Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 6
.'..¦¦.'.....'irii'rf-'- "ifr ' >¦'¦¦( í •¦ "ní'-,-l--r""-- -.11- TIMINN SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 Ný stefna í atvinnumálum Leikfélag Reykjavíkur 75 ára Sl. þriðjudag iminntist Leikfé- lag Reykjavíkur 75 ára afmælis síns með margvisleguin hœtti. Saga Leikfélags Reykjavíkur og Iðnós er samtvinnuð, því að fé- lagið hefur alla starfstíð sína haft bækistöð í gamla Iðnaðar- mannahúsinu við Tjörnina í Reykjavík. Lengi hefur Leikfélag Reykja- víkur bairizt fyrir nýju leikhúsi og bættri starfsaðstöðu og safn- að fé til leikhúsbyggingar. Það, sem unælir gegn fjölsótt- um og uimsvifamiklum fyrirtækj- um í iniðborginni, þegar tekið er tillit til umferðarþunga og skipu lags miðborgar Reykjavíkur, imælir með- því að Leikfélag Reykjavíkur fái að halda aðstöðu sinni áfram við Tjörnina.: Það er ckki út í hött að Sveinn Ein- arsson, leikhússtjóri, nefnir rit sitt, er Almenna bókafélagið gaf út í tilefni afmælisins, „Leikhús- ið við Tjörnina". Með því legig- ur Sveinn áherzlu á, að hann og félagið vilji ekki slíta erfða- böndin. Reykjavík á ekki marg- ar fastar og gamlar venjur, sem ekki hafa verið eða á að um turna í skipulagi höfuðborgar framtíðarinnar, þar sem íbúða- arhúsuni er skipað ofan frost- marks í Breiðholtshæ3um en verksmiðjum og sóðastarfsemi er valinn staður í fjöruf og á feg- urstu bæjarstæðum. Jafn ein- dregin og andstaðan er gegn náð- húsi því, sem borgarstjórn sam- þykkti á afmæli Gunnars Thor- oddsen að setja niður í Tjörn- ina í Reykjavík, er almenn sú ósk að Leikfélag Reykjavíkur fái áfram að vera „LeikfélagiB við Tjörnina". Af f járhagsástæðum mælir og allt með þvi að ýmsum öðrum verði bolað fyrr úr miðbænum en Leikfélagi Reykjavikur. Fyr- irtæki miðbæjarins, óopinber og opinber, þrugar nú skortur bílastœða. Breyting þarfa þegnanna Frá 75 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur, Sveinn Einarsson ávarpar lélkhúsgestl á hátíSarsýningu. Ljósmynd Timiim. Eins og Halldór E. Sigurðsson, f jármálaráðherra, sagði réttilega á fundi hjá FUF í sl. viku þá hefur þjóðfélagið breytzt alveg ótrúlega á skömmum tíma. Það var ekki út í hött er hann tók til viðmiðunar „þarfasta þjón- inn". Fyrrum var hesturinn allt. Hann var eina samgöngutækiSJ og alger nauðsyn. Nú er bifreið- in nauðsyn. Hesturinn er „lúx- us" betur efnaðra þéttbýlis- manna. Bifreiðin hefur skapað marg- vísleg og erfið vandamál í vel- megunarþjóðfélögum þéttbýlis- manna. Geymsla þeirra meðan eigendur og notendur eru við vinnu, er eitt erfiðasta vanda- málið. Fremur leikhús en ráðhús við Tjörnina Engu er lfkara en stjórnend- uir og skipulagsyfirvöld Reykja- víkurborgar hafi lítið viljað læra af reynslu annarra í Því efni. Ráðhússamþykktin, sem enn. er í gildi, ber vott um þalð. Sam- þykkt skipulagsyfiryaida,, Reykja vikur á Seðlabankahúsi við Arn- axhól er þó enn fráleitari. Leikhúsið við Tjörnina hefur hins vegar þá kosti, að það trygg- ir betri nýtingu á þeim bifreiða- stæðum, sem lagt hefur verið í og mun verða lagt í í miðborg- inni. Stárfsemi leikhúss er kallar á imikla þörf fyrir bílastæði er á kvöldin, þegar bíiastæði allra þeirra stofnana er f imiðbænum starfa að deginum eru auð og ónotuð. Lifi Leikfélagið Leikfélag ReykjavQcUir hefur gengt ómetanlegu menningar- hlutverki í íslenzku þjóSlífi og