Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.01.1972, Blaðsíða 10
—ryg~v~ .u;;"—3«C', 22 TIMINN : rrTrTT NfJA RlKISSTJORNIN OG STJÚRNARANOSTAOAN „Gaman er að börnunum þeg- ar þau fara að sjá.“ Svo er sagt að kerling nokkur hafi sagt fyrir löngu síðan. Mér hafa stundum dottið þessi um- mæli í hug síðan ríkisstjórnar- skiptin urðu. Það hefur oft ver- ið, gaman að stjórnandstöðu- blöðunum og þó einkum Morg- unblaðinu, síðan Ólafur Jó- hannesson myndaði ríkisstjóm sína. Samkvæmt lýsingum Morg unblaðsins á allt að vera ómögu- legt hjá ríkisstjóm hans. Þar er allt gert annað hvort of eða van og er þar engin millivegur. Þar er ekkkert gert rétt eða eins og það ætti að vera. Sam- kvæmt kenningum Morgunblaðs ins, er Sjálfstæðisflokkurinn með Alþýðuflokkinn sér til að- stoðar þcir einu, sem hæfir era til ríkisstjórnarstarfa hér á landi. Þeir vita allt, þeir gera allt rétt. Þeir hafa alltaf gert allt rétt og þeir munu alltaf gera allt rétt. Þetta er tónninn hjá Morgunblaðinu og hjá Alþýðublaðinu er hann svipaður, þó að þar sé ekki alltaf jafnt sterkt að orði kveðið og eru það skiljanlegar ástæður. Morgunblaðið hefur vemlega sett niður við fráfall Bjarna heitins Benediktssonar og brott för Sigurðar Bjamasonar. Báð- ir vora þeir lífsreyndir og vel menntir hæfilelkamenn. Bezt mennti maðurinn, sem þar ræð ur ríkjum nú, er án efa Matt- hías Jóhannessen. Hann er skáld og fagurkeri, en mun hafa mjög takmarkaðan áhuga á pólitík. Hinn ritstjórinn Eyj- ólfur Konráð Jónsson hefur ekki ennþá unnið sér neitt sér- stakt álit í ritstjórastarfi. Hvernig á því stendur skal ósagt látið. En maður kemur í manns stað og nú er kominn þriðji ritstjórinn. Hann er kall- aður aðstoðarritstjóri. Það mun eiga að skiljast svo hann eigi að stjómast af öðrum. Hann er mikill á lofti í skrif- um sínum og virðist svo sem að hann eigi heiminn og sé al- vitur. Já hann geltir feiknin öll og virðist ætla að snúa öllu við að maður getur ekki annað er reiknað með að hann ætli sér ekki að vera til lengdar aðeins til aðstoðar. „Ólafía“ er núverandi rík- isstjórn kölluð af stjómarand- stöðublöðum. Það nafn vora þau búin að gefa lienni áður heldur en að hún var mótuð og full mynduð. Þetta er að- eins eitt dæmi um rithátt og virðingarleysi stjórnarandstöðu unnar fyrir núverandi ríkis- stjórn. Ég læt þetta eina dæmi nægja af rithætti stjórnarand- stöðublaðanna, en þar er vissu lega af nógu að taka. En af hverju var stjóm Jóhanns Haf- steins ekki kölluð Jóhanna eða bara Jóka, sem er nafn á göml- um draug? Ekki var það svo fráleitt. Var það ekki einmitt í stjórnartíð hans, sem upphófst sundrang mikil manna á með- al í stóru byggðalagi? Og það var nú einmitt aðalverk drauga í gamla daga, að því er sagt er, að gera mönnum glettur og jafnvel skaða, svo og að sundra vináttu og samstarfi? Ég held að stjórnarandstað- an ætti að láta af þeirri blaða- mennsku, sem hún hefur hald- ið uppi nú um skeið. Það er henni ekki á nokkurn hátt til framdráttar, heldur miklu frek ar hið gagnstæða Alþingi er tekið til starfa. þar eiga þingmenn að vinna í sameiningu að þjóðarheill og þjóðarsóma. Hvernig má vera að slíkt geti