Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 14

Tíminn - 18.01.1972, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 1971 2. deíld karia Tap og sigur hjá Þör Klp-Rcykjavík. Fjórir leikir fóru fram í 2. deild karla í fslandsmótinu í handknatt leik um helgina. í þessum fjórum leikjum voru skoruð 149 mörk, sem þykir ckki miki'ð í 2. deild, því þar sjást gjarnan stórar tölur. Þór frá Akurcyri kom suður til Reykjavíkur og lék tvo leiki. í fyrri leiknum, sem fram fór á laug ardaginn, sigraði Þór Stjörnuna úr Garðahreppi með 20 marka mun, 31:11. í hádeginu daginn eftir lék Þór svo við Þrótt og fóru leikar þannig, að Þróttur sigraði 18:13. Báðir þessir leikir voru í a-riðli 2. deildar. í þcim riðli fer fram mikilvægur lcikur um næstu helgi, þegar Þróttur mætir Gróttu, en það er síðari leikur liðanna. í b-riðli fóru einnig fram tveir lcikir um helgina. Breiðablik sigr- aði Fylkir úr Árbæjarhverfi með 13 mörkum gegn 11 og Ármann sigraði ÍBK með 28 mörkum gegn 14. Ármann hefur nú örugga for- ustu í b-riðlinum, og getur fátt komið í veg fyrir að liðið sigri þar, og leiki til úrslita um sigur í deildinni og sæti í 1. deild næsta ár við sigurvegarann í a-riðlinum. Framhald af bls. 12 ; við í fyrra og í haust, þegar það sigraði glæsilega í Reyk'javíkur- 1 mótinu. Hvað hefur skeð hjá lið- J inu er ekki gott að segja, þetta i er sama liðið og siigraði í Reykja- ! víkurmótinu — sömu mennirn- ir eru það a.m.k. eða svo gott sem — cn samt er þetta óþekkjanlegt lið. Það voru tveir menn, sem eitt- hvað báru af öðrum í þessum leik. Ágúst ögmundsson oig Jón Karlsson, þótt sá síðarnefndi hafi gert slæm mistök með því að skjóta úr vonlitlu færi á loka- mínútunum. Ólafur Benediktsson, varði vel til að byrja með, en síðan opnaði hann allt upp á ,gátt eins og oft áður í vetur. Gísli Blöndal var ekki svipur hjá sjón. Skoraði nú 4 mörk þar af 2 úr vítum. Honum gcngnur alltaf illa gegn uppeldisfélögum sínum úr KR, hvernig sem stendur á því. Dómarar leiksins voru Björn Kristjánsson og Sigurður Bjarna- son. Voru þeir helzt til af fljótir að flauta oft á tíðum, sérstaklega þó Sigurður. — Klp.— fbróttir Framhald af bls. 12 ustu mínútu 60:60. Á þessari mín. gerðu Valsmenn út um leikinn skoruðu 3 stig gegn 1 stigi Ár- manns og sigruðu þar með 63:61. Ármenningar misstu Jón Sig- urðsson út af í fyrrj hálfleik og munaði mikið um það fyrir þá. Mun Jón vera noklcuð illa meidd- ur, og vafasamt að hann leiki með á næstunni. Sogðu af ser Framhald af bls. 1. En þá stóð upp séra Frank M. Halldórsson, sem er annar af tveim sóknarprestum Neásóknar, og maútist til þess að sú breyting yrði gerð á nefndinni, að þeir Þórður og Baldur yrðu kjörnir í hana, og flugu þeir inn við at- kvæðagreiðslu. Þá sögðu formað- urinn og Garðar Pálsson af sér. Mun sú ákvörðun þeirra einkum vera vegna óánægju með kjör Þórðar Ágúst.s Þórðarsonar í nefnd ina. í stað þeirra sem sögðu af sér voru kjörnir aðrir sóknar- nefndarmenn. Ekki mun vera laust við að laigt hafi verið fast að sóknarbörn- um í Nessókn að sækja þennan fraimhaldsaðalfundi, en aðalverk- efni fundarins var sóknarnefndar- kosningarnar, og svaraði fjöldi þeirra sem fundinn sótti, hvergi nærri til þess fjölda, sem sækir gúðsþjónustur í kirkju sinni að öllum jafnaði. í sóknarnefnd Nessafnaðar eru nú Þórður Ágúst Þórðarson, Hall- dóra Eyjólfsdóttir, Sigurbjörn Guðmundsson, Baldur Jónsson og Þórður Halldórsson. Nefndin kýs sér sjálf formann. Só það rétt með farið að