Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1971 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason, IndriSI G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Stein- grfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. ______ AfgreiSslusiml 12323. Auglýsingasimi: 19523. ASrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. Oábyrgur íhalds- flokkur Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður vorið 1929 og hlaut í vöggugjöf sömu hugmyndafræðina og íhaldsflokkurinn, sem hafði verið stofnaður 5 árum áður. í raun réttri má segja, að hér hafi aðeins verið um nafnbreytingu að ræða. Síðan 1924, er íhaldsflokkurinn var stofnaður, hafa orð- ið margvíslegar breytingar í heiminum, sem m.a. hafa breytt afstöðu langflestra til þeirrar hugmyndafræði, sem íhaldsflokkurinn byggði á, og var mjög svipuð og hugmyndafræði íhaldsflokka nágrannalandanna. Hún var í höfuðatriðum sú, að hagnaðarvon hinna svonefndu sterku og dugmiklu einstaklinga ætti að ráða mestu um, hvert fjármagni og vinnuafli væri beint. Ríkisvaldið ætti að hafa sem minnst afskipti af þeim málum. Heims- kreppan mikla og flest það, sem síðan hefur gerzt, hef- ur fært mönnum sönnur um, að þetta skipulagslausa frjálsræði gróðahyggjunnar geti leitt til hins fyUsta mis- ræmis í uppbyggingu atvinnulífsins, glundroða og upp- lausnar, sem oft leiðir til hinna ströngustu hafta. Flestir íhaldsflokkar nágrannaþjóðanna hafa því mjög breytt við- horfi sínu til þessara mála. Ýmsir fylgismenn Sjálfstæðisflokksins gera sér ljóst, að hin gamla hugmyndafræði íhaldsflokksins frá 1924 er orðin meira en úrelt og þarfnast endurskoðunar. Af for- ingjum flokksins hefur þó Gunnar Thoroddsen einn tekið undir þessa skoðun í ræðu, sem hann hélt 1 Varðar- félaginu síðastl. hausti. Aðrir leiðtogar flokksins eru hins vegar annars sinnis og halda dauðahaldi í hugmynda- fræðina frá 1924. Þetta kom bezt 1 ljós, þegar frumvarp- ið um Framkvæmdastofnunina var til meðferðar á Al- þingi í haust. Þá var það trúin á frjálsræði gróðahyggj- unnar, sem mótaði alveg afstöðu flokksins. Flokkurinn mátti ekki heyra það nefnt, að stefnt yrði að frelsi með skipulagi, eins og Gunnar Thoroddsen hafði lagt áherzlu á í Varðar-ræðu sinni. En þótt Sjálfstæðisflokkurinn standi þannig hug- myndafræðilega séð í sömu sporum og íhaldsflokk- urinn 1924, er mikil breyting orðin á honum. íhalds- flokkurinn 1924 var sjálfum sér samkvæmur og var því m.a. varfærinn í fjármálum hins opinbera. Hann forðaðist yfirleitt yfirboð í þeim efnum. Hann var m.ö.o. ábyrgur íhaldsflokkur. Slíkt hið sama verður ekki sagt um Sjálfstæðisflokkinn nú. Enginn flokkur gengur eins langt í yfirboðum og hann um þessar mundir. Þótt hann átelji nú hækkun fjárlagaútgjald- anna, lagði hann til við fjárlagaafgreiðsluna, að þau hækkuðu um hálfan milljarð. Frá þingmönnum hans liggja nú fyrir Alþingi útgjaldatillögur, sem skipta mörgum hundruðum milljóna króna. Tæplega ber sú stétt eða stofnun fram kröfu, að hún sé ekki studd af Sjálfstæðisflokknum. Hann heimtar á sama tíma gengishækkun og hærri kaupgreiðslur af atvinnuvegunum. Stefna hans i fjármálum er eins óábyrg og verið getur. Hann hefur öll eyrnamörk hins óábyrga íhaldsflokks. Fyrir það fólk, sem veitti Sjálfstæðisflokknum braut- argengi í síðustu kosningum, er vissulega ærin ástæða til þess að gefa því gaum hvers konar flokkur Sjálfstæð- isflokkurinn er og hvort það eigi samleið með óábyrgum íhaldsflokki. — Þ.