Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 2
I ■ I Elton John heitir kappinn og við hann kannast áreiðanlega allir hér, sera einhvem áhuga hafa á popptónlist. Vegna þess hversu fslenzkt efni hefur ver- ið fyrirferðarmikið í þessum þætti, hefur hans aldrei yerið getið fyrr í honum, en kaiínski er það engin afsökun. Elton John er 24 ára Eng- lendingur og undanfarið hefur hann verið einna mest áber- andi á sviði popptónlistarinn- ar. Hann er mjög f jölhæfur tón listarmaður og í því sambandi verður að geta þess, að söngv- ari er Elton John með afbrigð- um góður. f „igatmla daga“ var hann „skin-head“ en aflaði sér m.a. lífsviðurværjs með því að syngja vinsæl dægurlög inn á top-six-plötur, vegna þess að útgefendurnir uppgötvuðu að hann gat stælt söngraddir hinna ýmsu frægu poppstjama, m.a. þótti hann góður í því að stæla rödd Mick Jagger í Roll- ing Stones. Plötur Elton John hafa undanfama mánuði runn- ið út sem heitir hamborgarar í plötuverzlunum heimsins og mun ísland ekki vera undan- tekning í þeim efnum. 1970 vakti hann fyrst verulega at- hygli sem góður tónlistarmað- ur og allt síðasta ár uxu vin- sældir hans stöðugt. f júlí í suimar heimsótti Elton John frændur okkar Dani. Voru haldnir hljómleik- ar með kappanum í Tívolí í Kaupmannahöfn og sagt er, að þegar hann stökk fram á svið- ið klæddur næstum því engu öðra cn stuttbuxuim, hefðu aldrei fyrr heyrzt eins miklir ungpíuskrækir í Tívolí, jafn- vel ekki í allri Kaupmannahöfn, — og ekki minnkaði hrinfing áheyrenda þegar hann hóf að flytja tónlist sína, og vissulega er það meira hrós um hann. Eins og myndimar hér á síð- unni sýna, lætur Elton John sér ekki nægja að sitja þegar hann spilar á píanóið, en á það hljóðfæri byrjaði hann að læra ungur að áram og í fimm ár lærði hann á pfanó í Londons Royal Academy of Music. Ýmsir fullyrtu skömmu eft- ir að Elton John komst á hinn eftirsótta topp, að hann yrði ekki langlífur á honum. Þar er Elton John, þó enn nær tveim- ur áram síðar, og líklega stenzt þessi fullyrðing ekki eins og flest annað í sambandi við hann. HVERS VEGNA MEGA ÞAU EKKI VERA HÉR? Fréttir beirast stöðugt af því, að ákveðinn hópur ungs fólks erlendis frá, sem dvelur hér á landi sé ákaflega illa séð ur af útlendingaeftiriitinu. Er hér átt við þann hóp unga fólks ins, sem góðborgararnir kalla oftast „slæpingja" eða „hippa“ í daglegu tali og skeyta gjarn- an orðinu „lýður aftan við — þ.e. ungt fólk, sem ekki kemuir hingað til þeim tilgangi að stunda vinnu þá, sem fyrir- tæki þjóðfélags okkar hafa upp á að bjóða, heldur stunda m.a. nám við Háskóla íslands, vinna að listsköpun og (eða) kynn- ast landi og þjóð. Um daginn varð að blaða- máli, þegar ungum frönskum listamanni var vísað úr landi, og samkvæmt því sem ég bezt veit, fylgdu litlar sem engar skýringar á því hvers vegna þessi ungi maður mátti ekki dveljast hérlendis, og mun slíkt ekki vera einsdæmi. Þau í þess um hópi, sem enn dvelja hér eiga víst ekki sjö dagana sæla. Er sagt að Útlendingaeftirlitið geri þeim lífið heldur leiitt með afskiptasemi sinni. Það era lík- lega fáir sem ekki þrá öryggi. Þetta unga fólk mun sannar- lega hafa fengið reynslu af því hvað það er að vera öryggis- laus í lítt menguðu landi nátt- úrufræðilega séð, en því mið- ur anzi menguðu hugarfars- lega, sé tekið t.d. tillit til reynslu þess af yfirvöldum landsins. Ekki veit ég til þess að þetta unga fólk sé hættulegt þjóðfé- lagi okkar — og sömu skoðun- ar virðist Sá Ágúst Guðmunds- son vera, sem ritaði ágæta hug- vekju um sama\5fni í Dagblað- ið Vísi í síðustu viku. Og ekki veit ég betur, en þetta unga fólk sé ákaflega vel liðið af því fólki hér, sem bezt þekkir það og umgengst yfirleitt daglega. Ilér er mjög alvarlegt mál á ferðinni og líti nú hver í sinn eigin barm. Hvernig áhrif skyldi það hafa á þig, sem lest þessa grein, færir þú til framandi lands til þess að kynnast því og þjóðinni er þar býir, en þá yrði litið á þig þar af lögreglu- yfirvöldunum sem óvelkominn gest (hættulegan þjóðfélag- inu) sem vísa þyrfti á braut sem fyrst. Það er enginn furða þótt margir hristi höfuðið yfir þeim fréttum sem berast um aðgerðir Útlendingaeftirlits okkar og slíkum aðgerðum ber a ðmótmæla harðlega ekki sízt af okkur sem ung