flokka- drættir hafi verið innan sóknar- innar áður, segja kunnugir að þeir séu það ekki nú, að minnsta kosti ekki innan sóknarnefndarinnar.. Þjóðhátíð 1974 Framhald af bls. 16 Mikill áhugi hjá V estur-í slendingum. Mikill áhugi er hjá Vestur-ís- lendingum að taka þátt í þjóðhá- tíðinni 1974, og má búast við að TIMINN þeir fjölmenni hingað og verði stærsti einstaki gestahópurinm.sem hingað kemur það árið. Ýmsir Vestur-íslendingar hafa þegar rætt málið við Þjóðhátíðarnefnd, og hefur komið fram í þeim viðtöl- um, að 3. og 4. kynslóð V-ís- lendinga hefur vaxandi áhuga á fslandi og má búast við veruleg- um hópi þeirra hingað til lands 1974. Árið 1975 verða 100 ár liðin frá því landnám Vestur-íslendinga í Ameriku hófst, og hefur Póstur- og sími ákveðið að gefa út sér- stakt frímerki af því tilefni með mynd af Stephan G. Stephanssyni. A.m.k. 11 ný frínierki árið 1974. Þá hefur verið ákveðið, að gefa út a.m.k. 11 ný frímerki á árinu 1974, og verður þessi frímerkja- flokkur þannig, að hvert frimerki lýsir þýðingarmiklum atburði í sögu iandsins á einni þeirra ell- efu alda sem liðnar eru frá því land byggðist. Einnig er hugsanlegt, að annar frimerkjaflokkur verði gefinn út, en það er óákveðið enn. Ríkisskip Framhald af bls. 16 þrjár ferðir í þessari viku til Vestmannaeyja. Guðjón sagði, að mikið hefði safnazt fyrir af vörum, á meðan verkfallinu stóð, og væri Þar tals- vert um litgerðarvörur, sem menn hefði verið farnir að bíða eftir. Þá flytja skipin allskonar nauð- synjavörur, sem voru þrotnar úti á landi. ^riðjudagsgrein Framhald af bls. 9. deilt, sé víða jafnvel innan við 50 sjómílur. ÞÁ VIL ég nefna þriðja at- riðið, sem vakið hefur athygli mína í sambandi við þessa þingsályktunartillögu. Þar seg- ir að fært skuli lit að 400 m. jafndýpislínu, en þó aldrei skemmra en 50 sjómílur frá grunnlínu. Þetta er að mínu viti athyglisvert. Þarna er gerð tilraun til þess að slá saman tveimur reglum. Á korti, sem birtist með skýrslu, sem fyrr- verandi liæstvirt ríkisstjóm liafði útbúið, sést, að langmest- ur liluti fiskveiðilögsögunnar mundi ákvarðast af síðari regl unni, þ.e.a.s. 50 sjómílur frá grunnlínu. Svo yrði alla leið- ina frá Reykjanesi og austur fjrrir land. Þar kemur 400 m. dýptarlínan út fyrir aðeins á örlitlu svæði samkvæmt hin- um ónákvæmu dýptarmæling- um. Síðan ræður 50 sjómílna línan nálægt því alla leið vest- ur fyrir Ilorn o§ suður að Arn- arfirði, nema í litlum geira út af Ilúnaflóa. Því er ljóst, að meginreglan mundi eftir sem áður verða 50 sjómílur frá landi. Þá vil ég minnast á eitt at- riði enn, sem mér virðist mjög veigamikið í þessu sambandi. i EftÍJ' því, sem ég kemst næst, | hafa 23 ríki fært fiskveiðilög. | sögu sína út utar en 12 sjó- mílur. Ég finn ekkert ríki, seni hefur miðað við jafndýpislínu. Við íslendingar værum bví al- gjörlega einir á báti ef við fylgj um þeirri reg’.u. Ég fyrir mitt leyti tel afar mikils virði til sigurs í þessu máli, að við skipum okkur í vaxandi fylk- ingu þjóða, sem hefur fært fisk veiðilögsöguna út Utar en 12 sjómílur og að við gerum það á sama hátt og þær. Ég teldi það mjög óþarft o • illt að lenda í deilum við slíkar þjóðir um þær aðfcrðir, sem hafa ber í þessu sambandi. Þetta tel ég ef til vill mikiívægustu rökin fyrir því að vísa ber á bugi þeirri stefnu, sem boðuð er í umræddri þingsályktunartil- lögu. UM ÞAÐ hefur verið rætt, að ýmsar ályktanir liafa borizt frá hagsmunasamtökum, bæði á Vesturlandi, Vestfjörðum og frá landssamtökum