Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 TÍMINN •* r r 11 það borgar sig V-** I ■ !> ' :"j............................. OFNAR.m. Síðumúla .27 Símar 3-55-55 og NYTT! FAIRLINE ELDHÚSIÐ TRÉVERK FYRIR HÚS OG ÍBÚÐIR Seljum FAIRLINE eldhús með og án tækja, ennfremur fataskápa, inni og útihurðir. í: Hagkvæmt verð og ffreiðsluskilmálar í: Gerum teikningar og skipuleggium eldhús oe fataskápa. og gerum fast. bindandi verðtilboð sfc Komum í heimahús eí óskað er. VERZLUNIN ÓÐINSTORG H.F BANKASTRÆTl 9 SlMJ 142-75. Hver er hin pólitíska vit- und þessa fólks, og hvað hefur mótað hana? Hvert stefnir hin komandi kynslóð sem á að erfa landið? Svari hver eftir sinni dómgreind o:g samvizku. Mín skoðun er sú,» að hér stefni í þá átt að íslenzk æska sé að verða dýrkandi stríðs og haturs í heiminum, sem og þekkist hjá þeim þjóðum, sem eru beinir þátttakendur í því. Það leiðir af sér að komandi kynslóð hefur ekki hug á að efla hlutleysi þjóðarinnar. Hvað verður um okkar þjóðerniskennd og þjóð- areiningu? Hér verður að grípa í taumana og stöðva þessa uggvænlegu þróun, sem er að eiga sér stað í heilabúi æskunnar. Það er bezt gert með því að reka erlent herlið úr landinu, svo og að fordæma allan stríðs- rekstur í heiminum og forðast þar af leiðandi nokkra þátt- töku í hernaðarbandalögum beina eða óbeina. Eins - og ég gat um í upp- hafi er mikilvægasta sjálfstæð- ið sem við getum átt, það er hið hugafarslega sjálfstæði með sína menningu og sérein-, kenni. Þessum hlutum ©r stofn- að í hættu með því að vera tengd einum stærsta þátttak- R anda í ófriðinum og við verð- t um að eyða því brennimarki, Í5 sem verið er að svíða inn í | hugi landsmanna. LÆKKUN 3500 KR. 215 lítra (22 I. frystir, 193 I. kælir). HæS: 125 cm. — Breidd: 60 cm. — Dýpt: 60 cm. VERÐ KR. 19.900,00 AFBORGUNARSKILMÁLAR SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 86-11-3 ÆSKA juku vinstri flokkamir mjög fylgi sitt, sem lýðum er ljóst, að ber að skoða þannig, að áhugi sé fyrir hendi um að rifta þessum fjötrum af þjóðinni þ.e. þessu hernámi hugans. En víkjum nú aðeins að þeim hópi þjóðarinnar, sem kall ast æska landsins, sá hópur, sem vaxið hefur upp við það hugarfar uppalendanna að her- seta sé saklaus og því næst að herseta sé sjálfsagður hlutur og ómissandi. Hvert er hugarfar æskufólksins gagnvart hersetu? Hefur það orðið fyrir einhverju hernámi hugans? Já, því miður, og það svo illilega að ekki verður um villzt. Það hefur í fyrsta lagi fengið þessa skoðun foreldra sinna „saklaus hlutur, ómissandi hlutur“ í vöggugjöf, en það er ekki allt. Æska okkar lands er orðin svo „international“ í hugsun og gjörðum, að hún er tekin til við að tileinka sér hluti, sem flestar þjóðir eiga, nema við fs lendingar, þ.e. hermannaklæði til að klæðast og merki til að skreyta sig með, sem tengd eru hernaði og þessháttar „menningarfyrirbærum“. Á götum borgarinnar getur að líta fjöldann allan af æsku- fólki, sem klæðist hermanna- jökkum, skreyttum einkennis- merkjum drápsherja og friðar- merkjum þar við hlið. Það má kannske segja scm svo, að þetta endurspegli