farið vel úr hendi, sé verið með uppnefni, skamm- aryrði og ósannindi bæði í ræðu og riti. Hvers vegna geta menn ekki sýnt hver öðr- um fulla kurteisi og virðingu, þótt þeir séu pólitískir and- stæðingar? Það er mannlegt að deila um málefni, framgang þeirra og leiðir þeim til fram- gangs. En það á að gera með rökum og fullri virðingu fyrir andstæðingnum, en ekki með stóryrðum. Sé það ekki hægt, þá er heldur ekki hægt að búast við jákvæðum viðhorfum til eigin málefna og skoðana., „Litla þjóð sem átt í vök að vérjast vertu ei við sjálfa þig að berjast." Þessa góðu áminn- ingu okkar góða skálds ættum við oftar að hafa í huga og halda máli okkar meira við takmörk heldur en oft er raun á. Við, sem allir til skamms eram ekki stærri né meira en eitt stórt þorp eða smáborg á meginlandi Evrópu. Allir vita, sem vilja vita, að í röðum allra stjórnmálaflokka era hæfir og vel menntir menn, til þess að geta setið og starf- að í ríkisstjóm. Þar verður ekki gert upp á milli flokka a.m.k. ekki þá fyrr en á reynir og annað hefur sýnt sig. Það er t.d. út í löftið að telja menn óhæfa til þeirra starfa, frem- ur en annarra þó, að þeir hafi ekki átt þar sæti áður. Allir hafa einhverntíma ver- ið byrjendur bæði í þeim störf- um sem öðrum. Það eru eng- ir unglingar né viðvaningar sem skipa núverandi ríkisstjórn; og það hélt ég að öllum mætti vera ljóst. Allt eru það lífs- reyndir og vel menntir menn. Allir hafa þeir setið á Alþingi að einum undanteknum, og sumir þeirra all lengi. Tveir þeirra hafa áður setið í ríkis- stjórn og getið sér þar góðan orðstír svo og almennt traust. Það verða því alger vindhögg að níða og ófrægja þessa menn í byrjun starfs þeirra í núver- Maðurinn minn, Vilhjálmur Jónsson, öryggiseftirlitsmaður, Akureyri, andaðist 13. þessa mánaðar. Magnea Daníelsdóttir. andi ríkisstjórn. Ættum við ekki heldur að láta það bíða þar til reynsla kemur á störf þeirra og spara okkur óp og illyrði um þá. Óp og öskur hæfa raunar aldrei menntun og menningu og þá sízt hjá frammámönnum þjóðarinnar. Eitthvað vora stjómarand- stöðublöðin að æsa sig út af skólastjóraveitingu í Ólafsvík. Þá hefði þeim vissulega verið sæmra að þegja. Það hefur aldrei verið talið heillavæn- legt að kasta grjóti úr glerhúsi, og glerhús stjórnarandstöðunn- ar er ákaflega þunnt og brot- hætt. Engin ríkisstjórn hefur verið jafn hlutdræg í starfs- manna- og embættaveitingum og fyrrverandi ríkisstjórn, og enginn ráðherranna þar var verri heldur en einmitt fyrr- verandi menntamálaráðherra. Það situr því sízt á Alþýðu- blaðinu að öskra. Það rifjar að- eins frekar upp stjómarferil þessa manns. Alþýðublaðið og Alþýðuflokk urinn ætti nú að fara að átta sig á því, að það er eitthvað meira en lítið bogið við hina pólitísku stefnu hjá þeim nú hin seinni árin. Er það ekki undir formennsku Gylfa Þ. Gíslasonar á flokknum, sem þingmannatala hans hefur lækk að úr 10 þingmönnuim og nið- ur ,í 5 þingmepn, og hver ætli eigi hér stærsta sök? En nú breytum við um stefnu segir Gröndal. Nú eram við engum háðir og nú er það vinstri stefna hjá okkur. Bet- ur færi að svo yrði, en óneit- anlega læðist að manni grunur um að kippt