gegnir því enn. Þegar Þjóðleik- húsið tók til starfa spáðu því ýms ir að Leikfélagið imyndi líða und- ix lok. Þeirri spá imanna réð bæði staðreyndin um ófullkomið húsnæði Leikfélagsins og blóð- taka þess fyrir Þjóðleikhúsið. Vissulega er það ótrúlegt að unnt sé að halda uppi með reisn tveimur öflugum leikhúsum í ekM fjölmennara samfélagi en þessi litla þjóð býður upp á. Fyrir hverju berjumst við? Stjórnarandstóðublöðin hafa klifað á því, að Framsóknar- flokkurinn hafl fórnað stefnumál um sínum, einkum atvinnumál- um, á altari kommúnista. Sann- leikurinn er hins vegar sl, að með þessari stjórn fær Fram- sóknarflokkurinn tækifæri til að sýna stefnu sína í verki ómeng- aðri en nokkru sinni fyrr í stjórn arsamstarfi við aðra. En hvernig skal bæta kjör al- þýðunnar? Það er ekki hægt nema að atvinnulífið í heild skili góðum árangri. Þegar við skoðum okkar þjóð- líf og Iramtítjarmöguj^ika^ye^ð^ ur okkur auðvítað og' sjálfságt" : sjávarúty^egur^pg,; lan^lgisraál; ið éfst í hugá. vínnuiri við ekki sigur í landheljismálinu er víst að möguleikar okkar til bættrar afkomu minnkar. Framkvæmda- stofnunin Framkvæmdastofnun rfkisins er að komast á laggirnar. Þeim, sem vilja kenna kommúnistum stefnu stjórnarinnar í atvinnu- málum, er hollt að lesa stefnu- yfirlýsingu formanns Framsókn- arflokksins áður en kosið var. Á flokksþingi Framsóknarmanna fyrir kosningar sagði hann m.a.: „Efling atvinnulífsins verður að ganga fyrir öllu öðru, því að blómlegt atvinnullf er forsenda fyrir bættum lífskjörum og und- irstaða framfara á öðrum svið- um þjóðlífsins. En alhliða upp- bygging atvinnulffs kemur ekki af sjálfu sér. Það er stefna Framsóknarflokksins að það eigi að vinna að hennj með ákveð- inni stjórn, áætlunarbúskap og með því að rétta einstaklings- framtaki, hvort heldur er um að ræða einkaaðila eða félagsskap, örvandi hönd. Það þarf að grípa til þeirra úrræða, sem bezt henta á hverjum stað. Það þarf um- fram allt að hverfa frá hinni neikvæðu úrtölustefnu, sem allt of oft mætir áhugasömum fram taksmönnum á opinberum vett- vangi — í ráðuneytum, efnahags málastofnun, bönkum, sjóðum o.s.frv. — og virðist einu gilda, hvort menn koma sem einstakl- ingar eða fyrirsvarsmenn al- mannasamtaka. Það hafa mörg góð áform orðið úti á þeirri píslargöngu, þegar mönnum er miskunnarlaust vísað frá Heró- desi til Pílatusar, sem allt vex í augum og ekkert sjá nema Ijón á hverjum vegi. Það þarf að hverfa að uppörvandi hvatning- arstefnu. <»r tekur hverit) frum- bvæði og framtaki tveim hðnd- um, kiðbeinir, ýtir nndir, og greiolr fyrir með ráðum og dáð. Sópum burt doðanum Slfku viðhorfi þurfa áhugasam ir úrræðamenn, sem kannske eru að berjast fyrir hagsmunum heilla byggðarlaga, að mæta í opinberum stofnunum. Það á að sópa burt doðanum, sinnuleys- inn og hinni lamandi íhaldsfargi. Það þarf nýtt viðhorf á opin- berum stöðum. Það er kannske aðalatriðið. En það þarf líka að hverfa frá handahófinu og stjórn leysinu. Uppbygging atvinnulifs- ins þarf að byggja á þjóðfélags- legri yfirsýn. Það verður sjaldn ast unnt að framkvæma það allt í einu, sem æskilegt kann að 'vera. Þess vegna þarf að velja það úr, sem fyrir á að ganga og nauðsynlegast er og þjóðarheild- inni fyrir beztu. Þess vegna ber að leggja áherzlu á nauðsyn ítar legrar áætlanagerðar um atvinnu þróunina. Það þarf að tryggja atvinnuöryggi í öllum