Tíminn - 16.01.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 16.01.1972, Qupperneq 1
t —~ FRYSTIKISTUR * í £ 3 """ FRYSTISKÁPAR ♦ ||ISSSBS5SS^B|p|Bj| * il¥// /_ / JffMBir wr 1 * * * * * * * * * * 3Z/taut6tx/i^éfCcc/í' A.af íjfe RAFIÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SIMI 1S39S 12. tBL — Sunnudagur 16. janúar 1972 — 56. árg. SKAKSAM- BANÚIÐ BYDUR DR. EDWE TIL ÍSLANDS — til skrafs og ráða- gerða um skákeinvígið SB—Reykjavík, laugardag. Borgaryfirvöld í Belgrad í Júgóslaviu yfirvega nú, að draga tilboð sitt um að halda heims- meistaraeinvigið í skák þar, til baka, þar sem viðhorf hafa breytzt. Segja yfirvöldin, að þau hafi áætl- að að nota tekjur af sjónvörpun til að greiða verðlaunin. Nú sé hins vegar Ijóst, að FIDE vill fá hluta sjónvarpsteknanna og liluta verði að ski.pta milli keppenda. Myndin var fekin.af Margréti, þegar hún kom frá dánarbeSi föður síns á borgarsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, á föstudagskvöldið. (Símam. Polfoto) Margrét II. við völdum Guðmundur G. Þórarinsson, for maður islenzka skáksambandsins, sagði í viðtali við Tímann í morg- un, að skáksambandið hefði borizt skeyti frá því bandaríska, þar sem óskað sé eftir svari fyrir 20. júní, um hvort einvígið geti farið fram hér í júlí—ágúst. Þó heirns- meistareinvígið hafi jafnan farið fram í marz—apríl, eru þeir Spassky og Fischer búnir að fresta því fram á sumar. — Okkar til- boð var miðað við tímann, áður en ferðamwinatíminn hefst hér, sagði Guðmundur og við eigum mjög erfitt með að taka á móti þessu í sumar. En við erum reiðu- búnir. að endurskoða tilboð okkar með tilliti til þess, að einvíginu verði frestað enn lengur oig halda það þá í haust eða vetur. Þá sagði Guðmundur, að íslenzka skáksam- bandið væiri búið að; bjóða dr. Euwe, forseta FIDE' hingað til lands, til skrafs og ráðagerða um málið. — Við höfum svolítið velt fyrir Framhald á bls. 10. i --I---------~----------- Akureyri — Dalvík: Vegabætur ganga hægt HD-Dalvík, SB-Reykjavík, föstudag. Allt þeir, sem hagsmuna hafa að gæta, á leiðinni milli1 Akureyrar og Dalvíkur eru mjög óánægðir. Vegurinn á þessum 45 km. spotta var þann ig í fyrrasumar, að vart var fært nema fuglinum fljúgandi. Síðan var boðin út vegagerð á versta kaflanum. Norðurverk tók að sér að gera þar veg og hóf verkið í september s.l. og! þykir verkinu miða með ein- dæmum hægt. Þarna er um að ræða spottann milli Hagaáss og Hjalteyrarvegar. Fram til þessa er ekki hægt að segja, að vegurinn hafi komið að nokkrum notum. SB-Reykjavík, NTB-Kaupm.h., laugardag. Um alla Danmörku ríkir nú þjóðarsorg. Tilkynningin um dauða Fri.ðriks konungs vakti djúpa og innilega sorg allrar þjóð- arinnar. Margrét drottning var sett inn í embætti í dag með því að Jens Otto Krag, forsætisráð- herra tilkynnti af svölum Krist- jánsborgarhallar: — Friðrik kon- ungur er látinn, lifi Margrét II, drottning Danmerkur. Fánar blöktu víða í hálfa stöng í Reykja- vík í dag. í morgun hélt drottningin ríkis- ráðsfund og annan eftir hádegið, þar sem drottníng tók við lausnar beiðni ríkisstjórnarinnar og bað hana síðan að halda áfram störf- um. Þá var lýst yfir þjóðarsorg. Margrét varð sjálfkrafa drottn- ing á því augnabliki, sem faðir hennar skildi við, og var yfirlýs- ingin af svölum Kristjárnsborgar- hallar aðeins formsatriði og sam- kvæmt gamalli hefð. Þegar tilkynningin barst um dauða konungsins í gærkvöldi, rufu útvarp og sjónvarp í Dan- mörku dagskrár sínar og léku síð- an sígilda tónlist. Samúðarkveðjur og blóm streymdu hvaðanæva að til kon- ungsfjölskyldunnar, en seint í gær kvöldi lét Ingiríður drottning það boð út ganga, að þeir sem hyggð- ust senda blóm, sendu