verði í spottann. Núverandi ríkisstjórn verð- ur hlutdræg og vond, í sínum starfs- og embættaveitingum, ef hún nokkurn tíma kemst með tærnar nálægt hælum fyrirenn ara sinna. Og sízt hef ég trú á því að núverandi menntamála- ráðherra verði þar ógnvaldur. Ég trúi einmitt og tel að þekk- ing hans og dómgreind sam- fara trúnaði hans við starf sitt, sé á þann veg, að hann geri ætíð það, sem er sannast og réttast, og láti þar enga póli- tík villa um fyrir sér. Hitt er svo annað mál, að Alþýðublað- ið og Morgunblaðið munu ætíð reka upp skræk mikinn, ef hlut irnir era þeim ekki há-póli- tískt í hag. Einhver var að tala, eða ski’ifa um, að létta þurfi sköt.t- um af sjómönnum, til þess að gera sjómennskuna eftirsótt- ari en hún er nú. Þessu er ég mótfallinn. Sjómenn hafa þeg- ar og hafa haft mörg undanfar- in ár sérstakan frádrátt um- fram aðrar stéttir þjóðfélags- ins. Sá frádráttur er eðlileg- ur og sanngjarn, en svo á að það heldur ekki að vera meir. Sjómenn eig? ekk; að verða bónbjargarmenn. Kjör þeirra þurfa að verða bað góð að þcir greiði skatta sína með stolti. Sjómennskan er heillandi starf, og það ekki sízt fyrir unga og kraftmikla monn. Hún hefur hættur, erfiði- og ævin-, týri í för með sér. Hvaða starf nú til dags hefur ekki hættur í för með sér? Bara að fara yfir götu getur verið hættu- legt, og það jafnvel þó að mað- ur sé í fullum rétti. Sjómennsk an gefur oft góðar tekjur og með köflum góða hvíld og frjáls ræði. Að takast á við náttúru- öflin er heillandi, jafnvel róm- antískt. En svo getur það á vissum augnablikum orðið al- varlegt. Þá þarf hver og einn á öllu sínu að halda, þá þurfa allir að standa saman og þá stendur heldur enginn einn, Þetta reynir manninn, styrkir hann og stælir, gefur honum þroska, menntun og menningu, og hver þarf ekki á þeim hlut- um að halda nú til dags? Hvern ig væri að ríkið ættí og gerði út stórt og gott fiskiskip og notaði það fyrst og fremst til þess að láta afplána þá refsi- dóma þeirra ungmenna, sem vaða um borg og bæi, til innbrota, þjófnaðar og eyðileggingar á verðmætum samborgara sinna. Ég held að þessi fjárfesting væri ekki verri lieldur en stein- kassar austur á Eyrarbakka eða uppi í Mosfellssveit. Þess- ir unglingar, sem í þessum inn- brotum standa, era oftast tölu- verð mannsefni, og því verð- mæti fyrir þjóðfélagi. Þeir þurfa fyrst og fremst aga og starf, — vinni og þennan aga og þetta starfa er hvergi betra né auðveldara að veita en ein- mitt á sjó. Þar kemur líka menntun samhliða þó að ekki sé hún á skólabekk. Að prófa þetta er ekkert hættuspil, því gott skip heldur alltaf verð- mæti sínu og er því auðseljan- legt. Ég hef máske orðið nokkuð margorður um þetta, en ástæða mín er einfaldlega sú, að ég hef kynnzt ýmsum atvinnugrein um og atvinnuháttum og er því nú við ævikvöld að líta til lið- innar ævi. Ég er fæddur og uppalinn í sveit og var þar einnig nokk- uð á fullorðins árum mínum. Ég hef ennfremur verið sjó- maður, og ég hef unnið alls- konar verkamannavinnu í borg og bæ. Ég hef unnið í verzlun- arstörfum svo og ýmsum op- inberam störfum, og þegar ég svo lít yfir farinn veg þá finnst mér björtustu og beztu