friðarhjal stórveld anna sem ata hendur. sínar blóði víðsvegar um heiminn við útbreiðslu „frelsis, jafnréttis og bræðalags“ í sömu mund og þau tala um að koma á friði í heiminum. íslenzk æska ætlar að taka þennan skrípalaik stórveldanna sér til fyrirmyndar, og ætlar að vera boðberi vopnaðs friðs og merkisberar því friðanmerkis og merkjum bandaríska hers- ins og hafa þau hlið við hlið. Kí XjAHíB IOA. Vtf 9mann3-taniIroYBr Zmanná Veljið yður í hag - Örsmíði er okkar fag Niváda ©Bm OMEGA PIERPOm Magnú^ E. Baldvlnsson Laugavcgí 12 - Sími 22804 ÞJÚÐ - HER Mikið er rætt og ritað um hersetu bandarísks herliðs í þessu landi nú þessa dagana og kemur jafnan sú spurning upp, hvort herseta erlends her- liðs samrýmist sjálfstæði þjóð ar. Þetta er að sjálfsögðu það sem skiptir megin máli þegar þetta mál er tekið til ihugunar. Margir eru á þeirri skoðun, að seta erlends herliðs í landinu samrýmist ekki sjálfstæði þjóð arinnar, en þá er ekki úr vegi að spyrja sjálfan sig, hvers konar sjálfstæði við viljum okk- ar þjóð til handa. Með tilliti til efnahagsmála okkar oig verzl unar við útlönd, erum við svo mjög háð árferði og sveiflum á er.l mörkuðum sem fram- ast getur verið, svo ekki eir það þessháttar sjálfstæði sem við getum orðið okkur út um f bráðina. Nei, en það er ann- að sjálfstæðis, sem við gætum haft til fulls, það sjálfstæði sem sæmir hverri þjóð sem þjóðareiningu með sína menn- ingu, tungu og sjálfstæðu huigsanir. Það er þessum hlut- um sem stefnt er í hættu með dvöl erlends hers í landinu, því að hún er dragbítur á eðlilegri skoðanamyndun og vinnur að hemámi á hugum landsmanna. Þetta hemám hefur þegar gert mikið vart við sig hjá þeirri kynslóð sem telst ábyrg fyrir málförum þjóðarinnar og ekki hvað sízt hjá æsku landsins. öllum ætti að vera það ljóst að það fólk sem lifði þá atburði er seta bandarísks her- liðs hófst á íslandi hefur orð- ið fyrir mikilli hugarfarsbreyt- ingu, eða sefjun öllu heldur, sem áróðurstækni nútímans hef ur tekizt að smeygja á hugi mik ils hluta landsmanna. Nær all- ur þorri þjóðarinnar var á móti setu bandarísks hers í land inu í upphafi enda var honum hleypt inn í landið með svik- um og brögðum sem alkunna er. Með tíð og tíma fór fólk að líta á hersetuna sem illa nauð- syn vegna hins ótrygga ástands sem sagt var ríkja í heims- málum á þeim tímum, en síð- an stóð fólki á sama um þessa hluti og leit á hersetuna sem saklausa og hættulausa. Her- setan var farin að grafa sig inn í þjóðemiskennd lands- manna. Svo fór að færast ann- að hljóð í strokkinn, því að nú er svo komið að hersetan er orðin að sjélfsögðum og ómiss- andi hlut, ekki vegna þess að það ríki ótryggt ástand í heimsmálum. Nei, það er vegna þess, að átt hefur sér stað hernám hugans. En við megum ekki aðeins líta þetta augum svartsýnis og vonleysis, því nú virðist sem vakning eigi sér stað meðal hinna fullgildu þegna þess- arar þjóðar, og sýndi það sig glöggt í Alþingiskosning- um þeim, er fram fóru á síð- asta ári, en í þeim kosningum / ) Siffnrbiörn Einnrsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.