Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 10
10 TIMINN SUNNUDAGUR 16. janúar 19« HAGRÆÐ Alþýðusamband íslands óskar að ráða hagráðunaut til starfa fyrir sambandið og aðildarsamtök þess. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám og fyrri störf um- sækjanda. Umsókn skal vera skrifleg og sendast Alþýðusam- bandinu fyrir 1. febrúar n.k., merkt ASÍ — Hagræðingarstarf- semi — Pósthólf 1406' Reykjavík. FASTEÍGNAVAL mg IH** *» oa ia nu m nn mnu }y~'—mnn fn—líTr ra hQMI IIH "e o >J| wTrf | Skólavörðustíg 3A. II. hæö. Símar 22911 - 19255 FASTEIGN AK AUPEN DUR Vantl yður fasteign, pé hafiö samband við skrifstofu vora Fasteignir af öllum stœrðum og gerðum, fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látiö skrá fast I eignir yðar hjá okkur. Aherzla lögð á góða og örugga þjón- ustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Makaskiptasamn. oft mögulegir. önnumst hvers konar samningsgerð fyrir yður Jón Arason, hdl. Málflutningur — fasteignasala. BIFREIÐA- VIÐGERÐIR — Fljótt og veJ af hendi leyst. — Reynið tiðskiptin — Bifreiðast’llingin, Síðumúla 23. Sími 81330 ENSKIR RAFGEYMAR LONDON DATTERY KOIÆIN AFTUR f allar gerðir bQa og dráttarvéla. Lárus Ingimarsson, heildverrlun. Vitastíg 8 a. Sími 16205 GALLABUXUR 13 oz. no. 4 —6 kr. 220,00 — 8—10 kr. 230,00 — 12—14 kt. 240,00 Fullorðinsstærðn kT 350,00 LITLI SKÓGUR SNORKABKAUl 22. SlMl 25644. SINNUM LENGRI LÝSING neOex 2500 klukkustunda lýslng vlS eölilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Faresiveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Síml 16995 Skáksambandið Framhald af bls. 1. okkur, hvort við getum mögulega haldið einvígið í sumar, sagði Guðmundur — en allar niður- stöður liafa verið neikvæðar. Ferðamálaráð fjallaði um þetta fyrir okkur og komst að hinu sama. Margar tillögur hafa kom- ið fram og við vísum engri á bug, nema að vel athuguðu máli. Ein er til dæmis sú, að taka á leigu nokkur skemmtiferðaskip og leggja þeim hór í höfnina og nota sem hótel. En slíkt mundi vera oí mikil úhætta, sagði Guðmund- u. G. að endingu. IVIargrét Framhald af bls. 1. tregum vér hinn látna konung. Friðrik 9. var krónprins vor ís- lendinga frá 1912 og bar frá æskuárum vinarhug til lands vors o gþjóðar. Á yngri árum kom hann oft hingað til lands sem sjóliðsfor- ingi á skipum danska flotans og eignaðist þá marga persónulega vini hér, sem honum var ljúft að minnast. Oftar en einu sinni kom hann hingað lil lands sem krónprins, við hlið föður síns, Kristjáns konungs X. í opinberar heimsóknir, Margir íslendingar geyma enn í minni sér myndina af hinum glæsilega unga manni og heillandi persónuleika hans. Þó er oss ríkast í huga, er hann kom hingað ásamt Ingiríði drottn ingu 1 opinbera heimsókn sem kon- ungur Danmerkur árið 1956. Það var sögulegur atburður, sem ekki fyrnist, er þessir tignu gestir sóttu land vort heim sem sjálf- stætt lýðveldi. Framkoma dönsku konungshjónanna við oss ísjend- inga var oss styrkur og uppörv- un, sem vér munum ekki gleyma. Þá er mér og mjög ljúft að minnast þess nú, hvílíkar viðtökur þau veittu okkur hjónunum, er við sóttum þau heim sem gestir þeirra sumarið 1970. Þar fóru saman ljúfmennska í okkar garð og mikil virðing sýnd íslenzku þjóðinni. Dönsku konungslijónin höfðu þekkzt boð okkar um að koma í opinbera heimsókn hing- að til lands á vori komanda og látið í ljós að þau hlökkuð til þeirrar fei-ðar. En af því átti ekki að verða. í stað þess að búast til þeirrar fagnaðarhátíðar, er nú svo komið að vér syrgjum þann góða gest, sem vér hefðum viljað fagna. Hugur vor leitar með einlægri hluttekningu til ástvina konungs hennaæ hátignar Ingiríðar drottn- inigar, hennar hátignar Margrét- a rdrottningar og konungsfjöl- skyldunnar allrar, svo og dönsku þjóðarinnar, sem nú sér á bak þjóðhöfðingja sínum eftir langa og giftudrjúga forystu hans á konungsstóli. Vér fslendingar vottum göfug- um vini þjóðar vorrar virðingu og sendum samúðarkveðjur yf- ir hafið. Búizt við að forseti íslands verði við jarðarförina í dag hafði ekki verið birt nein opinber tilkynning um hverjir færu frá íslandi, og yrðu við- staddir útför Friðriks níunda Danakonungs, en samkvæmt hefð má búast við að forseti íslands dr. Kristján Ekljárn verði við- staddur útför konungsins. Frá danska sendiráðinu Vegna andláts Hans Hátignar Frederik IX Danakonungs liggja frammi listar í Danska sendiráð- inu mánudaginn 17. janúar frá kl. 14—17, fyrir þá sem vilja minnast hins látna. Engin hætta á hafís í bráö OÓ—Reykjavík, föstudag. Hafísinn fyrir norðan land og vestan hagar sér merkilega i vet ur, miðað við Þa® sem hann hef- ur gert áður, sagði Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, sem um árabil hefur fylgzt með ísnum og kannað háttarlag hans. — Því miður eru engar athug anir á ísnum frá okkar hendi, scm fyrir liggja núria, en við fáum upplýsingar frá útlendum aðilum. