Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.01.1972, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 15. janúar 1972 12 TÍMINN við íþróttablaðið Ritstjóraskipti hafa orðið við íþróttablaðið. Sigurður Magnús- son, útibússtjóri ÍSÍ, tekur við starfinu af Alfreð Þorsteinssyni, sem befur ritstýrt því undanfarin tvö ár. Um ritstjóraskiplin segir Gísli Ha.lldórsson forseti ÍSÍ. í síðasta tölublaði, sem kom út nú fyrir skömmu, m.a.: „Nú um áramótin verða rit- stjóraskipti við íþróttablaðið. — Alfreð Þorsteinsson, sem gegnt hefur ritstjórastörfum s.l. 2 ár, iætur af ritstjórn samkv. eigin ósk, en við tekur Sigurður Magn- ússon. Ritstjóm íþróttablaðsins hefur á undanförnum árum verið í hönd um ýmissa einstaklinga, en flyzt nú inn í skrifstofu ÍSÍ. Ég vil við þessi tímamót þakka Alfreð Þorsteinssyni mikið starf og.ágæta samvinnu um leið og ég óára blaðinu góðs gengis í umsjá hins nýja ritstjóra. f blaðinu að þessu sinni er m. a. grein um þróun getrauna, þrek- mælingar, vöðvakraftþjálfun, svo og greinarnar íþróttafulltrúi í 30 ár og Fyrsti skíðakóngur Noregs, svo nokkað sé nefnt. AÐALFUNDUR Aðalfundur handknattleiksdeild- aa* Fram verður haldinn miðviku- daginn 19. janúar kl. 21 í Skip- bolti 70. Stjómin. MeSal þeirra 40 leikia, sem fram fara í hinum ýmsu knattíþróttum um helgina, eru tveir aefingaleikir í knattspyrnu. ÚrvalsliS KSÍ leikur við ÍBK í dag og á morgun leikor Ármann viS Val. > I Keppnin um heimsbik arinn hafin Kcppnin veturinn 1971—1972 er hafin fyrir nokkru. Margir hafa hætt keppni síðan í fyrra og margir nýir bætzt við. Sá maður er Svisslendingar höfðu gert sér SVEINAMÓT í FRJÁLSUM Sveinameistaramót Ísiaödfí í frjálsum íþróttum innanhúss 1972 fer fram í íþróttahúsinu á Akranesi sunnudaginn 30. janúar n.k. og hefst kl. 13. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Sveinaflokkur: (f. 1956 og 1957), hástökk með atrennu, lang- stökk, hástökk og þrístökk án at- rennu. Piltaflokkur: (f. 1958 og síðar), hástökk með atrennu og Jangslökk án atrennu. Meyja- flokkur: (f. 1956 og 1957), há- stökk með atrennu og langstökk án atrennu. Telpnaflokkur: (f. 1958 og síðar) hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Þátttaka tilkynnist til Umf. Skipaskaga í pósthcK 132 i sið- asta lagi 23. janúar. vonir um að gæti unnið til verð launa á Olympíuleikunum í vetur, er hættur keppni. Dumeng Gio- vanoli hinn 30 ára skíðakappi frá Sils, gekkst undir erfiðan upp- skurð á hné í ágúst 1970, er leiddi til þess að hann gat ekki keppt veturinn 1971. Um vorið byrjaði hann að æfa fótinn og bjó sig undir skíðaæfingar um sumar ið. Allt gekk vel hjá honum á æfingum og Svisslendingar gerðu sér vonir um að hann gæti unnið til verðlauna í alpagreinum á Sapporo. En á æfingu snemma í október meidcfist hann aftur í hnénu og a'ð læknisráði varð hann að hætta við allar fyrirætl anir um keppni. Ingrid Lafforgue frá Frakklandi, heimsmeistari í svigi kvenna, keppti ekkert í vet ur sem leið vegna fótbrots. 1 haust fór hún að æfa með franska landsliðinu, en var ekki góð í fætinum. 