minn- ingamar frá sjómennsku minni. Ég mun því sjá eftir að hún varð ekki stærri og meiri hluti í ævistarfi mínu heldur en raun er á. Ef til vill spyr einhver af hverju svo hafi ekki ver- ið. Því er ekki auðsvarað í stuttu rnáli. Ég fór ekki á sjó upphaflega af neinurn áhuga, ég fór það af nauðsyn. Þá var ekki spurt um, hvað villt þú vera, eða hvað starfi hefur þú áhuga á. Maður varð ýmist að gera þetta eða hitt til þess að hafa í sig og á. Það hafa því kannski verið forlög eða hvað, að ég starfaði í svo mörgu. Kjaftæði segir einhver. Ekki er ég nú svo viss um það. Allt hefur sitt baksvið og þar er til- vera og líf mannsins engin und- anteking. J. S. Hafnirnar Framhald af bls. 18. Sveitarfélaga og viðkomandi hafna og sveitastjórna. Ég vil að lokum vænta þess að allir þeir aðilar, sem fjalla um þessi mál, taki skýrslu nefndarinnar og tillögur til rækilegrar skoðunar og menn geri sér ljóst, hvað það er að- kallandi að tryggja stöðu hafna í landinu og að allir aðil- ar, sem hlut eiga að máli, geri sitt til að svo megi verða. Góð höfn, er ekki aðeins líf- trygging viðlromandi byggðar lags, heldur ekki síður ein tryggasta stoðin til eflingar þjóðarhags. » SUNNUDAGUR 16. janúar 1972 ÍSDJ ÞJOÐLEIKHUSIÐ HöfuðsmaSurlnn frá Köpeniek sýning í kvöld kl. 20. Nýársnóttin sýning þriðjudag kl. 20. Allt í garðinum sýning miðvikudag kl. 20. Tvær sýningar eftir. Aðgöngur rasalan opin frá tcL 13.15 til 20. — Simi 1-1200. Spanskflugan í dag kl. 15. 107. sýning. Uppselt. Hjálp í kvöld kl. 20,30. Hjálp þriðjudag kl. 20,30 SíðuF'" sýningar. Skuggasveinn miðvikudag kl. 20,30. 4. sýning. Kauð kort gilda. Uppselt Skuggasveinn fimmtudag kl. 20.30. 5. sýning. Blá kort gilda. Uppselt. Skuggasveinn föstudag kl. 20,30. 6. sýning. Gul kort gilda. Kristnihaldið laugard. kl. 20.30. 120. sýning. . Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. Vörumerkingar Framhald af ois. 24 Jytte Kruse hefur einnig lát ið önnur neytendamál til sín taka. Hún hefur víða sett upp sýningar og flutt erindi um þau mál. Hún hefur starfað að rannsóknum varðandj hagræð- ingu eldhússtarfa og hún hef- ur, ásamt öðrum höfundum skrifað bókina „Vore kökken- er“ (eldhúsin okkar), sem „Arkitektens forlag“ hefur gef ið út og „Forbragerhándbog- en‘ (handbók neytenda), sem „Politikens forlag“ hefur gefið út. Það er því mikill fengur að því, að hún hefur gefið kost á sér til fyrirlestrarhalds hér á landi. Sýningin verður opin dag- ana 16—23. janúar frá kl. 14 til kl. 19. Gert er ráð fyrir, að síðar meir verði hún send út á land á vegum Kvenfélags- sambands íslands. Kjartan Guðjónsson hefur stjórnað uppsetningu sýningar innar. S. J. 1 LÖGREGLUMENN vantar til starfa í vara- og héraðslögreglu Borgarfjarð ar. Hér er um aukastörf að ræða, sem umsækjendur gegna í hjáverkum, eink- um við löggæzlu á samkom um, öryggisgæzlu við um- ferð á helgum og vegna útisamkomuhalds á sumrin. Umsóknir sendist sýslu- manni Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu fyrir 1. marz 1972. Borgarnesi 31.12. 1971 Sýslumaðurinn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Ásgeir Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.