Tíminn - 18.01.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1972, Blaðsíða 5
ÞRDMUDAGUR 18. jamiar 1971 TIMINN i in............ iri.i vrjtfíF MEÐ MORGUN KAFFIHU Fruin var frá sér numin af íleði, þegar hún loksins var báin að ná eðlilegri þyngd sinni eflár að hafa fætt þriðja barn sitt Hún vonaði, að eiginmað- urinn tæki eftir því, en varð fyrir sárum vonbrigðum, þegar hún kom að honum framan við spegilinn, þar sem hann stóð og dáðist að sjálfum sér. Hann st.rauk sig allan og sagði í að- dáunartón: — Hver skyldi trúa Því, að ég væri þriggja barna faðir? Sörest, fhnm ára kom' inn til móður sínnar og spurði; hvar hún hefði verið, þegar hann fæddíst. — Ég var á fæðingardeild- toni, svaraði hún brosandi. — En hvar var pabbi? — Hann var í vinnunni. ' — Hvað, var þá enginn hehna, þegar ég kom? — Nei takk. Ég þekki mín takmörk og veit, að ég hef feng ið nóg. ' Það eina, sem vitað er um hraða ljóssins, er að það kem- nr til jarðarinnar allt of snemma á morgnana. — Þegar maður veit, að mað ur er ekki fallegur, neyðist maður tö að halda að maður sé „sáarmerandi". — Varð það drengur frök- en. Þáð verður að að halda upp á það. Ei.gið þér frí í kvöld? — Hefðurðu heyrt það Didda, \ að það eru til veitingastaðir með sérstökum leikherbergj- uim fyrir börn. — Já, það er ágætt, en hvað á þá að gera við karlmenn, sem endilega vilja leika sér? Einn af eftirlitsbílum lög- reglunnar hafði um nokkrun tíma haft auga með stórum flutningabíl. Bílstjórinn ók svo- lítinn spöl, nam staðar, hljóp út og í kring um bílinn með- an hann barði hann allan ut- an. Loks fóru lögreglumennirn- ir til mannsins og spurðu hann, hverju þetta háttaleg sætti. í ljós kom, að maðurinn var að flytja dúfur og hann varð að sjá um, að þær sætu ekki alltaf á prikunuim, til þess að fairmur- inn yrði ekki of þungur. Faðirinn sló í borðið oð sagði reiðilega við dóttur sina: — Fyrst varstu trúlofuðu Alla, síðan Bigga. Nú ertu hætt við Davíð og farin að vera með Eiríki. Ætlarðu að fara í gegn um allt stafrófið, eða hvað? Hann kallar mig alltaf Bubba. Það er leyninafn, sem yið notum, þegar hann er á DÆMALAU5I ^. DEIMNI ISPEGLI TDöiA! Einhvertíma endur fyrir tveim ur árum eða svo, sögðum við hérna í speglinum frá því, þeg ar Jane hans Tarzans brenndist, er hún var bundin við tré. Jane þessi var danska stúlkan Kirst- en Swanholm, sem kallar sig Kitty Swan í Hollywood, þar sem hún starfaði. Eins og menn muna, skaddaðist hún mjög mikið í þessum bruna, sem varð vegna mistaka kvik- myndagerðarmannanna. En nú er Kitty að ná sér og er hún farin að syngja aftur frekar en ekkert, og þykir það krafta- verk. Mánuðum saman var hún svo illa fairin, að óttazt var að liún yrði örkumla ævinlangt. En svo skrifaði henni júgóslavnesk- ur grasálæknir og bauðst til að hjálpa henni. Hann er kunnur fyrir að hafa gert allt að því kraftaverk í lækning- um. Kitty þáði og fór til Belgrad, þar seim hún lagðist inn hjá þeim gamla. Hann varð fyrir áfalli, þegar hann sá hana, því honum datt ekki í hug, að nokkur mann- eskja gæti verið svo illa farin af brunasárum. En hann ákvað að reyna' samt og eftir nokkra mánuði fóru sárin að gróa, en það liðu enn mánuðir, áður en Kitty gat gengið eða hreyft sig eðlileg-a. Unnusti hennar Ro- berto frá Róm sat alltaf hjá henni og ók henni um í hjóla- stól, Þegar