1 Ijós kom að brotið var ekki vel gróið saman og er óvíst að hún keppi í vetur. Annars hafa þegar farið fram nokkur mót í keppninni um heims bikarinn. Annamaria Proell hefur þegar sýnt í sínum fyrstu mótum a® það verður erfitt að ná af henni bikarnum i vetur. í karla flokki virðist keppnin jöfn, en bikarhafi frá í fyrra Gustavo Thoeni virðist ekki kominn í þá æfingu er færði honum bikarinn í fyrra. í bruni hefur gamla kemp an, hinn 33 ára Karl Schranz og landi hans Heini Messner 32 ára, komið á óvart með góðum árangri. Annars hafa helztu úrslit orðið þessi: Arlberg Kandahar, world cup, Sestire Italy. Svig kvenna 16. — 19. des. Francoise Macchi Fra. 103.30 Rosi Mittermaier Þýz. 104.98 Monika Kaser Aus. 105,34 Michele Jacot Fra. 105,47 Susan Corroek USA 105,65 Brun kvenna: Annemaria Procll Aus. 1.44,58 Jacquline Rouvier Fra .1.45,28 Francoisc Machi Fra. > 1.45.45 Isabelle Mir Fra. 1.45.54 M. T. Nadig Sviss ' A-47,13 Svig karla: Tyler Pálirié ÚSA llá,30 Jean Noel Augert Fra. 115,84 Harald Rofner Aus. 116.15 Rolando Thoeni Ital. 116,44 Gustavo Thoeni Ital. 116,57 Vald'isere Criterium. World cup, Vald'isere Frakkl. 8. — 12. desember. Stórsvig karia: Erik Haker Nor. 2159.55 Jean Noel Augert Fra. 2.59,90 Henri Duvillard Fra. 3.00,89 Andrzej Baehleda Pol. 3.01,95 Walter Trech Svi. 3.02,47 Brun karia: Karl Schranz Aus- 2.06.58 Heini Messner Aus. 2.06,87 Michel Daetwyler Svi. 2.06,90 Karl Cordin Aus. 2.07,22 J. D. Daetwyler Svi. 2:07,24 Brun kvenna: Jacqueline Rouvier Fra. 1-26.89 Annemarie Proell Aus. 1.27.26 Francoise Macchi Fra. 1.28.17 Wiltrud Drexel Aus. 1.28.25 M. Nadig Svi. 1.28,31 Reykjavíkur- meistarar í. körfuknattleik Klp—Reykjavík. — Úrslit eru nú kunn í öllum flokkum í Reykja víkurmótinu í körfuknattleik, en þar var leikið í 7 flokkum, þar af 5 í karlaflokkum og 2 í kvenna- flokkum. Refkjavíkurmeistarar í einstök- um flokkum urðu þessi félög: M.fl. karla, Ármann 1. fl. karla, ÍR 2. fl. karla.KR 3. fl. karla, Ái'mann 4. fl. karla, Ármann M.fl. kvcnna, ÍR 2. fl. kvenna, KR. , „BoIta-helgi“ — Um 40 leikir fara fram um helgina í hinum ýmsu greinum knattíþrótta Klp—Reykjavík, — Um helgina verður ekkert annað um að vcra á íþróttasviðinu en knattleiki.r. Verða þeir um 40 talsins, þar af eru tveir knattspyrnulcikir, þrír leikir í körfuknattlcik og yfir þrjátíu leiki.r í hinum ýmsu flokkum í íslandsmótinu í liand- knattleik. Knattspyrnuleikirnir tveir eru æfingaleikir, enda keppnitímabil- ið enn ekki hafið hjá knattspyrnu mönnum. Getrauna stríð! Klp—Reykjavík. Upp er komið mikið stríð milli lands og Eyja, þ.e.a.s. Vestmannaeyinga og stjórnar Getrauna, sem er í Reyikjavík. Ástæðan fyrir þessu stríði, er ákvörðun stjórnenda Getrauna, um að eftirleiðis þurfi allir get raunaseðlar að berast til skrif- stofunnar í Reykjavík fyrir kl. 14.30 þann dag sem leikirnir á seðlinum fara fram. Þessu hafa Eyjaskeggjar mót mælt og farið í „getraunaverk- fall“. — Ekki mun það „verk- fall“ þó ná yfir alla, því annað félagið í Eyjum, Týr, seldi miða í síðustu viku, en liitt félagið, Þór, gerði það ekki. Nú hafa bæði ákveðið að hætta að selja getraunaseðla, nema til komi loforð „úr Iandi“ um að getraunaseðlar frá þcim sem1 ekki komist á réttum tíma til skrifstofunnar, fái að njóta sömu réttinda og áður, þ.e.a.s. séu með innsigli viðkomandi yfirvalds á staðnum. Telja Eyjaskeggjar sig ekki geta treyst á samgöngur eins og aðrir landsmenn, og því sé þctta nauðsynlegt. ! Ekkert í lögum um getraunir segir að innsigla megi bréf með seðlum í. Til þess var þó gefið leyfi árið 1969, en síðan hefur komizt liefð á það. Hefur þetta fyrirkomulag mælzt illa fyrir