eram og horfum á eftir jafnöldrum okk ar, vinum frá erlendum þjóð- um, sem vildu kynnast okkur og landi okkar, en máttu það ekki til hlítar vegna þess. . . ja svörin virðast víst ekki vera á reiðum höndum hjá þeim sem völdin hafa og ákvarðan- ir tóku og taka. SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 Þessa mynd tók Gunnar, Ijósmyndarl Tímans, uppl í diskótekinu, þehn hluta Glaumbæjar, sem þelr fjölmörgu er sóttu staöbm sahna líklega mest. Myndln er tekin, þegar veriö var a8 hrelnsa þer ff eftlr brunann, en sem kunmigt er kom eldurlnn opp hér og eySHagöl dlskótekið gjörsamlega. — Hvenœr skyldum vlö aftur fá stað sem þennan tll þess að skemmta ofakur á? Þörfin er staðreynd Síðastliðinn fimmtudaig birt- izt frétt í Tímanum um að full- trúum í hússtjóm Glaumbæjar hefði verið afhent áskorun undirrituð af um tvö þúsund ungmennum, sem var þess efin- is, að Glaumbær yrði endur- byggður og rekinn eins og gert var fyriir brunann. Þessi mikli fjöldi ungs fólks sýnir, að Glaumbær var afar vinsæll sem skemmtistaður og þvi miMU missir fyrir ungt fólk í Reykja vík og nágrenni, þegar haitn brann. Þá má nefna — kannski til ganians, kannski ekki — að sú saiga gekk um, og er sönn að því er ég bezt veit, að sunnu daginn eftir branann hefði mátt sjá hóp ungra stúlkna standa fyirir utan Glaumbæ og gráta yfir hinum harla leiðin- legu örlögum hússins og vairla láir nokkur þeim það, sem ein- hvem skilning hefur. Ég hef að sjálfsögðu mang- oft heyrt fólk segja( að það hafi nú bara verið ágætt að Glaumbær skyldi brer.na, það hafi verið hreinsun að losna við slíkt spillingabæli. Líklega er ástæðulaust að eyða tíma í þrætur við slíkt fólk, sem auð- vitað veit ekki um hvað það er að tala, því að erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja, eins og máltækið segir. Hins vegar hef ég ekki verið þeirr- ar skoðunar, og eflaust ótal margir aðrir, að Glaumbær hafi verið spillingarbæli. Því miður, bar nokkuð á ölvuðu ungu fólki þar, en hins vegar þori ég að fullyrða, eftir að hafa þrætt flesta skemmtistaði Reykjavikur, að Glaumbær var sá skemmtistaður, þar sem til- tölulega minnst bar á ölvuðu fólki. Ekki þarf að taka fram að nær eingöngu ungt fólk sótti staðimv og annað hvort ber yngra fólkið áfengi mun betur, en það eldra, eða drekk- ur minna á skemmtistöðum, samkvæmt þessari fullyrðingu minni. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að unga fólk- ið, sera skemmtistaði sækir hef ur að sjálfsögðu minni peninga í veskjum sínum, en margir hinir eldri, sem oft virðast hafa efni á að „hertaka" nær heilu barina. — Og nóg um slíkt að sinni. Glaumbær var stafSr þeiiara, sem vildu slappa af eftir ar- mæðu dagsins, hitta femnwngja ta að spjaUa við og þar fram eftir götunum. Glaumbær var staður fyrir það fólk sem befe- nr „snobbvenjur" í fckeða- buirði lönd og leið og Hætfe, sig eins og því bezt bentar hverju sinni. Glaumbær ve*r staður fyrir fólk, sem áhuga j hefur á popptónlist. Víldi það hlusta á nýjar plötor fór þáð( upp í diskótekið, sem var mjög j heppilegim staður til sHkrar af þreyingar — og vildi fóikið hlýða á góða hljómsveit var numið staðar á fyrstu eða ann arri hæð, en Glaumbæ heim- sóttu oft beztu popphljómsveit imar okkar. Auðvitað var oft óskaplegur troðningnr í Glaum bæ, en það sýndi einungis fram á það, að skortur var á skemmtistöðum sem Glaumbæ — og nú er enginn slíkur stað- ur til hér í Reykjavík. Um þessaæ mundir standa yfir viðræður milli hússtjóm- ar Glaumbæjar og borgaryfir- valda um framtíð hússins. Hvemig sem þeim viðræðum lyktar, á flestum að vera ljóst, að ungt fólk í Reykjavík og nágrenni vantar stað til að skemmta sér á, hvað sem hver segir um það til hvers tírnan- um væri betur varið til ann- ars, og þótt skemmtanaiðnaður inn sé ekki til neinnar fyrii> myndar og geri þjóðfélaginu í sjálfu sér harla lítið gagn. Glaumbær, eða stað rekinm á sama hátt og hann, verður ungt fólk aftur að fá, til að lífga eilítið upp á heldur fá- fábrotið borgarlíf. Sé einhver með hugmynd sem hann telur betri til upplífgunar er hún að sjálfsögðu þakksamlega þegin. — Og að lokum með vinsemd í garð foreldra stóra bamanna og með beztu óskum til veitinga húsrekenda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.