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru einkar fróðlegar. Sam kvæmt þeim upplýsingum er meg inísinn gjörólíkur því sem hefur veri@. Á síðasta ári var tiltölu lega mikill ís norður af Vest- fjörðum, aftur á móti var alveg íslaust austar. Nú er eins og þetta hafi snúizt við að nokkru leyti Norður af Vestfjörðum er mjög stór geil í ísinn, langt norð ur í það svæði sem meginísinn var í fyrra. En ísinn teygir sig meira en áður suður um Jan Mayen. Er geysimikil tunga þar, og er engu líkara en að megin ísinn liggi beint frá austri til vesturs frá Jan Mayen og austur um. Er mikill flói inn í ísinn þar í áttina að Scorisbysundi. í þess um flóa er sennilega eitthvað ís- hrafl og kaldur sjór er þar áreið anlega, þannig að hann getur lagt ef norðanátt verður langvarandi. — Mér sýnist að þetta bendi til Þess að allavega verði nokkur dráttur á að hingað komi ís og ef hann kémuí, "þ'á værl'þáð í sam þandi við þessa tungu við Jan Mayen, sem þá mundi leggja upp Umbverfismálin Framhald af bls. 1. og ságði hann að aðalmál á fundi forsætisnefndarinnar hefði verið að ræða um mál, sem verða tek- in fyrir á fundi Norðurlandaráðs, sem hefst í Helsingfors 19. febrú- ar n.k. Jón sagði, að stærsta málið á þingi Norðurlandaráðs yrðu mark aðsmálin, með tilliti til inngöngu Dana og Norðmanna í Efnahags- bandalag Evrópu. Þá sagði Jón að annað stærsta málið yrði uim- hverfismálin, mengun og annað slikt. Yrði þessi mál tekin til umræðu á þinginu, og væntanlega gerð einhver ályktun um sam- eiginlegar aögerðir Norðurland- anna í umhverfismálunum. Menn- ingarmálin verða líka ofarlcga á dagskrá, með tilliti til menning- arsáttmálans sem löndin hafa gert með sér, og Menningarmiðstöðvar Norðurlandaráðs í Kaupmanna- höfn, sem hefur starfsemi sína á þessn ári. Jón Skaftason sagði að sam- kvæmt venju yrði fjöldi annarra mála tekin fyrir og mætti þar nefna aukna sjónvarpssamvinnu og að rætt yrði um tóbaksaug- lýsingar. Af málum sem snerta ísland sérstaklega, má nefna að rætt verður um tillögu um sjó- rétt, sem Magnús Kjartansson og fleiri hafa borið fram vegna út- víkkunar landhelginnar og einnig yrði tekin fyrir tillaga um að auð- veld? samgöngur milli Færeyja —- ísi -mds og Grænlands. Auglýsið í Tímanum að, norð-austanverðu íslandi. Þessi mikla ístunga staðfestir það, hvers vegna það var svona kalt á Jan Mayen í haust. Þessar spár mín ar byggjast á hitastiginu þar. Þeg ar þar er kalt er mikill ís í nánd. Allgóðar horfur eru á því, að minnsta kosti fyrst um sinn, að enginn ís komi upp að íslands ströndum. En hitt er allt annað mál, hvað verður í vor. Minningarathöfn í gær fór fram í Fossvogskap- ellu, minningarathöfn um Pétur Siggeirsson, bónda.á Oddsstöðum á Sléttu. Mmningarræðuna flutti sér Gunnar Árnason, og einnig tal aði séra Skarphéðinn Pétursson, prófastur í Bjarnarnesi. Organleik ari var Jón Stefánsson. Mikið fjöl menni var við athöfnina. Pétur Siggeirsson verður jarð- settur á Raufarhöfn, og hefst at- höfnin klukkan tvö í Raufarhafnar kirkju. Prestur vérður séra Marino Kristinsson á Sauðanesi. Flogið verður til Raufarhafnar klukkan níu á sunnudagsmorgun frá Reykjavík. Minningargrein um Pét ur Siggeir.sson birtist síðar í ís- lendingaþáttum Timans. Frímerki Framhald af bls. 9. fæðingu málarans Lucasar Cranch. 25. pf. frímerki verð- ur gefið út til að minnast þess. 20. ágúst eru 20 ár liðin frá dauða Kurt Schumacher og verður þess minnzt me@ út- gáfu 30 pf. frímerkis 18. ágúst. 6. nóvember eru 300 ár lið- in frá dauða tónskáldsins Hein rich Schiitz. Minna merki að verðgildi 30 pf. verður gefið út 29. september til að minnast þessa atburðar. 1973 heldur Köln upp á 150 ára afmæli kjötkveðjuhátíðar- innar þar í borg. Af þessu til- efni verður gefið út 30 pf. merki, sem kemur út 11. nóv- ember, en þá hefst hátíðin. Öll frímerki í almennu útgáf unum til daglegra nota, sem og líknar- og æskulýðsmerki verða gefin út bæði með áletr- uninni Deutsche Bundesposl og Deutsche Bundespost Ber lin. Auk þessa mun svo póst- stjórn Berlínar birta seinna úl gáfulistann yfir önnur merki er aðeins vcrðn gefin út þar Siguiður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.