hjá sumum, sérstaklega þó hjá fólki af Stór-Reykjavíkursvæð- inu og þeim, sem auðvelt eiga með að koma seðlunum til skila á réttum tíma. Hefur mörgum þótt þetta fyrirkomu- lag gefa möguleika á svindli. Þetta fyrirkomulag hefur nú festst í formi og, að áliti stjórncnda Getrauna, verið mis notað af mörgum. Hafa verið sendir inn seðlar frá stöðum, þar sem samgöngur eru jafn- vel tvisvar á dag við Reykja- vík, með innsigli frá laugar- deginum. Hvergi í heiminum þekkisli . slíkt fyrirkomulag, og má segja að ísland sé í sérflokki, hvað það varðar að gefa fólki möguleika á að koma eetraunaseðlum sínum til skila. Hér er það til kl. 14.30 á laug- ardag, en t.d. í Englandi er skilafrestur til miðvikudags- kvölds, þeirrar viku, sem leik- irnir fara fram, og í Danmörku til kl. 17.00 á fimmtudögum. Þýðir þar ekkert að koma með seðla eftir þann tíma í þessum löndum, og svo mun vcra hjá fleslum öð'rum þjóðum, scm hafa gelraunaslarfscmi í gangi. Úrvalslið KSÍ leikur við ís- landsmeistarana frá Keflavík á Melavellinum í dag og á morgun leika Ármann og Valur æfinga- leik á Ármannsvellinum. í körfuknattleiknum fara fram þrír lejkir í 1. deild. Á Akur- eyri leika í dag Þór og íslands- meistarar ÍR og hefst sá leikur kl. 16.00. Á morgun leika svo í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi ÍS og I-ISK og Ármann—Valur. Allir leikirnir sem fram fara í 1. deild á Seltjarnarnesinu í velur fara fraim á sunnudags- kvöldum. Er það mjög óhenntug- ur tími, fyrir þá sem hafa gaman af að fylgjast með íþróttum, því 1. deildarleikirnir í handknattleik fara fram á sama tíma, o.g þeir draga betur að sér áhorfendur. Ekki hefur okkur tekizt að fá skýringu á því, hver sé ástæðan fyrir því að leikirnir í 1. deild í körfuknattleik fara ekki fram á laugardagseftirmiðdögum, en heyrzt hefur að það sé eingöngu vegna forráðamanna fþróttahúss- ins á Seltjamarnesi, sem hafi neit að leigja körfuknattleiksmönnum húsið á þeim tíma, því meira sé að hafa upp úr því að leigja það hinum ýmsu félögum til æfinga. Sýnir þetta okkur enn betur fram á brýna nauðsyn þess að byggt verði íþróttahús í Reykjavík, sem taki 400 til 500 áhorfendur, og sé fyrir þær greinar iþrótta, sem dragi að sér fáa áhorfendur svo Framhald á bls. 14. ÍÞRÓTTIR um helgina LAUGARDAGUR: Körfuknattleikur: íþróttaskemman á Akureyri kl. 16.00. 1. iieild, Þór — ÍR. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 15.30. 1. deild kvenna, Fram — Njarðvík, Valur _ Breiðablik, Víkingur — Ármann. 2. deild kvenna, FH—ÍR Og 4 leikir í 2. fl. karia í Reyk ja víkurriðli. íþróttahúsið á Seltjarnarnesi kl. 18.45 2. deild karla, Stjarnan — Þór, ÍBK ____ Ármann. Knattspyrna: Melavöilur kl. 14.00. Æfinga- leikur, Úrvalslið KSÍ — ÍBK. SUNNUDAGUR: Körfuknattleikur: íþróttahúsið á Seltjarnarnesi kl. 20.30 1. deild, ÍS — HSK, Ármann — Valur. Handknattleikur: _augardalshöll kl. 12.30, 2. deild karla, Þróttur — Þór, og 16 leikir í yngri fl. í Reykja- vikurriðli. < Laugardalshöll kl. 19.00, 2. deild karla, Fylkir — Breiða- blik. 1. deild karla, Víkingur — Haukar, Valur — KR. íþróttahúsið í Hafnarfirði kl. 15.00, 1. deild kvenna, Njarðvík—Breiðablik. 2. deild kvenna ÍBK — KR, og 4 leikir í Reykja- nesri'ðli í yngri fl. Knattspyrna: Ármanusvöllur kl. 13.30. Æfingaleikur, Ámiánn — Val- HT.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.