Tíminn - 18.01.1972, Side 13

Tíminn - 18.01.1972, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1971 ^fTTTTnfíBi TIMINN 13 KR klippti klærnar af Val! Þeir Ottesen-frændurnir, Björn og Heukur skoruðu 10 af 18 mörkum KR t leiknum gegn Val. Þar af skoraði Björn t.h. 8 mörk í 9 tilraunum. Þá geta Valsmenn hætt a'ð hugsa um sigur í 1. deildarkeppninni í handknattleik karla. Eftir að ná aðei.ns jafntefli gegn KR á sunnu- dagskvöldið, fauk möguleiki þeirra, sem þó var nú heldur lít-' ill, til að sigra í deildinni í ár. Að vísu er fræðilcgur möguleiki, fyrir hendi, en til þess þurfa úr- slitin í leikjunum sem cftir eru að vera all undarleg. Sumir voru samt byrjaðir á að reikna þann Biöguleika út, strax á sunnudags- kvöldið, en það var erfitt dæmi og flókið. Það var allit útlit fyrir að Valur hefði sigurinn í höfn, þegar nokkrar tnín. voru eftir af leikn- um. Þá leiddu þeir með 3ja marka mun 18:15. En á þessum síðustu mínútum, skoruðu KR-ingar 3 mörk og náðu þar með að jafna. KR-ingar skiptu um markvörð á þessum mínútum. Þeir tóku Em- il Karlsson úr markinu og settu inn ungan markvörð, ívar Giss- urarson. Eftir að Haukur Otte- sen hafði minnkað muninn í 16:18, varði ívar skot frá Jóni Karls- syni, skot, sem að vísu var skot- ið úr vonlitlu færi. Þarr með óðu KR-ingar upp og Ævar Sigurðs- son skoraði af línu, 17:18. Vals- menn misstu boltann í næsta upp- hlaupi, og KR-ingar fengu þar með tækifæri til að jafna, og það gerðu þeir. Björn Ottesen, skor- aði með einu af sínu smuguskot- um, og var það hans 8. mark í leiknurm. Valsimenn ætluðu að ná báðum stigunum með að skora í næsta upphlaupi, enda voru ekki eftir nema um 20 sekúndur. Þeim tókst það ekki, skot Jóns Karls- sonar, lenti í öruggum höndum ívars, og þar með fékk KR annað sti'gið og klærnar voru klipptar af Valsmönnum. KR tók forustu í leiknum 2:0, en Valsmenn komust yfir 3:2. KR- ingar náðu aftur forustu — mest 7:4, en í hálfleik var staðan orð- in 7:6. Síðasta mark Valsmanna var umdeilt. Töldu mangir að knötturinn hefði ekki verið kom- inn í netið þegar leikurinn var flautaður af, en Hermann Gunn- arsson skaut þá frá miðjum vall- arhelming KR. í síðari hálfleik skiptust liðin á að jafna og hafa yfir, og var leikurinn því all spennandi og skemmtilegur. Þegar leið á hálfleikinn náðu Valsmcnn 2ja marka forustu 14:12 og síðan aftur 16:14 og loks 3ja marka forustu 18:15, en KR-ingar jöfnuðu eins og fyrr scgir. Að undanskildum leiknum við Hauka, var þetta bezti leikur KR í mótinu. Þeir hafa æft vel síð- an þeir töpuðu 15:10 fyrir Val í desember, og árangurinn af þeim æfingum komu nú í ljós. Björn Ottesen, var maður dagsins hjá KR. Hann skoraði 8 mörk í 9 tilraun- um. Einnig átti Emil Karlsson, góðan leik í markinu, sérstaklega framan af, og Ævar Sigurðsson átti einnig skínandi leik. Annars léku flestir KR-ingarnir vel — a. m.k. miðað við marga fynri leiki. Hjá Val er nú ljótt um að lit- ast. Með alla sína landsliðsmenn, mátti liðið þakka fyrir jafntefl- ið gegn KR. Hin fræga „muln- ingsvél“ frá síðasta vetri, er nú orðin eins og garnall teppabank- ari miðað við í fyrra. Það var að- eins að brá fyrir góðum leik hjá liðinu á kafla í síðari hálfleik. Þá var leikið kerfisbundið og upp á mark, en þar fyrir utan vár liðið ekki svipur hjá sjón, miðað Framhald á bls. 14. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN rikisins — ámmrn 2Ja, 3ja OG 4ra HERBERGJA ÍBÚÐIR TIL SÖLU 94 SÖLUÍBÚÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Auglýstar eru til sölu 94 íbúðir, sem verið er að byggja á vegum Framkvæmda- nefndar byggingaáætlunar í fjölbýlishúsum við Torfufell 21 — 23 og 25 — 35 og Unufell 48—50 í Reykjávík. Ent íbúðir, þessar tveggja herbergja, þriggja her- bergja og Hjögurra herbergja. Þær verða seldar fullgerðar (sjá nánar í skýring- um með umsóknunum) og afhentar þannig á tímabilinu júlí—nóvember 1972 Kost á kaupum á íbúðum þessum eiga þeir, sem eru fullgildir félagsmenn í verkalýðsfélögum (innan A.S.Í.) svo og kvæntir/giftir iðnnemar. Brúttóflatarmál 4ra herbergja íbúðanna (með hlut í stigahúsi og einkageymsl- um) er 101,5 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.700.000,00. Brúttóflatar- mál 3ja herbergja íbúðanna með hlut í stigahúsi og einkageymslu) er 80,7 fer- metrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.400.000,00. Brúttóflatarmál 2ja herbergja íbúðanna (með hlut i stigahúsi og einkageymslu) er 58,8 fermetrar og áætlað verð þeirra er kr. 1.070.000,00. 4ra herbergja íbúðirnar eru 14 talsins, 3ja herbergja íbúðirnar eru 48 talsins og 2ja herbergja íbúðirnar eu 32 talsins. , Greiðsluskilmálar eru í aðalatriðum þeir, að kaupandi skal, innan 3ja vikna frá því að honum er gefinn kostur á íbúðarkaupum, greiða 5% af áætluðu íbúðar- verði. Er íbúðin verður afhent honum skal öðru sinni greiða 5% af áætluðu íbúðarverði. Þriðju 5%-greiðsluna skal kaupandi inna af hendi einu' ári á eftir að hann hefur tekið við íbúðinni .og fjórðu 5%-greiðsluna skal hann greiða tveim árum eftir að hann hefur tekið við íbúðinni. Hverri íbúð fylgir íbúðarlán stofn- unarinnar til 33ja ára, er svarar til 80% af kostnaðarverði. Nánari upplýsingar um allt, er lýtur verði, frágangi og söluskilmálum, er að finna í skýringum þeim, sem afhentar eru með umsóknareyðublöðunum. Um- sóknir um íbúðarkaup eru afhentar í Húsnæðismálastofnuninni. Umsóknir verða að berast fyxir kl. 17 hinn 15. febrúar næstkomandi. Reykjavik, 15. janúar 1972.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.