þeirra, sem vi-ð sjóinn og við sjávarútveg i fást. Ég vil fagna því, hve sam-1 þykktir þessar lýsa einróma | stuðningi við þá ákvörðun hæst i virtrar ríkisstjórnar og Alþingis | að færa fiskveiðilögsöguna út! 1. september 1972. Það tcl ég mikilvægast. Mér virðist hins vegar að ályktanir um landgrunnið út af Vesturlandi séu í sumum þess- um samþykktum byggðar á nokkrum misskilningi. I fyrsta lagi vil cg vekja athygli á því, að það er skakkt, sem stöðugt er fullyrt, að 400 m. jafndýp- islínan sé utar en 50 sjómílnn línan allt frá Ilorni suður á Reykjanes. Samkvæmt fyrr- nefndu korti á skýrslu fyrrver- andi liæstvirtrar ríkisstjórnar er þessu alls ekki svo farið. Þar sést, að 400 m. dýptarlín- an nær ekki út fyrir 50 sjó- mílna fjarlægðarlínuna fyrr en nokkurn veginn út af Arnar- firði og svo suður af u.þ.b. að Reykjanestá. Langtum mikilvægara en þessi misskilningur er þó hitt atriðið, að ég trúi því ekki, að þeir menn, sem eiga svo mik- illa liagsmuna að gæta í þessu sambandi, vilji taka þá áliættu nú að hræra svo í þessu máli að til ómælanlegs skaða geti «irðið. STAÐREYNDIN er sú, livort sem mönnum Iíkar það betur eða verr, að sú stefna, scm fyrrverandi stjórnarandstaða boðaði, sigraði í kosningum. Þjóðin valdi þá þann kostinn að færa út í 50 sjómílur fyrir 1. september 1972. Það er einnig staðreynd og almennt viðurkennt, að þessi stefna hefur verið kynnt mjög ræki- lega síðan. Hefur þar miög skipt um frá því, sem áður var, eins og allir hafa tekið eftir. Ætlun okkar liefur ver- ið kynnt með ítarlegum ræð- um utanríkisráðherra og ferðum víða um heim. Sendi- boðar aðrir hafa farið og mál- ið hefur verið flutt af íslenzk- um embættismönnum með ágætum. Ég leyfi mér að full yrða, að útlitið fyrir sigri þess- arar stefnu er orðið gott. Að minnsta kosti eru líkurnar til þess, að meiri hluti fáist fyrir minn’. fiskveiðilögu á væntan. legri hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna hverfandi orðnar. Ég vil fyrir mitt leyti taka það fram, að ég er að þessu leyti orðinn ólíkt bjartsýnni en ég áður var eftir þá ferð, sem ég fór í þessu sambandi til Afríkuríkjanna. Af þeim fundi, sem þar var- haldinn, hafði ég mikinn fróðleik og sannfærðist uin bað, að okkur íslendingum ber að leggja rík- asta áherzlu á að ná samstöðu með þeim smáríkjum, sem öll eru að berjast við svipaðan draúg og við. skilningsleysi stór veldanna. Ég lield að með öt- ulli starfsemi á því sviði megi jafnvel takast að ná mciri hluta með mikilli útfærslu fisk veiðlögsögunnar. Mér sýnist, að það væri meira glapræði en orð fá Iýst, að fara nú að hrófla við þcirri stefnu. sem þannig hefur verið boðuð. Fyrir mitt leyti vil ég taka það fram, að ég skal fyrstur manna lyigja því að næsta skref verði fljótlega stigið og þá fært út t.d. í 70 sjómílur, þannig að nái yfir umrætt Innilegar þakkir færum viS öllum þeim, er heiðrað hafa minningu Brynjúlfs Haraldssonar frá Hvalgröfum, bæSi við útför hans og síðar. Jafnframt þökkum við samúð og vináttu, okkur sýnda. Og síðast, eo ekki síst, sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar. og starfsfólks og annara góðra félaga á Elli. heimilinu Grund. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður I. Jónsdóttir, Gísli Br. Brynjólfsson, Herborg Hjelm, Halldór Gíslason, Kristbjörg Ólafsdóttir, Magdalena Brynjólfsdóttir, Sæmundur Björnsson, Brynjúlfur Sæmundsson, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Björn Sæmundsson, Margfét Skúladóttir, Ásta Á. Sæmundsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu hlýhug og hluttekn- Ingu við fráfall og jarðarför Jóns Valdimars Bjarnajsonar frá Hreggsstöðum Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki á sjúkrahúsi Patreksfjarðar, sem lögðu sig fram um að létta honum þungbær veikindi hans; svo og öllum þeim er á einn og annan hátt reyndu að gleðja hann með hugulsemi og nærgætni. Einar Bj. Bjarnason og vandamenn. svæði. Margsinnis hefur verið lýst yfir, að það skrcf, sem nú á að taka, sé /að- eins eitt skref. Ég get viður- kennt nú, þegar ég lít til baka, að ef til vill hefði verið skyn- samlegra að hafa þetta skref eitthvað stærra. Þegar þetta var ákveðið töldum við slíkt varhugavert, enda mátum við aðstöðuna svo, að andstaða mundi verða mikil, enda hygg _ég, að það hafi verið rökrétt ályktun á þeim tíma. Málið licfur hins vegar unnizt betur en rið gerðum okkur vonir um. Ég treysti því, að þeir menn, sem hafa gert umræddar álykt anir, vitanlega í hinum bezta tilgangi, muni, þegar þeir hug- leiða staðreyndir, sem ég hef nú drepið á, gera sér grein fyrir því, að skynsamlegra er að bíða, en taka síðan næsta skref fljótlega. Það gæti t.d. orðið strax eða fljótlega eftir hafréttarráðstefnuna. •AÐ LOKUM vil ég taka undir þau orð háttvirts 2. þingmanns Vestfjarða, Matthíasar Bjarna- sonar, að það er afar mikil- vægt, að við íslendingar stönd- um saman í þessu stóra málL Ég vi.1 slcora á Sjálfstæðis- menn að stíga nú karlmannlegt skref til fulls. Þessi háttvirti þingmaður hefur sýnt þá karl- mennsku að lýsa því yfir, að liann fylgi útfærslu 1. septem- ber 1972. Til þess að ná þeirri samstöðu, sem liann leggur svo ríka áherzlu á, væri karl- mannlegast fyrir hann og fé- Iaga hans að taka nú afstöðu með þeirri málsineðferð, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Af Því gæti hver skipstjóri verið hreykinn þegar hann yfirgefur sitt sökkvandi skip. Freinur en að deila um þessi atriði, sýnist mér eðlilegra fyr- ir háttvirt Alþingi að ræða um afstöðuna til þeirra erfiðleika, sem örugglcga eru framundan í þessu sambandi. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að við íslendingar verðum beittir margvíslegum þvingunum. Lík- Iegt að bæði Bretar og Þjóð- verjar og jafnvel fleiri stór- veldi muni reyna það á sviði viðskipta. Við getum átt von á því, að Brelar sendi herskip , aftur inn í íslonzka fiskveiði- lögsögu. Og öruggt er, ef dæma má af nýlegum fréttum, að við munum rnæta erfiðleik- um í þessu sambandi í væntan- legum viðræðum okkar við Efnahagsbandalag Evrópu um vlðskiptakjör. Hæstvirtur utanríkisráðherra licfur lýst því yfir, að fiskveiði lögsagan verði ekki notuð sem verzlunarvara. Því fagna ég. Ég vildi mjög gjarnan heyra svipaðar yfirlýsingar frá öðr- um háttvirtum þingmönnum, bannig að alheimi verði ljóst, að við stöndum ekki aðeins saman um þá útfærslu, sem verður framkvæmd 1. septem- ber 1972, heldur stöndum við einnig einhuga saman í þeim erfiðleikum, sem framundan geta orðið. \ víðavangi Framhald af bls. 3. ljóst og er kosningar yrðu nú, fengi Alþýðuflokkurinn engan þingmann. Þeir óttast réttilega að þró- unin haldi áfram. Áfrrxahald- andi samstaða við íhnldið verði til þess að flokkurinn leggist algjörlega í rúst. Gáfur Gylfa og snilli mun ekki duga honum til þess að þessu sinni, að vefja flokks- mönnum sínum um fingur sér. Það mun k'ina í ljós á næsta flokksþingi flokksins.*- — TK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.