Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 1
r ~~ 'H~h '"I""' Á' ~ FRYSTIKISTUR SENDIBILASTOÐIN Hf * jD!/to£i«AyéfaÆ- h~£ íje RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRETI 23, SlMI TB333 13. ffal. — Þriðjudagurinn 18. janúar 1972 — 56. árg. AIIT VARfl HVÍTT í RFYKIAVÍK Snemma * gærmorgun byrjaði að snjóa í Reykjavík og víðar á HLLI VftlYt/ n T 11 I I l\L 1 l\J/\YII\ iandinu, en jörð var orðin alauð fyrir löngu, og ekkert snjóað að ráði síðan á aðfangadag. Hraust börn voru ekki lengi að koma sér út í snjóinn, og taka til óspilltra málanna, og hér á myndinni sjáum við nokkra hrausta stráka, sem voru að leik á Miklatúni, þegar Gunnar,‘ljósmyndari 'Rmans var þar á ferð í gær. Tveir sóknar- nefndarmenn úr Nessókn segja af sár OÓ—Reykjavík, mánudag. Noldcrir flokkadrættir hafa vcr- ið innan Nessóknar í Reykjavík undanfarið. Á framhaldsaðalfundi safnaðarins, sem haldinn var sL föstudag, sagði formaður sóknar- nefndar, Ingólfur MölleE, skip- stjóri, af sér og sömuleiðis annar sóknarnefndarmaður, Garðar Páls- son, stýrimaður. Guðmundur Jóns son, sömgvari, var felldur úr safn- aðarnefnd. I»eir, sem sögðu af sér, gerðu það í mótmælaskyni vegna kjörs Þórðar Ágústs Þórðarsonar, trésmiðs, og Balduts Jónssonar, íþróttavallastjóra. Á fundinum, seon á fjórða hundrað safnaðarmenn sátu, kom fram uppástunga frá safnaðamefnd um að sama nefnd sæti áfranh óbreytt, þar sem sasnkormdag hefði verið gott og samvinna að nrilefnum safnaðarins verið með ágætum. En auk fyrrgreindra manna voru í í stjórninni frú Halldóra Eyj- ólfsdóttir og Sigurbjöm Guð- mundsson, verkfræðingur. Áttu þau Guðmundur og Halldóra að ganga úr stjóiminnL Framhald á bls. 14. Andvirði 6 skuttogara þarf til að endurnýja Sambandsfrystihúsin EB-Reykjavík, fhnmtudag. Á vegum S j ávarafurðadeildar og Teiknistofu Sambandsins hef- ur nú verið unnið að athuigunuim á ástandi frystihúsa á vegum Sam bandsins. Eru rannsóknirnar eink um gerðar með hliðsjón af nýj- um kröfum um hreinlæti og holl- ustuhætti, sem búizt er við að verði í lögum um þetta efni, og reiknað er með að Bandaríkja- þing samþykki innan tíðar. Gert er ráð fyrir, að íslenzku frysti- búsin verði að geta uppfyllt þcss- ar kröfur ekki síðar en 1974, og hafa nú verið gerðar ítarlegar skýrslur fyrir öll frystihús á veg- um Sambandsins og áætlaður kostnaður við nauðsynlegar breyt ingar og endurbætur á þeim. Sambvæmt nýútkomnum Sam- handsfréttum er meðalkostnaður við breytingarnar, sem eingöngu miðast við hinar bandarísku kröf- ur, um 11—12 milljónir kr. á hvert frystihús. Ef hins vegar er reiknað með æskilegum endurbót um, nýþyggingum, þar sem slíkt er talið nauðsynlegt, og nýjum og endurbættum vélakosti, er heildarkostnaðurinn við þau 30 frystihús, sem Sambantfið annast sölu fyrir, talinn nema 650—700 millj. kr. í viðtali Sambandsfrétta við f ramkvæmdast j óra S j ávarafurða- deildar, Guðjón B. Ólafsson, kem ur fram að hann telur greinilegt, að fjármagns til þessara fram- kvæmda verði að afla á næstu 2—3 árum, til þess að hægt sé að mæta þeim kröfum, sem gerðar verði á hinum þýðingarmikla bandaríska fiskimarkaði, og ekki síður til að hægt sé að vinna úr því