Þ. 9 Steingrímur Hermannsson alþm.: Landhelgismáiið Rœða flutt á Alþingi 3. desember síðastliðinn Við umræðurnar á Alþingi 7. desember s.l. um þings- ályktunartiUögu Sjálfstæðis. manna um landhelgi og vemd- un fiskistofna, flutti Stein- grímur Hermannsson ítarlega ræðu, sem hér fer á eftir, nokkuð stytt. f upphafi ræðu sinnar ræddi Steingrímur um siðari fjóra Uðt þingsályktunartiUögunnar, sem fjaUa um friðun væntan- legrar fiskveiðilögsögu. Taldi hann engan ágreining um þau atriði, enda hefur ávaUt verið lögð á það áherzla í málflutn- ingi ríkisstjórnarinnar og mál- svara hennar, að ein meginfor- senda útfærslunnar er sú að koma á þeirri friðun, sem er nauðsynleg fyrir viðgangi fiski stofnanna. Steingrímur sneri sér síðan að meginefni þingsályktunar- tiUögunnar og sagði meðal annars: f APRÍL sJj. lágu fyrir Al- þingi tvær þingsályktunartil- lögur, önnur frá núverandi rík- isstjórn, en hin frá stjómar- andstöðunni. Við umræður um þær tillögur var fyrst og fremst um það deilt, hvenær næsta skrefið i útfærslu fisk- veiðilögsögunnar skyldi stig- ið. Meginkjárninn í tillögu stjórnarandstöðunnar var sá, að ekki skyldi fært út síðar en 1. september 1972. Þetta er staðreynd, sem fullyrðingar háttvirts 2. þingmanns Vest- fjarða, Matthíasar Bjarnason- ar, fá ekki hrakið. Um þetta at- riði var einnig fyrst og fremst deilt í kosningabaráttunni við umræður um landhelgismálið. Þetta var meginskoðanaágrein- ingurinn f umræddum tveim- ur þingsályktunartillögum, hvort færa skyldi út fyrir haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem ráðgerð hefur verið 1973, eða síðar. Ég er þeirrar skoðunar, að sigur stjómandstöðunnar megi ekki sízt rekja til þeirr- ar staðreyndar, að þjóðin kaus þann kostinn að færa út fisk- veiðilögsöguna fyrir 1. sept- ember 1972, eins og stjórnar- andstaðan lagði til. Þjóðin valdi jafnframt þá leið til þess að fella óvinsæla ríkisstjórn, að veita Samtökum frjálslyndra og vinstri manna stærsta sigur- inn. Líklega var það auðveld- asta leiðin að bví marki, þótt hún væri ekki okkur Fram- sóknarmönnum í vil. Hygg ég, að tilgangurinn hafi í þessu til- felli helgað meðalið og var það nokkuð skynsamlegt hjá þjóð- inni. MÉR sýnist, að tillaga sú. sem nú liggur fyrir, sé að ýmsu leyti bætt frá þeirri tillögu, sem fyrrveranr hæstvirt ríkis- stjórn lagði fram og fékk sam- þykkta. Búið er að strika út flestar efasemdir og ákveðin stcfna mörkuð með því að leggja til að fært skuli út f 400 m. jafndýpislínu. Að vísu segir í tillögunni ekkert um það. hvenær #ært skuli út. en ég fagna þeim ummælum hátt- virts þingmanns Matthíasar Bjarnasonar áðan, að hann er fylgjandi því að fært verði út 1. september 1972. Tel ég það merkari og mikilvægari yfir- lýsingu en nokkuð það, sem kemur fram í tillögunni sjálfri. Ætlun mín er að ræða um þá stefnu, sem f tillögunni er lýst, að miða skuli við jafn- dýpislínu, en ekki við fjarlægð frá landi eða frá grunnlínu. FYRST vil ég nefna þá stað- reynd, að alþjóðareglur eru mjög óljósar um landgrunn strandríkis. Að vísu náðist á hafréttarráðstefnunni 