heldur pen ingana í mannúðar- og menning- arsjóð, sem konungshjónin stofn- uðu. Sagði hún, að þetta mundi vera í anda Friðriks konungs. Margrét II. Fullt nafn Margrétar drottning- ar er Margrét, Alexandrína, Þór- hildur, Ingrid. Hún er önnur drottning í Danmörku síðan 1412 og þar með er rofin röð Friðrika og Kristjána, sem verið hafa kon- ungar til skiptis óslitið síðan 1513. Með stjórnarskrárbreytingu árið 1953 var ákveðið, að kona gæti Verzlunarmenn / Skagafírði komn- ir í verkfaH Vilja fá frí á laugardögum OÓ—Reykjavík, laugardag. Verkfall hófst hjá Verzlunar- mannafélagi Skagafjarðar um mið- nætti s.l. og eru allar verzlanir lokaðar nema þær, sem eru svo litlar í sniðum að kaupmenn og skyldulið þeirra anna afgreiðslu. Þegar samið var um 40 stunda vinnuviku undu verzlunarmenn í Skagafirði, eins og víðar, því illa, að ekki skyldi vera komið á fimm daga vinnuviku og fá frí á laug- ardögum, eru þeir nú komnir í verkfall til að knýja á um laugar- dagsfríin. Fundir í Verzlunarmannafélagi Skagafjarðar samþykktu að gefa ekkert eftir í þessu efni og stjóm félagsins var veitt verkfallsheim- ild ekki alls fyrir löngu. Fyrir um tveim vikum var sáttasemjara falið málið. Fyrsti fundur sáttasemjara með deiluaðilum hófst f. morgun kl. 10. Stóð hann enn yfir þegar þetta er skrifað. Er því engu hægt að spá um hvort stærri verzlanir í Skagafirði verða opnaðar á mánu dag eða ekki. Það eru aðallega kaupfélögin, sem verkfallið kemur illa niður á, því flestar aðrar verzlanir í hér- aðinu eru svo litlar að kaupmenn- irnir geta sjálfir ásamt venzlaliði sínu, annast alla afgreiðslu og dag- leg störf í verzlununum. Umhverfis og markaðsmálin — verða stærstu málin á þingi Norðurlandaráðs' segir Jón Skaftason í viðtali við Tímann. KJ—Reykjavík, laugardaig. I þingismaður er fulltrúi fslands í f gær, föstudag, var haldinn forsætisnefndinni. Timinn hafði fundur í focrsætisnefnd Norður- tal af Jóni í morgun í Stokkhólmi, landaráðs, en Jón Skaftason al-1 Framhald á bls. 10. hefur tekið í Danmörku verið þjóðhöfðingi Danmerkur og var Margrét gerð að krónprinsessu við hátíðlega athöfn árið 1958. Hún fæddist í Amalienborgar- höll 16. apríl 1940, aðeins viku eftir innrás Þjóðverja í Danmörku. Fæðing hennar varð þjóðinni sem tákn um framtíð frjálsrar danskr- ar þjóðar. Drottningin hefur hlotið frá- bæra menntun, hún tók stúdents- próf eftir einkakennslu og síðar hefur lnin numið við háskóla þriggja landa. Hún nam heim- speki við háskólann í Kaupmanna- höfn og stjórnvísindi við háskól- ann í Árósum. 1960 tók hún próf í fornleifafræði við Cambridge, og einnig hefur hún sótt fyrirlestra við Sorbonne . París. Drottningin hefur sagt sjálf, að hún liti á sig s"m eilífðarnámsmann. Margrét drottning er annars kunn fyrir ákveðnar en skynsam- legar skoðanir. Sjálf segist hún fylgjandi jafnrétti karla og kvenna. Eitt sinn sagði hún um það, að þó hún kæmi til með að gegna ákveðinni stöðu í opinberu lífi, gæti hún jafnframt verið sá aðilinn í einkalífinu, sem léti und an, þegar það væri nauðsynlegt. Margrgt I, Danadrottning var við völd frá 1369 til 1412. Margrét II. er fyrsta konan sem tekur við dönsku krúnunni eftir föður sinn. Ávarp fc-seta íslands Forseti íslands dr. Kristján Eldjárn flutti ávarp í sjónvarpinu á föstudagskvöld, og fer ávarp forsetans hér á eftir: „í dag spurð ist hingað til lands lát hans há- tignar Friðriks 9. Danakonungs. Hann var tæpra 73ja ára að aldri, en hafði verið konungur Dan- merkur síðan 1947 við óskipta ástsæld og virðingu þjóðar sinn- ar. Mikill söknuður hvilir nú yfir vinaþjóð vorri og gamalK sam- bandsþjóð. Einnig liér á landi Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.