Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 3
(PÍ/NNUDAGUR 16. janúar 1972 TlMINN 3 Dagur 1 reikningsskila Þegar ég gat þess við kunn- ingja minn, að ég hefði tekið mig upp ásamt konu og krökk* um á sjálfan nýjársdaginn, far ið í strætisvagni í annan bæj- arhluta, til þess að sækja bif- reiðina, sem þar hefði veirið skilin eftir — af eðlilegum og fyllilega lögmætum ástæðum — þá hváði hann fyrst en sagði síðan: — Hvað ertu að segja? Á Nýjérsdag? — Já, sagði ég. Hversvegna ekki? ^ — Ég er svo aldeilis hissa, sagði hann. Nú skildi ég hvorki upp né niður. Skýringin kom í ljós. Sam- kvæmt hans mati hreyfði eng- inn maður siig út úr húsi sfnu á nýjársdag — jafnvel ekki einu sinni fram úr rikni sínu — deginum skyldi varið til þess að safna kröftum eftir ný- afstaðin veizluhöld — með öðr um orðum til þess að ná úr sér timburmönnunum. — Jæja, sagði ég. Hvaða timburmönnum? Ég vissi alveg að þetta mundi hrífa. í gegnum símtólið kom löng ræða um að hætta svona látalátum — ég vissi ósköp vel hvaða hroðalegur sjúkdómur þetta væri — hefði ekki þjáðst svo sjaldan af lionum sjálfur — og meira raus í þeim dúr. Nóg um það. Hugmyndin var annars að segja ykkur frá þess ari strætisvagnaferð og því ferðalagi um borgina, sem fylgdi á eftir því. Eins og þeir vita, sem hættu sér fram úr rúmi sínu á Nýj- ársdag, svo ekki sé talað um þá, sem fóru út úr húsi, var veðrið einstaklega fagurt, milt og bjart. Upplagt til öku- ferðar um bongina — og raun- ar komst ég að raun um hversu upplagt það var síðar. Þar var nefnilega engin umferð að heit ið gæti. öll borgin virtist vera að hvíla sig. Já hvíla sig, köll- um það því nafni. Einhverngíma fyrir mörgum árum sá ég kvikmynd, sem fjallaði m.a. um seinustu daga Berlínarborgar áður en Rússar náðu henni á sitt vald. Var þar svallað einhver ósköp, og fram kölluð kátína, ærsl og læti, svo það leyndist engum, að veizlu- gestir töldu litlar líkur á því, að þeim yrði lengra lífs auð- ið. Því minnist ég á þetta, að þessi gamlársveizluhöld eru að sumu leyti keimlík þessum veizluhöldum. Allir verða að skemmta sér — hvað sem það kostar — ærsl og drykkja er öllum heimil — jafnvel roskn- ar og ráðsettar konur nota þetta tækifæri eitt tækifæra ársins, til þess að fá sér neð- an í því. Eina undantekningin eru þeir dyiggu og hagsýnu leigubílstjórar, sem aka borg- arbúum úr einni veizlunni í aðra því allur bærinn er á á ferð og flugi fram og aftur. Og svo kemur nýjársdagur — dagur reikningsskilanna — dagur timburmannanna. . dagur símtalanna. Heyrðu, hvað sagði ég eiginlega? Var ekki allt í lagi? Ha? Nú? . Guð minn almátt- ugur! Og síðan eftir talsverða um- hugsun: Ja, ég meinti þetta nú allt saman! En gamlaárskvöld er einnig kvöld vináttu og sáttfýsi. Fom ir erkifjendur hittast í ein- hverri veizlunni af tilviljun og sættast heilum sáttum, a.m.k. meðan klukkunum er hiringt, ellegar að fólk, sem fram til þessa hefur horft framhjá hvort öðru fær allt í einu upp- urð til þess að heilsast — og sé það sitt af hvoru kyni — til að gera eitthvað meira. Já, það er tvímælalaust skemimtilegasta kvöld ársins og þess vegna er næsti dagur svona skelfing erfiður dag- ur höfuðverkja og heilabrota. Dagur reikningsskila. Páll Heiðar Jónsson. HÖFUM FYRIR, LIGGJANDl HJÖLTJAKKA G. HINRIKSSON SlMI 24033. NÝTT FRÁ ATON RUGGUSTOLAR SELSKINN OG SAJLUN Aklæði ATON-umboðtð: ÖÐiNSTORG Bankastræti 9 Símí 14275. Sendum gegn póstkröfu. EINN I MYRKRINU Við erum nú djúpt inn í rökkurheimi í nánd heim- skauts. ' Dagurinn