1958 meiri hluti fyrir þeirri reglu, að miða skuli við 200 m. dýpt- arlínu, eða dýpra eins og nýt- anlegt kanna að reynast. Það er ekki sízt með tilliti til þess- arar afar loðnu skilgreiningar að kölluð verður saman ný haf- réttarráðstefna til þess að ákveða þetta betur. Og ég verð í því sambandi að lýsa undrun minni yfir þeim ummælum hátt virts framsögumanns, Gunnars Thoroddsen, sem ég gat ekki skilið á annan veg en þann, að við ættum ekki að fara að al- þjóðalögum að þessu leyti. Taldar eru miklar líkur til þess, að á þeirri hafréttarráð- stefnu, sem kvödd verður sam- an 1973 eða skömmu síðar, ná- ist nauðsynlegur % meiri hluti með ákvörðun landgrunns- marka. Hins vegar eru mjög skiptar skoðanir um það, hvernig slíkt skuli ákveðið. Nú er t.d. mjög hampað þeirri reglu að miða skuli landgrunn við þá línu, þar sem hallinn fer yfir 10°. Ég efast um, að nokkur maður viti hvar það er á íslenzku landgrunni. Mæl- ingar á okkar landgrunni eru svo óljósar, að útilokað er að gera sér fyllilega grein fyrir þessu. Mér sýnist jafnframt ljóst, að við fslendingar höfum vaðið fyr ir neðan okkur a- þessu leyti. Með þingsályktunartillögunni, sam samþykkt var 1948, þar sem Alþingi lýsir því yfir, að Iundgrunnið allt hvernig sem það verður endanlega ákveðið, skuli vera eign okkar íslend- inga og fiskimiðin yfir því. Ég sé því ekki ástæðu til að ótt- ast, að við missum af bátnum að þessu leyti. f ÖÐRU Iagi er mjög vafa- samt að miða við jafndýpis- línu vegna þess, hve mælingar á íslenzku landgrunni eru lé- legar. Árið 1969 skipaði Rann- sóknaráð ríkisins nefnd, sem nefnd’ * landg»-unnsnefnd. Hún skilaði mjög viðamikilli skýrslu um rannsóknir á landgrunni fs- lands. Meðal annars lagði nefnd in mikla vinnu i að kanna mæl- ingar á íslenzku Iandgrunni. Nefndin gerði samanburð á fyrirliggjandi kortum á þrem- ur Ifnum, línu A frá Vest- mannaeyjum til suðvesturs fyr ir Reykjanes, línu B frá Kollu- ál yfir til Grænlands, og línu C þvert yfir frá Reykjanesi til Grænlands. Síðan segir svo i skýrslunni, með leyfi forseta: „Á sjálfu Iandgrunninu, eða réttara sagt grynnri hlutum þess, eru skekkjur ekki áber- andi, en þær aukast út yfir jað ar landgrunnsins og einkum á dýpri sjó og sýna tölur danska sjókortsins þar 200—500 metra of mikið dýpi, bar sem hægt er að gera beinan samanburð. Á A-Iínunni sýnir kortið 200 m. dýptarlínu, 12 km. innar en hin þýzka mæling. En þar sem hinar nýju mælingar sýna 200 l dýpi á landgrunnsbrún suð- ur frá Vestmannaeyjum, stend- ur dýptarlínan 570 m. á eldra kortinu. Annars staðar, bar sem bcinan samanburð er hægt að gera sunnar á A-Iínunni, sýna tölurnar á kortinu meira dýpi, sem nemur 240 m., 175 m., 250 m. og 475 m. Á C-Iín- unni, er munur í sömu átt, 22 m. 110 m. og 500 m Á B-lfnu ber legu 200 m. línu kortsins sam- an við nýrri -nælingar, en ósamræmi er utan við hana. Þess má enn geta, að sam- kvæmt korti 6 er állinn, sem greinir að íslenzka og græn- Ienzka landgrunnið, rúmlega 600 m. djúpur, en hann er grynnri en 500 m. á korti 5." Þetta sýnir, að mjög er óljóst hvar okkar 400 m. dýptarlína liggur. Vel getur svo verið, að 40C m. dýptarlín- an á því svæði, sem um er Framhalr. á bls 14. ÞRIÐJUDAGSGREININ J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.