væntanlega aukna aflamagni, sem kæmi til með að berast á land úr hir.um nýju togurum, sem eru í smíðum. f því sambandi væri vert að hafa í huga, að til þess að koma þessum 30 frysti- húsum í það ástand að þau væru samkeppni.shæf framleiðslutæki, þjTfti aðeins fjármagn sem sam- svaraði verðmæti 6 skuttogara. Samkeppni um þjóðhátiðar- merki framlengd til 20. marz EJ-Reykjavlk, mánudag. Nú um helgina ábváðu dóm- nefnd og Þjóðhátíðarnefnd 1974, að framlengja skilafrest í samkeppni um gerð merkis fyrir Þjóðhátíð 1974, og þrjár myndskreytingar til nota á veggskildi, til 20. marz næstk., þar sem samkeppni sú, sem háð var með skilafresti til 1. nóvember s.l. bar ekki nægan árangur að mati dómnefndar, sem taWi ekkert hinna inn- sendu verka verðlaunahæft. Frá þessu var skýrt á blaða- mannafundi, sem Þjóðhátíðar- nefnd 1974 hélt í dag, en þar skýrði formaður nefndarinnar, Matthías Johannessen, og fram kvæmdastjóri hennar, Indriði G. Þorsteinsson, frá nauðsyn þess að fá þjóðhátíðarmerki hátíðahaldanna 1974. '' sagði, að Þjóðhátíðar- nefndin hefði orðið fyrir von- brigðum með niðurstöður sam- keppninnar. Hafi að athugun- um loknum verið ákveðið, að framlengja samkeppnina á almennum vettvangi og gera þannig enn tilraun til að fá merki með þoim hætli, í stað þess að leita til einstakra Iista manna. Sagðist hann vonast til þess, að þátttaka yrði mikil, og að íslenzkir myndlistar- menn hjálpuðu nú íslenzku þjóðinni til að eignast Þjóð- hátíðarmerki með því að taka þátt í samkeppninni. Ef ekki fengist viðunandi merki nú, þá yrði auðvitað að leita annarra ráða. Indriði sagði, að Þjóðhátíð- arnefndin treysti því, að fólk, sem kann að búa yfir hug- myndum um þjóðhátíðarmerki og myndskreytingar á vegg- skildina noti þennan nýja frest, sem framlengingin veit- ir, til að scnda tillögur sínar í samkeppnina, einnig þeir, sem þegar hafa tekið þátt í keppninni. Sagði han.., að fólk ætti ekki að vera hrætt við að senda inn hugmyndir sínar þótt þær væru ekki ítarlega út- færðar; það væri hugmyndin sem skipti höfuðmáli. Á fundinum kom fram, að þar sem samkeppnin hefur ver ið framlengd. fellur fyrirhuguð sýning á þeim tillögum, sem borizt höfðu fyrir 1. nóvember, niður, og verður ekki af siíkri sýningu fyrr en niðurstaða er fengin. Þeir, sem þegar hafa sent inn tillögur eru ekki bundrtir af þeim, og geta því sent mn nýjar tillögur að merki og myndskreytingum. Þeir geta einnig látið fyrri tillögur sín- ar liggja, og verða þær þá lagðar fram að nýju í keppn- ina. Vilji einhver fá þær end- ursendar þurfa þeir að snúa sér til trúnaðarmanns dóm- nefndar, Indriða G. Þorsteins- sonar, og mun hann annast um endursendingu samkv. fram- vísun kjörorðs. Mun hann að sjálfsögðu fara með slíkt sem algjört einkamál. Verðlaun eru óbreytt: sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir hátíðarmerkið, og sextíu þús- und fyrir myndskreytingar. Vísast í því efni til fyrri aug- lýsingar um samkeppnina, en ákvæði hennar standa óbreytt, að öðru leyti en því er snertir skilafrest. Tillögum skal skila í póst eða til skrifstofu Al- þingis fyrir klukkan 17, mánu Framhald á bls. 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.