Tíminn - 18.01.1972, Page 8

Tíminn - 18.01.1972, Page 8
8 TÍMINN 4--------- SÍÐBUNIR JÚLA-SV Leikfélag Reykjavíkur: Útilegumennirnir eða Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Leiktjöld: Steinþór Sigurðsson Islendlngum er tamt að tala um Skugga-Svein sem sígilt leikhúsverk. Er hér ekki full- djúpt í árinni tekið? Er Skugga Sveinn ekki of rýr íroðinu til að vera flokkaður með vænstu fiskum úr djúpum sannrar list- ar? Er persónusköpun séra Matthíasar ekki of frumstæð og grunnfærnisleg? Er atburða- skipan hans ekki handahófsleg og tiðum vanhugsuð? Orka ekki ástarorð og raunatölur öðruvísi á næmt eyra heldur en til er ætlazt? Hlæja ekki áhorfendur stundum, þegar höfundi er allt annalð en hlátur í huga? Er ekki mælgi þjóðskáldsins slik, að sumar persónur þess drukkni hreinlega í eigin orðaflaumi? Eru ekki leikpersónur tíðum dæmdar til eilífðareintals og kýrrstöðu? Situr því ekki hin beina en hálfdauða frásögn einstaklinga í fyrirrúmi fyrir lifandi orðaskiptum fleiri að- ila og innbyrðis átökum? Rétt er að geta þess hér, að eintöl voru ekki óalgeng á þeim tíma, sem Skugga-Sveinn var saminn, en veldur, hver á heldur. Það em til eintöl og eintöL Lista- mannshönd séra Matthfasar er Því miður ekki jafn styrk og fálmlaus eins og annarra fær- ari fyrirrennara hans á þessu sviði. Að lokum þessi spurning. Hefja ekki leikpersónur stund- um upp söngrödd sfna á hæpn- ustu stöðum? Hinu er ekki að neita, að voðamaðurinn, hann Sveinn, hefur verið skuggalega vinsæll meðal þjóðarinnar frá upphafi vega, en vinsældir verks og sígildi er sitthvað eins og allir heilvita menn vita, nema vera skyldi þeir dánumenn, sem bera menningarlega ábyrgð á öllu leikritavali hér á landi. Og almannadómum skeikar ekki nema í nákvæmu og fræði- legu mati á fögrum listum. Satt bezt að segja fullnægir Skugga- Sveinn ekki einu sinni miðlungs kröfum, sem til leikskáldskap- ar hljóta að vera gerðar. Að nefna hann í sömu andrá og sígild listaverk er eins og að spyrða saman smæstu fiska og þá stærstu og hefur það jafnan þótt gefast misjafnlega. Sjaldan eiga undirmálsfiskar upp á pallborðið hjá vandfýsn- um matsmönnum. Það er ekki a® kynja, þótt sumum þyki stjóm Leikfélags Reykjavíkur gerast æði glámskyggn í seinni tfð. V Skugga-Sveinn og Ketill skrækur, Ieiknir af Jóni Sigurbjörnssyni og Jóni H jartarsyni. Mér hefur flogið sá grunur í áhugamannasamtök hafi hér hug, að séra Matthías hafi sam- áður fyrv reynt.a'ð geraiSéí.ruat..... ið sjónleikinn um þessa skelfi- úr Skugga-Sveini, á meðan enti legu útilegumenn með svipjjðu.;.{iv,færra.'var um fína drættúá þeim hugarfari og skáld yrkja tæki- færiskvæði, sem eðli sfns vegna eru alltaf bundin stað og stund. Aíð sögn fróðra manna tók það Matthías Jochumsson aðeins stutt jólaleyfi að vinna sveins- verk sitt, enda ber það þess ótvíræðar menjar. Það hefur áreiðanlega aldrei hvarflað að honum, að hann væri að skapa ódauðlegt listaverk eða að gróð- ursetja eilífðarblóm í lystigarði leikbókmennta. Atvinnuleikhús, sem setur merkið hátt og þykist leggja meira upp úr andlegum verð- mætum heldur en veraldlegum gróða [ritstjóri leikskrár líkir slíkri lágkúru við „peninga- græðslu" (svo)], er ekki þekkt fyrir að hafa undirmálsfiska á boðstólunum. Það er sök sér þótt Ungmennafélög og önnur treggjöfulu menningarmiðum, heldur en t.d. á blómlegasta sköpunarskeiði Guðmundar Kambans og Jóhanns Sigurjóns- sonar. Um þetta atriði segir Lárus Sigurbjörnsson svo í eft- irmála við Skugga-Svein í Leik- ritasafni Menningarsjóðs: „Á hinu þjóðlega verkefni hafa spreytt sig félög allra tegunda og hinna ólíkustu manna, ung- lingar og fullorðnir, mennta- menn, sjómenn og íþrótta- menn“. Við þessa sundurleitu hjörð munu eflaust bætast á ó- komnum tímum bankastjórar og blikksmiðir, leigubílstjórar og lögfræðingar og ótal fleiri ó- líkir starfshópar, enda mun Skugga-Sveinn sennilega njóta sín ólíkt betur í höndum ó- lærðra áhugamanna heldur en atvinnuleikenda, hversu þver- sagnakennt sem það kann nú að virðast. Þrátt fyrir óleynandi þver- bresti og kunnáttuleysi í leik- tæknilegum efnum, frýr enginn séra Matthíasi skáldlegra töfra í ljóði og hnyttni í ýmsum leik- atriðum. Ummæli hans um sýslumenn urðu t.d. þegar í stað landfleyg. Þótt það hefði reynd- ar verið bæði þarft verk og gott að skrika út nokkur atriði, en þó einkum að stytta eintöl, var það hins vegar misráðið að fella niður innbrot Skugga- Sveins og þar með fyndnustu orð leiksins. Svona eiga leik- stjórar ekki að vera. Þrátt fyrir að skáldskapur falli misvel að leik, vekja eftirtalin ljóð: Býsna marga liildi háð, Látum af hárri heiðarbrún, Geng ég fram á gnípu og geigvæna brún og reyndar fleiri, jafnan hræringar í mínu brjósti. Þrátt fyrir auðsæja ætlan höf undar og viðleitni að ljá Katli skræk þá andlegu reisn og tíð- um torskildu speki, sem ein- kennir fífl Shakespeares, hefur sú tilraun ekki borið giftusam- legan árangur. Handbendi Sveins gerir lítið annað en að flaðra upp um húsbónda sinn og leika hundakúnstir, sem ef til vill má hlæja að í bráð en ekki í lengd. Mestum lífsanda hefur höf- undur blásið í Grasa-Guddu, því næst Lárenzius sýslumann, Gvend smala og Margréti þjón- ustustúlku. Við hinar persón- urnar hefur yfirleitt verið lögð minni rækt og geldur sjónleik- urinn þess óhjákvæmilega. Að telja Skugga-Svein merka og greinargótða þjóðlífslýsingu fyrri alda er að mínu viti sönnu fjær en nær. Enda Þótt eitt- hvjrt sannlejkskorn. kunjni að vera fólgið í ýkjUm' slcáldsins og^skopi, er það ekki umtals- vert. í þessum furðulega útilegu- mannaleik gengur allt eins og í velsmurðri lygasögu eða reyf- ara. Taugaskjálfti og tár, dráp og djöfulgangur, eftirför og ná- vígi. Ungri snót í öngviti bjarg- að úr bráðri lífshættu úr tvítug- um eða þrítugum hamri. Enda- lok Skugga-valds verða svo sú, að hann steypir sér með Ketil skræk á bakinu í; Jökulsá og hreytir um leið út úr sér heit- ingum um að hrella menn á Kili um aldur og eilífð. Lýsing Önnu Kristínar Am- grímsdóttur og Kjartans Ragn- arsonar á elskendunum ungu er blessunarlega laus við ýkjur, tilgerð og þá væmni, sem oft vill loða við ástarorð og vímu. Það er og skoðun mín að sá sigur sé leikendunum einum að í stofu Lárentzíusar, sýslumanns. Galdra-Héðinn, sýslumaður, stúdentar og auðtrúa bændur. ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1971 þakka en ekki leikstjóranum. Sá siðastnefndi hefði hins vegar mátt stytta samtöl þeirra til muna, þar sem þau gerast full lángdregin, einkum þegar á líð- ur. Þetta ber því miður ekki skyggnu leikstjóraauga fagurt vitni frekar en hrap Ástu úr klettinum. Það er það herfi- legasta glappaskot, sem Sveinn Einarsson hefur hent á sínum leikstjórnarferli. I annan stað er ljúft að geta þess, að Anna Stína ber sig ekki aðeins leik- kvenna bezt á sviði heldur stafar persónulegum ljóma af öllum leik hennar. Harald G. Haraldsson og Guð mundur Magnússon eru iafn léttir í spori sem lund. Leík- ur þeirra og söngur í ætt við heiðríkjuna og fjallaloftið tæra. Þórunn Sigurðardóttir túlkar lítið hlutverk af skynsemi og skopvísi. Af sýslumanninum bregður Þorsteinn Gunnarsson upp grófskoplegri mynd, sem hefði þó orðið fullkomnari og fyllri ef fleiri litir hefðu verið notaðir. En hvenær fór Lárenz- íus að skvetta svona ofboðslega í sig? Margrét Ólafsdóttir leik- ur á als oddi, það sama verður þó ekki sagt um eiginmann hennar, Steindór Hjörleifsson í hlutverki Sigurðar, lögréttu- manns í Dal. Galdra-Héðinn, Geir og Grani hefðu betur aldrei litið sviðsins ljós svo útangátta eru Þeir við alla framvindu verksins. Gísli Halldórsson leikur meira af íþrótt en innblæstri. Margir munu eflaust verða til að hlægja að hnitmiðuðum stökkbreytingum raddar hans og öðrum þrautþjálfuðum túlk unartöktum, þótt undirritaður fylli ekki þann hláturmilda hóp. Það er ekki mennskum leik- ara hent að ljá hálfgerðri land- vætt festulegt svipmót og sann- færandi. Það hlýtur því í hlut- arins eðli að vera vandratað á rétta túlkunarleið, Jón Sigur- björnsson fer gætilega í sakirn- ar og gerir margt vel, en aldrei tekst honum samt að skapa persónu, sem læðist inn í vit- und manns og tekur sér þar bólfestu, en ekki er við túlkand ann að sakast heldur við skap- ara sjálfs Skugga-Sveins. Jón Hjartarson skilar þakk- látu hlutverki með lofsverðum árangri. Með því að líkja eftir ísleifi Konráðssyni hyggst Steinþór Sigurðsson áreiðan- lega ljá tjöldum sínum ein- faldan og frumstæðan blæ. Ekki er þetta sagt honum til lasts heldur til verðugs lofs. Það má með nokkrum sanni segja, að leiktjöldin séu eitt af því fáa, sem gefi þessari sýn- ingu verulegt listgildi. ísleifur og séra Matthías eru þó frum- stæðir hvor á sinn hátt. Sá fyrr- nefndi er frumstæður á já- kvæða vísu, þar sem aftur á móti sá síðarnefndi er það á mjög neikvæðan. Sveinn Einars son bætir hér engu við frægð sína. Á afmælum má græða ekki síður en á fermingarveizlum, en afmæli og list er tvennt ólíkt. Á löngum ferli hafa marg ir annálsverðir atburðir gerzt í leikmenningu Leikfélags Reykjavíkur og þjóðarinnar allrar, en sýningin á Skugga- Sveini er ekki ein af Þeim. Þessir Jóla-Sveinar hefðu bet- ur aldrei komið af fjöllunum. Nú er sannarlega skammt stór- leiðinda á milli í leiklistarlífi höfuðborgarinnar. Vonandi heldur Skugga- Sveinn sig norður á Kili eftir- leiðis og hættir að hrella fólk í mannabyggð- Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi von mín þó sennilega tálvon tóm. Halldór Þorsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.