hún fór að geta — * — * — Julie Andrews, eða Mary Poppins, hefur nú sýnt að hún getur ýmislegt fleira en sung- ið og leikið. Nú hefur hún skrifað bók. Julie hefur ekki haft tíma til að leika í nýjum myndum undanfarið vegna barneigna, en á meðan notaði hún tímann til að skrifa bók- setið uppi. Enn er þó talsvert eftir. Örin um allan likamann tala sínu máli og það þarf margar aðgerðir til að f jarlægja þau. En Kitty er hamingjusöm og er að hugsa um að helga sig framtíðinni með unnustanum, en ekki í kvikmyndunum. Á ininni myndinni sést Kitty, nokkrum sekúndum áður en eldurinn læsti sig um hana alla, en á stærri myndinni er hún eins og hún er nú. ina, sem heitir „Mandy" og er nýkomin út í Bandaríkjunum- Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hugsa Norðmenn og eru farnir að velta fyrir sér eigin- mannsefni handa nýju prinsess unni sinni, sem er rétt hálfs fjórða mánaðar. Ungi maðurinn hér á myndinni þykir koma sterklega til greina, en hann heitir Johan Frisco og er Hol- landsprins. Prinsinn veitir þessu lítið fyrir sér, enda ekki farinn að líta í kring um sig í konuleit enn., Hann hefur mun meiri áhuga á leikfanga- bilum sínum, sem hann fékk í afmælisgjöf nýlega, en þá varð hann þriggja ára. — • —•- Það hljómar ótrúlega, en það er víst satt: Hænurnar í ísrael hafa svo langa fætur, að eggin brotna, þegar þær verpa. Nú eru sérfræðingar farnir að leggja höfuðin í bleyti til að reyna að kynbæta hænsnin svo. að þau fái styttri fætur. — • —• — Caroline Kennedy verður ef til vill tennismeistari einn góð an veðurdag, að því er þjálfari hennar, Hank Fenten, segir. Hún er afaa- sterk og högg henn ar með spaðanum eru jafn- j þung og karlmanns. En upp á síðkastið, hefur Garoline ekki verið jafn snör í snúingum og áður, því hún hefur bætt á sig 7 kílóum. Móðir hennar hefur áhyggjur af línum dótt- ur sinnar og hefur nú greitt Fenton 2400 krónur á tímann fyrir að láta stelpuna erfiða meira. — •-• — Leikarinn Dustin Hoffmann, þessi sæti, sem lék í frú Rob- inson, greiðir. sálfræðingi sín- um hvorki meira né minna en 50 þúsund ísl. krónur á mán- uði. — Ég verð stressaður, ef ég fer ekki til sálfræðings á hverjum degi, segir Dustin. — Ég er svo óöruggur og á bágt með að ákveða mig. Sálfræð- inguiúnn hjálpar mér með betta allt. . Svo velta menn því fyrir sér, hvernig á því ,-tandi, að millj ónir Bandaríkiamanna geta ekki lifað án sálfræðings, eru Kanar stressaðri en við hin, eða hafa sálfræðingar heila- þvegið þá? Roger Vadim ber seim kunn- ugt er, ákaflega mikla virðingu fyrir stúlkum, á meðan þær eru stúlkui- á gamaldags hátt. Hins vegar segir hann, að ekk- ert fari eins í taugarnar á sér og frelsuð kona og bætir því við að maður missi allan áhuga á kynlífi með þeim. Eins og er sefur hjá honum draumastúlka. Hún er dásamlpg, hefur stór kaffibrún augu og lítinn totu- munn. En hún er líka ákveðin stúlka, þar sem henni hefur tekizt að fá Vadim til að brjóta þá reglu sína að vera einn í svefnherberginu. Hún heimt- aði að sofa hjá honum — og fékk það, með því skilyrði að þegja á meðan hann les. Hún heitir Vanessa og er þriggja ára dóttir Vadims og Jane Fonda, sem nú er frelsuð og berst fyrir jafnrétti í Banda- ríkjunum. i tHmiiiiHHiiiHiiiiuuamiwtuuumnfmiainuHtHmminitiiiiiiiiHiiiHi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.