnina. Séra Þórir Stephensen. Arbæjarprestakall: Bai'naguðsþjónusta kl. 11 messa í Árbæjarskóla kl. 2. Æskulýðs- félagsfundur kl. 8. Séra Guðmund ur Þorsteinsson. Haligrímskirkja: Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Barnasamkoma kl. 10. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 10-30. Guðsþjón usta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Grensásprcstakall: Sunnudagaskólinn í Safnaðarheim ilinu kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. 'Sérá Jónas Gíslason. Breiðholtssöfnuður: Barnasamkoma í Breiðholtsskóla kl. 10 og 11,15. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Beykjavík:: Bai-nasamkoma kl. 10.30. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 Séra Þor steinn Björnsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 10,30. Guðs þjónusta kl. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Æskulýðsstai'f Neskii'k.ju. Fundir pilta og stúlkna 13 til 17 ára mánudagskvöld kl. 8,30. Opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórs son. Aðventkirkjam Reykjavik:: Laugardagur: Biblíurannsókn kl. 9:45. Guðsþ.jónusla kl. 11. Svein B. Johansen. Sunnudagur: Fi'æðslusamkoma kl. 5. Efni úr Biblíunni tekið til at- hugunar. Ræðumenn Sigurður Bjarnason. Karlakvartett, einsöng ur. Sjá auglýsingu í blaðinu í gær. vtsTí* BRIDGI Þetta spil kom fyrir í lcik Dan rnerkur og Noregs á EM í haust. A enginn V ÁK76 9 KG75 * K9542 & 42 A ÁK865 V DG10842 V 95 ♦ 32 9 Á94 * Á87 * DG3 A DG10973 V 3 * D1086 * 106 Eftir tvö pöss opnaði Daninn í N á 2 T (Roman) og A sagði 2 sp. Enn tvö pöss og N doblaði. Suður hafði auðvitað ekkert við það að athuga og spilaði út trompi. Austur fékk fimm slagi og Danmörk 500. Á hinu borðinu opnaði norski spilarinn í S á tveimur spöðum (veikt) og enginn hafði neitt við þá sögn að athuga. Hann vann sögnina, en Danir unnn níu stig á spilinu. Danmörk vann leikinn 15-5 (79—58) eftir að hafa haft 60 — 15 yfir í hálfleík. Á skákmóti í Búdapest 1958 kom þessi staða upp milli Johos og Lanyi, sem hefur svart og á leik. ABCDBFGB A ffw ABCDBFGB 15. —, Rdb4! 16. cxR — Rxb4 17. hxg4 — RxB! 18. Kdl — Rxb2f 19. Kel — Rxd3ý 20. Kdl — Rb4 og hvítur gaf. T'TAGSLlF Kvenfélag Háteigssóknar heldur sína árlegu samkomu fyrir eldra fólk í sókninni í Tónabæ sunnudaginn 16. jan. Og hefst hún kl. 3. Til skemmtunar söngur og upplestur. — Stjórnin. Húnvelníngar: Munið nýársfagnaðinn í Domus Medica laugardaginn 15. jan. kL 21. Skemmtinefndni. niiimiiin iiiimu ^mniiiiiiiniimi iiu iiiiiMiiniiiiinii n iiiiniiiiiiiiiiMiniiiimiiiiiiiiiiiiiiiinnii iii iiiiiinim n iiiiiiiiinMnnnimiiiiiiinnmnmmm, LÓNI /J£'s £AKMG, scorr/ MTAfM-£-///MFO?G£r ///<£//£ CXA/MS/ FMGER J/M? M), THAT//AME POESN'T MEA/J J TFEFESOVE i AAymmo OUT/FHE'S TAÁ//VG/ CALL rrS a/o ose, hemo sabay/me// JWO TOO/C TANGE/? J/M COÆM TÆA/l W£U /MST/?£AM/ EV£ _______ J.OSE-OM/ — Hann lýgur Scott. Þú harðir hann ekki það fast, að hann hafi gleymt öllu. — Nei, hvað heiti ég? — Þú heitir Ranger Jim. — Ó, það nafn kannast ég ekki við. — Þetta þýðir ekkert. Þeir sem tóku Rangcr Jim, fela slóðina sína i ánni. Við missum af þeim. lUUNUUtUHHUHillUIIIUnilH iiiinnwwiHmimMinmiminiiuiu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.