er næstum dáinn. Nóttin ein hefur völd. Jörðin klæðist hvítum skrúða. Trén hneigja sig í fann hvítum skikkjum eins og ferm ingarbörn við altari. Allt er horfið nema diraum- urinn um vorið. En er það ekki líka aðeins draumur, sem á fá fyrirheit um að verða veru- leiki? Oft hefur ísl-endingi fundizt hann vera einn — einn í myrkr inu. Og sársaukafull angur- blíða læðist um fylgsni hug- ans, titrar á strengjum hjart- ans. Enn skilur Frónbúinn svo vel óminn af ljóði, sem ekki gæti gleymzt alveig, meðan enn bærist andi á vörum: „Enginn grætur íslending einan sér og dáinn, þegar allt er komið í kring kyssir torfan náinn“. Það fer því ekki milli mála, að við skiljum Jóhannes — síðasta spámann ísraels vel, þar seim hann var einn í myrkri fangaklefans, einn í myrkri efans og uppgjafar- innar. Beið dauðans á valdi öf- undsjúlcra kvenna og hjarta- lausra hermanna hjá hégóma- gjömum, heimskum kóngi. Hafði hann nokkuim tíma verið annað en bergpiál sinn ar eigin óskar, „rödd þess, sem hrópar í eyðiimörku“, eins- og hann hafði sjálfur orðað þetta á ógleymanlegan hátt? Það heyrðist hark frammi á fangelsisganginum. Ljósglæta birtist í gætt fangaklcfans þrönga og viðbjóðslega. Sendi- menn kóngs og drottningar að boði æskunnar, ungrar stúlku, sem vill hann — spámann Guðs feigan. Hann gengur fram milli tveggja hermanna — hinztu spor — einn í myrkrinu. En samt er það ekki hann spámaðurinn frá fljót- inu helga, sem lifir? Eru ekki hermennirnir, sem drógu hann á höggstokkinn gleymdir, Herodes fyrirlitinn, drottningin og dóttir hennar hataðar einar í myrkri ald- anna, fordæmingar, hefndar? Hvers vegna? Hann — rödd hrópandans hafði gengið í þjónustu ljóssins — vorsins, elskunnar. Og hann — sem þó var öll- um gleymdur „einn sér og dáinn“ í útlendri stórborg, hann, sem var líka einn í myrkri umkomuleysis oig aum- ingjaskapar, sjúkur og siár á refilstigum drasls og drykkju, hann lifir líka, andar og hrær- ist í ljúfustu sólskinsvonum sinnar þjóðar. Hvers vegna? Hann hafði líka gengið í þjónustu lífsins og vorsins — þjónustu ljóssins. Enginn hefur ort fegri sól- arljóð á sígildu máli norðurs- ins djúpt í myrkurgeimi skammdeigisnætur og stórhrið arbyls. Og meðan þessara manna þessara anda verður minnzt mun fslendingur fagna jólum, bíða eftir ljósi heimsins, búa sig undir að taka á móti kon- ungi kærleikans. Og þótt undarlegt sé, þá hef- ur það undur orðið, að ekkert hefur orðið þjónustu lj'éesins æðra en íslenzka rökkurdjúpið í nánd jóla. Þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga Guðs. Þar tendruðust ljósin á lampa Hallgríms og kyndli Snorra. Þaæ kviknuðu stjömur konungsbókar og Sól- arljóða. Einu í myrkrinu — bíðandi jólanna hlakkandi til vors- ins einn í fangaranni ís- lenzka vetrarins skynjaði íslendingurinn dýrðina Drott- ins. Einn í myrbri fangaklefans fann Jóhannes spámaður- inn síðasta Ijós eilífðar tendr- ast á lampa slokknandi vona og laut hinum komandi kon- ungi friðarins. Árelíus Níelsson. NORRÆNA HÚSIÐ SÝNINGIN VÖRULÝSING - VÖRUMAT í sýningarsal Norræna hússins, verður opin al- menningi frá 16.—23. janúar kl. 14—19 alla daga. JYTTE KRUSE frá „Dansk varedeklarationsnævn“ mun flytja erindi 1 Norræna húsinu, mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. janúar kl. 20,30. Kaup- menn og framleiðendur eru sérstaklega hvattir til að mæta á þriðjudagskvöldið. Kvenfélagasamband íslands NORRÆNA HH5IÐ POHIOLAN TAIO NORDENS HUS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.