byggðar- lögum landsins. Það er skynsam legra að skapa atvinnu en moka út atvinnuleysisbótum Því að- eins verður atvinnumálunum skipað á þann veg sem æskilegt er, að nauðsynleg stjórn sé höfð á meiriháttar fjárfestingu og innflutningsmálum. Það er óhjá kvæmilegt, því að það verður að leggja áherzlu á að einbeita fjárhagslegri getu þjóðarinnar að uppbyggingu fjölbreytts og gróskumikils atvinnulífs. Og þá ber ekki hvað sízt að leggja áherzlu á fullkomna úrvinnslu íslenzkra hráefna og úr þeim unnar sem ver^mætastar vörur áður en út eru fluttar. Jafnframt er nauðsynlegt að leggja aukna rækt við markaðsöflun. Uppörvunar- og skipulagsstefna » t>fts<sa uooörvunar- og skipu- lagsstefnu hafa Framsóknar- menn þegar imótað með fiutn- ingi þingmála, t.d. með frum- varpinu um Atvinnumálastofn- un rfkisins, en þeirri stofnun er ætlað að hafa frumkvæði, bæði um áætlanir og fram- bvæmdir, bæði fyrir landið í heild og einstaka landshluta. Og hún á að hafa nauðsynlega heildarstjórn á fjárfestingum og framkvæmdum, fyrst og fremst með setningu almennra reglna, og er þvf alger misskilningur að um sé að ræða nýtt leyfa- kerfi. Auk þess höfum við Fram sóknarmenn flutt fjðlmðrg mál önnur f þessa stefnu varðandi landbúnað .sjávarútveg og iðnað, sem ég sé mér ekM fært, tím- ans vegna að telja upp á þess- um vettvamgi". Þetta sagði Ólafur Jóhannes- son, formaður Framsóknárflokks ins, á flokksþingi fyrir kosningar. Þá stefnu, sem hann þar boðaði sem stefnu Framsóknarflokksins, befur núverandi rfkisstjórn, sam- steypustjóm þriggja flokka, tek- ið upp óbreytta. Þessari stefnu yerður fylgt fram af núverandi ríkisstjárn nndir forssati Ólafs Jóhannessonar. Friðrik 9. konungur Danmerkur er látinn Sú sorgarfregn barst hingað á fostudagskvöldið, að Friðrik 9. Danakonungur væri látinn. Frið- rik veiktist á nýjársdag og síðan smáfjaraði líf hans út Friðrik var tæpra 73 ára að aldri. Hann tók við konungdómi í Danmörku 1947 og naut óvenjulegrar og al- mennrar ástsældar og virðingar þegna sinna. Hér á landi var Friðrik vinsæll. Hann var krón- prins fslands frá 1912 til 1944 og bar hann frá æskuárum vin- arhug til íslands og íslendinga. Hann kom oft hingað til lands sem sjóliðsforingi á skipum danska flotans og eignaðist hér marga vini. Þá kom hann einnig hingað í opinberar heimsóknir sem krónprins ásamt föður sín- um Kristján X. Þá kom hann hingað í opinbera heimsókn sem , konungur Danmerkur ásamt Ingi- ríði drottningu árið 1956. í ávarpi, er forseti fslands, Kristján Eldjárn flutti f útvarp og sjónvarp á föstudagskvöld. Sagði hann m.a.: „Dönsku konungshjónin höfðu þekkzt boð okkar um að koma f opinbera heimsókn ( hingað til lands á vori komanda og látið í ljós að þau hlökkuðu til þeirrar ferðar. En af því átti ekki að verða. f stað þess að búast til þeirrar fagnaðarhátíð- ar, er nú svo komið að vér syrgj um þann góða gest, sem vér hefðum viljað fagna. Hugur vor leitar með einlægri hluttekningu til ástvina konungs hennar hátignar Ingirlðar drottn ingar, hennar hátignar Margrétar drottningar og konungsfjölskyld- unnar allrar, svo og dönsku þjóðarinnar, sem nú sér á bak þjóðhöfðingja sínum eftir langa og giftudrjúga forystu hans á konungsstóli. Vér íslendingar vottum göf- ugum vini þjóðar vorrar virðingu og sendum samúfóarkveðjur yf- ir hafið." — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.