Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 7
FR&Í.WO VGVR 28. janúar 1971 TIMINN 7 Þessi mynd var tekin í Róm á föstudaginn og (»aS eru (f.v.) Dom Minfo ff, forsætisráðherra Möltu, Emilio Colombo, forsætisráðherra Ítaiíu og ítalski utanrikisráðherrann, Aido Moro, sem eru samankomnir í skrifstofu Colombos, áður en þeir hófu viðræður um Möltu. Enn ósamið um Möltu NTB—Loudon, mánudag. — Þa3 ver'ður haldið áfram a3 flytja brezka hermenn og tæki frá Möltu, þangað til sé'ð verður, hvort samkomulag næst, sagði Sir Alec Douglas-Home, utanríkisráðherra Breta í neðri málstofu hrezka þings ins í dag. Enn væri mikill ágrein- ingur milli stjórna Bretlands og Möltu, en brezka stjórnln gerði það sem í hennar valdi stæði til að sá samkomulagi. Þá sagði sir Alec, að tiibo'ð Breta til Möltu, væri rausnarlegt og Bret ar hefðu ekki í hyggju að greiða hærri leigu. Hins vegar hefði brezka stjórnin ekkert á móti Því að aðrar Atlanzhafsbandalagsbjóð- iir hækkuðu greiðslur sínar, ef þau álitu það nauðsynlegt fyrir Nato. Um viðræðurnar í Róm um helg- ina, milli þeirra Mintoffs og Carr- ingtons, sagði sir Alec, að náðst hefði spor í áttina að samkomu- Iagi. Bhutto býður Mujibur að taka við stjórn Fakistans NTB—Quetta, mánudag. Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pak- istans, sagði í dag, að hann væri reiðubúinn að afsala sér forseta- embætti og völdum í Pakistan í hendur leiðtoga Bangla Desh, Mujibur Raliman, ef það mætti verða til að varðveita einingu PaMstan. Meðan Bhutto hélt ræðu sína í Quetta, kom opinber nefnd sam- an í Rawalpindi til að rannsaka orsakir þess, að V.-Pakistan beið ósigur fyrir A-Pakistan í stríðinu. Bhutto kom sjálfur á fót þessari nefnd. í ræðu sinni sagði Bhutto að hann væri reiðubúinn til fullrar samvinnu við Mujibur, og ef það rcyndist nauðsynlegt myndi hann fúslega segja af sér embætti sem forseti. — Ég hef alltaf virt þá stað- reynd, sagði Bhutto, að Miíjibur er forustumaður meW’ihlutíyis í A- Pakistan, á saniá hátt og ég er leið togi stærsta flokksins í V-Pakistan. Mujibur hefur lýst því yfir marg sinnis, að hann hafi ekki í hyggju neitt samkrull við afganginn af Pakistan. En í blaðaviðtali sagði hann fyrir skömmu, að hann mundi yfirtaka völdin í V-Pakistan og setja sína eigin menn þar í stjórn, ef Bhutto héldi áfram að tala um eitt og óskiptanlegt Pakistan. I dag gaf Mujibur skæruliðum Mukti Bahini tíu daga frest til a'ð skila öllum vopnum sínum. Hann minnti þá á, að nú væri refsivert að bera vopn. Eiturtunnur berast að Englandi NTB—London, mánudag. Breski flotinn fékk í dag fyrir- skipun um að koma í veg fyrir að hundruð tunna með eiturefnmn ræki á land á suðurströnd Eng- lands. Fólk, sem komi'ð hefur ná- lægt nokkrum tuniium, sem rekið hafa, kvartar yfir sárum og bólg- inni tungu vegna gass, sem lekið hefur úr tunnunum. Yfirvöldin hafa komizt að því, að tunnurnar eru úr spönsku skipi, sem sökk í Ermarsundi fyrir mán- uði. Þar voru innanborðs 900 tunn- ur með hættulegum eiturcfnum, scm notuð eru til framleiðslu lit- arefna og frauðplasts. Svipuð vandræði áttu sér stað á fleiri stöðum í Englandi í dag. I Mið-Englandi var tilkynnt að arsenik hefði fundizt á ruslahaug og i Lancashire var fólk í uppnámi eftir að sprengiefni hafði fundizt á baðströnd þar. Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við bæklunarlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjórnarnefnd ríkisspítal- anna, Eiríksgötu 5, fyrir 19. febrúar n.k. Reykjavík, 17. janúar 1972 Skrifstofa ríkisspítalanna. Fálagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund að Hótel Sögu. Subiasal, miðvikudaginn 19. janúar 1972, kl. 20,30. Fundarefni: Vinnutími í verzlunum. Afgreiðslufólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. HJÚKRDNARKONA Geðdeild Barnaspítala Hringsins, Dalbraut 12, óskar eftir að ráða hjúkrunarkonu til starfa á næturvakt. Nánari sími 84611. ri upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni, 1 ' Reykjavík, 17. janúar 1972 Skrifstofa ríkisspítalanna. ATVINNA Viljum ráða nú þegar afgreiðslustúlku í úlibú okkar í Hveragerði. Upplýsingar gefur útibússtjórinn. Kaupfélag Árnesinga. Kennaranámskeið í skyndihjálp RauSi kross íslands, Reykjavíkurdeild Námskeið fyxúr þá sem hyggjast gerast kennarar í skyndihjálp hefst í Reykjavík 25. janúar. Tekið verður á móti umsóknum um þátttöku í skrif stofu Reykjavíkurdeildar R.K.Í., Öldugötu 4, sími 14658 til föstudagskvölds 21. janúar. Þátttaka er mjög takmörkuð. Grundvallarkunnátta í skyndihjálp nauðsynleg. Námskeiðinu lýkur með prófi. — Kennarar: Jónas Bjarnason og Sveinbjörn Bjarnason. Reykjavíkurdeild R.K.Í. HEIMII.ISTtKJAÞJÓNUSTAN SÆVIÐARSUNDI 86 - SfiVO 30593. Gerum við eldavélar. þvottavélar, þvottapotta, hrærivélar og bvers konar önnur raftækL SlMI 30593.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.