Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 30
Í þessu verki er geysilegasterkur friðarboðskapur sem mér finnst vera vel við hæfi núna, þegar allir eru að tala um stríð og þátttöku okkar í stríði,“ segir Björn Thorarensen um Vopnaða manninn, friðarmessu sem VÍS-kórinn ætlar að flytja í Seltjarnarneskirkju í kvöld. „Þetta fjallar um það hvað stríð eru hryllileg og það er far- ið í gegnum allan tilfinninga- skalann sem fylgir því sem ger- ist í stríði.“ Vopnaði maðurinn, eða L’Homme Armé, er upprunalega franskt þjóðlag frá 15. öld þar sem segir frá því að vopnaði maðurinn sé varasamur og að nú sé hrópað um allt að allir skuli vígbúast og klæðast hettu- brynju úr járni. Fjölmörg tónskáld hafa samið tónverk í kringum þetta stutta stef, flestir reyndar á 16. og 17. öld, en verkið sem VÍS- kórinn flytur er eftir velska tón- skáldið Karl Jenkins. „Þessi Jenkins er svolítið merkilegur náungi. Hann er menntaður í klassík en var mik- ið í djassi og poppi á sínum tíma.“ VÍS-kórinn var stofnaður síð- astliðið haust, og þetta eru fyrstu opinberu tónleikar hans. Eins og nafnið bendir til er hann kór starfsmanna Vátryggingafé- lags Íslands. „Þetta er ekki nema 150 manna fyrirtæki, svo við teljum okkur góð að vera með 20 manns í kór,“ segir Björn. „Þarna er inni á milli vant fólk sem hefur sungið í kórum og lært að syngja, en svo er slat- ti af byrjendum líka sem hafa aldeilis bitið á öngulinn og smit- ast af þessari bakteríu. Þetta er geysilega áhugasamt og metn- aðarfullt fólk.“ Kórinn flytur þetta verk í styttri útgáfu ásamt sjö manna hljómsveit, og það er kórstjór- inn sjálfur sem á heiðurinn af þeirri útsetningu. Sjálfur er hann reyndar tölv- unarfræðingur að mennt og starfaði við það í ein fimmtán ár. „Í sjö ár var ég yfirmaður tölvumála hjá EFTA-stofnun í Brussel, en svo lauk starfssamn- ingi mínum árið 1999. Þá flutti ég heim, lagðist undir feld og ákvað að hætta á þessum vettvangi og helga mig tónlist. Björn fór í orgelnám í Tón- skóla þjóðkirkjunnar, en hafði þó einkum áhuga á kórstarfi og kór- stjórn. „Ég hef sungið í kórum nánast allt mitt líf og sótti fjöldamörg námskeið í kórstjórn, bæði innan þessa náms og utan þess.“ ■ 12. maí 2004 MIÐVIKUDAGUR & Á ferð um landið Vinsælasta sýning síðustu 2ja ára þakkar frábærar viðtökur og lýkur sýningum með leikferð um landið. Viðskiptavinir Flugfélags Íslands fá 2 fyrir 1 á Sellófon gegn framvísun brottfararspjalds dagsettí maí. LANDSBYGGÐIN 13. maí Hótel Valaskjálf 20. maí Hótel Framtíð Djúpavogi 21. maí Mikligarður - Vopnafirði 27. maí Félagsheimilið Vík 29. maí Hótel HöfnEkki missa af Sellófon! „Salurinn lá í hlátri enda textinn stórsnjall og drepfyndinn“ Kolbrún Bergþórsdóttir blaðakona“ Miðasala sími: 662-5000 • www.100hitt.com A›eins 1  s‡ning  eftir í  Rvk. Í tónlistarhúsinu †mi, Skógarhlí› 20  me› Helgu Brögu Næstu s‡ningar: BANNAÐINNAN 16 Sýningin hefst kl. 20:00 fös. 21. maí. Rvk. Ýmir SÍÐASTA SÝNING Landsbyggðin Reykjavík mið. 19. maí. Selfoss lau. 29. maí. Blönduós lau. 12. jún. Flúðir SÍÐASTA SÝNING Örfá sæti eftir 21.maí  (Engar aukas‡ningar) FIMMTUDAGINN 13. MAÍ KL. 19:30 Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einsöngvarar ::: Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran Algirdas Janutas, tenór Snorri Wium, tenór Andrzej Dobber, baritón Cornelius Hauptmann, bassi Karlakórinn Fóstbræður Kórstjóri: Árni Harðason Sögumaður ::: Ingvar E. Sigurðsson Wolfgang Amadeus Mozart ::: Sinfónía nr. 39 Igor Stravinskíj ::: Ödipus Rex Stórvirki á Sinfóníutónleikum: Mögnuð óperu-óratóría Stravinskíjs og sinfónía nr. 39 úr smiðju Mozarts Sterkur friðarboðskapur ■ TÓNLEIKAR BJÖRN THORARENSEN OG VÍS-KÓRINN Þau ætla að flytja friðarmessuna Vopnaði maðurinn í Seltjarnarneskirkju í kvöld. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Útskriftartónleikar Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara frá Listaháskóla Íslands verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Með henni spilar Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó.  20.00 Gospelsystur Reykjavíkur halda sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju. Með Gospelsystr- um syngja einnig fjörkálfarnir Sig- rún Hjálmtýsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Sérstakir gestir á þessum tónleikum er Stúlknakór Reykjavíkur. Stjórnandi tónleik- anna er Margrét J. Pálmadóttir. Hljómsveitina skipa Stefán S. Stefánsson á slagverk, saxófón og flautu, Agnar Már Magnússon á píanó og Jón Rafnsson á bassa.  20.00 Útskriftartónleikar Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara frá Listaháskóla Íslands verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Með henni spilar Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó.  20.00 VÍS kórinn frumflytur ásamt hljómsveit í Seltjarnarnes- kirkju friðarmessuna Vopnaði Maðurinn, The Armed Man, eftir velska tónskáldið Karl Jenkins.  20.00 Útskriftartónleikar Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara frá Listaháskóla Íslands verða haldnir í Salnum í Kópavogi. Með henni spilar Anna Guðný Guð- mundsdóttir á píanó.  20.30 Stórsveit Reykjavíkur verður með tónleika á Hótel Borg ásamt danska trompetleikaranum Jens Winther, sem jafnframt stjórnar hljómsveitinni.  22.00 Indigo verður með tón- leika í Stúdentakjallaranum. Þau kynna efni af væntanlegri plötu í bland við eldri lög. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Erling Ólafsson, skordýra- fræðingur á NÍ, flytur erindi sem hann nefnir „Geitungar - nýliðar í umhverfi okkar”, á Hrafnaþingi, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. ■ ■ FUNDIR  16.30 Framtíðarhópur Samfylk- ingarinnar efnir til málstofu í Nor- ræna húsinu um þjóðareign á auðlindum og öðrum sameign- um þjóðarinnar. Fyrirlesara verða Þorsteinn Gylfason, Katrín Theodorsdóttir og Eiríkur Tóm- asson.  20.00 Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna og Samtök kvenna af erlendum uppruna halda sameiginlegan fund í Al- þjóðahúsinu, Hverfisgötu. Amal Tamimi kynnir Samtök kvenna af erlendum uppruna, Guðrún Frið- geirsdóttir segir frá starfi MFÍK, og Tatjana Latinovic talar um ný lög um útlendinga. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9 10 11 12 13 14 15 Föstudagur MAÍ FR ÉT TB LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.